Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
FARÞEGAR á vegum Ferðaskrifstofu Íslands
þurfa ekki að óttast að komast ekki heim vegna
fjárhagsvanda fyrirtækisins. Vandinn hefur nú
verið leystur. Þetta segir Þorsteinn Guðjónsson,
forstjóri fyrirtækisins. Flugvél, sem leggja átti af
stað til Íslands frá Tenerife í gærmorgun klukkan
7, tafðist fram á kvöld og tengdist sú seinkun fjár-
hagsvanda fyrirtækisins.
„Seinkunin fléttast inn í fjárhagserfiðleikana.
Þetta er hluti af stærri mynd,“ segir Þorsteinn.
Talið er að um 150 farþegar hafi þurft að bíða eftir
flugvélinni í gær sem samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins átti að leggja af stað heim til Ís-
lands klukkan 21.15 í gærkvöldi.
„Auðvitað þykir okkur mjög leiðinlegt að flugið
hafi frestast en fararstjórarnir okkar úti eru með-
vitaðir um stöðu mála og senda ekkert fólk út á
flugvöll fyrr en á réttum tíma. Þessi seinkun varð
alveg á lokasprettinum á endurfjármögnuninni og
þá þurfti að bóka nýja áhöfn og allt tengt fluginu.
Þess vegna varð hún svona löng.“
Endurfjármögnun á lokastigi
„Við erum að klára að endurfjármagna fyrir-
tækið og erum á lokastigi þess ferlis og það mun
koma fjársterkur aðili inn í félagið. Ekki er þó
hægt að greina frá því hver það er fyrr en eftir
helgi.“ Þorsteinn segir ennfremur að búið sé að
ganga frá öllu flugi næstu daga og starfsemi fé-
lagsins muni haldast óbreytt.
Undir Ferðaskrifstofu Íslands heyra Úrval-Út-
sýn, Sumarferðir og Plúsferðir. Um 70 manns
starfa hjá fyrirtækinu. Allir starfsmennirnir hafa
minnkað starfshlutfall sitt um 50 prósent frá því í
nóvember. Þorsteinn kveðst ekki gera ráð fyrir
því að þurfa að segja starfsmönnum upp fyrst um
sinn. „Við þurfum að sjá hvernig árið fer.“
Farþegarnir komast heim
Í HNOTSKURN
»Undir Ferðaskrifstofu Íslands heyraÚrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferð-
ir. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns.
»Flug á vegum fyrirtæksins, sem átti aðleggja af stað frá Tenerife til Íslands í
gærmorgun, frestaðist fram á kvöld. Frest-
unin var í tengslum við fjárhagsvanda fyr-
irtækisins.
»Samkvæmt upplýsingum frá ÞorsteiniGuðjónssyni, forstjóra fyrirtækisins,
hefur nú tekist að endurfjármagna fyr-
irtækið og það muni því halda áfram
óbreyttri starfsemi sinni.
HELLISHEIÐI breyttist í slysagildru í gær-
dag þegar skyndilega snöggkólnaði og gler-
hálka myndaðist á örskotsstundu. Fimm slys
urðu á heiðinni á skömmum tíma.
Jeppabifreið fór út af veginum við Skíða-
skálann í Hveradölum og valt. Ökumaðurinn
var fluttur á slysadeild og er talinn alvarlega
slasaður. Fáum mínútum áður fór önnur
jeppabifreið út af veginum á svipuðum stað
og valt. Þrír voru fluttir á slysadeild en
meiðsli ekki talin alvarleg. Þá fór bíll út af
veginum við Kambabrún en ekki er vitað um
meiðsli. Loks fór jeppi með kerru út af veg-
inum við Lambafell í Þrengslum. Ekki urðu
slys á fólki.
Morgunblaðið/Júlíus
Hættuleg hálka myndaðist á Hellisheiði
FRÉTTASKÝRING
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
SKIPTAR skoðanir eru innan
stjórnarflokkanna og þeirra í milli
um hvort rétt sé að efna til einnar
þjóðaratkvæðagreiðslu eða tveggja
um aðildarviðræður og mögulega
aðild að Evrópusambandinu (ESB).
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hefur viðrað þá hugmynd að þjóðin
greiði atkvæði um hvort farið skuli í
aðildarviðræður við ESB. Síðan yrði
líka kosið um niðurstöðuna. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra telur
það einnig koma til greina, enda hafi
engin þjóð sem sótt hafi um aðild að
ESB staðið frammi fyrir því að
afsala sér stjórn jafnmikilla auð-
linda og Íslendingar. Ófrávíkjanleg
skilyrði fyrir aðild þyrftu þá að
liggja fyrir, að mati Björns, og sam-
þykki þjóðarinnar að fást fyrir
þeim. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur ekki látið uppi
hvort hún telji þörf á tveimur at-
kvæðagreiðslum en sjálfstæð-
isþingmennirnir Illugi Gunnarsson
og Bjarni Benediktsson hafa lagt til
að efnt verði til einnar þjóð-
aratkvæðagreiðslu að loknum aðild-
arviðræðum.
Kosningar á spýtunni
Innan Samfylkingarinnar eru
miklar efasemdir um að greiða at-
kvæði um aðildarviðræður. „Ég ótt-
ast að kostirnir verði þá ekki nægj-
anlega skýrir,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar. „Hættan er þá sú að
annars vegar verði mikið gert út á
fordóma í garð ESB og að hins veg-
ar verði alið á óraunhæfum vænt-
ingum um hvað gæti fengist með að-
ild,“ bætir hún við og bendir á að ef
niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu um
aðildarviðræður yrði neikvæð þá
myndi fólk aldrei vita hvað því stóð
til boða. Það myndi ekki draga úr
ágreiningi um málið.
