Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is STANDI til að dvelja nokkra daga í finnska höf- uðstaðnum Helsinki er tilvalið að nota einn þeirra til að skreppa burt úr borginni. Eyjarnar í hafnarmynninu eru til að mynda margar skemmtilegar heim að sækja ekki síður en Hvitträsk, sögufrægar byggingar í fallegu skóg- lendi Kirkkonummi, um 30 km frá Helsinki. Arkitektarnir Eliel Saarinen (1873-1950), Hermann Gesellius (1874-1916) og Armas Lindgren (1874-1929) reistu Hvitträsk og hannaði hver þeirra sinn hluta. Húsunum tveimur eru komið fyrir í sannkallaðri sveita- sælu – hávaxin tré, gróður og skógarstígar sem gaman er að feta sig eftir, m.a. niður að Hvíta- vatni – Hvitträsk-vatninu, þar sem hefðbundin finnskur bjálkakofi þjónar hlutverki gufubaðs sem brá fyrir í pólferðum Michael Palins. Þeir Saarinen, sem seinna átti eftir að gera það gott í Bandaríkjunum, og Lindgren reistu aðalbyggingu Hvitträsk sem notuð var sem heimili þeirra og sameiginleg vinnustofa. Syðri hluti hennar hefur að mestu verið varðveittur óbreyttur og er gaman að fá að ganga þar um og gott að setjast niður eftir á að góðum veit- ingum í Svörtu villu Geseliusar sem nú er orðin að veitingastað. Hvitträsk þykir gott dæmi um finnska róm- antík, eins konar samtvinnun Arts & Craft og Art Nouveau. En í takt við stefnu þess tíma hannaði Saarinen til dæmis sinn húshluta sem eina heild – rými og húsgögn, sem ýmist voru smíðuð á staðnum eða framleidd í Boman- verksmiðjunni í Turku. Velflest teppin hannaði sömuleiðis Saarinen sjálfur og jafnvel flísarnar í arninum eru handgerðar. Einstök sveitasæla í Hvitträsk Villa Hermann Gesellius hannaði Svörtu vill- una sem nú er orðin að veitingastað. Arkitektinn Eliel Saarinen bjó í þessum hluta byggingarinnar í fallegu skóglendi Kirkkonummi. Hvitträsk Sími: 00 358 (0)9 4050 9630 Netfang: hvittrask@nba.fi www.hvittrask.fi Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Nei, varstu í Færeyjum? Éghef alltaf verið svolítiðskotin í þeim,“ sagði móð- ursystir mín við mig þegar hún frétti af Færeyjaferð minni. Ég skildi hana vel. Rétt eins og ég skil vel að frændi minn, sem fer þangað reglulega vegna vinnu sinnar, skuli gæla við að flytja þangað búferlum. Það er nefnilega eitthvað heim- ilislegt við Færeyjar og heimsókn þangað kærkomin hvíld frá ys og þys hversdagsins. Takturinn er ann- ar, hægari og á margan hátt þægi- legri. Ferðalangi frá Íslandi kann líka að koma á óvart hversu margar sögulegar minjar er að finna í Fær- eyjum og hversu mikill munur er í raun á 62° og 66° breiddargráðu. Kannski við gætum tekið þessa frændþjóð okkur til fyrirmyndar í meira mæli en við gerum? Íhaldssemi þarf nefnilega ekki alltaf að vera af hinu illa og þó að þróun í færeyskum ferðamannaiðnaði hafi kannski ekki náð sömu hæðum og hér heima hafa eyjarnar engu að síður upp á margt að bjóða. Ekki hvað síst kyrrð, náttúrufegurð og gamaldags sjarma – sjarma sem við sjálf höfum e.t.v. ekki verið nógu dugleg að varð- veita. Fegurð í fortíðinni Þeir eru líklega fáir ferðalang- arnir sem ekki heimsækja Þórshöfn í Færeyjardvölinni. Færeyskir túr- istabæklingar lýsa þessum höf- uðstað eyjanna gjarnan sem einum minnsta og huggulegasta höfuðstað í heimi og sú lýsing er kannski ekki svo fjarri lagi. Í miðbæ Þórshafnar lifir sagan líka góðu lífi. Gamli bærinn er vel varðveittur og heillandi að ráfa um þröng stræti og stíga á Tinganesi og nágrenni, þar sem timburhúsa- byggð, sem ýmist er svartmáluð eða svartjörguð, með fallegum torfþök- um glæðir söguna lífi. Gömul hús þurfa líklega hvorki að vera ónýt né púkaleg eins og sumir íslenskir at- hafnamenn hafa viljað halda fram. Og nokkuð öruggt má telja að fleiri ferðamenn geri sér ferð á Tinganes- ið en í Kringlu þeirra Færeyinga, SMS. Skansinn er líka vinsæll viðkomu- staður, en það voru danskir embætt- ismenn sem reistu þetta virki til að verja bæinn og einokunarverslun