Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 15
Framkvæmdastjórnin hefur sóst eft-
ir auknum völdum á þessum sviðum
og telur að samræma þurfi skatt-
grunn í ákveðnum málaflokkum, en
ekki haft erindi sem erfiði.
VSK að hluta á borði ESB
Álagning virðisaukaskatts er að
hluta til inni á borði ESB. Þannig
hefur sambandið sett reglur um
hvert hámarks- og lágmarkshlutfall
hans skuli vera með það að markmiði
að tryggja eðlileg viðskipti á innri
markaðnum. Samkvæmt reglum
ESB má grunnhlutfall virðisauka-
skatts ekki vera lægra en 15% og
ekki hærra en 25%.
Þessar reglur eiga við um grunn-
hlutfallið en aðildarríki geta eftir
sem áður lagt lægri skatt á ákveðna
vöruflokka.
Íslendingar þurfa ekki að hafa
miklar áhyggjur af því að virðis-
aukaskatturinn kunni að hækka hér
á landi við inngöngu í ESB, það er
a.m.k. ekkert í reglum ESB sem
myndi kalla á slíkt. Ísland yrði þvert
á móti í hópi þeirra þriggja ESB-
ríkja sem hafa hæstan virðisauka-
skatt (grunnhlutfall). Aðeins í Dan-
mörku og Svíþjóð er hlutfallið
hærra, eða 25%. Raunar hefur marg-
oft komið fram að fáar þjóðir greiða
hærri skatta sem hlutfall af lands-
framleiðslu en einmitt Íslendingar.
Hvort skattarnir hækka eða lækka
yrði áfram á valdi íslenskra stjórn-
valda.
Innan ESB gilda ákveðnar reglur
um vörugjöld á áfengi, tóbak og elds-
neyti. Aðildarríkin hafa samt sem
áður töluvert svigrúm til að ákveða
hlutfallið. Það sést t.a.m. á því að
verð á þessum vörum er afskaplega
mismunandi eftir því hvar borið er
niður innan sambandsins. Á Íslandi
eru há vörugjöld lögð á alla þessa
vöruflokka, eins og flestum ætti að
vera fullkunnugt um, og aðild að
ESB myndi í sjálfu sér engu breyta
um það.
Náið samstarf í Schengen
EES nær ekki til samstarfs í inn-
anríkis- og dómsmálum en með
þátttöku Íslands í Schengen-
samstarfinu og ýmsum löggæslu-
stofnunum tekur Ísland þátt í mjög
mörgum þáttum þess og samstarf
Íslands við ESB á þessu sviði er afar
náið. Meðal þess samstarfs sem Ís-
lendingar eru ekki aðilar að eru
samningar um réttarsamvinnu í
einkamálum, samvinnu um baráttu
gegn hryðjuverkum og samstarfi
um ólöglega innflytjendur. Íslend-
ingar hafa samið um að taka fullan
þátt í framkvæmd og mótun Schen-
gen-reglna en geta á hinn bóginn
ekki greitt atkvæði. Samkvæmt
Lissabon-sáttmálanum sem ekki er
búið að fullgilda í öllum aðildar-
ríkjum mun ráðherraráðið ekki
lengur taka ákvarðanir á þessu sviði
með einróma samþykki heldur dug-
ar aukinn meirihluti, þó með
ákveðnum fyrirvörum.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Ákvörðunarferlið í EES
ESB-gerð samþykkt af framkvæmdastjórn, ráðherra-
ráði eða Evrópuþinginu og ráðherraráði.
Undirnefnd (Subcommittee) fastanefndar EFTA, með full-
trúum utanríkisráðuneytis, yfirfer tillögu vinnuhóps og gerir
tillögu til fastanefndar EFTA.
Fastanefnd EFTA, skipuð sendiherrum og fulltrúum
utanríkisráðuneytis, mótar endanlega sameiginlega afstöðu
EES/EFTA-ríkjanna.
EES-samningurinn veitir EES/EFTA-ríkjunum mikilvægan
aðgang að mótun ákvarðana þegar þær eru á
undirbúningsstigi hjá framkvæmdastjórn ESB, en
samningurinn veitir hins vegar ekki formlegan aðgang
að töku ákvarðana í Evrópuþinginu og ráðherraráði ESB.
Sameiginlega EES-nefndin tekur ákvörðun.
Innleiðing á Íslandi og í öðrum EES/EFTA-ríkjum.
Óformlegar viðræður við fagdeildir ESB
(Directorates Generals, D Gs).
Formlegar viðræður við stjórnardeild utanríkismála
hjá framkvæmdastjórn ESB (D G RELEX).
EFTA-vinnuhópur (Working group) með fulltrúum
fagráðuneyta metur hvort gerð fellur undir EES-samninginn
og hvort óska á eftir aðlögunum. Gerir tillögu til undirnefndar
um afgreiðslu málsins.
Gerðir ESB hafa ekki bein lagaáhrif
hjá EFTA-ríkjunum í EES, þ.m.t. Ís-
landi, heldur er samið um hvort og
hvernig ESB-gerð taki gildi hér á
landi. Hægt er að semja um aðlag-
anir og undanþágur af ýmsu tagi.
