Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 „SALA á þorski er ennþá frekar þung,“ segir Sveinn Ari Guðjónsson, sölustjóri hjá útgerðarfélaginu Vísi hf. í Grindavík. Verð á mörkuðum hafi verið að lækka, sér- staklega á dýrari tegundum. „Svo virðist sem botninum sé ekki náð. Á meðan eru kaupendur hræddir við að sitja uppi með mikið magn í einu,“ segir Sveinn og það skýri litla aukningu á sölu eftir áramót. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, hefur svipaða sögu að segja. Hann segir enn tregðu á mörkuðum og beðið sé eftir að botninum sé náð. Þá muni kaupendur taka við sér og salan taka kipp áður en verð hækkar. Sigurgeir bendir á að það sé ekki bara kreppa á Ís- landi. Um allan heim séu fyrirtæki að draga saman segl- in, minnka birgðahald og fjárbindingu. Það er dýrt að sitja uppi með mikið magn afurða á lager. Samkvæmt þessu reyna allir að ýta birgðunum upp keðjuna. Á endanum beina útgerðirnar skipum sínum í verðminni tegundir en þorsk. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir eðlilegt að kaupendur þorsks hafi viljað sitja uppi með eins lítið af birgðum um áramótin. Allt lánsfé sé dýrt og fjármögnun í Evrópu því þyngri. Salan hafi samt verið ágæt í janúar og febrúar. bjorgvin@mbl.is Enn treg sala á þorski Morgunblaðið/Brynjar Gauti Verðmætur Þorskurinn er dýr miðað við til dæmis ufsa og karfa. Í niðursveiflunni dregur úr ásókn í dýrari afurðir. Kaupendur bíða eftir að verð á þorski nái botninum 567  567 '%( )%* - !, -(!% / / 567   87 ".%+ '+& (!( - !% / / 9:; <:  =  %"*&( "&+. / !( /(!& / / ? 9@7 ." ,( .". + /(!+ -(! / / 567 + 567   ,.( )'. -.!. - !( / / ÞETTA HELST ... ● Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Há- skóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, var í gærkvöldi val- inn viðskiptafræðingur ársins af Fé- lagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Íslenska þekkingardeginum, sér- stakri ráðstefnu félagsins. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Jafnframt var Þekkingarfyr- irtæki ársins valið og hlaut CCP verð- launin að þessu sinni, en fyrirtækið hannar og rekur tölvuleikinn EVE On- line sem notið hefur mikilla vinsælda. thorbjorn@mbl.is Vilhjálmur verðlaunaður GJALDEYRISMARKAÐURINN hér á landi er orðinn stöðugri og virðist það hafa aukið traust á efnahagsstefnu íslenskra stjórn- valda, sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Tek- ist hefur að koma á stöðugu gengi og unnið er að því að koma á áætlun í ríkisfjármálum til með- allangs tíma en endurskipulagning bankanna er nokkuð á eftir áætl- un. Áætlun í peningamálum er á réttri leið og farin að skila ár- angri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stöðuskýrslu sjóðs- ins frá því í lok desember síðast- liðnum. Segir í skýrslunni að Seðlabank- inn sé þeirrar skoðunar að nú séu að skapast aðstæður til að lækka stýrivexti smám saman og slaka á hömlum á fjármagnsflutningum. „Framvindan í endurskipulagn- ingu fjármálageirans gengur vel þótt stjórnvöld hafi skýrt frá því að endurfjármögnun bankanna geti dregist um 4-8 vikur vegna flókinna viðræðna við lánardrottna og endurskoðendur um að- ferðafræði,“ segir í skýrslunni. Þá segir sjóðurinn að nýjar áhyggjur hafi vaknað af sparisjóð- um á Íslandi, sem stjórnvöld séu að takast á við. gretar@mbl.is Áætlun í peninga- málum á réttri leið ● Efnahags- brotadeild bresku lögreglunnar (The Serious Fraud