Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 34
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanó-
leikari er um þessar mundir að út-
setja og skrifa íslensk sönglög til
einleiks á píanó. Sönglögin verða
hluti af tónleikum hans á Listahátíð í
Reykjavík í vor en það verða jafn-
framt fyrstu einleikstónleikar Vík-
ings í Háskólabíói.
„Ég hef lengi haft það bak við eyr-
að að útsetja íslensk sönglög fyrir
einleikspíanó. Ég hugsa þá líka til
þess að ég geti spilað þau í útlönd-
um.“
Sönglögin taka á sig svip
einleiksverka fyrir píanó
Víkingur segist verða búinn að
umrita átta til tíu lög í vor og er bú-
inn með fjögur þeirra. „Þessar mel-
ódíur sumar sem við eigum tel ég að
séu með því fegursta sem hefur verið
samið. Tökum sem dæmi Ave Maríu
eftir Kaldalóns, sem ég er búinn að
útsetja fyrir löngu, hún er ótrúlegt
tónverk. Fræðilega séð er alveg
brilliant strúktúr á þessari einföldu
laglínu. Ég veit ekki hvort Sigvaldi
Kaldalóns var nokkuð að pæla í því
þegar hann samdi lagið, en þannig er
það samt.“
Sum íslensku sönglagaskáldanna
höfðu takmarkaða tónlistar-
menntun, og segir Víkingur að vissu-
lega hafi þau ekki alltaf gert píanó-
inu nægilega hátt undir höfði. „Það
er erfitt að segja það þannig að það
hljómi rétt, en ég tel að með góðum
píanóútsetningum og meira afger-
andi píanóparti megi lyfta þessum
fallegu laglínum enn hærra, án þess
að ég vilji draga athyglina um of að
píanóinu.“
Eiga erindi við fleiri
Víkingur Heiðar ætlar ekki að láta
staðar numið með sönglögin á
Listahátíð. Þau fara með honum
lengra. „Mig langar að fara með þau
út í heim og taka þær upp, því ég er
viss um að þau eiga erindi við stærri
hlustendahóp.“
Kínverjar kunnu vel að meta
Fyrr í vetur var Víkingur Heiðar í
tveggja vikna tónleikaferð í Kína.
Þar prófaði hann tvö sönglaganna á
kínverskum hlustendum. „Jafnvel
þar, svona ótrúlega langt í burtu og í
menningarsamfélagi sem er svo ólíkt
okkar, voru viðbrögðin við íslensku
sönglögunum gríðarlega sterk. Á
sumum stöðunum var ég að halda
fyrstu píanótónleika sem höfðu
nokkru sinni verið haldnir þar. Samt
var fólk að tala um okkar lög, þótt
það hafi verið að hlusta á Beethoven,
Brahms og Bach á undan. Ég hef
mikla trú á þessari tónlist og því sem
hægt er að gera með hana.“
Velur þau fallegustu
Valið á lögunum er einfalt. Vík-
ingur Heiðar velur einfaldlega þau
sem honum finnst fallegust. „Ég
verð þó að passa mig því að ég er svo
veikur fyrir fallegum og hægum lög-
um. En ég er nú búinn að gera kraft-
mikla útsetningu á Á Sprengisandi,
sem ég á fullt í fangi með að spila, og
geri kannski fleiri slíkar. Ég er þó
mest búinn að vera í Sigvalda og
Emil Thoroddsen núna til að byrja
með. Þetta eru lögin sem maður fékk
með móðurmjólkinni og standa mér
næst. Þetta er gaman, og mér finnst
frábært að syngja línuna með píanó-
partinum – þá get ég ráðið bæði því
hvernig laglínan er sungin og hvern-
ig píanóið hljómar með. Kannski er
það of mikil stjórnsemi sem brýst
þarna fram?“ spyr Víkingur og hlær
og spurður hvort hann stefni þá að
því að gera söngvara óþarfa, hlær
hann meira og segir: „ja, kannski að
einhverju leyti. En þó, þetta er allt
öðruvísi, útlendingarnir hafa til
dæmis aldrei heyrt lögin sungin,