En hvað gerist ef ekki takast
samningar við ESB? Ísland, Nor-
egur og Liechtenstein (EFTA-ríkin í
EES) hafa hins vegar aldrei beitt
neitunarvaldi og það er ljóst að
notkun þess myndi hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir EES-samstarfið. Til
lengri tíma þýðir frestun eða beit-
ing neitunarvalds að grafið væri
undan grundvallarforsendu samn-
ingsins um að sömu reglur eigi að
gilda á öllu svæðinu.
Aðild að undirbúningi
Íslendingar hafa í krafti aðildar
að EES aðgang að mótun ákvarð-
ana þegar þær eru á undirbúnings-
stigi hjá framkvæmdastjórn ESB en
hafa á hinn bóginn ekki formlegan
aðgang að töku ákvarðana í Evr-
ópuþinginu og ráðherraráðinu.
Aðgangur að framkvæmdastjórn-
inni er mikilvægur vegna þess að
framkvæmdastjórnin hefur ein rétt
til að leggja fram tillögur sem
varða innri markaðinn.
EES-ríkin hafa aðgang að sér-
fræðingahópum og nefndum fram-
kvæmdastjórnarinnar sem varða
gildissvið samningsins en hafa á
hinn bóginn ekki atkvæðisrétt.
Í skýrslu Evrópunefndar for-
sætisráðherra frá 2007 kemur
fram að það hafi sýnt sig að við
mótun og töku ákvarðana skipti
ekki máli hvaðan góð ráð eða til-
lögur kæmu, því markmiðið væri
að taka góðar ákvarðanir.
Getum sagt nei en gerum það aldrei
Kæmi til aðildar að ESB yrði Ísland
að greiða til sambandsins en fengi
framlög til baka, m.a. í gegnum land-
búnaðarstefnuna og í formi byggða-
styrkja.
Í skýrslu Evrópunefndar forsætis-
ráðherra frá árinu 2007 er reiknað
með að nettógreiðslur Íslands til ESB
gætu numið 2,5-5 milljörðum króna.
Það er hins vegar flókið og erfitt að
meta kostnað við aðildina. Hinn
raunverulegi kostnaður kæmi ekki í
ljós fyrr en að loknum samninga-
viðræðum og eftir að nokkur reynsla
hefði fengist af aðildarsamningnum.
Hér er heldur ekkert litið til hugs-
anlegs ávinnings sem aðild að ESB
hefði fyrir viðskiptalífið eða þjóð-
arbúið að öðru leyti.
Margt annað myndi breytast, s.s.
má gera ráð fyrir að íslenskir emb-
ættismenn yrðu að taka meiri þátt í
starfi ESB. Aukinn ferðakostnaður
legðist að mestu á ESB en kostnaður
við starfsmannahald gæti aukist um-
talsvert. Með ESB-aðild myndu einn-
ig skólagjöld sem íslenskir náms-
menn þurfa að greiða í Bretlandi
lækka.
Þrír sjálfstæðir tekjustofnar
ESB hefur þrjá sjálfstæða tekju-
stofna.
Hlutdeild í tollum og innflutnings-
gjöldum sem leggjast á vörur frá ríkj-
um utan ESB (15% af tekjum ESB).
Hlutdeild í virðisaukaskatti (15%
af tekjum ESB).
Hlutdeild í vergum þjóðartekjum
aðildarríkjanna (69% af tekjum
ESB).
Tekjur af þessum tekjustofnum mega
ekki fara yfir 1,24% af vergum þjóð-
artekjum. Undanfarið hafa tekjur
ESB að meðaltali verið 1,07%.
Hvað kostar
aðild að ESB?
Já við EES sögðu 33
en 23 voru á móti.
Hversu margir segðu
já við ESB?
EES-samningurinn | Evrópusambandið
Tegundir gerða ESB
Tilskipanir
eru bindandi á þann hátt að
markmið með setningu þeirra
verður að nást en ríkin ákveða
sjálf hvernig að því er staðið.
Reglugerðir
hafa bein áhrif í aðildarríkjunum
og ekki þarf að innleiða þær
sérstaklega í landsrétt.
Ákvarðanir
gilda í einstökum málum og
eru bindandi fyrir þá sem
eiga hlut að máli
Tilmæli og álit
eru ekki bindandi heldur
aðeins til viðmiðunar.
Aðferðir ESB við ákvörðunartöku
Samákvörðunarferlið
er algengsta aðferð ESB við að taka ákvarðanir. Það felur í sér að
Evrópuþingið fær jöfn tækifæri á við ráðherraráðið til að móta löggjöf sem
fellur undir þessa aðferð. Í Lissabon-sáttmálanum er gert ráð fyrir að yfir
90% af löggjöf ESB muni falla undir þetta ferli.
Samráðsferlið
þýðir að ráðherraráðið þarf að leita álits Evrópuþingsins á
tillögum framkvæmdastjórnarinnar áður en ákvörðun er tekin en
ráðið er ekki bundið af áliti þingsins.
Samþykkisferlið
felur í sér að ráðherraráðið þarf að fá samþykki Evrópuþingsins
áður en ákvarðanir eru teknar. Þingið getur ekki sett fram breytingartillögur
heldur eingöngu samþykkt eða hafnað tillögu ráðsins.