Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 2

Morgunblaðið - 14.02.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞETTA var óþægileg tilfinning; ég var dálítið hræddur á leiðinni niður,“ sagði Friðrik Marinó Ragnarsson, 15 ára Húsvíkingur, í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að hann lenti í snjóflóði ofan bæjarins. Þeir voru tveir saman á leið upp Húsavíkurfjall, skammt norðan við skíðasvæðið. Hjörvar Jónmundsson var á undan en snjórinn brotnaði undan Friðriki Marinó, sem barst dágóðan spöl með flóðinu. Það náði honum upp undir hendur þegar hann stöðvaðist. „Það var reyndar ekkert mál að losna,“ sagði hann. Þeir félagar kipptu sér ekki mikið upp við óhappið fyrst í stað því Frið- rik gekk sem leið lá upp brekkuna á ný til Hjörvars og þeir renndu sér niður á brettunum sínum eins og til stóð. Héldu síðan beint á æfingu 10. bekkinga í Borgarhólsskóla á frum- sömdum söngleik sem bráðum á að frumsýna en í gær var frjáls dagur í skólanum. „Við vorum í rólegheitum að æfa á sviðinu þegar hringt var hingað og við beðin að staðfesta að strákarnir væru hér,“ sagði Kristjana María Kristjánsdóttir, leikstjóri krakk- anna, við Morgunblaðið. Þá voru þeir ekki komnir, og það var ekki fyrr en strákarnir mættu á æfingu að þeir áttuðu sig á því að þeirra væri leitað. „Þá eru krakkarnir alveg skelf- ingu lostnir og spyrja hvort þeir séu búnir að láta vita að þeir séu fundn- ir,“ sagði Ragnar Þór Jónsson, faðir Friðriks, við mbl.is í gær. Um hálf- tími leið frá því leit hófst þar til pilt- arnir áttuðu sig á því að verið væri að leita að þeim. „Þetta var mjög erf- iður hálftími,“ sagði Ragnar. Flóðið varð í Dagmálalág. „Það er algengt að þarna falli smáspýjur en þó ekki þannig að menn hafi áhyggj- ur af því,“ sagði Guðbergur Æg- isson, formaður björgunarsveit- arinnar Garðars, við Morgunblaðið. skapti@mbl.is „Ég var dálítið hræddur“  15 ára lenti í snjó- flóði við Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Heppnir Félagarnir Friðrik Marinó Ragnarsson, til vinstri, og Hjörvar Jón- mundsson á æfingu með félögum sínum í 10. bekk skömmu eftir óhappið. FJÖLDI manns lagði leið sína niður í Nauthóls- vík í Reykjavík til að synda sjósund með glóandi ljós síðdegis í gær í tilefni Vetrarhátíðar sem hófst í gær og lýkur seint í kvöld. Góð stemning var í hópi sjósundkappanna, en jafnt vönum sem óvönum köppum var velkomið að vera með, því leiðbeinendur voru á staðnum. Að sjósundinu loknu gafst þátttakendum kostur á að dýfa sér í heitan pott á svæðinu til þess að jafna sig eftir veruna í köldum sjónum. Einnig var boðið upp á rjúkandi heitt kaffi til þess að orna sundfólkinu. Ljósið kemur langt og mjótt yfir hafið á Vetrarhátíð Morgunblaðið/hag Metþátttaka í sjósundi Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SAMKVÆMT lögum ber fjármála- fyrirtækjum og öðrum að tilkynna grun um peningaþvætti til Fjár- málaeftirlitsins og sérstakrar pen- ingaþvættisskrifstofu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari á efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra, segir engar ábendingar hafa borist emb- ættinu sem styðji það sem Boris Berezovsky hélt fram í viðtali á Sky um peningaþvætti rússneskra auð- manna á Íslandi. „Hins vegar getur svona starfsemi vel hafa farið fram án þess að við fréttum af því,“ segir Helgi. Hann óttast að fjármálafyrirtæki hafi á síðustu árum ekki sinnt skyldu sinni að tilkynna grun um umfangs- mikið peningaþvætti eða verið á varðbergi gagnvart vafasömum við- skiptum og millifærslum milli landa. Meira hafi verið tilkynnt um smærri mál með litlum fjárhæðum tengdum fíkniefnaviðskiptum, þegar komið hefur verið í útibú með plastpoka fulla af peningum. „Við höfum oft velt fyrir okkur hvort næg áhersla hafi verið lögð á stóra viðskiptavini bankanna hvað þetta varðar. Við höfum