Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ENGINN skortur er nú á starfs-
fólki til umönnunarstarfa hjá Hrafn-
istuheimilunum og Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
„Við fáum fleiri umsóknir frá Ís-
lendingum heldur en áður,“ sagði
Helga Jóhanna Karlsdóttir, starfs-
mannastjóri á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund. Hún sagði
marga hafa spurt um vinnu í októ-
ber og byrjun nóvember en síðan
hafi aðeins dregið úr fyrirspurnum.
Nú eru fyrirliggjandi 10-15 umsókn-
ir fólks sem óskar eftir að fá vinnu í
janúar. Þessir umsækjendur eiga
fjölbreyttan starfsferil og menntun
að baki. Helga sagði að mörgum um-
sóknum væri hafnað strax þegar
ljóst þætti að viðkomandi hentaði
ekki til starfanna sem í boði væru.
„Það er fullt eins og er. Eins er
skólafólk í vinnu yfir jólin sem var
búið að raða sér inn á vaktir í
haust,“ sagði Helga.
Íslendingum hefur verið að fjölga
hlutfallslega í starfsmannahópnum á
Grund. Helga sagði mikilvægt að
þeir sem ynnu við aðhlynningu aldr-
aðra töluðu góða íslensku og því
væru Íslendingar fremur ráðnir en
útlendingar sem ekki tali málið.
Fólk af útlendu bergi brotið sem
lært hefði íslensku væri þó metið al-
veg jafngilt íslenskum umsækj-
endum um störf.
Mikil breyting í haust
Magnea Símonardóttir, í mann-
auðsdeild Hrafnistu, sagði að Hrafn-
istuheimilin fjögur væru alveg full-
mönnuð nú en þar starfa um þúsund
einstaklingar.
„Það varð mikil breyting í haust
og alveg flóð af umsóknum bæði frá
Íslendingum og útlendingum,“ sagði
Magnea. Starfsumsóknum fjölgaði
mjög í október og nóvember sl. en
frá byrjun desember hefur umsókn-
um fækkað. Ekki fengu mjög marg-
ir vinnu því vel gekk að manna
Hrafnistu á liðnu hausti. Breytingin
í að fá fólk til starfa er mjög mikil á
einu ári. „Í fyrra fór ég milli
menntaskóla og hengdi upp auglýs-
ingar til að fá starfsfólk um jólin. Ég
þurfti ekki að gera það núna,“ sagði
Magnea.
Umsóknir um störf á Hrafnistu
eru geymdar í þrjá mánuði og eru
nokkrir tugir umsækjenda nú á bið-
lista. Aldursviðmið vegna ráðninga
hefur verið 18 ár og hefur það held-
ur verið hækkað fremur enn hitt, að
sögn Magneu. Hún sagði að nokkuð
væri um að umsóknum væri hafnað
strax af ýmsum ástæðum.
Hjá Hrafnistu hefur útlent starfs-
fólk aðallega verið ráðið í stoðdeild-
ir, t.d. eldhús og ræstingu. Sú regla
hefur gilt að fólk sem vinnur við að-
hlynningu tali íslensku. Nokkrar út-
lendar konur hafa hætt upp á síð-
kastið vegna þess að mennirnir
þeirra hafa misst vinnuna og þau
ákveðið að fara af landinu.
Núna er enginn
hörgull á starfsfólki
Morgunblaðið/ÞÖK
Breytt staða Undanfarin ár hafa hjúkrunarheimilin átt í miklum erf-
iðleikum með að fá nægt starfsfólk til starfa. Eftir skyndilega breytingu í
efnahags- og atvinnumálum hefur staðan gerbreyst. Nú eru allar stöður
mannaðar og fólk á biðlista eftir að fá vinnu. Mun stærra hlutfall starfsfólks
á hjúkrunarheimilunum er núna af íslensku bergi brotið.
Mikil breyting hef-
ur orðið hjá heim-
ilum fyrir aldraða
varðandi starfs-
mannaráðningar
TRÚFÉLÖGIN á Íslandi hvetja
landsmenn til að hafa kveikt á hvítu
ljósunum áfram nú þegar jólahátíðin
er á enda. Markmiðið er að halda
ljósunum lifandi út febrúar og vilja
trúfélögin þar með „auka birtuna í
lífi okkar, einmitt núna þegar þjóðin
á í vanda og skammdegið stendur
sem hæst,“ eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Það var samstarfshópur innan
Ímark sem hafði frumkvæði að verk-
inu og lagði fram beiðni til AUGA,
stuðningssjóðs samtaka og fyrir-
tækja í auglýsingaiðnaðinum. AUGA
samþykkti verkefnið og litu auglýs-
ingarnar dagsins ljós um helgina í
öllum helstu miðlum landsins.
Látum hvítu
ljósin lifa
BJARNI Kristófer Kristjánsson,
dósent við fiskeldis- og fiska-
líffræðideild Háskólans á Hólum,
varði 12. desember sl. doktorsritgerð
sína „Fine scale phenotypic diversity
of Arctic charr (Salvelinus alpinus) in
relation to ecological characters“
(Svipfarsbreyti-
leiki bleikju á fín-
um skala í
tengslum við vist-
fræðilega þætti),
við dýrafræði-
deild Háskólans í
Guelph í Kanada.
Andmælendur
voru dr. Anne
Magurran frá Há-
skólanum í St. Andrews í Skotlandi
og dr. Andrew McAdam frá Háskól-
anum í Guelph. Í prófdómnefndinni
sátu einnig dr. Skúli Skúlason, dr.
