Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 23
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra Munið að slökkva á kertunum ÞAÐ kann að vera ógn við rétt- arkerfið og lýðræðið í landinu verði Páll Magnússon kosinn formaður Framsókn- arflokksins. Páli er stefnt fram til formanns af öfl- um sem hafa valdið þjóðfélag- inu og ein- staklingum gíf- urlegu tjóni. Þessi öfl eru rekjanleg til Halldórs Ás- grímssonar og virðast lúta að ein- hverju leyti tilsögn hans. Þó að hann hafi nú horfið af sjónarsviði stjórn- málanna. Þessi öfl sem nú reyna að viðhalda yfirráðum yfir Framsókn- arflokknum hafa margt að verja sé litið til framtíðar. Vald og fjármuni þessara aðila má í upphafi rekja til kvótakerfisins og síðar sölu Bún- aðarbankans. Halldór Ásgrímsson veitti þeim skjól sem formaður flokksins og ráðherra og fóru þessi öfl fram með eigin hagsmuni í huga en létu almannahagsmuni sig engu skipta. Eftir að þessi öfl eignuðust stóran hlut í Kaupþingi eftir kaupin á Búnaðarbankanum hafa þau seilst dýpra í græðgihugsun sinni heldur en dæmi eru til. Eitt af þeim áformum sem hönn- uð höfðu verið til fullnustu var yf- irtaka orkugeirans á Íslandi. Birt- ingarmynd þess má helst sjá í REI-málinu og því að Páll Magn- ússon var skyndilega gerður að stjórnarformanni Landsvirkjunar og má ljóst vera að Jóhannes Geir hafi verið talinn of heiðarlegur til að ganga til þeirra verka sem til stóð að framkvæma. Voru þá komnir til áhrifa hjá tveimur stærstu orkufyr- irtækjum landsins þeir Björn Ingi hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Páll Magnússon hjá Landsvirkjun. Báðir hafa þeir verið aðstoðamenn hinna spilltu afla og hvorugur þeirra virð- ist hafa getu til að greina rétt frá röngu, samanber fatakaup Björns Inga. Verði Páll Magnússon kosinn for- maður Framsóknarflokksins hlýtur það að verða hans aðalverk að gæta hagsmuna þeirra sem komu honum þar til valda. Hagsmunir þeirra aðila til framtíðar hljóta að vera að þeir þurfi ekki að horfa út í gegnum rimla með þeim hætti sem þeim bæri að gera ef réttvísin næði fram að ganga. Verk þeirra eru með þeim ólíkindum að réttarkerfið mun svigna undan þeim staðreyndum sem í ljós munu koma. Það sem kann að vera áþreifanlegast og aug- ljósast nú er hvernig stolið var millj- arðatugum af 50 þúsund trygging- artökum Samvinnutrygginga. Kjósi menn Pál Magnússon sem formann Framsóknarflokksins er verið að kjósa hann til hagsmunagæslu fyrir ill og dyggðalaus öfl. ÞORSTEINN INGASON, fyrrverandi fiskverkandi og út- gerðarmaður. Framboð til hagsmunagæslu fyrir ill og dyggðarlaus öfl Frá Þorsteini Ingasyni Þorsteinn Ingason SKÚLI Thoroddsen ritar athygl- isverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Rómarsáttmálinn er skýr, öll að- ildarríkin 27 hafa undirgengist hann og breytt sínum lögum honum til samræmis, þau eiga í dag einn fulltrúa í framkvæmdastjórn, þar liggur þó fyrir að fækka þeim í 18 manns frá og með árinu 2014. Öll ríkin þurfa að samþykkja slíkar breytingar og þessi er ekki í höfn vegna andstöðu Írlands, samanber þjóðaratkvæðagreiðslu í júní sl. Nú er önnur atlaga gerð að Írum til að reyna að fá samþykki þeirra. Nauðsynlegt er að við fáum upp- lýsingar um hver stjórnunarkostn- aður ESB er. Því hann leggst á að- ildarríkin og er atriði sem við þurfum að gera okkur raunhæfa grein fyrir, áður en ei verður aftur snúið. Góð samvinna er gulls í gildi, en samvera er ekki við alla æskileg. Réttar upplýsingar um öll mál eru nauðsynlegar. Fréttamenn íslensku fjölmiðlanna hafa hvað eftir annað kallað eftir upplýsingum hjá Eiríki Bergmann dósent um ESB-aðild og kynnt hann sem hlutlausan sér- fræðing, þrátt fyrir að hann sé ákveðinn aðildarsinni og hafi ritað bækur og bæklinga til gyllingar inngöngu Íslands í bandalagið. Ei- ríkur hefur um árabil verið einn að- al-áróðursmeistari Samfylking- arinnar varðandi aðild okkar að ESB. Árangur áróðursins er nokkuð