Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
LÖGIN Davíð Þór Björg-
vinsson er dómari við
Mannréttindadómstól
Evrópu í Strassborg og
prófessor við Háskólann
í Reykjavík
D avíð Þórsegir aðbreytingin
sem yrði við inngöngu
Íslands, út frá lög-
fræðilegu og stjórn-
skipulegu sjónarmiði,
einkum vera af tvenn-
um toga. Annars veg-
ar fengju stofnanir ESB, þ.e. ráð-
herraráðið og Evrópuþingið, vald til
að setja löggjöf sem gilti hér á landi,
án atbeina Alþingis eða innlends
framkvæmdavalds. Þetta ætti við
um eina tegund lagasetningar ESB,
þ.e.a.s. reglugerðir. Nú er staðan sú
að Alþingi eða framkvæmdavaldið
þarf fyrst að fjalla um lagasetningu
ESB áður en hún öðlast gildi.
Í öðru lagi yrðu svonefndir forúr-
skurðir Evrópudómstólsins bindandi
hér á landi og þar með hefði Evrópu-
dómstóllinn dómsvald ásamt inn-
lendum dómstólum. Þetta á að sjálf-
sögðu aðeins við um þá málaflokka
sem falla undir löggjöf ESB.
Dómsvald EFTA-dómstólsins er
mun takmarkaðra þar sem svokölluð
ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins,
sem eru hliðstæða forúrskurða, eru
að forminu til aðeins ráðgefandi, þótt
raunin sé sú að íslenskir dómstólar
hafi í öllum tilvikum farið eftir þeim
þegar þeirra hefur verið aflað.
Aðild að ESB tæki þar að auki til
fleiri málaflokka en aðild að EES.
EES-ríkin geta haft áhrif á undir-
búning ákvarðana og hvaða löggjöf
er tekin upp í EES-samninginn.
Hvert er álit þitt á
möguleikunum? Eru
þeir miklir? „Nei, þessir
möguleikar eru að
sönnu takmarkaðir og
ég held að það sé enginn
ágreiningur um að þetta
sé helsti pólitíski veik-
leiki EES-samningsins,
hvað sem mönnum kann
annars að finnast um
hann. Áhrifin eru ekki
útilokuð en þau eru lítil,
ég held að það sé sann-
gjarnt mat. Aðild að
ESB styrkir aðkomu að
stefnumótun og undir-
búningi löggjafar þó stærð og geta
íslenskrar stjórnsýslu setji því mörk
í reynd.“
Sérstakt ákvæði um fiskveiðar
Gengi Ísland í ESB myndi Ísland
gangast undir yfirþjóðlegt vald
ESB. En er hægt að segja að Ísland
hafi þegar gengist undir yfirþjóðlegt
vald með aðildinni að EES?
„Því er stundum haldið fram í
þessari umræðu að ekkert ríkisvald
hafi verið framselt með EES-
samningnum. Þetta er ekki rétt og
það er einkum vegna þessara vald-
heimilda sem annars vegar Eftirlits-
stofnun EFTA og hins vegar EFTA-
dómstóllinn hafa fengið á sviði sam-
keppnismála, sem það var umdeilt
hvort það þyrfti að breyta stjórn-
arskránni þegar Ísland varð aðili að
EES. Niðurstaðan varð að þess
þyrfti ekki þar sem framsalið væri
svo takmarkað.“
Davíð Þór hefur sagt að vart geti
orðið samstaða um að Ísland gangi í
ESB án þess að stjórnarskránni
verði breytt. Ástæðan er einkum
lagasetningavald stofnana ESB á til-
teknum sviðum og dómsvald dóm-
stóls ESB. Hann segir að Íslend-
ingar geti einnig velt því fyrir sér
hvort þeir vilji setja í stjórnarskrána
sérstakt ákvæði sem taki sérstak-
lega á yfirráðum Íslendinga yfir auð-
lindum hafsins kringum landið, t.d.
þannig að endanleg yfirráð yfir þeim
væru áréttuð þótt meðferð valds til
að kveða á um nýtingu þeirra yrði að
einhverju leyti deilt með ESB eins
og sjávarútvegsstefna sambandsins
geri ráð fyrir.