Of- fice, SFO) íhugar að hefja rannsókn á starfsemi ís- lensku bankanna, Landsbankans og Kaupþings, í Bret- landi vegna þeirra áhrifa sem það hefur haft viðskiptavini þeirra þar í landi. Þetta var tilkynnt í fyrradag vegna rannsóknar á starfsemi bandaríska tryggingarisans AIG. Fram kemur frétt á fréttavefnum TimesOnline að stjórnmálamenn hafi þrýst á að lögregluyfirvöld hefji slíka rannsókn. gretar@mbl.is Íhuga að hefja rannsókn ● FJÁRHÆÐIR sem fjármálafyrirtæki í Bretlandi þurfa að greiða til trygg- ingasjóðs innlána þar í landi munu hækka um 42% á þessu ári í sam- anburði við síðasta ár. Ástæðan er þær háu greiðslur sem sjóðurinn hefur þurft að greiða út að undanförnu vegna hruns nokkurra banka, þar á meðal dótturfélaga Landsbankans og Kaup- þings í Bretlandi. Segir í breskum vefmiðlum að þessar álögur séu slæm tíðindi fyrir þau, þar sem þau hafi nú þegar nóg með að tak- ast á við áhrif kreppunnar á fjár- málamarkaðinum. gretar@mbl.is Álögur á banka aukast FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SMÆRRI fjármálafyrirtæki sem eiga stórar kröfur á Baug Group munu hugsanlega krefjast þess að kaupsamningi, um sölu Haga frá Baugi til Gaums, verði rift svo Baug- ur geti efnt skuldbindingar sínar gagnvart þeim, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Riftun kaupsamningsins er hins vegar háð mikilli réttaróvissu. Jafn- framt eiga aðrir kröfuhafar, eins og Kaupþing, veð í eignum Haga. Þótt samningnum yrði rift er þannig ekki sjálfgefið að smærri kröfuhafar Baugs fengju fullar efndir krafna sinna. Gaumur, eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti Haga af Baugi í júlí í fyrra með fulltingi Kaupþings, sem fjár- magnaði kaupin. Kaupverð hefur ekki fengist uppgefið. Meðal eigna Haga eru Bónus, Hagkaup, 10-11, Húsasmiðjan, Útilíf, Debenhams og fleiri verslanir. Áhyggjufullir stjórnendur Forsvarsmenn smærri kröfuhafa Baugs sem Morgunblaðið ræddi við eru mjög áhyggjufullir yfir því að ekki fáist greitt upp í kröfur eftir að Landsbankinn fór fram á greiðslu- stöðvun BG Holding, eignarhalds- félags Baugs í Bretlandi. Áður hafði Baugur kynnt Project Sunrise, sér- staka áætlun um endurreisn félags- ins sem unnin var í samstarfi við skilanefnd Landsbankans, fyrir öll- um helstu kröfuhöfum. Samninga- viðræður stóðu í reynd yfir þegar Landsbankinn fór fram á greiðslu- stöðvun BG Holding. Fyrir liggur að kröfur smærri ís- lenskra fjármálafyrirtækja á Baug Group, sem eru samanlagt 314,6 milljónir punda, eru mun verr tryggðar en kröfur Landsbankans og Glitnis, sem eru stærstu kröfuhafar félagsins. Kröfum breytt í hlutafé Hugmyndir Baugs á grundvelli Project Sunrise voru þær að til yrði ný skuldlaus eining sem réði yfir nú- verandi eignum BG Holding, eins og Iceland Foods, House of Fraser og Hamleys. Slík niðurstaða hefði falið í sér að þeir sem eiga kröfur á Baug Group í dag hefðu orðið hluthafar í hinni nýju einingu þar sem skuldir hefðu breyst í hlutafé. Meirihluti nýrrar stjórnar hefði verið skipaður fulltrúum skilanefnda Glitnis og Landsbankans, en daglegur rekstur og stjórnun hefði verið í höndum nú- verandi stjórnenda Baugs. Fulltrúum skilanefndar Landsbankans þóttu þessar hugmyndir hins vegar á end- anum óraunhæfar. Að fenginni ráð- gjöf frá PricewaterhouseCoopers fór skilanefndin síðan fram á greiðslu- stöðvun BG Holding í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu þær eignir sem eftir eru í Baugi