Morgunblaðið - 14.02.2009, Page 36

Morgunblaðið - 14.02.2009, Page 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Sigurður Marelsson er látinn eftir nokkuð langa dvöl á Vífilsstöð- um. Hann ólst upp á Njarðargötu, þetta var Valshverfi, þess vegna gekk hann ungur í knattspyrnufélagið Val. Ég man fyrst eftir honum á gamla Háskólavellinum, hann var fyrirliði 2. flokks, lék sem bakvörður. Þetta hef- ur verið snemma vors, því ég man að hann lék með trefil. Við kölluðum hann Sigga Mar. Knattspyrnuferill- inn varð ekki langur, en félagsmál og unglingastarf voru hans áhugamál hjá Val í mörg ár. Siggi var mikill gleðigjafi, Vals- menn minnast margra gleðistunda þegar hann var beðinn að taka „kerl- inguna“ en það þýddi að hann átti að syngja um hana Pálínu sem átti saumamaskínu. Margar góðar endur- minningar rifjast upp þegar hugsað er til páskadvalar í skíðaskála Vals. Þeg- ar við renndum okkur á skíðum sat Siggi inni í skála að semja vísur, leik- rit og óperu fyrir kvöldvökur. Fræg er vísan um kappa nokkurn sem tók þátt í páskamóti í svigi: Flýr nú allur skarinn frjáls falla heljar skriður Árni Njáls með arma stáls er að koma niður. Tvisvar fór Sigurður til útlanda sem einn af fararstjórum, með mfl. til Færeyja 1957 og með 2. flokki til Kgs. Lyngby í Danmörku. Siggi var ágæt- ur bridsspilari. Hann var 5. maður með okkur nokkrum félögum sem höf- um stundað heimabrids í rúml. 40 ár. Sigurður lauk kennaraprófi upp úr Sigurður Marelsson ✝ Sigurður Mar-elsson fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1931. Hann lést á Vífilsstöðum 16. jan- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 2. febrúar. 1950 og kenndi við Breiðagerðisskóla mestallan sinn starfs- aldur. Sem kennari átti hann góða skólatösku undir fræðin. Það kom fyrir á góðum stundum að það var eitthvað annað geymt í töskunni góðu. Siggi var mjög þekktur og vinmargur. Hjá félögum eins og Val verða til menn sem allir þekkja, eru vin- sælir og eftirsóttir í leik og starfi. Siggi gaf okkur margar góðar endurminningar, hann eignaðist marga góða vini og naut félagsskaparins. Ég þakka fyrir rúmlega 50 ára kunningsskap og vináttu. Við vottum systur, systursyni og hans fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Ægir, Guðrún og fjölskylda. Í dag kveðjum við Sigga Mar. Það var í Val sem við kynntumst. Ég unglingurinn að æfa fótbolta í 3. Flokki og hann unglingaleiðtogi. Árið eftir þessi fyrstu kynni má segja að fyrir tilviljun hafi mér verið kastað inn á völlinn sem þjálfara en ég og félagi minn Jón Björnsson fórum að aðstoða Sigurð með 5. fl. karla um vorið og enduðum bara sem þjálfarar flokksins um sumarið. Það var á þess- um árum sem Sigurður var unglinga- leiðtogi og í stjórn knattspyrnudeildar sem allir Valsarar þekktu hann. Áhuginn í unglingastarfinu var honum í blóð borinn – hann var kenn- ari og starfaði með ungu fólki – hafði rödd sem heyrðist – og var laginn við að láta hlýða sér. Ungur Valsari þá, sem var nemandi í Breiðagerðisskóla og Sigurður kennari þar, minnist þess að það þurfti ekki að stilla til friðar á skólalóðinni þegar Sigurður sinnti þar gæslu. Hann vildi aga, þó fyrir alla muni vera félagslyndur með ungu fólki. Þannig minnast margir strákar úr Val hans, þegar hann stjórnaði skemmifundum sem haldnir voru í „fjósinu“ – félagsheimilinu okkar á Hlíðarenda. Þá voru bíósýningar þar – sagðar sögur eða