Morgunblaðið - 14.02.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.02.2009, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA eru æðisleg verk og enginn eins og Beethoven. En hann er líka erfiðastur, hann og Mozart,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir sem leiðir hóp tónlistarfólks sem spilar hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða þrjú verk, Strengjakvartett í f- moll op. 95 eftir Beethoven, Strengja- kvartett í e-moll op. 44 nr. 2 eftir Mendelssohn og Strengjakvintett í Es-dúr K 614 eftir Mozart. „Við ætlum að enda á Mendelssohn en það er stutt síðan hann átti 200 ára afmæli. Hann er ekkert of mikið spil- aður en í kvartettinum hans fá öll hljóðfærin að syngja og það er mikil gleði í honum.“ Sigrún segir að febrúarmánuður fari gjarnan mikið í það að spila nú- tímatónlist, enda stendur þá hátíð samtímatónlistarinnar, Myrkir mús- íkdagar. „Það er alltaf mjög spennandi að spila á Myrkum músíkdögum. En auðvitað er nútímatónlist misjöfn, eins og allt annað, og gott að geta fengið hvíld í því að spila gömlu meistarana. Maður gengur alltaf að þeim vísum.“ Mozart í miklu stuði En hvað er erfitt við Beethoven og Mozart? Tónlist Mozarts hljómar bæði einföld og tær. „Þessi víólukvintett er ekki mikið spilaður, en Mozart var í þvílíku stuði þegar hann samdi hann og mikið að leika sér. En það er allt svo nakið í honum. Það heyrist allt og maður kemst ekki upp með neitt og það er það erfiðasta. Maður þarf að láta allt hljóma létt og leikandi. Beethoven gamli var erfið mann- eskja. Um það er engum blöðum að fletta þegar maður fer að lesa um hann. Hans daglega líf var erfitt en innst inni bjó mikill mannkærleikur. Þetta skín í gegn í tónlistinni hans. Við Bryndís Halla [Gylfadóttir] tölum oft um það í tengslum við kvartettana hans Beethovens hvað það er erfitt að spila þá. Hann heldur stöðugt í hnakkadrambið á manni allan tím- ann. Gleðin er ekkert að þvælast fyrir honum, nema einstaka sinnum þegar gleðin og fegurðin skína í gegn. Í þessum kvartetti er það ekki fyrr en í blálokin að hann leyfir sér smáglettni og grín. Þetta er mjög alvarlegur kvartett.“ Kunna vel hvert á annað Þau sem spila með Sigrúnu eru Zbigniev Dubik fiðluleikari, víóluleik- ararnir Þórunn Ósk Marinósdóttir og Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Þessi hópur hefur margoft spilað saman og oftast í Kammermúsíkklúbbnum. „Við kunn- um núorðið rosalega vel hvert á ann- að og komið mikið öryggi í okkur. Það er gaman að fylgjast með fólki í lífinu, þegar árin færast yfir og sjá hvernig við höndlum bæði lífið og tónlistina. Við erum rosalega góðir vinir og kær- leikur og hlýja á milli okkar. Verst að við skulum þurfa að æfa á æfingum en ekki tala,“ segir Sigrún og hlær. „Svo má ekki gleyma því hvað það er dýrmætt að hafa Kammermús- íkklúbbinn og mennina þar sem hafa haldið starfseminni úti í öll þessi ár. Ég held stundum að ef Kammermús- íkklúbburinn hefði ekki haldið úti sinni starfsemi hefði ég aldrei farið að spila kvartetta svona reglulega eins og ég geri. Ég verð líka að segja að áheyrendur í Kammermús- íkklúbbnum eru frábærir. Það má heyra saumnál detta, því þeir hlusta svo djúpt og innilega. Það skiptir miklu máli. Þetta er alvöru áhugafólk sem hefur mætt á tónleikana ár eftir ár og það er félagsskapur í því fyrir klúbbfélagana að hittast á tónleik- unum og spjalla saman í hléinu. Það er mjög sjarmerandi.“ Beethoven heldur í hnakkadrambið á manni  Tveir strengjakvartettar og strengjakvintett á dagskrá Kammermúsíkklúbbsins annað kvöld  Leika víólukvintett saminn af Mozart þegar hann var í miklu stuði Morgunblaðið/Golli Vinir Bryndís Halla, Helga, Sigrún, Þórunn Ósk og Zbigniew hafa spilað saman í meir en áratug en þau spila líka saman í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigrún segir mikinn kærleik og hlýju vera á milli þeirra. GESTHÚS DÚNA SUÐURHLÍÐ 35 TIL SÖLU EÐA LEIGU Stærð: 1084, fm Fjöldi herbergja: 30 Byggingarár: 1989 Brunabótamat: 164.550.000 Bílskúr: Nei Verð: RE/MAX Senter kynnir í einkasölu: GESTHÚS DÚNA - TIL SÖLU EÐA LEIGU Um er að ræða vel búið og vinsælt gistiheimili við Suðurhlíð 35 í Reykjavík sem eru fasteign, lausafé eins og innanstokksmunir, húsgögn, sjónvörp, tölvubúnaður og bókunarkerfi, viðskiptasamningar, og allt það sem tilheyrir rekstrinum, einnig nafnið Gesthús Dúna ehf. ef vill. Fasteignin er fastanúmer 203-3064 - 147,6 fm., 230-2114 - 306,4 fm., 230-2115 - 306,4 fm., 230-2116 - 306,4 fm., alls 1.474,8 fm. ásamt tilheyrandi hlutdeild í lóðarréttindum á stórri 6.738,0 fm. lóð. Gistiheimilið er á fjórum hæðum með bæði kojuherbergi og einstaklings