Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir
teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00.
Stóra sviðið
Hart í bak
Fös 9/1 kl. 20:00 Ö
Sun 18/1 kl. 20:00 Ö
Lau 24/1 kl. 20:00
Sun 25/1 kl. 20:00
Ath. aukasýningar í sölu
Kardemommubærinn
Lau 21/2 frums. kl. 14:00 U
Sun 22/2 kl. 14:00 Ö
Sun 22/2 kl. 17:00 Ö
Lau 28/2 kl. 14:00 Ö
Sun 1/3 kl. 14:00 Ö
Sun 1/3 kl. 17:00 Ö
Sumarljós
Lau 10/1 6. sýn. kl. 20:00
Sun 11/1 7. sýn. kl. 20:00
Fös 16/1 8. sýn. kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00
Fim 22/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00
Fös 30/1 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00
Verk byggt á skáldsögunni Sumarljós, og svo kemur nóttin
Kassinn
Heiður
Þri 20/1 fors. kl. 20:00 Ö
Mið 21/1 fors. kl. 20:00 Ö
Fim 22/1 fors. kl. 20:00 Ö
Lau 24/1 frums. kl. 20:00 U
Sun 25/1 kl. 20:00
Fös 30/1 kl. 20:00
Lau 7/2 kl. 20:00
Lau 14/2 kl. 20:00
Fös 20/2 kl. 20:00
Lau 28/2 kl. 20:00
Athugið snarpt sýningatímabil
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Sun 11/1 kl. 13:30 Sun 11/1 kl. 15:00
Örfáar aukasýningar í janúar
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl.
10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Lau 10/1 kl. 19:00 U
Sun 11/1 kl. 19:00 U
Lau 17/1 kl. 19:00 U
Sun 18/1 aukas kl. 19:00
Lau 24/1 kl. 19:00 U
Sun 25/1 kl. 16:00 Ö
Lau 31/1 kl. 19:00 U
Yfir 50 uppseldar sýningar! Tryggið ykkur nú miða í janúar!
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Fös 9/1 kl. 19:00 Ö
Fös 16/1 kl. 19:00 Ö
Fös 23/1 kl. 19:00 Ö
Fös 30/1 kl. 19:00
Yfir 130 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins!
Laddi (Stóra svið)
Þri 20/1 kl. 20:00 Ö
ný aukas
Lau 24/1 ný aukas kl. 20:00 Fim 29/1 ný aukas kl. 20:00
Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla svið)
Fös 6/2 frums kl. 20:00 U
Lau 7/2 2kortas kl. 19:00 U
Lau 7/2 aukas kl. 22:00 Ö
Sun 8/2 3kortas kl. 20:00 U
Mið 11/2 4kortas kl. 20:00 U
Fim 12/2 5kortaskl. 20:00 U
Fös 13/2 6kortaskl. 19:00 U
Fös 13/2 aukas kl. 22:00
Lau 14/2 aukas kl. 19:00
Lau 14/2 aukas kl. 22:00
Fös 20/2 7kortas kl. 19:00
Lau 21/2 8kortas kl. 19:00
Lau 21/2 aukas kl. 22:00
Lau 21/2 aukas kl. 22:00
Sun 22/2 9kortas kl. 20:00
Miðasala hefst í dag kl. 10.00
Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið)
Fös 30/1 frums kl. 20:00 U
Lau 31/1 2. kort kl. 20:00 U
Sun 1/2 3. kort kl. 20:00 U
Fim 5/2 4. kort kl. 20:00 Ö
Fös 6/2 5. kort kl. 20:00 Ö
Lau 7/2 6. kort kl. 20:00 Ö
Miðasala hefst 9.janúar. Ath! bannað börnum og alls ekki fyrir viðkvæma.
