Morgunblaðið - 14.02.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
METROPOLITAN-ÓPERAN í
New York hefur gert dagskrá næsta
starfsárs opinbera. Þar kemur fram
að Kristinn Sigmundsson syngur í
uppfærslu óperuhússins á Rósaridd-
aranum eftir Richard Strauss, þar
sem hann verður í hlutverki Ochs
baróns.
Með Kristni á sviðinu verða engir
aukvisar í söngnum. Marskálks-
frúna syngur Renée Fleming og Oc-
tavian verður í höndum Súsönnu
Graham. Meðal annarra söngstjarna
í uppfærslunni verða Christina
Schäfer, Ramón Vargas og Thomas
Allen sem hélt ógleymanlega tón-
leika í Gamla bíói fyrir allnokkrum
árum.
Stjórnandi verður kóngurinn í
Metropolitan, James Levine. Þess
má svo geta að Rósariddarinn verð-
ur sendur út í bíóhús um allan heim
9. janúar 2010 og vonandi að enn
verði beinar sendingar í bíó á Ís-
landi. begga@mbl.is
Kristinn
í Metro-
politan
Syngur í Rósa-
riddaranum
Rósariddari Kristinn Sigmundsson
syngur hlutverk Ochs baróns.
BANDARÍSKA
tónskáldið og
hljómsveit-
arstjórinn Lukas
Foss er látinn, 86
ára að aldri. Foss
kom hingað til
lands árið 1995 og
stjórnaði Kór
Menntaskólans
við Hamrahlíð og
Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón-
leikum í Hallgrímskirkju. Lukas
Foss fæddist í Berlín, gyðingur, og
flúði vestur um haf árið 1937 með
fjölskyldu sinni. Hann er metinn
meðal mestu frumkvöðla í amerísku
tónlistarlífi á 20. öld. Um árabil
kenndi hann tónsmíðar við Háskól-
ann í Boston, og meðal nemenda
hans þar voru íslensku tónskáldin
Erik Mogensen og Mist Þorkels-
dóttir.
Lukas Foss
látinn
Lukas Foss
Í DAG kl. 14 opnar Hulda Vil-
hjálmsdóttir málverkasýningu
í Reykjavík Art Gallery á
Skúlagötu 30. Hulda stundaði
nám í málaradeild Listahá-
skóla Íslands 1994-2000 og hef-
ur haldið fjölda sýninga hér
heima og erlendis.
Um myndlist sína segir hún:
„Galdurinn hjá mér er sá að ég
er stundum ekki manneskja.
Ég er einhvers staðar annars
staðar að skylmast við málverkið. Ein með æðri
mætti. Málunin brýst áfram í einhverri blindni
sem ég get varla höndlað.“ Sýningin í Reykjavík
Art Gallery er opin alla daga nema mánudaga kl.
14-17.
Myndlist
Skylmingar
við málverkið
Verk eftir Huldu.
SÆUNN Þorsteinsdóttir
opnar sýningu sína Veggs-
kraut í DaLí Gallery á Ak-
ureyri í dag kl. 14. Sæunn
vinnur með hringformið
sem hún segir sér hug-
leikið en gamalt íslenskt
munstur hefur oft veitt
henni innblástur auk þess
sem hún reynir að fanga
munstur kviksjár. Litagleði og síbreytileg munst-
ur kviksjárinnar eru kveikjan að þessari sýningu
Sæunnar þar sem hún leikur sér að því að fanga
kviksjá hugar síns. Myndirnar eru unnar á við
með blandaðri tækni, tússi, vatnslitum, akrýllitum
og lakki. Sýning Sæunnar stendur til 1. mars og
eru allir velkomnir.
Myndlist
Kviksjár huga
Sæunnar í DaLí
Verk eftir Sæunni.
ÁRLEGIR barnatónleikar
Lúðrasveitar verkalýðsins
verða haldnir í Óperunni í dag
kl. 15.
Á efnisskránni er margt
spennandi og nægir þar að
minnast á sjóræningja, skjóðu
og stelpu með fléttur. Kynnar
tónleikanna eru þeir Villi Nagl-
bítur og Sveppi. Sérstakir
gestir eru meðlimir Skóla-
hljómsveitar Grafarvogs sem
leikur undir stjórn Einars Jónssonar.
Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins er Snorri
Heimisson.
Barnatónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð í
Reykjavík og að venju er ókeypis inn á þá.
Tónlist
Barnatónleikar
lúðrasveitar
Snorri Heimisson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞARNA er verið að velta upp mjög
spennandi hugmyndum um sam-
starf, sem felur í sér fullt sjálfstæði
hverrar stofnunar en samstarf um
húsnæði,“ segir Nína Magnúsdóttir,
formaður stjórnar Nýlistasafnsins,
þegar hún er spurð um aðkomu
safnsins að þeim hugmyndum sem
greint hefur verið frá, um einskonar
listamiðstöð í húsunum við Sætún 8.
Stofnun Francescu von Habsburg,
Thyssen-Bornemisza Art Contem-
porary, og dánarbú Dieters Roth
koma einnig að málinu. „Ann-
arsvegar eru þessar þrjár myndlist-
areiningar, sem þurfa rými undir
verk og sýningar, og síðan hús þar
sem í sambýli eru nýsköpun, þekk-
ingariðnaður og listamenn,“ segir
Nína. „Við í Nýlistasafninu erum full
bjartsýni og til í að skoða alla mögu-
leika sem koma myndlistinni hér vel,
og gera framtíð hennar bjartari.“
Ekkert í hendi
Nína ítrekar að verkefnið sé enn á
hugmyndastigi. „Við höfum verið að
velta á möguleikum á milli okkar og
erum að forma hvernig við myndum
vilja sjá þetta þróast.
Við í Nýlistasafninu, og aðrir sem
koma að þessu, sjáum möguleika á
að þarna opnist fyrir umferð mynd-
listar sem hefur varla verið hérna
áður. Tenging okkar við Björn Roth
og dánarbú Dieters væri til að
mynda mjög lífræn, þar sem Dieter
gaf Nýlistasafninu mikið af verkum
og þau mynda stærsta hlutann af
okkar safneign. Það væri stórkost-
legt að sjá verk Dieters Roth í fastri
sýningu á Íslandi.
Stofnun Francescu von Habsburg
myndi síðan sýna hér verk eftir
kunna samtímalistamenn, og Ný-
listasafnið myndi halda áfram að
vera það sem það hefur alltaf verið.“
Þegar Nína er spurð hvort rætt
hafi verið um að Nýlistasafnið hefði
ákveðið rými fyrir sýningar og einn-
ig fyrir verk úr safneign sinni, segir
hún að safneign Nýlistasafnsins
kynni að fara þarna í samræðu við
hin söfnin. „Vitaskuld færi það eftir
rýmum – það er ekkert í hendi, þetta
eru hugmyndir um eitthvað sem
gæti gerst, og það er fullur vilji hjá
öllum aðilum til að sjá það gerast.
Þarna væri líka möguleiki fyrir
Nýlistasafnið að halda áfram að
vinna í og sýna safneignina, jafn-
framt því að vera með sýningar þar
sem það vill vera hverju sinni.“
Síðasta árið hefur Nýlistasafnið
verið lagt undir viðamikið verkefni,
þar sem m.a. hefur verið farið yfir
safneignina og hún skráð. Hefur
skýrst hvað verkin eru mörg?
„Við erum búin að komast að því
að þau eru að minnsta kosti 1200,
þótt þau gætu verið fleiri. Safn-
eignin hefur stækkað stórkostlega í
þessari vinnu, því talið var að verkin
væru tæplega 800,“ segir Nína.
Skoða alla möguleika
Formaður stjórnar Nýlistasafnsins segir hugmyndir um nýja listamiðstöð
spennandi Byggja á fullu sjálfstæði stofnananna en samstarf um húsnæði
Morgunblaðið/RAX
Listamiðstöð? Húsin á lóðinni Sætúni 8 eru hátt í 8.000 fermetrar. Margir hafa rætt við eigendurna, Landsfestar,
um notkun á þeim, en fulltrúi þeirra segir viðræðurnar um hugmyndir Francescu von Habsburg komnar lengst.