Í umræðu um ESB er oft rætt um
fullveldisframsal. Hvað þykir þér um
þá umræðu?
„Gallinn við hugtakið fullveldi í
lögfræðilegri umræðu er að það er
svo gildishlaðið. Þegar rætt er um
Fullveldið misnotað í umræðu um ESB
Lögfræðilegur munur á EES og ESB felst einkum í breytingum sem yrðu á löggjafar- og dómsvaldi
Íslendingar gætu sett ákvæði í stjórnarskrá um endanleg yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni
fullveldið er umræðan gjarnan þann-
ig að hvers konar takmörkun á full-
veldi sé neikvæð í sjálfu sér, alveg
burtséð frá því hvaða markmiðum
menn ná með því. Ef þú talar um
þetta sem heimild til að deila vald-
heimildum ríkisins með alþjóða-
stofnun, þá er allt annar blær á um-
ræðunni.“
Finnst þér fullveldishugtakið þá
að einhverju leyti misnotað?
„Já, mér finnst það. Þetta ber svo-
lítinn keim af því að vera áróð-
ursbragð, að minnsta kosti á meðan
þeir andstæðingar aðildar sem bera
fyrir sig fullveldi skilgreina ekki
hvað þeir eiga við með því hugtaki.
Ég legg þó áherslu á að með þessu er
ég ekki að taka afstöðu með eða á
móti aðild heldur árétta að mik-
ilvægt er að menn tali skýrt.“
Því er stundum haldið fram að
ESB sé að verða að Bandaríkjum
Evrópu. Ertu sammála?
„Ég er ekki sammála þessu mati.
Vitund íbúa Evrópusambandsins um
að þeir séu af tilteknu þjóðerni, er
mjög sterk. Þetta er efst í vitund
manna. Í útvarpi, sjónvarpi og blöð-
um hér í Frakklandi tala menn enda-
laust um Frakkland og það sem
franskt er, rétt eins og á Íslandi tala
menn endalaust um Ísland og það
sem íslenskt er. Það er eftir minni
reynslu misskilningur að halda að
íbúar sambandsins líti á sig sem íbúa
í stórríki Evrópu, menn eru ennþá
Frakkar eða Þjóðverjar, þeirra ræt-
ur liggja í þjóðríkjunum.“
Sérðu engin teikn um að ESB sé
að þróast í Bandaríki Evrópu?
„Það er enn talsvert í það,“ segir
Davíð Þór. „Menn hafa verið að setja
reglur á grundvelli meirihluta í stað
þess að gera kröfu um einróma sam-
þykki eins og fyrr var aðalreglan.
Auðvitað geta falist í þessu ýmsar
hættur en tilgangurinn er fyrst og
fremst að gera ESB skilvirkara
einkum að því er varðar málefni
innri markaðarins þannig að það
gangi betur og hraðar fyrir sig að
taka ákvarðanir sem er væntanlega
til hagsbóta fyrir þá sem starfa á
innri markaði sambandsins. Það get-
ur vel verið að einhverjir háttsettir
embættismenn innan ESB eigi sér
einhvern slíkan draum um stórríki
Evrópu en ég held ekki að leiðtogar
Evrópuríkjanna eigi þennan draum,
og því síður íbúar þessara landa.“
Davíð Þór gerir ítarlegar grein fyrir
hvaða valdheimildir Ísland myndi fram-
selja til ESB á vefnum, mbl.is/esb.
SJÁLFSTÆÐI Ragnar Arnalds er for-
maður Heimssýnar, félags sjálfstæð-
issinna í Evrópumálum.
M
eð aðild að Evrópusam-
bandinu myndi Ísland
færa stóra þætti af full-
veldisrétti landsins yfir til
Evrópusambandsins og Íslendingar
fengju ekki áhrif innan sambandsins
sem vega upp á móti þessum full-
veldismissi, segir Ragnar.
