Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Fáir fræðimenn hafa haft jafn mik-il áhrif á umræðuna um skipan
heimsmála eftir lok kalda stríðsins
og Bandaríkjamaðurinn Samuel
Huntington með kenningum um
árekstur siðmenninga. Hugtakið
fékk hann að láni frá Bernard Lew-
is, sérfræðingi um íslam, en með
greininni Clash of Civilizations, sem
birtist 1993, setti Huntington mark
sitt rækilega á umræðuna.
Þar skrifarHuntington:
„Helsta upp-
spretta ágrein-
ings í hinum nýja
heimi verður
hvorki fyrst og
fremst hug-
myndafræðileg
né fyrst og fremst
efnahagsleg. Hinar miklu gjár með-
al mannkyns og ráðandi uppspretta
ágreinings verður menningarleg.“
Kenningar Huntingtons vöktumiklar deilur og var hann sak-
aður um að reyna að kynda undir
menningarlegum ágreiningi í heim-
inum, sem var á engan hátt sann-
gjarnt.
Kenningar Huntingtons stöng-uðust á við hugmyndir ýmissa
um að fall Sovétríkjanna hefði
markað endalok sögunnar. Þær
voru líka þvert á hugmyndir um að
rót ágreinings og átaka í heiminum
væri ekki menningarleg, heldur
efnaleg, sprottin af auðlegð hinna
fáu og örbirgð hinna mörgu. Annað
væri í hvaða búning stjórnmálamenn
og lýðskrumarar kysu að klæða
þennan ágreining. Margir hafa talið
henta að nota uppruna og menningu
til að ala á sundrungu og óeiningu.
Þannig hefur hugmyndin um árekst-
ur siðmenninga orðið að pólitísku
verkfæri.
Samuel Huntington lést á aðfanga-dag. Hann naut ekki alltaf sann-
mælis, en hann hafði mikil áhrif á
umræðuna um alþjóðamál á okkar
tímum.
Samuel Huntington
Árekstur siðmenninga?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
#
$%%
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
# &&'%
''
#
!"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
( (
(
(
( (
(
(
(
(
(
(
(
(
( (
(
(
*$BC
!
"
#$
%
& '
$
*!
$$B *!
) * + &
&* &
" ,"
<2
<! <2
<! <2
) +' &- %.&/'"0
D2
E
<
#
(
)&' ) $
#
)&' *
+
$
,
62
,
-.!/
0
!
-
$
1)
'
2 !
"
1$''
&&"22'"&&3 "
"&- %
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Í YFIRLÝSINGU frá stjórn stéttarfélags VR
segjast stjórnarmenn vera orðnir langþreyttir á
rangfærslum og ómálefnalegum málflutningi
þeirra sem segjast vilja breytingar í stjórn félags-
ins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mótframboðs til
stjórnar VR. Lúðvík Lúðvíksson, sem ákveðið hef-
ur að bjóða sig fram gegn Gunnari Páli Pálssyni,
formanni VR, hefur furðað sig á framboðsreglum
VR og sagt þær torskiljanlegar. Hann mun hafa
talið að mögulegt væri að bjóða fram heildstæðan
lista gegn sitjandi stjórn félagsins. Annað kom
hins vegar í ljós.
Í nýju yfirlýsingunni frá stjórn VR segir: „Öll-
um félagsmönnum er að sjálfsögðu frjálst að
leggja fram nýjan framboðslista en hann verður
að vera í samræmi við lög VR. Enginn starfs-
maður VR getur breytt nokkru þar um – það er
aðeins hægt að breyta lögum félagsins á aðal-
fundi.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að aðeins sé
kosið hverju sinni um helming stjórnar til tveggja
ára í senn.
Engin hallarbylting
„Það hefur margt verið sagt sem á ekki við rök
að styðjast eins og til dæmis það að ekki sé hægt
að fara eftir þessum lögum. Lögin eru skýr og það
er ekki hægt að gera hallarbyltingu eins og Lúð-
vík og félagar virðast hafa haldið.Lúðvík ber því
einnig við að hann hafi fengið rangar upplýsingar.
Lögin eru öllum aðgengileg og ef þú vilt stýra
28.000 manna félagi þá verðurðu í það minnsta að
lesa lög félagsins,“ segir Stefanía Magnúsdóttir,
varaformaður VR.
Stjórnarmenn VR taka til varna
Framboðsreglur sagðar torskiljanlegar en stjórnin segir lög félagsins skýr
YFIR 100 mótmæltu á Ráðhústorgi
á Akureyri á laugardag. Mótmælin
voru þau 13. í röðinni.
Guðrún Þórsdóttir, talsmaður
hópsins, segir að misjafnlega hafi
verið mætt, þó alltaf vel. Yfirskrift
mótmælanna sé Virkjum lýðræðið
og fólk fengið úr öllum áttum til að
koma og tala.
Eftir ræðuna tókst fólkið í hend-
ur, myndaði hring og hugleiddi frið
og samkennd í 10 mínútur og var
það í annað sinn. „Ég upplifi að
margir séu heima með sektarkennd,
því við höfum öll verið þátttakendur
í ruglinu. Við megum hins vegar
ekki gleyma að við stóðum þó ekki
að spillingunni. Almenningur var
blekktur,“ segir hún og því mik-
ilvægt að hann standi nú saman.
gag@mbl.is
Morgunblaðið/Hugi Hlynsson
Mótmælt á Akureyri Virkjum lýðræðið var yfirskrift fundarins.
100 héldust í hendur og
fundu til samkenndar
Í HNOTSKURN
»Mótmælt var á Akureyri íþrettánda sinn. Gengið er
frá Leikhúsinu og að Ráðhús-
torgi.
»Ræðumaður var BjörnÞorláksson en fólk velst
víða að til ræðuhaldanna.