sína fyrir sjóræningjum. Smábáta- höfnina verður sömuleiðis að teljast heillandi heim að sækja. Litríkt og fallegt hafnarstæðið á sinn þátt í sjarma miðbæjarins og á þeim sól- ríka haustdegi þegar ég á var þar á ferð var ljúf upplifun að fylgjast með bátunum vagga letilega við bryggju, á meðan hópur eldri manna fylgdist með félaga sínum selja fýl í soðið. Hver veit nema að við þurfum sjálf að rifja upp hvernig best sé að elda þennan sjófugl verði böndum ekki komið á efnahagsmálin á næstunni. Færeyskir hönnuðir eru þá marg- ir hverjir að gera spennandi hluti. Ullarflíkur og færeysk tíska frá Sirri, Gudrun & Gudrun, Steinum og Tøting fellur til að mynda vel að íslenskri veðráttu og trémunir hand- verkslistamanna eru margir hverjir sannkölluð veisla fyrir augað. Vistvænt smáþorp Síðan má náttúrlega alltaf hafa gaman af íslenskum mislestri á fær- eyskunni. Brosa þannig í kampinn á meðan maður kíkir inn í „gávubúð- ina“ nú eða skreppur í „andlits- viðgerð“. Þórshöfn eru hins vegar langt í frá eini staðurinn til að heimsækja og hér kemur smæð Færeyja sér vel. Það tekur nefnilega sjaldnast langan tíma að komast á milli og tengslin við Danmörku skila sér óneitanlega í afbragðsgóðu vega- kerfi. Jarðgöng milli eyja eða byggðarlaga? Ekkert mál. Í næsta nágrenni Þórshafnar er eyjan Nólsoy til að mynda vel heim- sóknarinnar virði. Sjarmerandi vist- vænt smáþorpið býr yfir samskonar fortíðarstemningu og gamli bærinn í Þórshöfn, en auk þess er á Nólsoy stærsta stormsvölubyggð í heimi. Kirkjubø er sömuleiðis áhuga- verður viðkomustaður. En þessi gamli kirkjustaður státar af rústum svo voldugrar dómkirkju að gestir frá Fróni fyllast lotningu, þrátt fyrir að komast ekki með tærnar þar sem Færeyingar hafa hælana hvað trú- ræknina varðar. Hlýlegar móttökur í mynd- arlegum húsakynnum Roykstov- unnar, þar sem 17. ættliður bænda á þessar færeysku konungsjörð sér um varðveislu sögu fjölskylduheim- ilisins og kirkjustaðarins, er líka vís- irinn að góðri kvöldstund. Að fá síð- an að stíga færeyskan dans með heimamönnum á slíkum stað er líka skemmtan sem ekki gleymist í bráð. Heimkynni lundans Það er e.t.v. örlítið lengri vega- lengd að sækja náttúruperluna Mykines heim, en því ætti þó helst ekki að sleppa. Þessi heimkynni lundans og viðkomustaður þúsunda farfugla getur reynst sannkölluð útivistarparadís þegar veðurguð- irnir sýna sínar bestu hliðar og bæj- arstæðið verður að teljast einkar myndrænt. Bø, í nágrenni flugvallarins í Vág- um er enn einn staðurinn þar sem fortíðin er varðveitt á skemmtilegan hátt og gaman er heim að sækja, sem og Gjógv á Eysturoy sem státar af bæði fallegri byggð og náttúrlegri höfn. Og það er kannski í þessu sem færeyski sjarminn lýsir sér hvað best – í kyrrð, fallegum bæj- arstæðum og vingjarnlegum heima- mönnum – nokkuð sem hvorki krefst endilega mikillar fyrirhafnar né stórra fjárútláta. Stærsta byggðasafn í heimi? Þinganes Að ganga um Þinganes er eins og að vera kominn 200 ár aftur í tímann. Húsunum er vel við haldið og starfsemi í þeim öllum. Það er gaman á Ólafsvöku. Morgunblaðið/Ómar Hús Færeyingar hafa alla tíð verið duglegir að viðhalda menningararfleið sinni, en hluti hennar eru gömlu húsin. Kirkjur í Færeyjum eru glæsilegar. Ferð til Færeyja er ógleymanleg öllum þeim sem þangað leggja leið sína. Færeyingar eru sérstakir höfðingjar heim að sækja. Þeir hafa lagt sérstaka áherslu á að varðveita gömlu húsin sín. Í HNOTSKURN »Rúmlega 48.000 manns búa íFæreyjum og býr stór hluti þeirra, um 19.400 manns í höf- uðstaðnum Þórshöfn. »Færeyjar samanstanda afátján eyjum sem eru í allt um 1.399 km², sem skila um 1.100 km langri strandlengju. »Trúin leikur stórt hlutverk ífæreyskri menningu og til- heyra rúmlega 80% íbúa þjóð- kirkjunni. Morgunblaðið/Ómar Höfn Innsiglingin í Gjógv á Austur- ey er einstaklega fallegur staður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.