með texta. Lögin standa bara full-
komlega fyrir sínu þannig.“
Víking Heiðar langar að prófa sig
meira áfram á þessari braut, og eftir
námið hefur hann meiri tíma til að
sinna hugðarefnum eins og eigin
tónsköpun. „Núna hef ég meiri tíma
en áður og nýt þess mjög. Ég finn
það að mig langar að fikta mig áfram
við eigin verk. Það er ekki auðvelt að
byrja á því af alvöru þótt ég hafi
byrjað að fikta við það tíu ára. Ég
hef mörg og háleit viðmið, og það
gerir þetta ekki auðveldara að
þekkja Bach og Beethoven þá félaga
alla mjög vel. Ég er kannski svolítið
spéhræddur til að byrja með, en finn
að ég verð að halda áfram. Þetta er
nýtt fyrir mér og svo hrikalega gef-
andi. Það kitlar mig að prófa hvert
ég kemst með eigin músík. Næsta
verk verður að velja mér falleg ljóð
og smíða mín eigin sönglög. Þetta er
mjög skemmtilegt og ég finn að ég
fer að hugsa öðruvísi um tónlistina
þegar ég kem að henni frá hlið tón-
skáldsins. Það hefur áhrif á túlkun
mína sem píanóleikara og veitir mér
betri sýn yfir heildina í tónlistinni.
Um þessar mundir hrífst ég mest af
slíkri alhliða nálgun á tónlist. Sjáðu
til dæmis hvað Daniel Barenboim er
flottur. Hann er bæði píanóleikari,
kammermúsíkant og hljómsveit-
arstjóri! Hann hefur verið mér mikil
fyrirmynd á árinu.“
Víkingur Heiðar Ólafsson er farinn að semja tónlist Hann vinnur nú að
útsetningum íslenskra sönglaga fyrir einleikspíanó Tónleikar á Listahátíð
Morgunblaðið/G.Rúnar
Víkingur „Þessar melódíur sumar sem við eigum tel ég að séu með því fegursta sem hefur verið samið.“
Ég hef mikla trú á sönglögunum
34 Menning
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
VIÐ opnun sýn-
ingarinnar Sol-
itude í Neues
Kunsthaus
Ahrenshoop í
Norðaustur-
Þýskalandi á dög-
unum, hlaut
Hrafnhildur Sig-
urðardóttir
myndlistarkona
verðlaunin „Neu-
es Kunst hat Freunde“ fyrir verk
sitt Offlæði – Waste.
Á sýningunni getur að líta verk
eftir listamenn frá Þýskalandi, Lett-
landi og Íslandi sem unnin voru út
frá völdum bókmenntatextum eða
ljóðum. Verkið Offlæði – Waste rím-
aði við ljóð Andra Snæs Magnasonar
Regnboginn, en ásamt honum var
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur
textasmiður á sýningunni. Aðrir ís-
lenskir myndlistarmenn sem þátt
tóku voru Jeanette Castoni, Ragn-
hildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda
Sigurðardóttir, en Rúrí var sér-
stakur heiðurslistamaður sýning-
arinnar með verk sitt Sökkvun –
Flooding, Nature Lost.
Offlæði
verðlaunað
Verk eftir Hrafnhildi
Sigurðardóttur
Hluti verðlauna-
verks Hrafnhildar.
Í SÁDI-Arabíu er öll tónlist önnur
en trúarleg tónlist tengd íslam bönn-
uð. Klassísk tónlist, jafnt arabísk
sem vestræn, heyrist því ekki op-
inberlega, en netvæddir ein-
staklingar geta þó leyft sér að stel-
ast í aðra músík í
skjóli fjögurra
veggja heimilis-
ins.
Fyrir skömmu
skrifaði sádískur
blaðamaður, Ha-
lima Mudhaffar,
grein í eitt helsta
dagblað landsins,
Al-Watan, þar
sem hann hvatti
til þess að tónlistarbanninu yrði af-
létt og tónlistarkennsla tekin upp í
skólum, einkum grunnskólum. „Vís-
indalegar rannsóknir hafa sýnt fram
á að tónlist gagnist börnum á marg-
an hátt og stuðli að tilfinningalegu
jafnvægi og bæti minni og náms-
hæfileika,“ sagði Mudhaffar í grein-
inni.