Á UPPBOÐUM hjá uppboðshúsinu
Philips & Pury á fimmtudagskvöld
og aftur í gærdag voru meðal annars
boðin upp á þriðja tug samtímaverka
úr eigu stofnunar Francescu von
Habsburg, Thyssen-Bornemisza Art
Contemporary. Andvirði verkanna
hyggst von Habsburg nota til að
styðja við íslenska listsköpun og
menningu, m.a. í nýrri liststofnun
sem hún hefur hug á að koma á fót í
samstarfi við dánarbú Dieters Roth,
með þátttöku Nýlistasafnsins. Einnig
hefur hún pantað verk eftir sjö ís-
lenska listamenn, sem þeir vinna á
næstu sex mánuðum, undir heitinu
„The Situation“.
Endanleg niðurstaða úr uppboð-
unum lá ekki fyrir seint í gær, en ljóst
er að gott verð fékkst fyrir verkin.
Til að mynda seldist verk eftir
bandaríska listamanninn Robert
Longo fyrir 102.000 pund, um 16,5
milljónir króna, sem er talsvert yfir
matsvirði. Verk eftir Jenny Holzer,
metið á 25-35.000 pund, seldist á
96.000 pund, sem telst afar gott verð,
og verk eftir Ugo Rondinone seldist á
38.500 pund, sem var einnig nokkuð
yfir matsverði.
Uppboð gekk vel
Aldan Stór teikning
Roberts Longos var
seld fyrir102.000 pund.
Myndir von Habsburg yfir matsverði
EITT af elstu óperuhúsum í Banda-
ríkjunum, Connecticut-óperan hefur
látið undan oki kreppunnar og verð-
ur lokað eftir 67 ára samfelldan
rekstur. Öllum starfsmönnum óper-
unnar, sem hefur aðsetur í Hartford,
hefur verið sagt upp störfum og
hætt hefur verið við tvær upp-
færslur sem áttu að vera á dagskrá í
vor. Þá verður ekki hægt að endur-
greiða þeim 2.000 manns sem búnir
voru að kaupa miða á sýningarnar.
Gjaldþrota
óperuhús
En svo verður svona
ný tegund af við-
tölum, sem eiga kannski eftir
að koma svolítið á óvart.44
»
Jónas Þorvaldsson er fram-
kvæmdastjóri Landsfesta, félags
sem er í eigu Nýja Kaupþings og
fer með fasteignir í eigu bankans.
Þar á meðal eru húseignirnar á
lóðinni Sætúni 8.
„Við höfum verið í viðræðum við
þessa aðila, ásamt fleirum, á und-
anförnum vikum,“ segir Jónas.
„Við höfum vissulega áhuga á að
koma þessum tæplega 8.000 fer-
metrum í nýtingu.“
Jónas segir skrifstofuhúsnæðið,
þar sem verslun Heimilistækja var,
vera rúma 4.000 fermetra, vöru-
geymsla er um 1.500 og kaffi-
brennsluhúsið er hátt í 2.000.
„Það hefur verið mikil ásókn í
þessar eignir. Við höfum því talað
við ýmsa, en hvað mest þá sem
tengjast hugmyndum Francescu
von Habsburg. Þetta er á við-
ræðustigi og hefur verið hnikað
áfram í nokkrar vikur. Við höfum
áhuga á að þetta geti gengið upp,
en það er á þeirra höndum að leita
eftir stuðningi sem verkefnið þarf
á að halda, til að þetta sé vænlegt
fyrir húseigandann.“
Hlutverk Landsfesta er að skapa
verðmæti úr eignum félagsins og
Jónas segir það ekki vera á þeirra
hendi að veita brautargengi hug-
myndum sem byggjast á samstarfi
liststofnana við hið opinbera.
„Við höfum sett á þetta eðlileg-
an leiguverðsmiða. Húsnæðið hef-
ur verið tómt lengi, er í nokkuð
döpru ástandi og verðið tekur mið
af því. Samt er þetta talsverð upp-
hæð, enda eignin stór.“
Fastlega má búast við því að
kostnaður á borð við fast-
eignagjöld, tryggingar, rafmagn og
hita af svo stórum fasteignum sé
vel á þriðja tug milljóna á ári.
„Höfum áhuga á að þetta geti gengið upp“