Á spýtunni hangir einnig mögu-
leikinn á Alþingiskosningum en
Ingibjörg Sólrún segir að eigi að
greiða atkvæði um mögulegar aðild-
arviðræður gæti verið rétt að efna
til Alþingiskosninga samhliða því.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær
að það væri einkennileg hugmynd
og myndi kalla á tvennar þingkosn-
ingar. Vísaði Þorgerður til þess að
breyta þurfi stjórnarskrá og tvö
þing þarf til að samþykkja slíkar
breytingar.
Ingibjörg Sólrún segir hins vegar
að með vorinu mætti vel setja lög
um þjóðaratkvæðagreiðslu og gera
um leið einfalda breytingu á
stjórnarskrá. „Málin horfa öðruvísi
við ef við förum í aðildarviðræður
fljótlega á nýju ári. Þá myndu Al-
þingiskosningar geta farið fram
samhliða atkvæðagreiðslu um nið-
urstöðuna,“ útskýrir Ingibjörg en
þá yrði væntanlega ekki efnt til
þingkosninga fyrr en í fyrsta lagi
eftir eitt ár.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra telur hins vegar að breyting á
stjórnarskrá yrði alltaf lokaskrefið í
aðildarferlinu og að hans mati væri
óskynsamlegt að blanda saman
þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosn-
ingum. Umræðurnar yrðu þá
ómarkvissari.
Beðið eftir landsfundi
Endanleg ákvörðun verður vænt-
anlega ekki tekin á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar fyrr en að afloknum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok
janúar og vonast Ágúst Ólafur
Ágústsson, varaformaður Samfylk-
ingarinnar og annar formanna Evr-
ópunefndar ríkisstjórnarinnar, til
þess að afstaða flokksins verði af-
gerandi. Hann varar við tvöföldu at-
kvæðagreiðsluleiðinni. „Svo að þjóð-
in sjái kostina þarf að liggja fyrir
samningur sem kjósa má um,“ segir
Ágúst Ólafur en Illugi Gunnarsson,
sem er hinn formaður Evrópunefnd-
arinnar, segist ekki myndu setja sig
upp á móti tveimur atkvæða-
greiðslum ef sátt næðist um það.
„Hin raunverulega atkvæðagreiðsla
hlýtur hins vegar að vera á grund-
velli einhvers konar samnings,“ seg-
ir Illugi en telur ekki rétt að setja
alla orkuna í ESB við þessar að-
stæður. „Við leysum ekki núverandi
vandamál með aðild að ESB.“
Ekki náðist í Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra og formann Sjálf-
stæðisflokksins, vegna málsins.
Einar eða tvennar kosningar?
Ekki er einhugur milli stjórnarflokkanna um hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar-
viðræður að Evrópusambandinu eða láta nægja að greiða atkvæði þegar samningur liggur fyrir
ENGIN fordæmi eru fyrir því í ríkj-
um Evrópusambandsins að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild-
arviðræður að sambandinu, að
sögn Aðalsteins Leifssonar, lekt-
ors við Háskólann í Reykjavík.
„Þetta hefur verið rætt í Noregi í
ljósi reynslunnar. Þar hefur aðild
verið hafnað tvisvar sinnum í þjóð-
atkvæðagreiðslu og hugmyndin
væri þá að fá umboð til að hefja
viðræður í þriðja sinn. En það er
ekki einhugur um þetta þar,“ segir
Aðalsteinn og bætir við að at-
kvæðagreiðslan myndi bæði hafa
kosti og galla. „Svona atkvæða-
greiðsla er töluvert mikið mál og
það má spyrja hversu markviss
hún verður ef fólk hefur engan
samning í höndunum. Þá er hætt
við því að menn skipi sér strax í
fylkingar og fari í harða andstöðu
eða stuðning við eitthvað sem
enginn veit hvað verður að lokum.
Á móti kemur að atkvæðagreiðsla
myndi senda skýr skilaboð um að
Íslendingum væri full alvara með
umsókninni,“ segir Aðalsteinn.
Engin fordæmi fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu
MIKIÐ af síld var í og við höfnina í
Hafnarfirði í gær. Íbúar í Hafn-
arfirði fylgdust með torfunum sem
sumar voru alveg við ströndina.
Síld sást í höfnunum í Vest-
mannaeyjum og Keflavík fyrir
nokkrum dögum. Sýni voru tekin
úr síldinni við Eyjar, en mikið af
henni reyndist vera sýkt. Ljóst er
að síldartorfurnar í höfnunum eru
að drepast.
Síld í Hafnar-
fjarðarhöfn
Síld Veiði var í höfninni í Eyjum.
SKÁKMENNIRNIR Björn Þor-
finnsson og Jón Viktor Gunnarsson
geta sannarlega unað sáttir við sitt
en þeir urðu efstir og jafnir í b-
flokki Reggio Emila-mótsins sem
lauk á Ítalíu í gær.
Jón Viktor vann ítalska meist-
arann Alberto Pomaro en Björn
tapaði gegn Marco Corvi. Báðir
hlutu þeir 6½ vinning og hækka um
rúmlega 10 stig hvor á mótinu.
Að loknu þessu móti er Björn
kominn í hóp alþjóðlegra skák-
meistara.
Efstir og
jafnir á Ítalíu
Félagaskák Björn og Jón Viktor
mættust í fyrstu umferð á mótinu.