ljós, 65% þjóðarinnar er samkvæmt könnunum hlynntur inngöngu. En vilja 65% okkar afsala fullveldi Ís- lands? Mér vitanlega hefur engin breyt- ing Rómarsáttmálans átt sér stað sem afstýrt gæti því að við verðum að fella stjórnarskrá okkar að lög- um ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu, svo aðild okkar verði að veruleika. Þetta þarf öllum að vera ljóst. Hitt er annað mál að það er hygginna manna háttur að eiga hreinskiptnar viðræður við menn og þjóðir, skoða öll mál áður en ákvörðun er tekin… Megi hógværð og réttsýni í önd- vegi ríkja, þá er mín von og vissa að íslenska þjóðin mun sigla skipi sínu heilu í höfn, þó válynd séu veð- ur. Ófullkomnum orðum með enda kveðju dygga. Jólin allra gleðji geð og gæfu veiti trygga. Meira: mbl.is/esb PÁLMI JÓNSSON eftirlaunaþegi. Góðir Íslendingar, er ESB lausn? Frá Pálma Jónssyni PÁLL Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis for- manns Fram- sóknarflokksins. Undirritaður fagnar þessari ákvörðun Páls enda hefur reynsla mín af samstarfi við hann í hátt á annan áratug bæði innan og utan Framsóknarflokksins verið mjög góð. Það er því enginn vafi í mínum huga að Páll hefur þá reynslu og þekkingu sem gagnast getur bæði Framsóknarflokknum og íslensku samfélagi vel. Undirritaður kynntist Páli fyrst fyrir rúmum 18 árum þegar hann tók við formennsku í Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs (ÍTK) þá einungis 19 ára að aldri. Þá var ég einn af forsvarsmönnum ungmenna- félagsins Breiðabliks og innan raða okkar voru uppi miklar hugmyndir um uppbyggingu félagssvæðis okk- ar í og við Smárann. Við vorum satt að segja nokkuð áhyggjufullir að Kópavogsbær treysti þessum „ung- lingi“ fyrir þessum mikilvæga mála- flokki. En þessar áhyggjur okkar reyndust ekki á rökum reistar. Páll sýndi það fljótt að hann réð vel við þetta verkefni og leiddi hina miklu uppbyggingu vegna Heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik fyrir hönd Kópavogsbæjar af festu og ör- yggi. Þrátt fyrir að oft væri hraustlega tekist á milli bæjaryfirvalda og for- svarsmanna Breiðabliks á þessum tíma var Páll ávallt sá aðili sem gat borið klæði á vopnin. Það er því enginn efi í mínum huga að Páll er rétti aðilinn til að leiða Framsókn- arflokkinn á þeim miklu um- brotatímum sem Íslendingar eru að upplifa um þessar mundir. ANDRÉS PÉTURSSON, ungmennafélagsmaður og Kópa- vogsbúi. Páll er traustsins verður Frá Andrési Péturssyni Andrés Pétursson ALDRAÐRI konu og ungri stúlku er haldið í gíslingu í þakherbergi í Reykjavík. Þeim er skammtaður matur af húsbónda sínum, þó að kon- an sé í raun eigandi hússins. Í hvert sinn sem hún reynir að brjóta upp hurðina lætur húsbóndinn hana finna fyrir fullkomnustu pyntingartólum Evrópu. Allur bærinn veit af kúgun mæðgn- anna. Flestir kæra sig kollótta, enda ástandið viðgengist í sextíu ár. Bæj- arstjórinn segir að húsbóndinn hafi heimild til að verja sig og hvetur gömlu konuna til sýna stillingu. Dag einn kastar konan súpu- disknum útum herbergisgluggann, beint í rúðu nágrannans. Húsbóndinn stormar inn í herbergið og bindur enda á „deiluna“ í eitt skipti fyrir öll. Drepur kellinguna og barnið með. Þegar húsbóndinn er krafinn skýr- inga, segir hann að sjaldan valdi einn þegar tveir deila. Þvínæst tínir hann til ýmislegt misjafnt í fari mæðgn- anna; óraunhæfar kröfur um lífskjör, framandi trúarbrögð, óþolandi kyn- þáttur og „rangar“ skoðanir í pólitík. Með krókódílatár í augunum segist hann ekki hafa getað boðið nágrönn- um sínum upp á eignarspjöll kon- unnar öllu lengur. Bæjarstjórinn kinkar kolli, fullur samúðar, en þykir verra að barnið hafi dáið. En það er jú algengt í morð- um sem þessum. Gott ef ekki óum- flýjanlegt. Morðinginn er vinsamleg- ast beðinn um að passa sig næst. EGILL BJARNASON, stjórnarmaður í félaginu Ísland- Palestína. Málsvörn morðingja Frá Agli Bjarnasyni Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.