Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 23
verður hjá Evrópusambandinu því
þar eru menn meðvitaðir um lýð-
ræðishallann innan sambandsins.
Ákvarðanir eru að mestu leyti
teknar af framkvæmdastjórninni,
þingið hefur verið í ráðgjafa-
hlutverki og áhrif almennings á
ákvarðanir eru ekki sérstaklega
mikil.“
Er ekki eðlilegt að þjóðin kjósi
um það hvort sækja eigi um aðild?
„Mér finnst það vel koma til
greina. Þetta mál verður að útkljá
með lýðræðislegri niðurstöðu.“
Gengið á höfuðstólinn
Þið í Vinstri-grænum hafið verið
sökuð um að vera afturhaldssöm
og einangrunarsinnuð. Hvað seg-
irðu um þá gagnrýni?
„Við vorum mjög hörð í stjórn-
arandstöðu og þá fengum við
þennan „á móti“-stimpil – á sama
tíma vorum við auðvitað með öðru.
Við höfum alltaf verið fylgjandi
því að byggja fjölbreyttar und-
irstöður undir efnahagslífið. Það
hefur ríkt taumleysi í íslensku við-
skiptalífi og við höfum verið reglu-
sinnar hvað það varðar. Þetta hef-
ur verið kallað afturhald sem við
erum ekki. Það er ekki sanngjarnt
að ræða um okkur sem afl sem
boði afturhvarf til fortíðar. Stefna
okkar er nátengd sígildri vinstri-
stefnu og snýst um framtíðarsýn.
Hún snýst um að ganga ekki á
höfuðstólinn, hvort sem er í efna-
hagslífinu, umhverfinu eða sam-
félaginu. Vegferð íslenskra stjórn-
valda var allt of lengi sú að meta
allt út frá efnahagsþættinum og
ganga á höfuðstólinn. Það varð
þjóðinni að falli.“
Langar þig til að verða formað-
ur Vinstri-grænna?
„Það er mér ekkert sérstaklega
ofarlega í huga einmitt þessa
stundina. Formaður er alltaf á
vaktinni og þótt ég hafi gríð-
arlegan áhuga á pólitík og mér
þyki nýja starfið afar spennandi
þá verð ég að horfast í augu við
það að ég á lítil börn og ég hef
skyldur gagnvart þeim sem mér
finnst mikilvægt að sinna. Maður
á ekki að taka meira að sér en
maður getur sinnt.“
Finnst þér að Steingrímur J.
Sigfússon eigi að sitja áfram sem
formaður nú þegar mikil krafa er
um endurnýjun í stjórnmálaflokk-
um?
„Steingrímur hefur staðið sig
geysilega vel. Nú eru Vinstri-
græn komin á glænýjan stað, í
ríkisstjórn, og það er mikill
áfangi. Við erum í sókn sem flokk-
ur og því held ég að Steingrímur
geti vel haldið áfram enn um sinn.
En auðvitað metur hann það best
sjálfur.“
Skipti ekki um karakter
Þú ert ansi ungleg, lítur út eins
og menntaskólastelpa og ert allt í
einu orðin ráðherra. Finnst þér þú
þurfa að setja þig í sérstakar ráð-
herrastellingar?
„Nei, ég hef ekki gert það. Ég
skipti ekkert um karakter þótt ég
verði ráðherra. En á fyrstu dög-
unum þegar fólk í ráðuneytinu var
að spyrja hvort ráðherrann vildi
þetta eða hitt þá horfði ég í kring-
um mig til að koma auga á þennan
ráðherra.
Ég er orðin svo vön því að fólki
finnist ég vera miklu yngri en ég
er, næstum því eins konar barn.
Þegar ég var kennari var algengt
að fólk héldi að ég væri nemandi
og þegar ég hélt erindi var ég
stundum beðin að ná í kaffi fyrir
fyrirlesarann. Ég hef alltaf tekið
þessu ósköp rólega og ekkert ver-
ið að æsa mig.“
Hvernig er að hafa allt í einu
fullt af fólki sem gerir hlutina fyr-
ir mann, bílstjóra sem keyrir
mann hvert sem er og fólk sem
nær í kaffið fyrir mann?
„Það er óskaplega skrýtið. Ég
velti því fyrir mér hvort ég þyrfti
nokkuð á bílstjóra að halda. Svo
sá ég dagskrá dagsins og ég átti
að vera í Mosfellsbæ klukkan tólf
og í Hafnarfirði klukkan eitt. Þá
áttaði ég mig á því að það gæti
verið ágætt að hafa bílstjóra en
samt fannst mér það skrýtið. Að
ég tali nú ekki um það þegar að-
stoðarmaður minn opnaði fyrir
mig bíldyrnar um daginn. Þá datt
af mér andlitið.
Ég hef alltaf séð um mig sjálf
og lifað hversdagslegu lífi og mér
finnst mikilvægt að ég haldi því
áfram. Maður má ekki venjast
hinu góða lífi of vel.“
Þú ert íslenskufræðingur að
mennt og mikil bókakona. Hef-
urðu nokkurn tíma til að lesa núna
þegar þú ert komin í annasamt
starf?
„Ég les alltaf á kvöldin áður en
ég fer að sofa. Ég hef alltaf lesið
mjög mikið og reyni að halda því
áfram, sleppi þá fremur sjónvarp-
inu. Áður en ég varð ráðherra var
ég búin að taka að mér að kenna
leshring í Endurmenntun Háskóla
Íslands og þar voru jólabækur á
leslista. Svo kom upp sú staða að
ég var allt í einu orðin ráðherra.
Ég var beðin um að halda áfram
með námskeiðið og ákvað að gera
það og þá hef ég afsökun fyrir því
að lesa á kvöldin.“
Þú hlýtur að vilja halda áfram í
starfi menntamálaráðherra eftir
kosningar?
„Áhugi minn í pólitík snýr ekki
síst að mennta- og menningar-
málum. Auðvitað vil ég fá tæki-
færi til að sinna þessum mála-
flokkum, það væri hræsni að segja
annað.“
Þannig að þú sérð fyrir þér að
pólitík verði þitt ævistarf?
„Það er ég ekki viss um. Mér
finnst ákaflega gaman að kenna
og kannski á ég eftir að snúa mér
aftur að því. Þegar maður byrjar
ungur í pólitík er erfitt að ákveða
að stjórnmálin verði ævistarfið.
Það var aldrei draumur minn að
fara í pólitík. Þegar ég var krakki
vissi ég ekkert hallærislegra en
stjórnmálamenn. Nú er ég orðin
ein af þeim.“
í pólitík
Morgunblaðið/Kristinn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009