Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Útsalan er hafin
v/Laugalæk • sími 553 3755
JÓHANN Óli Guðmundsson segir Þórdísi Sigurð-
ardóttur fara með rangt mál haldi hún því fram að
brottrekinn forstjóri Tals, Hermann Jónasson, hafi
gert samning við Símann án samráðs við stjórn Tals.
Þórdís er stjórnarformaður Tals og Jóhann Óli
stjórnarmaður og stór hluthafi.
Jóhann Óli sendi fjölmiðlum í gær afrit af fund-
argerð stjórnar Tals frá 11. desember þar sem Her-
mann Jónasson þá forstjóri fór yfir vandræðin sem
blöstu við viðskiptavinum fyrirtækisins frá áramótum
vegna uppsagnar Símans á reikisamningi. Þeir yrðu
sambandslausir við hluta af landinu ef ekki næðist að
leysa málið með Vodafone eða samningi við Símann
fyrir 1 janúar. „HJ var falið að leysa málið á næstu dög-
um með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi,“
segir í fundargerð sem Jóhann Óli sendi. Hann segir að
engar athugasemdir hafi verið gerðar við þessa fund-
argerð á stjórnarfundi Tals 30. desember. Þá var Her-
manni Jónassyni sagt upp vegna trúnaðarbrests.
bjorgvin@mbl.is
Stjórn Tals var upplýst
Ósátt Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, deilir nú við Jóhann Óla Guðmundsson meðstjórnarmann.
Harðar deilur milli stjórnarmanna vegna Símasamnings
ÞETTA HELST ...
● Jake Tapper, stjórnmálaskýrandi
bandarísku ABC-sjónvarpsstöðv-
arinnar í Hvíta húsinu, heldur því
fram að Obama vilji skapa um 600
þúsund ný opinber störf þegar hann
tekur við emætti forseta Bandaríkj-
anna.
Þetta fær hann út með því að rýna
í útvarpsræðu Obama frá því á laug-
ardaginn. Þá sagðist forsetinn tilvon-
andi ætla að skapa þrjár milljónir
nýrra starfa. Áður hefði hann sagst
ætla að búa til eða verja tvær millj-
ónir starfa. Og 80% af þessum nýju
störfum ættu að vera innan einka-
geirans. Afgangurinn yrði þá innan
stjórnkerfisins. bjorgvin@mbl.is
Vill fleiri opinber störf
● Björgólfur Guð-
mundsson er á
lista Forbes-
tímaritsins yfir
þá milljarðamær-
inga sem töpuðu
nánast öllu á
liðnu ári. Í fyrra
hafi hann átt
eignir að upphæð
1,1 milljarð
Bandaríkjadala.
Hins vegar hafi fall bankakerfisins á
Íslandi gert það að verkum að allt
þurrkaðist út.
Þegar listi Forbes yfir ríkustu
menn heims var birtur í mars í fyrra
var Björgólfur Guðmundsson í 1.014.
sæti. Sonur hans, Björgólfur Thor,
var í 307. sæti. bjorgvin@mbl.is
Björgólfur
Guðmundsson
Á taplista Forbes
● Enn hefur engin lausn fengist í
það hvernig mál fjármálafyrirtækja,
sem hafa fengið lán í Seðlabanka Ís-
lands með veðum í verðlitlum eða
verðlausum bankabréfum, verður
leyst.
Sem dæmi þurfti Straumur fjár-
festingarbanki að leggja 18,3 millj-
arða króna viðbótartryggingu fyrir
lánum sínum í SÍ 21. október sl. Það
var til þess að dekka helming lána
Straums hjá Seðlabankanum. Til að
setja þessa tölu í eitthvert samhengi
var markaðsverðmæti Straums í lok
föstudagsins um 19,4 milljarðar
króna. bjorgvin@mbl.is
Veðlán enn óleyst
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, bendir á að búið sé
að gefa út yfirlit yfir verkferla til að
endurreisa íslenska bankakerfið.
Nú þegar hefur Fjármálaeftirlitið
gert samning við óháðan, alþjóðlegan
matsaðila um gagngert endurmat á
eignum og skuldum nýju bankanna.
Endurmati þessu skal lokið nú í jan-
úar. Lánardrottnum bankanna hafa
verið kynntar matsaðferðirnar og
þeir fengið að koma með ábendingar.
