Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
FLUGVÉL frá Continental-félaginu hrapaði á íbúðarhús í nágrenni Buff-
alo í New York-ríki aðfaranótt föstudags. 50 manns fórust að sögn yf-
irvalda og þar af einn íbúi hússins en mikill eldur blossaði upp á slysstað.
Mildi þykir að ekki hafi kviknað í næstu húsum. Vélin var á leið frá New
Jersey til Buffalo þegar hún hrapaði aðeins fáum mínútum fyrir lendingu.
AP
Brotlenti á íbúðarhúsi
KÍNVERJINN
He Pingping nýt-
ur þess í krepp-
unni að vera með
matgrennri
mönnum. Ping-
ping dugar þann-
ig að eigin sögn
aðeins einn
„kjúklingamoli“ í
mat á dag, eða
sem svarar einum ríflegum munn-
bita af kjöti fyrir venjulegan mann.
Pingping, sem er tvítugur, er 74,1
sentimetra hár og því lægsti maður
heims samkvæmt Heimsmetabók
Guinness. Hann vegur um sjö kíló.
Pingping er nú á ferð um Japan og
lét þar þau orð falla í viðtali að hann
öfundaði ekki hávaxið fólk, enda ætti
það, ólíkt sér, ekki alltaf hægt um
vik með að ferðast. baldura@mbl.is
Saddur af
einum bita
He Pingping
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MIKLAR breytingar munu senn
verða á fiskistofnum í heiminum
vegna loftslagsbreytinga verði þær
að veruleika. Munu þúsundir teg-
unda flýja hækkandi hita og flytja
sig nær pólsvæðunum, að því er seg-
ir í grein vísindamanna í ritinu Fish
and Fisheries en niðurstöður þeirra
voru kynntar á ráðstefnu í Chicago.
Notuð voru tölvumódel til að spá
fyrir um áhrif hlýnandi loftslags á
1.066 mikilvægar veiðitegundir í höf-
um heimsins. Fram kemur í frétt á
vefsíðu BBC að gera megi ráð fyrir
að sumir þorskstofnar sem banda-
rískir sjómenn við austurströndina
minnki um 50%. Víða geti orðið mikil
röskun í lífríkinu vegna innrása
nýrra tegunda.
„Við verðum að grípa strax til ráð-
stafana til að aðlaga fiskveiðistjórn-
un okkar og verndunarstefnu og
draga þannig eins og unnt er úr tjón-
inu fyrir sjávarlíf og samfélag okk-
ar,“ sagði dr. William Cheung, aðal-
höfundur greinarinnar, en hann
kennir við háskólann í Austur-
Anglíu í Bretlandi.
Hitt er þó ljóst að sums staðar
mun fiskgengd aukast mikið og er
m.a. spáð batnandi ástandi í Norður-
sjónum. En sjómenn í mörgum hita-
beltislöndum munu verða fyrir
miklu tjóni vegna samdráttar í veiði.
Gætu félagslegar og pólitískar af-
leiðingar slíkra breytinga orðið mjög
slæmar, að því er segir í annarri
skýrslu sem birt var nýlega í Fish
and Fisheries enda oftast um að
ræða fátæk þróunarlönd.
Fiskurinn mun
flýja hitann
Talið að loftslagsbreytingar muni reka
margar tegundir í átt til pólsvæðanna
Reuters
Matur Þorskur á skoskum markaði.
Hefur hlýnun þegar áhrif?
Vísindamenn telja að svo sé þótt erf-
itt sé að slá því föstu hvað valdi
breytingum í lífríki sjávar. Makríll er
nú farinn að veiðast í meira mæli en
áður við Ísland, að sögn vegna breyt-
inga á hitafari sjávar.
Er fiskveiðum ógnað?
Ofveiði er þegar vaxandi vandamál
og vitað að fjölmargar tegundir eru í
hættu. Evrópuríki hafa gert veiði-
samninga við Afríkuríki til að bæta
sér upp minnkandi afla á heimaslóð-
um og stunda þar víða rányrkju.
S&S
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
NEÐRI deild þýska þingsins sam-
þykkti í gær tillögu ríkisstjórnarinn-
ar um 50 milljarða evra aðgerða-
pakka.
Pakkanum er
ætlað að lyfta
þýsku efnahags-
lífi upp úr þreng-
ingum sem eru
þær verstu frá
lokum seinni
heimsstyrjaldar-
innar. Tillagan
fer nú til umfjöll-
unar í efri deild-
inni þar sem kos-
ið verður um hana 20. febrúar
næstkomandi.
Aðgerðirnar, sem eru þær um-
svifamestu frá stríðslokum, inni-
halda m.a. miklar fjárfestingar af
hálfu ríkisins í sambandsríkjum og
sveitarfélögum landsins. Þá kemur
til skattalækkana og aðgerða sem
miða að því að hvetja til bílakaupa í
því skyni að koma til móts við stóran
bílaframleiðslumarkað landsins.
Ríkið aldrei skuldsettara
Með björgunaraðgerðunum eykst
skuldsetning þýska ríkisins sem
aldrei fyrr eða um 36,8 milljarða
evra skv. upplýsingum vefsíðu Der
Spiegel. Þýski fjármálaráðherrann,
Peer Steinbrück hefur sagt að á
næsta ári muni Þýskaland ekki upp-
fylla skilyrði Evrópusambandsins
um fjárlagahalla.