ekki fengið margar ábendingar um stórar milli- færslur á milli landa. Við erum háðir tilkynningum um slíkar færslur þar sem þetta eru viðskipti sem fara fram inni í bönkunum. Við erum að frétta af því fyrst núna hvað mikið hefur verið af svona færslum í afla- ndsfélögum,“ segir Helgi Magnús en embætti hans hefur haldið mörg námskeið með starfsfólki fjármála- fyrirtækja um peningaþvætti og hvernig beri að bregðast við því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, segir að ásakanir Berezovskys geti í fljótu bragði ekki hafa skipt miklu máli um hrun bankanna. Komi fram frekari ábendingar eða gögn þá muni embætti hans að sjálfsögðu taka þau til skoðunar. „Stórþvætti“ sloppið í gegn?  Saksóknari efnahagsbrota óttast að fjármálafyrirtæki hafi gefið smærri málum meiri gaum en þeim stærri vegna gruns um peningaþvætti  Rússneskir auðmenn ekki komið til kasta íslenskra yfirvalda Í HNOTSKURN »Eftir að fyrstu lög um að-gerðir gegn peningaþvætti tóku gildi árið 1993 hefur fjöldi tilkynninga um grun um peningaþvætti margfaldast. »Upphæðir á bak við þaumál hafa einnig aukist, voru 960 milljónir króna 2007.                          KARLMAÐUR lést þegar verið var að þrýstiprófa síló á vinnusvæði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði um fimmleytið á fimmtudag. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fékk maðurinn, sem er íslenskur og fæddur árið 1949, lok í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Banaslys á vinnusvæði VERULEG verð- hækkun er á áburði milli ára. Þetta kemur fram á fréttavef Bændablaðsins þar sem greint er frá því að Fóð- urblandan hafi sent við- skiptavinum sín- um verðlista yfir áburð fyrir árið 2009. Tonn af Magna 1 kostaði fyrir ári 38.500 kr. en kostar nú 59.800 kr. og er það 55,3% hækkun. Tonn af Græði 9 kostaði 49.400 kr. í fyrra en 72.390 kr. nú, en það er 46,5% hækkun. Í öllum tilfellum er 10% pöntunarafsláttur reiknaður inn í dæmin. Áburður hækkar Þungi Áburður í tonnatali. STUÐNINGUR við Sjálfstæðis- flokk og Samfylkingu hefur aukist á ný, en fylgi Vinstri grænna dregist saman. Kemur þetta fram í könnun MMR á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,1% og er það veru- leg aukning frá síðustu könnun MMR, en þá mældist fylgi flokks- ins einungis 16,7%. Þá dalar fylgi Vinstri grænna nokkuð milli kannana og mælist nú 23,4%, en var 28,5%. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins eykst hins vegar um tæp 5%, fer úr 24,3% í 29% og mælist flokkurinn enn á ný stærsti stjórnmálaflokkurinn. Fylgi Framsóknarflokksins dalar heldur og mælist nú 14,9% en var 17,2%. Þeim sem sögðust myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast fækkar úr 7,9% frá í janúar í 6,6% nú. Sjálfstæðis- flokkurinn stærstur á ný Fylgi Vinstri grænna dregst saman ÞARNA er verið að velta upp mjög spennandi hugmyndum um sam- starf, sem felur í sér fullt sjálfstæði hverrar stofnunar, en samstarf um húsnæði,“ segir Nína Magnúsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins, um hugmyndirnar um listamiðstöð í byggingunum við Sætún 8. Einnig koma dánarbú Dieters Roth og stofnun Francescu von Habsburg að fyrirhuguðu samstarfi. Von Habsburg telur samvinnu hópanna hafa burði til að verða ein- stök á heimsvísu. | 42, Lesbók Einstakt á heimsvísu RADDIR fólksins standa fyrir 19. mótmælafundi sínum í röð á Aust- urvelli í dag kl. 15. Sem fyrr er yf- irskrift fundarins: „Breiðfylking gegn ástandinu“ en krafan nú er sú að stjórn Seðlabankans víki. Talsmenn Radda fólksins áttu í víkunni fundi með viðskiptaráð- herra, forseta ASÍ og forsætisráð- herra þar sem staða Seðlabankans var rædd. Ræðumenn dagsins eru Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri. Fundarstjóri er Hörður Torfason. 19. mótmælafund- urinn á Austurvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.