Gríðarlegur munur sé á EES og
ESB. Kæmi til aðildar myndi vald
ESB ná til margra afar mikilvægra
málaflokka sem ekki falla undir
EES-samninginn. Mest muni um yf-
irráðin yfir fiskimiðunum, landbún-
aðarmál, tollamál, utanríkis- og ör-
yggismál, réttinn til að gera
viðskipta- og fiskveiðisamninga við
önnur ríki og þá þætti innanríkis- og
dómsmála sem ekki eru hluti af
Schengen-samstarfinu.
Í þessu fælist feikileg breyting frá
núverandi stöðu og mikið fullveld-
isafsal. „Þarna er verið að ræða um
miklu alvarlegri skerðingu á full-
veldinu, bæði hvað varðar yfirráðin
yfir 200 mílunum og réttinn til samn-
inga við önnur ríki. Ísland hefði
margoft þurft að semja við ESB um
fiskveiðimál en með aðild væri ESB í
raun komið beggja vegna borðsins.“
Þá sé sá grundvallarmunur á að lög-
gjöf ESB yrði um leið
löggjöf í aðildarríkj-
unum. Sem aðili að
EES þyrfti Ísland hins
vegar að innleiða ESB-
gerðir í lög og reglu-
gerðir eftir að fram
hefðu farið samninga-
viðræður milli ESB- og
EFTA-ríkjanna. Í slík-
um samningaviðræðum
væru ótal dæmi um að
EFTA-ríkjunum hefði
tekist að koma að sér-
stökum lausnum.
EFTA-ríkin í EES
gætu þar að auki neitað
að innleiða ESB-
löggjöf. Þetta hefðu ríkin reyndar
aldrei gert. Slíkur réttur væri hins
vegar ekki fyrir hendi hjá ríkjum
ESB.
Eru aðildarríki ESB ekki full-
valda?
„Það efast enginn um að Flór-
ídaríki er ekki sjálfstætt ríki. Það er
aðili að ríkjabandalagi. Á sama hátt
myndi Ísland ekki vera sjálfstætt
ríki, eftir að Evrópusambandið hefði
þróast í nokkurs konar bandaríki
Evrópu.“
En lítur þú þá ekki svo á að Dan-
mörk, Holland og önnur aðildarríki
ESB séu sjálfstæð ríki?
„Nei, þessi ríki hafa þegar glatað
mjög mikilvægum full-
veldisréttindum. Sjálf-
stæði þeirra er veru-
lega skert og það er
einmitt þess vegna
sem gengur svo illa að
fá þjóðir til að fram-
selja meira fullveldi en
orðið er, í þjóðarat-
kvæðagreiðslum.
Þegnarnir vilja ekki
meira valdaframsal.
Þetta var aðalástæðan
fyrir því að Írar höfn-
uðu Lissabon-sátt-
málanum og Danir
höfnuðu margsinnis
þeim sáttmálum sem
fyrir þá voru lagðir,“ segir Ragnar.
Þessi fullveldisskerðing yrði enn
djúpstæðari fyrir Íslendinga.
„Vegna þess að yfirráðin yfir 200
mílna landhelginni, sem er sjö sinn-
um stærri en landið sjálft, eru svo
veigamikill þáttur í íslensku sjálf-
stæði. Skerðingin yrði í eðli sínu
miklu meiri fyrir okkur en alla aðra
af því að sjávarútvegurinn er eina at-
vinnugreinin sem Evrópusambandið
tekur sér algjört forræði yfir.“
Ragnar bætti við að sjálfstæði
væri teygjanlegt hugtak. „Er maður
sem er í fangelsi sjálfstæður? Það er
spurning. Er maður sem hefur ekki
fullt athafnafrelsi sjálfstæður? Hug-
takið er teygjanlegt og því er ekki
hægt að svara svona spurningu með
já eða nei. Þess vegna vil ég segja að
þjóðirnar búa við verulega skert
sjálfstæði og eftir því sem sam-
runaþróunin gengur lengra því
minna verður eftir af sjálfstæðinu.