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Falið fylgi (Rýmið)
Fös 16/1 frums. kl. 20:00 U
Lau 17/1 2. kort kl. 19:00 U
Lau 17/1 hátíðar kl. 22:00 U
Fim 22/1 3. kort kl. 20:00 U
Fös 23/1 4. kort kl. 19:00 U
Lau 24/1 5. kort kl. 19:00 U
Lau 24/1 aukas kl. 22:00
Sun 25/1 6. kort kl. 20:00 U
Fim 29/1 7. kort kl. 20:00 U
Fös 30/1 8. kort kl. 19:00 U
Lau 31/1 9. kort kl. 19:00 U
Sun 1/2 10. kortkl. 20:00 U
Fim 5/2 11. kortkl. 20:00 U
Fös 6/2 12. kortkl. 19:00 U
Lau 7/2 13. kortkl. 19:00 U
Sun 8/2 14. kortkl. 20:00 U
Forsala hefst 5. janúar 2009
Systur (Leikfélag Akureyrar)
Fös 23/1 1. sýn. kl. 20:00 Lau 24/1 2. sýn. kl. 20:00
Danssýning
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Lau 10/1 kl. 20:00
Fös 16/1 kl. 20:00
Þri 20/1 aukas. kl. 20:00
Lau 24/1 kl. 17:00
þorrablót eftir sýn.una
Fös 30/1 kl. 20:00
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið)
Fös 9/1 kl. 20:00 U
Lau 17/1 kl. 20:00 U
Fös 23/1 kl. 20:00
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Draumasmiðjan
8242525 | elsa@draumasmidjan.is
Ég á mig sjálf (farandsýning)
Lau 17/1 kl. 15:00 F
Fim 29/1 kl. 00:00 F
Fim 29/1 kl. 00:00 F
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Janis 27
Lau 10/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
Systur
Lau 31/1 frums. kl. 20:00
Lau 7/2 kl. 20:00
Fös 13/2 kl. 20:00
Lau 21/2 kl. 20:00
Fös 27/2 kl. 20:00
Dómur Morgunblaðsins
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Lau 10/1 kl. 20:00
Sun 11/1 kl. 20:00
Fös 16/1 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 24/1 kl. 20:00
Fös 30/1 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00
Steinar í djúpinu (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00
Takmarkaður sýningarfjöldi
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið)
Fim 5/2 frums. kl. 20:00
Sun 8/2 kl. 20:00
Sun 15/2 kl. 20:00
Sun 22/2 kl. 20:00
Sun 1/3 kl. 20:00
Sun 8/3 kl. 20:00
GRAL - Grindvíska
Atvinnuleikhúsið
4201190 | grindviska.gral@gmail.com
21 MANNS SAKNAÐ (Grindavík)
Sun 11/1 aukas. kl. 20:00
Sun 18/1 aukas. kl. 20:00
Sun 25/1 aukas. kl. 20:00
Sun 1/2 aukas. kl. 20:00
FRÁBÆR GJAFAKORT Í JÓLAPAKKANN!!! - Upplýsingar á
grindviska.gral@gmail.com
Möguleikhúsið
5622669 / 8971813 |
moguleikhusid@moguleikhusid.is
Langafi prakkari (ferðasýning)
Þri 24/2 kl. 12:40 F
ísaksskóli
Þri 24/2 kl. 13:50 F
ísaksskóli
Sæmundur fróði (ferðasýning)
Fös 16/1 kl. 10:00 F
ártúnsskóli
ÞAÐ kann að koma á óvart hvaða
tónlistarmenn héldu oftast tón-
leika á stórum tónleikastöðum í
Bretlandi á nýliðnu ári: það voru
gömlu rokkrefirnir í Status Quo.
Af upprunalegu meðlimunum
eru Francis Rossi og Rick Partfit
enn að – sá síðarnefndi kemst
formlega á ellilaun síðar á árinu.
Hann segir samt við The Sun að
ekkert jafnist á við að leika op-
inberlega. Status Quo léku fyrir
um 300.000 gesti á 35 tónleikum.
Á næstflestum tónleikum, eða
34, léku Take That. Í kjölfarið
komu Kaiser Chiefs, Sugarbabes
og Spice Girls.