Nýr viðskiptaráðherra Þýska-
lands, Karl-Theodor zu Guttenberg,
mælti fyrir frumvarpinu í fyrstu
ræðu sinni sem ráðherra í þýska
þinginu. Guttenberg kemur úr röð-
um CSU, systurflokks CDU, kristi-
legra demókrata Angelu Merkel
kanslara.
Viðskiptaráðherrann sagði viðtek-
ið að ríkið þyrfti að grípa inn í nú
þegar „markaðurinn er hjálparvana
vegna synda fárra manna“ sem hafi
látið stjórnast af græðgi.
Þýskaland, stærsta útflutnings-
land heims, hagnaðist mikið á út-
flutningi bíla og annarrar iðnaðar-
vöru í uppsveiflu síðustu ára.
Efnahagskreppa heims hefur því
komið harkalega niður á Þjóðverjum
þar sem eftirspurn eftir útflutnings-
vörum hefur minnkað verulega.
Spár fyrir yfirstandandi ár sýna
að efnahagurinn muni skreppa sam-
an um 2,25% og að atvinnuleysi muni
ná 8,4% en það var 7,8% á síðasta ári.
Þýska ríkið á
leið í skuldafen
Karl-Theodor zu
Guttenberg
Í HNOTSKURN
»Samkvæmt nýjum tölumfrá Eurostat varð mestur
samdráttur í Þýskalandi af öll-
um ESB-löndunum á síðasta
ársfjórðungi síðasta árs. Þá
dróst þýska landsframleiðslan
saman um 2,1%.
»Samdráttur á fjórða árs-fjórðungi síðasta árs var
sá mesti á evrusvæðinu allt frá
því að evran var sett í umferð
árið 1999. Aðeins varð vöxtur
á Grikklandi, Kýpur og Sló-
vakíu.
Fornleifafundurinn í þrepa-píramídanum í Sakkara
þykir merkilegur en þar fundust í vikunni allt að 30
múmíur frá mismunandi tímabilum.
Þeirra á meðal var múmía í kalksteinskistu sem er
talin vera frá 26. konungsveldi faraóa eða rúmlega
4.000 ára gömul.
Fornleifafræðingarnir telja að múmían hafi varð-
veist í mjög góðu ástandi en slíkt mun vera sjaldgæft á
þessum slóðum þar sem uppgröftur hefur staðið yfir í
áratugi. Að sögn Zahi Hawass, yfirfornleifafræðings
Egyptalands, eru um 70% af fornum stórvirkjum
Egyptalands enn grafin í jörðu. jmv@mbl.is
Heimildir: National Geographic, Lost Civilizations: Egypt
FUNDU ÓSNORTNA MÚMÍU
Egypskir fornleifafræðingar fundu ósnortna múmíu frá faraóatímabilinu er þeir opnuðu innsiglaða
kalksteinskistu í vikunni. Múmían fannst í elsta þrepa-píramída heims í borginni Sakkara.
Sakkara
Ný uppgötvun
Konungleg útför
U.þ.b. 30 múmíur fundust í
greftrunarherbergi á 11 metra dýpi
Þar á meðal tvær viðarkistur og ein
innsigluð kalksteinskista
Kista úr
kalksteini
Innsigluð með
steypublöndu.
Lokið var aftur þó
í því væru
sprungur.
Múmía
Fannst ósnortin og er talin
vera af þeim sem
herbergið var tileinkað
Verndargripir úr gulli
Múmían gæti verið með verndargripi úr gulli innan
í vafningunum, sem eiga að tryggja aðgang að
framhaldslífinu
Forsaga
Forn greftrunarstaður
hinnar fornu höfuðborgar
Egyptalands, Memfis
Þar er elsti þrepa-píramídi
heims, Djoser
Í júní fundu
fornleifafræðingar
píramída sem er
talinn tilheyra
móður faraós sem
réð ríkjum fyrir
meira en 4.000
árum
Faraóar og aðrir konungbornir voru oft
greftraðir samkvæmt flóknum siðum
Ferlið eins og var hjá Tútankamún
Útfarar-
gríma
Innsta kistan
Skíragull
Múmía
Önnur kista
Ysta kistan
Steinkista
Búin til úr rauðu
kvarsíti og
rauðu graníti
Helgiskrín
Stundum eru
mörg helgiskrín
utan um steinkistuna
EGYPTALAND
Níl
Gíza
Þeba
Kaíró
Sakkara
200 km
Múmía fundin eftir 4000 ár í jörðu
ÖRYGGISSVEITIR í Simbabve
handtóku í gær háttsettan mann í
MDC, flokki Morgans Tsvangirais,
rétt áður en Tsvangirai átti að sverja
eið sem nýr forsætisráðherra. At-
höfnin fór þó fram en ljóst þykir að
handtakan geti valdið mikilli spennu.
Hinn handtekni heitir Roy Benn-
ett og á að verða aðstoðarlandbún-
aðarráðherra í stjórn Tsvangirais.
MDC sagði að hann hefði verið flutt-
ur í fangelsi sem væri „alræmd mið-
stöð pyntinga og yfirheyrslna“.
Tsvangirai tekur við embættinu í
kjölfar þess að samkomulag náðist
loks eftir marga mánaða togstreitu
um skiptingu valda milli hans og Ro-
berts Mugabes, hins einráða forseta
landsins undanfarna áratugi. Efna-
hagurinn er í rúst og milljónir
manna hafa þegar flúið land.
kjon@mbl.is
Handtóku
ráðherra