Og það endar með því að aðildarríki
verða ekki sjálfstæð, alveg eins og
Flórída er ekki sjálfstætt ríki. En á
þessu millibilsstigi núna er um skert
sjálfstæði að ræða.“
Það hefur verið talað um það í ára-
tugi að ESB væri að breytast í
bandaríki Evrópu. Nú hefur það
ekki ennþá gerst.
„Nei, það er alveg rétt að frá upp-
hafi hafa ýmsir helstu forvígismenn
Evrópusambandsins stefnt að þessu.
Og þetta tekur allt sinn tíma. Evr-
ópusambandið er enn á miðri leið en
það þarf enginn að efast um í hvaða
átt er stefnt,“ segir Ragnar. Á hverj-
um áratug verði miklar breytingar í
þessa átt.
Um gjaldmiðilsmálin segir Ragn-
ar að tal um evruna sé í raun tálbeita
þeirra sem rekið hafa stífastan áróð-
ur fyrir inngöngu í ESB. „Ef við telj-
um okkur þurfa að skipta um gjald-
miðil vegna þess að krónan nái sér
ekki aftur á strik myndi evran verða
erfiðasta myntin til að taka upp.“
Aðildarríki ESB ekki sjálfstæð
Yfirráðin yfir 200 mílna landhelginni veigamikill þáttur í íslensku sjálfstæði
Skerðing á fullveldi við inngöngu yrði djúpstæðari fyrir Íslendinga en aðrar þjóðir
Ragnar Arnalds
Lengri útgáfa er á mbl.is/ESB
REGLUR á vinnumarkaði um réttindi
og skyldur launþega myndu ekki
breytast nema að mjög litlu leyti við
inngöngu Íslands í ESB. Næstum allt
sem lýtur að vinnumarkaðnum er
tekið upp í gegnum EES-samninginn.
Að mati sérfræðings Samtaka at-
vinnulífsins um vinnumarkaðslöggjöf
ESB eru 90-95% af reglum ESB tekn-
ar upp hér á landi. Ísland myndi
reyndar fá atkvæði í ráðherraráðinu
og í Evrópuþinginu.
Ábyrgð aðildarríkjanna
Ísland er með sveigjanlegan vinnu-
markað. Í sumum ríkjum ESB eru
reglur á vinnumarkaði hins vegar
mjög ósveigjanlegar, svo mjög að þær
hamla hagvexti. Í sumum ríkjum er
t.a.m. afskaplega flókið og erfitt að
segja upp starfsfólki sem veldur því
að fyrirtæki hika við að ráða fólk.
Þessi galli á vinnumarkaðslöggjöf er
hins vegar ekki ESB að kenna heldur
eru þessar reglur á ábyrgð viðkom-
andi ríkja. Þetta sést vel á því að
vinnumarkaðslöggjöf í Danmörku er
mjög frábrugðin vinnumark-
aðslöggjöf Þýskalands.
Evrópusambandið | EES-samningurinn
Ísland varð fullvalda árið 1918. Það
segir sína sögu um hversu erfitt er
að skilgreina hugtakið fullveldi að
árið 1918 var þjóðhöfðingi Íslands
danskur konungur (konungur Ís-
lands og konungur Danmerkur),
Danir fóru enn með utanríkismál og
Hæstiréttur Danmerkur fór með
æðsta dómsvald í landinu fram til
1920. Fiskveiðilögsagan var þrjár
mílur. Engu að síður var Ísland sam-
kvæmt lögum fullvalda ríki.
Davíð Þór Björgvinsson segir
hugtakið fullveldi afar óþjált í lög-
fræðilegri umræðu og nánast ónot-
hæft. Umræðan um ESB og full-
veldið einkennist stundum af því að
menn tali ekki saman heldur fram
hjá hvor öðrum. Hún sé svolítið eins
og umræða þriggja manna um
banka, þar sem einn talar um seðla-
banka, annar um viðskiptabanka og
sá þriðji um blóðbanka.
Ísland var fullvalda en
dómsvaldið í Danmörku
Morgunblaðið/Golli
Danskt Skipti kóngurinn máli?
Vinnumark-
aður óbreyttur
Davíð Þór Björgvinsson