Óbreytt ástand Félagarnir í Status
Quo rokka enn í gallabuxunum – á
fleiri tónleikum en flestir.
Status Quo
enn vinsælir
Um tveir áratugir eru síðan ég fyrst sá Jóhann Jó-
hannsson og heyrði. Hann fór þá fyrir prýðilegri
nýrokksveit, Daisy Hill Puppy Farm, sem óneit-
anlega minnti á hina bresku Jesus & Mary Chain.
Síðan hefur sitthvað gerst og gott á ferli Jóhanns.
Hljómsveitin Lhooq var vel heppnuð og tvímæla-
laust með athyglisverðustu verkefnum tónskálds-
ins, en landsmenn þekkja sjálf-
sagt betur til hins gáskafulla
Apparat Organ kvartetts sem
og hljómsveitarinnar Ham. Það
er þó sólóferill Jóhanns sem
stendur upp úr, með ýmsum
einkar vel heppnuðum kompó-
neringum við leikrit, dansverk
og kvikmyndir. Og margar eru
þær fáanlegar á harla fínum plötum eins og Engla-
börn og Virðulegu forsetar.
Fordlândia nefnist nýjasta plata Jóhanns, í höf-
uðið á goðsagnakenndu landsvæði sem bílafram-
leiðandinn Henry Ford festi kaup á í frumskógum
Amazon forðum daga. Lengra nær þó bílateng-
ingin ekki, því hér er auðvitað ekki um eitthvert
dekkjaverkstæðisrokk að ræða. Rifinn rafgít-
arhljómur Jóhanns frá dögum Daisy Hill hefur fyr-
ir löngu orðið að víkja fyrir slaghörpum ýmiskonar
og útsetningum fyrir hefðbundin symfónísk hljóð-
færi. Tónsmíðar Jóhanns á Fordlândiu eru um-
deilis áhrifamiklir, en auk þess heyrist Jóhann
sjálfur rifja farsællega upp gömul rafgítarkynni.
Úr upphafsverkinu leiðir Jóhann okkur beint og
snilldarlega inn í það næsta, „melodia (i),“ þar sem
klarínetta tekur samviskusamlega við g-moll kefl-
inu. Guðni Franzson blæs þar og vel, þennan stutta
en stórgóða ópus. Áfram líða svo verkin, eitt af
öðru og alls ellefu talsins. Áðurnefndur g-moll er
framan af í hávegum hafður og Jóhann lætur verk-
in viljandi kallast svolítið á. Þannig má segja að
fyrrnefnd „melodia“ sé hér raunar í fjórum mis-
munandi útgáfum og hæglega mætti svo leika
nokkurn veginn sömu laglínuna ofan á enn fleiri
ópusa. Það er sumsé ákveðinn strúktúr hljóma og
stefja gegnumgangandi á Fordlândiu; en með-
höndlunin er góðu heilli svo listræn og fjölbreytileg
að aldrei verður platan mónótónísk á að hlýða.
Tóntegundirnar eru og fleiri en „bara“ g-moll.
Erfitt er að taka eitthvað eitt út úr svo sterkri
heild sem Fordlândia vissulega er. „Chimaerica“
hreyfði þó sérstaklega við mér, enda einstaklega
fagurt orgelverk og raunar svo töfrandi að eftirlæti
mitt, sjálft „Adagio“ Albinonis, kom strax upp í
hugann. Ekki skal þó skilja sem svo að um ein-
hvers konar stælingu sé að ræða. Því fer fjarri. Jó-
hann er fullmótaður og stílhreinn listamaður sem
fellur hvorki í þá gryfju að stæla um of né að láta
einhvern tilgerðarlegan „frumleika“ bera lagrænu
ofurliði. Fordlândia er frábær vitnisburður um eitt
af okkar allra bestu tónskáldum, Jóhann Jóhanns-
son.
fram allt angurværar; hér er einhver ljúfsár tregi
sem jafnan er fagur og aldrei yfirþyrmandi. Smíð-
arnar eru vel lagrænar og í eðli sínu fremur ein-
faldar, þótt útsetningar séu margbreytilegar og
um margt flóknar.