Josef D. Ackerman og dr. Patricia
Wright, sem var formaður dóm-
nefndar. Leiðbeinendur Bjarna voru
dr. Skúli Skúlason, dr. David L.G.
Noakes og dr. Josef D. Ackerman.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna
að vistfræðilegir þættir eru mik-
ilvægir fyrir þróun og viðhald líf-
fræðilegs fjölbreytileika. Þetta er í
fyrsta skipti sem tenging milli vist-
fræðilegra þátta og svipfars er gerð á
jafn fínum skala (í útliti og vistfræði)
og gert er hér. Því er mikilvægt þeg-
ar leitast er við að vernda og nýta líf-
fræðilegan fjölbreytileika að taka til-
lit til vistfræðilegra þátta.
Bjarni fæddist árið 1971, stúdent
frá Flensborgarskólanum 1991, B.Sc.
í líffræði frá Háskóla Íslands 1994,
fjórða árs verkefni í sjávarlíffræði frá
sama skóla 1997 og M.Sc. í dýrafræði
frá Háskólanum í Guelph 2001.
Bjarni er sonur Kristjáns Bersa
Ólafssonar og Sigríðar Bjarnadótt-
ur.
Doktor í
dýrafræði
ÞÓRA Más-
dóttir hefur varið
doktorsritgerð í
talmeinafræði við
Newcastle Uni-
versity í Bret-
landi. Ritgerðin
nefnist „Phono-
logical develop-
ment and dis-
orders in Icelandic-speaking
children“. Markmið rannsókn-
arinnar var tvíþætt, annars vegar að
athuga þróun málhljóða og hljóð-
kerfis hjá tveggja og þriggja ára ís-
lenskum börnum og hins vegar að
kanna tal fjögurra og fimm ára
barna sem voru með greinanlega
röskun á framburðarþroska miðað
við jafnaldra. Rannsóknin leiddi m.a.
í ljós að framburður eldri barna með
frávik svipar til framburðartilbrigða
yngri barna með eðlilegan mál-
þroska. Þó virtist frávikshópurinn
vera með ákveðin framburðar-
einkenni sem ekki voru til staðar hjá
yngri hópnum, auk þess sem sértæk,
einstaklingsbundin frávik voru
meira áberandi hjá börnunum sem
skipuðu frávikshópinn. Niðurstöður
rannsóknarinnar segja einnig til um
hvaða hljóðferli eru einstök fyrir ís-
lenska tungu og skipta máli þegar
verið er að kanna framburð barna
með frávik. Rannsóknin verður m.a.
lögð til grundvallar framburðarprófi
fyrir börn.
Leiðbeinandi Þóru var Stephanie
F. Stokes, prófessor við Newcastle
University.
Þóra fæddist 12. júní 1961. Hún
útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið
1986 með BA-próf í íslensku og al-
mennum málvísindum. Hún útskrif-
aðist með MA-gráðu í talmeinafræði
frá Indiana University í Bandaríkj-
unum, árið 1990. Foreldrar Þóru eru
Guðríður Pétursdóttir og Már El-
ísson. Hún er gift Magnúsi Ólasyni
lækni og eiga þau eina dóttur, Þór-
hildi. Þóra starfar á Heyrnar- og tal-
meinastöð Íslands.
Doktor í tal-
meinafræði
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að sam-
gönguráðuneytið verði að breyta
reglugerð um leigubifreiðar. Guðjón
Þ. Andrésson, formaður Bifreiða-
stjórafélagsins Andvara, sem leitaði
eftir áliti umboðsmanns á málinu, er
mjög ánægður með þessa niður-
stöðu.
Málsatvik eru þau að leigubílstjóri
þurfti að fara í stóra læknisaðgerð og
eftir að hafa jafnað sig á henni varð
hann fyrir slysi sem lengdi þann
tíma sem hann var frá vinnu. Þetta
varð til þess að hann var sviptur at-
vinnuleyfi þar sem hann hafði verið
veikur lengur en sjö mánuði, en
ákvæði um slíkt er að finna í reglu-
gerð um leigubifreiðar.
Guðjón sendi inn kvörtun til Um-
boðsmanns Alþingis í maí á síðasta
ári þar sem farið var fram á að reglu-
gerð um leigubifreiðar yrði felld úr
gildi þar sem hún stæðist ekki lög
um leigubifreiðar.
Niðurstaða umboðsmanns er að
leggja til við samgönguráðuneytið að
reglugerðin verði tekin til endur-
skoðunar. Guðjón sagðist vera
ánægður með þessa niðurstöðu. Það
væri í hæsta máta óeðlilegt að svipta
mann atvinnuleyfi vegna veikinda.
egol@mbl.is
Breyta
þarf reglu-
gerðinni
Sviptur atvinnuleyfi
vegna veikinda
LÍF og fjör var í árlegri nýárs-
göngu eigenda cavalier king charl-
es spaniel-hunda í gær. Genginn
var hringur í kringum Tjörnina í
Reykjavík og voru hátt í 50 hundar
með í för.
Hundar eru líkir manninum að
því leyti að þeim þykir gaman að
hitta jafningja sína. Er þá gjarnan
mikið hnusað og þefað og rakk-
arnir lyfta oft löpp og spræna pínu-
lítið, svona til að þeirra lykt verði
ríkjandi.
Hundar af tegundinni cavalier
king charles spaniel eru sagðir fjör-
miklir og þokkafullir, með blíðleg-
an svip, hugaðir og vinalegir, með
stór dökk og kringlótt augu.
Cavalier-félagið hefur þegar birt
göngudagskrá fram í apríl á slóð-
inni cavalier.is.
sia@mbl.is Morgunblaðið/Ómar
Alltaf gam-
an að hitta
félagana