Group, eftir að BG Hold- ing var sett í greiðslustöðvun, duga fyrir miklu minni verðmætum til handa smærri fjármálafyrirtækjum heldur en ef Project Sunrise hefði gengið eftir. Svo dæmi sé tekið fund- uðu forsvarsmenn Baugs með fulltrú- um VBS fjárfestingarbanka í desem- ber og gáfu þeir grænt ljós á áætlunina. Var Fjármálaeftirlitið einnig ánægt með að áætlunin kallaði ekki á afskriftir hjá smærri fjármála- fyrirtækjum. Engar líkur eru á því að ákvörðun um greiðslustöðvun BG Holding í Bretlandi verði hnekkt. Stjórnendur Baugs munu á næstu vikum funda með fulltrúum smærri kröfuhafa og kynna áætlanir um hvernig leysa megi skuldbindingar félagsins gagn- vart þeim. Skoða riftun á sölu til Gaums  Smærri kröfuhafar Baugs kunna að krefjast riftunar á sölu Haga til Gaums  PwC ráðlagði skilanefnd að óska eftir greiðslustöðvun BG Holding Landsfram- leiðslan á evru- svæðinu dróst að jafnaði saman um 1,5% á fjórða fjórðungi ársins 2008. Þetta var mesti samdráttur á evrusvæðinu frá því evran var fyrst kynnt til sögunnar á árinu 1999. Þá var þeitta þriðji ársfjórðungurinn í röð sem landsframleiðslan minnkaði milli fjórðunga. Minnkandi eftirspurn hafði mest að segja um samdráttinn á fjórða ársfjórðungi 2008, samkvæmt er- lendum vefmiðlum. gretar@mbl.is Mesti sam- drátturinn NBI hf. (Landsbankinn) hefur til- kynnt Marel að stofnað hafi verið fjárfestingarfélagið Horn Fjárfest- ingarfélag ehf. utan um hlutabréfa- eign bankans. Horn Fjárfesting- arfélag hefur yfirtekið nær allar hlutabréfaeignir í skráðum og óskráðum félögum sem fluttust frá Landsbanka Íslands til NBI. Markmiðið er að aðgreina ut- anumhald vegna fjárfestinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi bankans. gretar@mbl.is Dótturfélag um hlutabréf Viðskiptaráð segir að stjórnvöld og embættismenn ættu að sýna gott fordæmi með því að láta flokka- drætti og pólitískan hégóma víkja fyrir þjóðarhagsmunum og leggja alla áherslu á að veita góðum og mikilvægum verkefnum braut- argengi. „Traust til stjórnsýslu, stjórn- valda og Alþingis hefur beðið tals- verðan hnekki í því umróti sem fylgt hefur falli bankanna. Ein birt- ingarmynd þessarar stöðu voru há- værar kröfur um gagngerar breyt- ingar innan ríkisstjórnar og ákveðinna stofnana hins opinbera,“ segir ráðið í greinargerð sem birt var í gær. gretar@mbl.is Vilja að hégómi víki ● VELTA í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar síð- astliðnum miðað við sama mánuð árið áður en jókst um 23,1% á breytilegu verðlagi. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna, samkvæmt nýjum tölum frá Rannsókn- arsetri verslunarinnar. Sala á áfengi jókst en fataverslun dróst hins vegar saman. Þá minnkaði velta í húsgagnaverslun um 22% á föstu verðlagi þrátt fyrir um 31% verð- hækkun á 12 mánuðum. gretar@mbl.is Dagvöruverslun ekki minni í tvö ár ALISTAIR Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði við frétta- menn í gær eftir fund fjár- málaráðherra G7 ríkjanna að nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, virtist mjög ein- beittur í að glíma við þau vandamál sem felast í verndartollastefnu og að hann væri mjög meðvitaður um skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart öðrum ríkjum heimsins. Fundurinn í gær, sem var haldinn á hóteli í Róm, var fyrsti fundur Dar- lings og Geithners. thorbjorn@mbl.is Reuters Darling sáttur með Geithner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.