Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða
dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum
auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.
Skilafrestur er til 17. janúar og er tekið á móti innsendingum á sérstöku vefsvæði.
Verðlaun eru veitt í 13 flokkum. Nánari upplýsingar eru á www. imark.is, í
síma 511 4888 eða í netfanginu imark@imark.is
Skilyrði fyrir þátttöku eru að auglýsingin sé íslensk eða gerð sérstaklega fyrir íslenskan
markað og hafi birst í fyrsta sinn á árinu 2008.
Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Þetta er stærsta fjáröflunin
og félaginu mjög mikilvæg. Í haust hefur
styrkjum fækkað vegna ástandsins og öll
íþróttafélög glíma við þennan sama vanda,“
sagði Jenný Þórkatla Magnúsdóttir formaður
íþróttafélagsins Ness um þrettándamót
Lionsklúbbanna átta á Suðurnesjum í botsía
sem haldið var í gær. Allur ágóði rann til
Ness, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suð-
urnesjum.
Í byrjun árs 2008 stóðu Lionsfélagar á
Suðurnesjum fyrir botsíakeppni milli klúbb-
anna átta á svæðinu í samstarfi við og með
þátttöku félaga í íþróttafélaginu Nesi, en
botsía er ein af fjórum keppnisgreinum
íþróttafélagsins. Mikil ánægja var með fram-
takið, að sögn Eyjólfs Eysteinssonar, svæð-
isstjóra Lions á Suðurnesjum, og því ákveðið
að endurtaka leikinn. „Einkunnarorð Lions-
hreyfingarinnar er „Við leggjum lið“ og
íþróttafélagið Nes er aðeins eitt félag af
mörgum sem njóta stuðnings hreyfing-
arinnar. Geðhjálp og Þroskahjálp á Suð-
urnesjum eru meðal félaga sem Lions styður
og flestar líknarstofnanir á svæðinu njóta
nánast árlega stuðnings Lionsfélaga. Þá hafa
félagar lagt lið fjölskyldum og einstaklingum
sem vegna sjúkdóma hafa þurft að fara utan
tillækninga og við höfum lagt til aðstoð við þá
sem hafa þurft að sækja aðstoð til fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga. Það er víst að
þeim fjölgar nú þegar kreppir að,“ sagði Eyj-
ólfur í samtali við blaðamann.
Frjáls leikur skilar sér
Fyrirkomulag botsíakeppninnar var á þann
hátt að sameinuð lið Lionsfélaga og félaga í
Nesi mættu til leiks auk þess sem skorað var
á ýmsar stofnanir og fyrirtæki á Suð-
urnesjum að taka þátt. Keppt var í 25 þriggja
manna sveitum. Þátttökugjaldið rann óskipt
til Ness en fyrirtækin þurfa að greiða að lág-
marki 10.000 króna þátttökugjald en hvert
Lionsfélag greiðir 2000 króna þátttökugjald.
„Þátttakendum hefur fjölgað frá því í fyrra
og við erum mjög ánægð með góða þátttöku,“
sagði Eyjólfur.
Jenný sagði gaman að upplifa þennan
mikla áhuga Lionsfélaga á botsíakeppninni
en félagar í Nesi voru ekki síður spenntir fyr-
ir keppninni. „Styrkur Nes-félaga liggur ekki
hvað síst í botsía, en auk þeirrar íþrótta-
greinar æfa þau sund, fótbolta og frjálsar
íþróttir.“ Jenný sagði í samtali við blaðamann
að félagsmönnum hefði alltaf gengið vel á
þeim mótum sem tekið er þátt í árlega og
nefndi sérstaklega að gaman væri að upplifa
hversu vel þau stæðu sig í frjálsum íþróttum
þegar engin væri æfingaraðstaðan á svæðinu.
„Við höfum lagt áherslu á frjálsan leik og það
hefur skilað sér vel í frjálsu íþróttunum, t.d.
hlaupum,“ sagði Jenný og nefndi í lokin að
verið væri að vinna að því að efla félagsstarf
fatlaðra á Suðurnesjum. „Núna um áramótin
fáum við aðstöðu í félagsheimilinu Fjör-
heimum og ætlum að byrja með opið hús einu
sinni í mánuði. Vonandi getum við fjölgað
þeim en þessar samverustundir eru mjög
mikilvægar.“
Sameinuðu krafta
sína í botsía
Ljósmynd/Úr myndasafni Ness
Botsíakeppni Einbeitingin skín úr andliti keppenda í botsía þegar boltanum er kastað.
Þrettándamót í botsía
með þátttöku fyrir-
tækja á Suðurnesjum
Í HNOTSKURN
»Íþróttafélagið Nes var stofnað 17. nóv-ember 1991 af Þroskahjálp á Suð-
urnesjum, Sjálfsbjörg á Suðurnesjum og
áhugafólki um íþróttir fatlaðra.
»Markmið Ness er að gefa fötluðum ein-staklingum kost á að æfa hollar alhliða
íþróttir sem efla félags- og líkamsþroska.
»Lionsklúbbarnir átta eru: Lionsklúbb-urinn í Keflavík, Lionessuklúbburinn í
Keflavík, Lionsklúbbur Sandgerðis, Lions-
klúbburinn í Garði, Lionsklúburinn í
Njarðvík, Æsur í Njarðvík, Lionsklúbb-
urinn í Grindavík og Lionsklúbburinn Keil-
ir í Vogum.
»Sparisjóðurinn í Keflavík, Samkaup,Plastgerð Suðurnesja, stéttarfélögin
VSFK og VS, Lögfræðiskrifstofa Suð-
urnesja, Landslög lögfræðistofa, Glitnir,
Fiskverkunin Háteigur í Garði og Hita-
veita Suðurnesja taka þátt í botsíakeppn-
inni.
KONUR finna frekar fyrir neikvæð-
um áhrifum áfengisdrykkju en karl-
ar, að því er niðurstöður nýrrar
danskrar rannsóknar sýna.
Rannsóknin leiddi í ljós að tvöfalt
fleiri konur en karlar finni fyrir
óþægindum eftir að hafa drukkið
mikið magn áfengis.
Alls kváðust 12 prósent
kvennanna sem þátt tóku í rann-
sókninni upplifa fjögur eða fleiri ein-
kenni timburmanna eftir mikla
drykkju. Aðeins fimm prósent karl-
anna sögðu hið sama. Niðurstöð-
urnar byggjast á svörum 36.228
karla og kvenna sem þátt tóku í
rannsókn á heilbrigði, reykingum,
áfengisdrykkju og hreyfingu.
Fjögur algengustu einkenni timb-
urmanna eru þreyta, þorsti, höfuð-
verkur og ógleði. Nær 50 prósent
kvennanna greindu frá þreytu dag-
inn eftir og rúm 45 prósent kváðust
finna fyrir miklum þorsta.
Önnur einkenni sem nefnd voru
eru lítil matarlyst, svimi, magaverk-
ir, hjartsláttartruflanir og uppköst.
Karlarnir sem þátt tóku í rann-
sókninni kváðust oftar en konur
drekka mikið magn áfengis.
Meðal margra húsráða við timb-
urmönnum er vatnsdrykkja og
neysla kolvetna og prótína.
ingibjorg@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Vanlíðan Eftir mikla drykkju finna fleiri konur fyrir óþægindum en karlar.
Konur fá frekar
timburmenn