Samningur hefur verið gerður við
alþjóðlega fjármálaráðgjafarfyrir-
tækið Oliver Wyman til þess að hafa
umsjón með og annast þetta endur-
mat á nýju bönkunum. Sami aðili
mun einnig gera samskonar mat á
gömlu bönkunum.
Verðmat langtímaeigna
Aðferðunum, sem notaðar verða
við matið, er ætlað að endurspegla
þau verðmæti sem felast í eignum
nýju bankanna til langs tíma litið.
Ekki á að miða við verð sem fæst fyr-
ir eignirnar við þvingaða sölu við erf-
iðar markaðsaðstæður.
Í tilviki gömlu bankanna er til-
gangur matsins aðeins að setja við-
miðunarramma fyrir starf skila-
nefndanna fyrir kröfuhafa. Hafa
skilanefndir ráðið sér alþjóðlega ráð-
gjafa til þess að skipuleggja sam-
skipti við kröfuhafa.
Það verkefni sem einnig liggur fyr-
ir í endurreisn bankakerfisins er
gerð fjárhagsreikninga fyrir nýju
bankana. Fær Ríkisendurskoðun að
ráða alþjóðleg endurskoðunarfyrir-
tæki til þess að aðstoða stjórnendur
nýju bankanna við gerð þeirra.
Meðal verkefna við gerð þessara
reikninga er að finna út hvað eignir
nýju bankarnir hirtu úr þeim gömlu
umfram skuldbindingar.
Samkvæmt yfirliti Fjármálaeftir-
litsins er það vandasamt og flókið
verkefni sem þurfi meðal annars að
vinna í samráði við kröfuhafa gömlu
bankanna. Jafnframt sé ljóst að
margskonar lausnir komi til greina í
þessu efni.
Nýtt hlutafé fyrir febrúarlok
Nú þegar liggur fyrir bráðabirgða
efnahagsreikningur fyrir nýju bank-
ana. Þegar þessu endurskoðunar-
starfi er lokið og búið að staðfesta
stofnefnahagsreikninga bankanna er
ríkisstjórnin reiðubúin til að leggja
þeim til eigið fé.
Verður miðað við að eiginfjárhlut-
fall bankanna verði að minnsta kosti
10%. Sé miðað við fyrstu efnahags-
reikningana er gert ráð fyrir að þetta
muni kosta ríkissjóð 385 milljarða
króna. Lokatala fer þó eftir því verð-
mæti eigna nýju bankanna sam-
kvæmt úttekt Oliver Wyman.
Hlutaféð verður reitt af hendi fyrir
lok febrúar.
Fyrir lok mars 2009 á að liggja fyr-
ir úttekt fyrrverandi forstjóra fjár-
málaeftirlits Finnlands, Kaarlo
Jännäri, á regluumgjörð og fram-
kvæmd bankaeftirlits hér á landi.
Markmiðið er að efla viðbúnað gegn
hugsanlegum fjármálakreppum í
framtíðinni.
Eignir endurmetnar í janúar
Fjármálaeftirlitið hefur gert samning við alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki til
að endurmeta eignir nýju bankanna Fyrr fá þeir ekki nýtt hlutafé frá ríkinu
! "#
$%%
&
% %
"
%
%
$
'
%%%
% (#% %)
*
+&$
%
,
% &
'
- #
%
'
#
% %
% &
$
!
%
#% !
%
&&
% "
%
"
"
'
.#/
0
1
!
3
4
% #
% #
'
5 %#%
$
#% !
"
%2
'
0
1
%%
'
6)
%
%
%
% +
788)
%
#%
!#
%
● Stjórnendur fjárfestingarsjóðs Nova-
tors, Novator Credit Opportunities,
eru að leita réttar síns vegna fjár-
svikamáls sem bandaríski lögfræðing-
urinn Marc Dreier stóð fyrir.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgólfs Thors Björgólfssonar, aðal-
eiganda Novator, segir þetta mál í
vinnslu og engin niðurstaða liggi fyrir.
Dreier var handtekinn snemma í
desember á síðasta ári, grunaður um
að hafa svikið allt að 380 milljónir
dollara af vogunarsjóðum með blekk-
ingum.
Novator gæti tapað á annan tug
milljóna Bandaríkjadala vegna kaupa á
fölsuðum verðbréfum eins og margir
aðrir vogunarsjóðir.
bjorgvin@mbl.is
Sjóður Novators leitar
réttar í fjársvikamáli