og tveggja manna herbergi, setustofur, matsal, eldhús, sturtur, snyrtiherbergi, svalir, verönd, fallegt útsýni, húsvarðaríbúð, ofl. Með ferðaþjónustu á uppleið er hér á ferðinni gott tækifæri fyrir sjálfstæðan atvinnurekstur. Skoðum eignaskipti. Allar nánari upplýsingar gefur Bjarni í síma 821-0654 eða í bjarni@remax.is Senter Kristján Ólafsson Lögg. fast. hdl. Bjarni Hákonarson Sölufulltrúi kol@remax.is bjarni@remax.is TILBOÐ RE/MAX Senter - Skútuvogur 11a - 104 Reykjavík - Sími: 4144700 - www.remax.is 414 4700 821 0654 ERFITT er að staðsetja nýjan píanókonsert eftir Daníel Bjarna- son. Konsertinn var frumfluttur á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið, og bar sterk- an keim af rómantík. Margt í verkinu var misfjarlægt bergmál konserta eftir Rakmaninoff – og Chopin var heldur ekki langt undan. Formlega séð var síðasti kaflinn sá frumlegasti; eftir dramatísk tilþrif hinna kaflanna bjóst maður við enn meira til- finningaflæði. Einhverju sem myndi enda á glæsilegum há- punkti eins og þriðji píanókons- ert Rakmaninoffs. En þá helltist vélrænn tryllingur yfir, þrá- hyggjukenndur ofsi sem – í klassískum skilningi – komst aldrei upp úr sporunum. Sennilega mátti lesa myrk skila- boð út úr þessu formi verksins. Og tónlist sem endaði svona „illa“ var óneitanlega fráhrindandi. Eða hvað? Eiginlega bjó hún yfir kyn- legum sjarma, e.t.v. vegna þess að tónmálið var bæði afstrakt en líka lagrænt, hljómarnir kunnuglegir en samt framandi. Þessi tvískinn- ungur gerði verkið undarlega heillandi. Hvort sem manni líkaði við konsertinn eða ekki verður vart annað sagt en að hann sé listilega samansettur. Píanórullan virtist ágætlega skrifuð; möguleikar hljóðfærisins voru nýttir vel, bæði í snörpum átökum og innhverfum, hugleiðslukenndum næturstemn- ingum. Hljómsveitarröddin var líka sannfærandi, hún náði ávallt að hampa einleiknum, ramma hann inn og ljá honum vængi. Samleikur einleikara og hljóm- sveitar var auk þess fullur af lit- um og áhugaverðri áferð. Ekki spillti að einleikur Víkings Heiðars Ólafssonar var firnagóð- ur. Hljómurinn í píanóinu var fag- urlega mótaður; hraðar tónahend- ingar voru nákvæmlega spilaðar og öruggar. Sömu sögu er að segja um frammistöðu hins einleikarans á tónleikunum, Einars Jóhann- essonar klarinettuleikara. Hann lék einleik í splunkunýjum konsert eftir Jón Ásgeirsson og gerði það með heillandi tilþrifum. Klarinett- an hljómaði eins og rödd engils, sem hæfði ljúfri tónlistinni full- komlega. Ólíkt verki Daníels var ekki erf- itt að staðfæra konsert Jóns. Hér var notaleg rómantík umvafin lau- fléttri nýklassík, kannski ekki svo langt frá tónlist Hindemiths. Konsertinn var heilsteyptur og samræmið á milli einleiks og hljómsveitar þaulhugsað. Sérstaklega fallegt var hvernig aðrar klarinettur runnu saman við einleiksklarinettuna og mynduðu samhljóma, en margt annað mætti líka telja, sem hér er því miður ekki pláss fyrir. Í stuttu máli er konsertinn eitt af bestu verkum Jóns. Tvær aðrar tónsmíðar voru leiknar á tónleikunum. Önnur var eftir Hauk Tómasson og bar nafn- ið Dialogo. Hún lofaði góðu í byrj- un en varð fljótlega að ofhlöðnu, endurtekningarsömu japli. Meira var varið í Rímu Þorkels Sig- urbjörnssonar, óvanalega fallegan skáldskap sem Sinfónían kom full- komlega til skila. Daníel Bjarnason stjórnaði hljómsveitinni og óhætt er að full- yrða að hann hafi gert það af gríð- arlegri fagmennsku. Gaman væri að sjá hann stjórna hljómsveitinni aftur! Rómantík, og þó Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbbm Daníel Bjarnason: Píanókonsert, Haukur Tómasson: Dialogo, Jón Ásgeirsson: Klarinettukonsert, Þorkell Sigurbjörns- son: Ríma. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Ein- leikarar: Einar Jóhannesson, klarinett og Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó. Fimmtudagur 12. febrúar. JÓNAS SEN TÓNLIST Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvaliHÓPUR myndlistarmanna setur upp sýningu í auðu verslunarrrými að Laugavegi 40 á milli kl. 13 og 18 í dag. Sýningin, sem kallast Flökkukindur, er hluti af stærra verkefni þar sem eins dags sýningar eru settar upp í rými sem stendur tímabundið autt. Verkefninu er ætlað að fylla upp í holur sem hafa myndast í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnið á að skapa ákveðið fyrirvaralaust tilraunakennt andrúmsloft meðal myndlistarmanna, þar sem algjör óvissa er um það hvaða rými er nýtt hverju sinni og hverjir munu taka þátt. Boðið verður upp á heitt kaffi og meðlæti á meðan sýningunni stendur. Flökkukindur á Laugaveginum Kind Ekki á flakki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.