farið í leiki – já stundum kökufundir. Löngu eftir að Sigurður sat í stjórn eða var unglingaleiðtogi kom hann með okkur í kappleiki, í ferðalög eða þegar dvalið var í æfingabúðum á Laugarvatni. Hann sá um kvöldvök- urnar. Í þessum ferðum og fundunum í „fjósinu“ lærðu margir Valssöngv- ana – Valsmenn léttir í lund … og Leikum allir saman gerum mark, mark, mark … en Sigurður hafði gaman af að syngja og láta hópinn syngja. Í hópi eldri Valsmanna var hann einatt hvattur til að syngja um Pálínu sem bjó í Skálkaskjóli 2 en þar tókst honum ævinlega að hrista upp í hópnum og skemmtum við okkur allt- af vel og ekki var það verra þegar hann söng þetta uppáklæddur í kven- mannsfötum á stærri skemmtunum okkar Valsmanna. Sigurður hafði gaman af spila- mennsku og alltaf var hann mættur á Hlíðarenda ef bridgekvöld voru þar. Valshjartað sló og þó að þátttaka í störfum á Hlíðarenda hætti fylgdist Sigurður alltaf vel með og sótti leiki enda komu tímabil í sögu Vals þar sem yfir miklu var að gleðjast. Á liðnu sumri hafði hann tækifæri að sjá ný mannvirki á Hlíðarenda og dásamaði allar aðstæður þar. Fyrir nokkrum árum missti Sigurð- ur heilsuna og hefur verið á Vífilsstöð- um síðustu ár. Hann var mjög kátur þegar við nokkrir eldri Valsmenn sát- um með honum í kaffiveislu á Vífils- stöðum þegar hann varð 75 ára. Nú við leiðarlok hvarflar hugurinn til þess hversu oft þeir „týnast“ sem voru í hringiðunni í félagsstörum áður fyrr. Alltof sjaldan hefur maður samband – en þegar það er gert er það ánægjan ein. Vinur er farinn. Flyt eftirlifandi systur og systur- syni ásamt fjölskyldu samúðarkveðju Róbert Jónsson. Sannur vinur okkar Valsmanna Sig- urður Marelsson eða Siggi Mar, eins og hann var oftast kallaður, er dáinn. Með honum er genginn einn mesti æskulýðsfrömuður sem knattspyrnu- félagið Valur eignaðist, en segja má að Siggi hafi helgað sig félaginu um áratugaskeið og hefði séra Friðrik verið fullsæmdur af slíkum arftaka sínum hjá Val. Siggi starfaði lengst af sem barna- skólakennari við Breiðagerðisskóla, en staldraði stutt við þegar vinnu var lokið, heldur þrammaði af Njarðar- götunni að Hlíðarenda með brúnu töskuna, sem einkenndi hann alla tíð. Þegar við gengum í Val voru vissu- lega margir áhugamenn, sjálfboðalið- ar, leiðtogar og þjálfarar á Hlíðar- enda, en Siggi var svolítið sér á báti. Hann tók að sér að sjá um ung- lingastarfið með miklum glæsibrag og segja má að unglingaráð félagsins hafi bara hreinlega verið Sigurður um árabil. Vinir okkar í öðrum félögum dáð- ust alltaf að miklu félagsstarfi hjá Val, sem var að mestu leyti verk Sigga, sem var óþreytandi að hafa of- an af fyrir okkur með skemmtunum, bíósýningum eða öðrum uppákom- um, sem stórefldi samhug og fé- lagskennd allra sem nutu samvista við Sigga Mar. Í fyrstu keppnisferð okkar til Húsavíkur og Akureyrar í fjórða flokki var Siggi auðvitað fararstjóri og sagði sögur og söng alla ferðina okkur til mikillar ánægju og gleði. Við áttum allir svo mikið í þessum mikla gleðigjafa og sanna Valsmanni. Auðvitað var hann líka í ýmsum stjórnum og ráðum, formaður knatt- spyrnudeildar og fórnaði sér bókstaf- lega fyrir félagið með sína léttu lund og brúnu töskuna að vopni. Siggi Mar var sannur og góður maður og við sem nutum leiðsagnar hans getum aldrei fullþakkað fyrir okkur. Hann lagði gjörva hönd á að gera unga og vaska Valsmenn að afreks- mönnum og sigurvegurum, en fyrst og fremst að betri drengjum og von- andi búum við enn að því, því lengi býr jú að fyrstu gerð. Fyrir hönd hundraða, ef ekki þús- unda Valsmanna sem nutu hand- leiðslu Sigga Mar þökkum við með hlýhug og blessum minningu hans, hans verður alltaf minnst á Hlíðar- enda. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og hvíl þú í friði kæri vinur og Valsmaður. Hermann Gunnarsson, Halldór Einarsson. Nú er hann horfinn á braut, sá mikli Valsmaður Sigurður Marelsson. Siggi Mar, en svo var hann ávallt kall- aður, var unglingaleiðtogi hjá Val þegar ég byrjaði sem ungur drengur að stunda fótboltaæfingar á Valsvell- inum. Siggi var einstaklega góður og ljúfur maður og átti gott með að um- gangast okkur strákana. Í minning- unni frá þessum tíma, þá var Siggi allt í öllu, stjórnaði skemmtifundum og var ómissandi í öllum keppnisferðum sem farnar voru út á land. Siggi var mikill söngmaður og húmoristi sem kom sér vel í þessum ferðum, og engin ferð var án þess að Siggi tæki sönginn um Pálínu sem átti saumamaskínuna og að sjálf- sögðu Valssönginn. Hann gat farið í mörg gervi en einna best tókst honum upp með „kerlinguna“ sem bjó á Skálkaskjóli 2, þá fór Siggi Mar á kostum. Sú minning sem situr hvað fastast, var þegar Siggi sýndi okkur strákun- um kvikmyndir í fjósinu sem var fé- lagsheimili Vals í þá daga. Þar sýndi hann nýjustu knattspyrnumyndirnar á þeim árum með Puskas og di Stef- ano ofl. Auk þess myndir með Chapl- in, Gög og Gokke, Abbott og Costello og fleiri grínurum. Þá skemmti Siggi Mar sér best af öllum. Það var ótrúleg þolinmæði sem Siggi sýndi okkur því yfirleitt var salurinn troðfullur af ærslafullum strákum. Vináttan við Sigga hefur haldist alla tíð og alltaf þegar við hittumst var spjallað um þessa gömlu góðu daga og um Val. Þótt Siggi hafi verið sjúk- lingur síðustu ár, þá fylgdist hann vel með og hugurinn var alltaf hjá Val og Valsmönnum. Ég kveð kæran vin og þakka honum samfylgdina og bið hon- um blessunar og velfarnaðar á nýjum slóðum. Aðstandendum hans sendi ég samúðarkveðjur. Lárus Loftsson. Í dag, á afmælisdag Sigga afa heitins og Auðuns, næstelsta langömmubarns síns, er elsku amma mín borin til hinstu hvílu. Amma var einstök og yndisleg manneskja sem ávallt var með faðm- inn opinn. Í bernsku og fram á ung- lingsár var amma oft hjá okkur á jól- unum og þóttu mér jólin ekki vera söm ef hún var ekki hjá okkur. Alltaf var farið heim til ömmu á Kirkju- brautina á aðfangadagskvöld eftir að búið var að opna pakkana í heitt kakó og smákökur og komu þá öll börnin hennar og barnabörn saman er bjuggu á Skaganum, á ég margar yndislegar minningar frá þessum tíma. Ég gat ávallt leitað til hennar ef mig vantaði að finna fyrir öryggi og hlýju. Ég kynntist aldrei Sigga, afa mínum, né afa mínum og ömmu í föð- urfjölskyldu og hef ekki samband við pabba minn, þannig að hún var sú eina sem ég átti að og uppfyllti það skarð. Hún tók okkur inn á heimilið sitt um mánaðarbil er við vorum heimilislaus og hefur það örugglega verið mikið fyrir hana að fá heila fimm manna fjölskyldu inn á sig í lítið hús, en ég hefði hvergi annars staðar viljað vera en hjá henni. Amma var svefnlaus af áhyggjum er eitthvert okkar fór til útlanda og leið henni allt- af best er við vorum komin heim aft- ur, amma fór aldrei utan og steig held ég aldrei fæti upp í flugvél. Hún var Ágústa Jónsdóttir ✝ Ágústa Jónsdóttirfæddist á Gunn- laugsstöðum í Stafholtstungum 8. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akra- neskirkju 30. janúar nægjusöm og nýtin og prjónaði af alkunnri list, enda alin upp í sveit. Ég gæti rakið hér ýmsar góðar og yndislegar minningar en kýs að eiga þær með henni ömmu. Það voru forréttindi að geta ver- ið hjá henni á spítalan- um til halds og stuðn- ings eins og hún var fyrir mig í æsku og mun ég ætíð varðveita þann tíma er ég átti með henni þar og allt sem ég náði að segja henni. Hún sagðist ætla að halda stóra veislu fyr- ir okkur ættingjana sína er henni batnaði og hún losnaði af spítalanum og að hún elskaði okkur öll jafn mikið. Elsku amma, þú heldur okkur veislu þegar við komum til þín. Ég var svo viss um að hún mundi jafna sig á bein- brotinu en almættið tók hana til sín og leysti hana undan þjáningum sín- um. Þó að líkaminn væri orðinn lúinn var andlega heilsan mjög góð, hún mundi allt hvort sem það voru nöfn eða afmælisdagar, bæði hjá ömmu- börnunum sínum og langömmubörn- unum sínum. Amma var umvafin ást og kærleik þessa síðustu daga er við vissum hvert stefndi og þrátt fyrir kvalir og vanlíðan tók hún sér tíma í að hug- hreysta sína nánustu með því að strjúka okkur um kinn og segja „þetta er allt í lagi“. Ég ásamt fleirum af hennar nánustu var hjá henni er hún dó og var það heiður að fá að fylgja henni þessi síðustu spor í henn- ar lífi, friðurinn var ólýsanlegur er fyllti herbergið þegar hún fór. Ég veit að það biðu margir eftir henni ömmu hinum megin og tóku henni með kær- leik og opnum faðmi eins og var svo einkennandi fyrir hana. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín, takk fyr- ir að hafa verið til staðar fyrir mig og veitt mér þá hlýju og umhyggju sem þú gafst mér og langömmubörnunum þínum, ég veit að þú átt eftir að halda verndarhendi yfir okkur. Ég elska þig, amma mín. Þín Þorbjörg. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Á hádegi á aðfangadag, þegar ég kom til þín í kaffi og með jólagjöfina til þín, grunaði mig ekki að það væri í síðasta skipti sem ég kæmi á Jaðar- sbrautina. Þú leist vel út og ekkert virtist ama að og þú varst að hafa þig til fyrir jól- in. Ég vissi að þú varst búin að vera lasin, og var það mjög ánægjulegt að sjá að þér væri að batna og það gladdi mig ólýsanlega að sjá að þú varst öll að styrkjast og braggast eftir þessi veikindi. Það kom þess vegna sem reiðarslag að fá þær fréttir að þú hefðir brotnað og þyrftir að fara í að- gerð á Landspítalann þarna skömmu eftir áramótin. Í kjölfarið komstu svo á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem þú varst þann tíma sem þú áttir eftir. Þessa daga sem þú varst á sjúkra- húsinu á Akranesi fór ýmislegt í gegnum hugann, og mér varð hugsað til þess hvað við áttum margar góðar stundir saman á Jaðarsbrautinni. Eftir að mamma dó fann ég hvað samband okkar styrktist mikið og hvað mér fannst gott að geta komið til þín og talað við þig um alla mögulega og ómögulega hluti. Það var eins og það væri einhver yfirskilvitleg tilvit- und í loftinu því þegar ég kom til þín kom það fyrir oftar en ekki að þú segðir „ég var einmitt að hugsa til þín“. Ég er viss um að þetta spjall okkar gerði okkur báðum gott og upp frá þessu myndaðist sú hefð að við færum saman þrisvar á ári upp í garð með blóm til mömmu og þú kíktir í heimsókn að leiðinu til Sigga afa og Ásu systur þinnar. Ég er þakklát fyr- ir þessar ferðir okkar saman því þær gáfu mér mikið. Áður en ég kveð þig, amma mín, verð ég að minnast á fá- eina léttvæga hluti sem þó skiptu mig miklu máli. Til dæmis langar mig að þakka þér fyrir allar peysurnar, sokkana og vettlingana sem þú prjón- aðir á strákana mína, og svo get ég ekki sleppt því að nefna pönnukök- urnar þínar sem voru þær bestu sem ég hef látið inn fyrir mínar varir. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman sem ég á eftir að sakna. En ég veit og hugga mig við það að þú sért á góðum höndum þar sem mamma og afarnir mínir taka vel á móti þér. Þetta eru þeir, englarnir sem sækja mig. Því ég get ekki meir en ég mun alltaf elska þig. (Gulla.) Þitt barnabarn Sólrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Heiðarleiki, dugnaður, ósérhlífni og hógværð eru helstu kostirnir sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til ömmu minnar. Hana kveð ég í dag með sorg og söknuði. Amma Gústa var í raun eina amman mín og átti hún því ansi stóran stað í mínu hjarta. Það er skrítið hversu oft mað- ur vill gleyma því að lífið er ekki að ei- lífu og hver stund sem við eigum með þeim sem eru okkur kær er ekki sjálf- sögð. Þess vegna ætti maður að nýta þær stundir vel sem maður fær. Ég fékk að eiga mörg ár með ömmu Gústu, ár sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Ég fékk að njóta návistar hennar á öllum mínum stóru stundum í lífinu, einnig erfiðu stund- unum mínum, en líka þeirrar návistar sem fólst í því að sitja hjá henni með kaffi og spjalla um daginn og veginn. Amma mín var alltaf til staðar ef ég þurfti á henni að halda, alltaf var hún tilbúin að hjálpa til eins og hún gat. Amma var vel inni í því hvað strák- arnir mínir voru að gera, hvort sem það tengdist skólanum eða öðru, og henni þótti mikilvægt að þeir sýndu dugnað í því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Amma átti sérstaklega stór- an þátt í uppvexti elsta stráksins okk- ar Auðuns þar sem hún passaði hann fyrstu árin hans, og það var nú oft fjör. Það er tómlegt að hugsa til þess að ég geti ekki skroppið lengur til ömmu og spjallað. Geta ekki lengur gleymt í stutta stund hversdaglegum áhyggj- um við að hlæja með henni. Geta ekki lengur skammað hana fyrir að hlusta á allar fréttir sem hún komst í vegna þess að hún varð svo ill út í þessa blessuðu stjórnmálamenn eftir fréttirnar. Geta ekki lengur komið og beðið hana að þvo þvottinn minn eftir að hafa eyðilagt enn eina þvottavélina. Það verður sjálfsagt langur tími þangað til ég venst því að hún sé ekki lengur heima en ég veit það að ef ég hugsa til hennar er hún ekki langt frá mér. Ég gæti skrifað endalaust um það hvað amma var mér en það sem öllu skiptir er það sem hún skildi eftir í hjarta mínu og það verður aldrei tek- ið frá mér. Amma Gústa var umvafin öllum sínum nánustu síðustu dagana. Börn, barnabörn og barnabarnabörn sátu yfir henni dag sem nótt og gáfu henni alla þá umhyggju og ást sem þau áttu til. Og ég veit að hún vakir yfir okkur öllum. Ágústa. Mig langar að minnast þín, Gústa mín, með hlýju og virðingu í huga, þú varst góð kona. Ég er þakklátur fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Þú ert komin á himneskan stað þar sem ei- lífðarfriður ríkir hjá Guði. Ég kveð þig með kærleik- ans friði, elsku tengdamóðir. Karl B. Þórðarson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.