Platan hefst á forkunnarfögru og næstum fjór-
tán mínútna löngu titilverkinu, í g-moll, þar sem
dýnamíkin er í öndvegi. Þannig stóð ég mig að því
að hækka græjurnar í botn, svo nema mætti lága
og kraumandi upphafstónana. Um mínútu síðar
þurfti ég svo auðvitað aftur að lækka! Þótt verkið
sé langt og grunnhljómarnir fáir, þar sem þrástefj-
að er ótt og títt, tekst Jóhanni að halda manni hug-
föngnum með snilldarlegri útsetningu. Áðurnefnd
dýnamíkin er þar lykilatriði, auk óteljandi hárfínna
og síbreytilegra blæbrigða sem leiða þó aldrei til
óþægilegrar ómstríðu. Þessu skilar Fílharmónían í
Prag af mikilli prýði, þar sem strengirnir eru sér-
Fyrirtaks Fordlândia
TÓNLIST
Geisladiskur
Jóhann Jóhannsson – Fordlândiabbbbm
Frábær „Fordlândia er frábær vitnisburður
um eitt af okkar allra bestu tónskáldum.“
Orri Harðarson
Fordlandia
DANIEL Craig hefur nýlokið hring-
ferð um fjölmiðla heimsins, við að
kynna nýjustu Bond-myndina, en er
mættur aftur í kynningasirkusinn,
með gjörólíka kvikmynd. Í Defiance
leikur hann bónda af gyðingaættum,
einn þriggja bræðra í Hvíta-
Rússlandi, sem stunduðu skæru-
hernað gegn hersveitum nasista.
Á leikferlinum hefur Craig, sem
er fertugur, leikið ólíkar mann-
gerðir, allt frá glæpamanni yfir í
ljóðskáld. Hann hefur barist gegn
því að festast í hlutverkum.
„Í fyrsta skipti sem ég kom til
L.A. virtust öll hlutverk sem buðust
vera nasisti eða illmenni,“ sagði
hann í The Times. „En ég vildi geta
leikið hvað sem er.“
Hlutverk James Bond hefur nú
gert Craig að einum þekktasta
Breta samtímans, og hann er orðinn
sterkefnaður, en hann segist reyna
að líta ekki á leikinn sem viðskipti
heldur muna hvað fékk hann til að
verða leikara til að byrja með.
„Ég hef alltaf viljað leika,“ segir
Craig, en móðir hans fór oft með
hann í leikhús í Liverpool, þar sem
þau bjuggu. „Mér þótti það hreint
makalaust að fólk skyldi vera eina
mínútu á sviði, og koma svo af því og
vera allt öðruvísi. Það voru töfrar.
Og hafði mjög mikil áhrif á mig.“
Skýst ekki á barinn
Craig viðurkennir að velgengnin
sé ánægjuleg en segist þó enn ekki
hafa áttað sig á henni.
„Auðvitað hefur þetta breytt öllu.
Lífinu var snúið á haus. Allt í einu
þekkja mig allir. Ég get ekki farið út
án þess að þekkjast. Í sannleika sagt
þá er það hroðalegt. Maður getur
ekki lengur skotist á barinn.
Á móti segir fólk, ertu ekki leikari,
viltu ekki hafa þetta svona? En ég
leik ekki til að verða þekktur. Ég
leik vegna þess að ég fæ mikið út úr
því. Ég er ekki að kvarta, en ég hef
þurft að endurmeta hvernig ég horfi
á heiminn, á það líf sem ég lifi. Ég
vissi að ég myndi þurfa þess – en ég
hafði ekki undirbúið það.“
Reuters
Leikarinn Craig og unnustan, fram-
leiðandinn Satsuki Mitchell.
Craig segir líf-
inu snúið á haus