Morgunblaðið - 14.02.2009, Síða 44

Morgunblaðið - 14.02.2009, Síða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Fólk FYRSTA plata BRAK, nýstofnaðs undirmerkis spútn- ikútgáfunnar Kimi Records, kom út í fyrradag. Sam- kvæmt Baldvini Einarssyni, framkvæmdastjóra Kima, er útgáfunni ætlað að moka út sem mestu af tónlist með eins litlum tilkostnaði og hægt er. T.a.m. verða umslög útgáfunnar stöðluð. Plöturnar verða gefnar út í takmörkuðu upplagi, númeraðar og framleiddar á Íslandi og auk þess ódýrar í innkaupum. Allt er galopið hvað stíla og stefnur varðar, og líka um úrvinnslu, og geta plöturnar verið frá tveimur mínútum upp í tvö hundruð. Plötur munu koma út reglubundið út árið en þeim verður svo safnað sam- an í sérstaka öskju sem kemur út í nóvember. Fyrsta platan er með listamanninum Carpet Show og kallast Music From Soul. Á bakvið verkefnið stendur hinn sautján ára gamli Brynjar Helgason. Brynjar hefur unnið tónlist undir þessum formerkjum í nokkur ár og hefur hún tekið á sig ýmsar myndir, allt frá drungalegu rokki og róli yfir í viðkvæmnislegar kassagítarlegnar sellóstemmur. Í þetta sinni er tónlistin hins vegar lágstemmd, ný- bylgjuskotin þjóðlagatónlist í anda Daniels Johnstons og The Microphones. Brynjar tók plötuna upp sjálfur og sá einnig um hljóðblöndun. Platan verður til sölu í völdum plötubúðum en einnig er hægt að nálgast hana á grapewire.net. Aðrir listamenn í startholum BRAK eru Létt á bárunni og Skelkur í bringu.| www.kimirecords.- net Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is  Nýjasta plata U2, No Line On The Horizon, kemur út í byrjun mars ef guð lofar en platan hefur verið í smíðum í rúm fjögur ár, sem mun vera met í sögu sveitarinnar. Bandaríski upptökustjórinn Rick Rubin – sem blés eftirminnilega í glæður Johnnys Cash og Neils Dia- monds – var fenginn til að stýra upptökum á plötunni en svo virðist sem sú samvinna hafi ekki gengið upp því U2 leitaði aftur í smiðjur gamalla vina, þeirra Brians Enos, Daniels Lanois og Steves Lillywhi- tes. Blaðamaður írska dagblaðsins The Independent fékk forskot á sæluna á dögunum og birti dóm sinn í blaðinu í gær. Segir hann sveitina hafa endurnýjað sig og það sé ekki vafi í hans huga að platan eigi eftir að slá í gegn. Sérstaka athygli vekur að gagn- rýnandinn, John Meagher, segir að upphaf lagsins „White As Snow“ minni á tónlist Sigur Rósar. U2 undir áhrifum frá Sigur Rós?  Nú þeg- ar líða fer að próf- kjörum stjórn- málaflokk- anna fara vænt- anlegir frambjóð- endur að verða meira áberandi í fjölmiðlum en áður. Segja má að ákveðið fjöl- miðlastríð sé að hefjast, þar sem frambjóðendurnir keppast um hvern dálksentimetra í dag- blöðum, og hverja sekúndu í út- varpi og sjónvarpi. Þannig er lík- legt að slíkir frambjóðendur verði áberandi í hinum ýmsu „yf- irheyrslum“ í dagblöðunum á næstunni, verði duglegir að bjóða sig fram sem álitsgjafa o.s.frv. Þá beita sumir frambjóðendur öðrum ráðum til þess að vekja á sér at- hygli, til dæmis með því að stofna bloggsíðu á áberandi stað eins og Bryndís Gunnlaugsdóttir sem byrjaði að blogga á Eyjunni í gær, en hún sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi. Bryndís hefur verið fremur lítt áberandi í fjölmiðlum, en spurning hvort blogg á Eyjunni breyti því. Fjölmiðlastríð í aðdraganda prófkjara Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA á að vera fjölbreytt, bæði alvöru umræða en líka skemmtun,“ segir Sölvi Tryggvason um nýjan sjónvarpsþátt sinn, Spjallið með Sölva, sem hefur göngu sína á Skjá einum á laugardaginn eftir viku. „Hugmyndin er sú að spyrja spurninganna sem fólkið heima í stofu myndi spyrja. Þetta er bara spurning um að hafa djörfung til að spyrja að öllu, algjörlega umbúða- laust. Mig langar að vera heið- arlegur við viðmælendur, og ég gef þeim tækifæri til að svara. Þetta er sem sagt ekkert mjög ágengt, en ég mun spyrja óþægilegra spurninga, og vonandi spurninga sem menn hafa ekki mikið spurt áður,“ segir Sölvi sem ætlar í sumum tilfellum að hafa einn viðmælanda í viðtali, en stundum fleiri í einu. Á meðal viðmælenda Sölva á næstu vikum verða líklega Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðni Ágústsson, Jóhannes eftirherma, Logi Geirs- son, Katrín Jakobsdóttir, Lára Óm- arsdóttir og Ómar Ragnarsson. „En svo verður svona ný tegund af viðtölum, sem eiga kannski eftir að koma svolítið á óvart,“ segir Sölvi sem ætlar að bregða á leik með Þor- leifi Arnarssyni leikara sem mun bregða sér í hlutverk hinna ýmsu manna sem Sölvi mun svo taka „há- alvarleg“ viðtöl við. Hver þáttur er um klukkutími og verður á laugardagskvöldum kl. 20. Hann mun því skarast við Spaug- stofuna. „En hún er nú búin fimm mínútur yfir átta, þannig að þetta sleppur alveg,“ segir Sölvi og hlær. Spyr spurninganna sem fólkið heima í stofu vill spyrja Morgunblaðið/Golli Spyrill Sölvi mætir með nýþvegnar og straujaðar skyrtur í vinnuna. Spjallið með Sölva hefur göngu sína á Skjá einum eftir viku Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að gera alveg nýtt Faust, verkið verður bara byggt á þjóðsögunni um manninn sem selur djöflinum sálu sína. Þetta stefnir í að verða nokkurs konar rokk-ópera, þó svo að þetta eigi eftir að fara í gegn- um margar síur fram að frumsýn- ingu. Enda vinnst þetta ekki af fullri alvöru fyrr en ég mæti þessu með leikurunum,“ segir Gísli Örn Garð- arsson, leikstjóri og leikari sem vinn- ur nú hörðum höndum að leikgerð- inni. „Þetta er nú bara klassískt viðfangsefni og Goethe eða Marlowe eiga það ekkert frekar en einhver annar,“ segir Gísli, en stefnt er að frumsýningu verksins hér á landi í haust. Leikgerðina vinnur Gísli ásamt hinum heimsþekkta ástralska tónlistarmanni Nick Cave, sem hefur áður unnið með Gísla og Vesturporti, að tónlistinni fyrir Hamskiptin og Woyzeck. Cave semur einnig lög ásamt Warren Ellis og texta fyrir Faust og mun hann fara ásamt hljóm- sveit sinni The Bad Seeds í hljóðver í sumar til að taka upp tónlistina úr verkinu, auk tónlistarinnar úr Ham- skiptunum og Woyzeck. Í kjölfarið verður tónlistin svo öll gefin út í ein- um pakka. „Ég veit reyndar ekki alveg hve- nær þeir ætla að gefa pakkann út, vonandi í kringum frumsýningu hjá okkur,“ segir Gísli, en Cave mun syngja öll lögin sjálfur, og líkur eru á því að hann muni fá góða gesti til að syngja með sér í einhverjum þeirra. Nóg að gera Aðspurður segir Gísli útgáfuna vissulega geta vakið enn frekari at- hygli á Vesturporti um allan heim, enda Nick Cave risi í bransanum. „Já, það má alveg búast við því, annars er manni nú fyrst og fremst heiður að þessu samstarfi. Þetta er ekkert lítið gefandi, svo maður taki vægt til orða,“ segir hann. Meðframleiðendur Vesturports eru Deutsches Teater Berlin, Hamburg Schauspieler Hause og The Young Vic Theatre í London, en þar naut Rómeó og Júlía í uppfærslu Vesturports einmitt töluverðra vinsælda fyrir nokkrum misserum. Nýver- ið veitti leiklistarráð Vesturporti átta milljóna króna styrk vegna verksins, og segir Gísli slíkan styrk skipta hóp- inn miklu máli. Það sé mikilvægt gagnvart erlendu leikhúsunum að geta sýnt fram á stuðning heimanfrá. Gísli mun sjálfur leikstýra verkinu, en ekkert hefur enn verið ákveðið með aðalhlutverkin. Í kjölfar frum- sýningar verksins hér á landi er svo stefnt að því að sýna það a.m.k í Berlín, Hamburg og London. Það er annars að frétta af Gísla að hann er í Bretlandi um þessar mundir þar sem hann hefur verið á miklu ferðalagi með leikverkið Don John sem hann leikur titilhlutverkið í. Þegar blaða- maður náði tali af Gísla var hann staddur í hafnarborginni Plymouth. „Við erum búin að vera á löngu ferða- lagi með þetta og setja tugi sýninga upp. Maður er orðinn hálf-heilaþveg- inn af þessu en þetta hefur allt gengið mjög vel og viðtökur verið góðar,“ segir Gísli, en eiginkona hans, Nína Dögg Filippusdóttir, leikur einnig í verkinu. Í maí verður verkið sett upp í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, og munu þau fara með verkinu þang- að, en áður en að því kemur fer Gísli þó til Hong Kong þar sem Ham- skiptin verða sýnd í fjórgang, og svo til Ástralíu. „Og svo má náttúrlega ekki gleyma Dubbeldusch, sem er í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir,“ seg- ir Gísli að lokum. Vesturport á hátindinum Eins og fram hefur komið fer Gísli með eitt af aðalhlutverk- unum í bandarísku stórmynd- inni Prince of Persia: The Sands of Time, en þar leikur hann á móti stjörnum á borð við Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley. „Þeir voru að stefna að því að frumsýna hana í sumar, en það náðist ekki. Þannig að þeir stefna að því að þetta verði aðals- umarmyndin 2010,“ segir Gísli sem hefur farið í nokkr- ar prufur vegna kvikmynda í kjölfarið, þótt ekki sé búið að ráða hann í neina mynd enn sem komið er. „En það var gaman að prófa þetta, maður komst allavega einu sinni til Hollywood,“ segir hann. Sumarmyndin 2010  Nick Cave & The Bad Seeds gefa út tónlistina úr þremur sýningum Vestur- ports  Nick Cave og Gísli Örn Garðarsson vinna að leikgerð byggðri á Faust Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vesturportsvinur Tónlistarmaðurinn Nick Cave vinnur að Faust með Vest- urporti og gefur út tónlistina sem hann hefur unnið fyrir leikhópinn. Upptekinn Gísli Örn hefur í nógu að snúast. Ferskt Brynjar Helgason er ekki nema sautján vetra en á nú að baki eitt stykki breiðskífu. BRAK ríður á vaðið með 17 ára tónlistarmanni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.