Hann tók þó skýrt fram að hann
ætlaðist ekki til þess að sádísk börn
yrðu kynnt fyrir því háværa drasli
sem hann segir vestræna dæg-
urtónlist vera, heldur ætti hann við
hágæðatónlist sem vestræn tónskáld
eins og Beethoven, snillingurinn
Mozart og arabíski klassíkerinn Mo-
hammed Abdel Wahab og fleiri
hefðu samið.
Í grein sinni taldi blaðamaðurinn
sádíski upp fleiri kosti þess að hlusta
á tónlist, en bætti svo við að því mið-
ur hefðu öfgatrúarmenn í landinu
komið í veg fyrir að almenningur
gæti notið lista og því væri tímabært
að berjast gegn stefnu þeirra og
hvetja menntamálaráðuneytið til að
taka skref í átt að því að listir verði
almennt viðurkenndar sem náms-
greinar. „Bann við því að hlustað sé
á tónlist, og jafnvel við því að hún sé
notuð í leiksýningum eykur hættuna
á því að heilu kynslóðirnar vaxi úr
grasi án þess að hafa nokkurn tíma
heyrt góða tónlist.“
Blaðamaður
gagnrýnir
tónlistarbann
Mohammed Abdel
Wahab
HLJÓMSVEITIN Riot, Hall-
dór Bragason, Björn Thorodd-
sen, Karl Olgeirsson, Ásgeir
Óskarsson og Jón Rafnsson,
heldur tónleika á Rósenberg í
kvöld kl. 21. Seiðurinn sem
Riot fremur verður lífræn
hreyfing loftmólikúla sem
verða notuð til að mótmæla
poppi, blús, djasstónlist og
jóðli. „eins og olía og vatn“,
sagði Ríkarður Örn Pálsson
gagnrýnandi eitt sinn um samspil gítarleikaranna
Halldórs og Björns „...þegar mættust virtúó-
skammerdjassfimi Thoroddsens og sálarþrunginn
blússláttur Halldórs er stundum skartaði nístandi
flöskuhálsskrensi af stálgyrtum litlafingri.“
Tónlist
Riot mótmælir
á Rósenberg
Dóri skartar stál-
gyrtum litlafingri.
KARL Aspelund heldur fyr-
irlestur á miðvikudagskvöld kl.
20-22 í húsakynnum Heimilis-
iðnaðarfélagsins að Nethyl 2e.
Fyrirlesturinn ber yfirskrift-
ina „Um kvenbúninga heimsins
á upphafsárum nýrrar aldar“
en einnig verður boðið upp á
umræður. Karl undirbýr dokt-
orsritgerð um þjóðbúninga.
Hann kennir fatahönnun við
University of Rhode Island og
stundar doktorsnám við Boston University.
Áhugasvið hans er samspil fatahönnunar og
sjálfsmyndar þjóða og um þessar mundir er hann
að hefja rannsókn á stöðu og merkingu þjóðbún-
inga kvenna á Íslandi í dag.
Hönnun
Karl talar um kven-
búninga heimsins
Karl Aspelund
Í KVÖLD, mánudag, verður
fyrsti gjörningur ársins á veg-
um Bebopfélags Reykjavíkur
en félagið er að hefja sitt
þriðja starfsár. Um tónleika á
Kaffi Kúltúre við Hverfisgötu
er að ræða og hefjast þeir
klukkan 22.
Félagarnir Haukur Gröndal
og Óskar Guðjónsson ríða á
vaðið á þessari fyrstu uppá-
komu ársins, en þeir eru tveir
af okkar kunnustu saxófónleikurum. Gert er ráð
fyrir því að ýmsir hljóðfæraleikarar stígi á svið
og leiki með þeim Hauki og Óskari.
Bebopfélagið stefnir að því að halda tónleika
fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Djass
Haukur og Óskar
hjá Bebopfélaginu
Haukur Gröndal og
Óskar Guðjónsson.
Mótmælendur Ís-
lands – skilja þeir
ekki að góðir hlutir gerast
hægt? 41
»