Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 4

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Hlustaði á heimamenn  Heilbrigðisráðherra ákveður að heilbrigðisstofnanir á Patreksfirði og Ísafirði verði ekki sameinaðar  Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur til starfa 1. júlí Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðisráðherra til- kynnti í gær að ekkert yrði af áformum um samein- ingu Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða á Ísafirði og Heilbrigðisstofnunar Patreks- fjarðar. Ögmundur tók ákvörð- unina eftir að hafa rætt við sveitarstjórnarmenn á norðan- verðum Vestfjörðum og fram- kvæmdastjórn Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða. „Hvorki á Patreksfirði né Ísafirði komu menn auga á hag- ræðið af slíkri stofnanalegri sameiningu,“ sagði Ögmundur í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann heimsótti heilbrigðis- stofnanir fyrir vestan og ræddi við starfsmenn þeirra og sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Ögmund- ur sagði að sér hefði þótt sjónarmið og röksemdir forsvarsmanna heilbrigðistofnana og sveitarstjórna hafa verið sannfærandi. Svo virtist sem útreikn- ingar um mögulegan sparnað af fyrirhugaðri sam- einingu hefðu ekki hvílt á traustum forsendum. „Menn töldu hins vegar að það væri vænlegra að vinna að því markmiði að ná fram hagræðingu án þess að sameina stofnanir. Þar sem þetta er vilji heimamanna og niðurstaða sem þeir komast að að yfirveguðu ráði þá ákvað ég að þessi sameining yrði slegin út af borðinu.“ Auk Vestfjarða heimsótti Ögmundur einnig Vesturland í ferð sinni. Hann átti þar m.a. fundi með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana og sveit- arstjórna og kom einnig við á Hólmavík. Ögmundur sagði að á þessum stöðum væri vilji fyrir því að heil- brigðisstofnanir á Akranesi, í Borgarnesi, á Snæ- fellsnesi, í Búðardal og á Hólmavík verði samein- aðar í Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem taki til starfa 1. júlí nk. „Þetta er byggt á almennum vilja á öllum þessum stöðum,“ sagði Ögmundur. „Markmiðin standa um að fara að fjárlögum og að ná fram hagræðingu, en við erum ekki búin að binda okkur inn í tiltekið form til að ná þessum markmiðum. Við hlustum á sjónarmið heima- manna,“ sagði Ögmundur. Í HNOTSKURN »Fyrrverandi heilbrigðisráðherra kynntihugmyndir um skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu 7. janúar 2009. »Lagt var m.a. til að heilbrigðisstofnanirá Patreksfirði og Ísafirði yrðu samein- aðar. Í þeim fólst m.a. mikil sameining heil- brigðisstofnana og heilsugæslustöðva og miklar skipulagsbreytingar í rekstri. Ögmundur Jónasson RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun frumvarp dóms- málaráðherra um breytingar á lögum um embætti sérstaks saksóknara. Heimildir hans til að kalla eftir upp- lýsingum og gögnum verða auknar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að með þessum breytingum séu settar skýrar línur gagnvart þeim stofnunum sem emb- ættið þarf að eiga samskipti við. „Við höfum átt í góðu samstarfi við flesta aðila, en ef það koma upp vafaatriði eru þau til þess fallin að tefja starf embættisins og satt best að segja hef ég ekki of langan tíma á hendi,“ segir Ólafur sem vill þó ekki tiltaka neinar stofnanir. Hann segir ljóst að heimildir embættisins verði að vera sterkar enda á það að taka á alvarlegustu málunum. „Það eru miklar væntingar til embættisins og ef við þurfum að bíða eftir gögnum í lengri tíma erum við ekki að fara yfir á þeim hraða sem ætlast er til.“ andri@mbl.is Vafaatriði til þess fallin að tefja starf embættisins Auknar heimildir sérstaks saksóknara til að afla gagna Ólafur Þór Hauksson SENN líður að því að bankastjórar, ráðherrar og aðrir þeir sem aðild áttu að atburðum sem leiddu til falls bankanna í októ- ber í fyrra verði kallaðir til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Þetta staðfesti Páll Hreinsson, formaður nefnd- arinnar, í samtali við mbl.is í gær. Með honum í nefndinni er Tryggvi Gunnarsson, hrl. og umboðsmaður Alþingis, og Sigríður Benediktsdótt- ir, hagfræðingur við Yale-háskóla. „Ég reikna með því að mögulegt verði að kalla í skýrslutöku aðila sem við teljum vert að ræða við, þar á meðal bankastjóra, ráðherra og stjórnmálamenn, um miðjan næsta mánuð ef allt gengur að óskum,“ sagði Páll í samtali við mbl.is. Meginhlutverk nefndarinnar er að safna upplýsingum um staðreyndir sem við koma bankahruninu, draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og svara því hverjar hafi verið orsakir þess. Þá er nefnd- inni einnig ætlað að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd ein- stakra laga og reglna um fjármála- starfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. Páll segir nefndina meðal annars vera að skoða áhrif kerfislægra breytinga á íslenskt efnahagslíf. magnush@mbl.is Skýrslur af ráða- mönnum Páll Hreinsson BANDARÍSK stjórnvöld fordæmdu í gær ákvörðun íslenskra stjórn- valda um að auka umtalsvert veiði- kvóta á hvölum. Þau lýstu einnig yf- ir áhyggjum sínum af því, að stofnar langreyðar og hrefnu væru ekki nógu stórir til að standa undir slíkum veiðum. Bandaríska utanríkisráðuneytið kvaðst hvetja íslensk stjórnvöld til að afturkalla þessa ákvörðun og að einbeita sér að verndun hvalastofna til lengri tíma fremur en skamm- tíma hagsmunum hvalveiða. Ráðuneytið sagði og að ákvörð- unin kynni að grafa undan við- ræðum um framtíð Alþjóðahval- veiðiráðsins. Fordæma hvalveiðar ÍSLENSKU auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn 2008, voru afhent á Lúðrahátíð á Hilton Reykja- vík Nordica í gærkvöldi. Á myndinni sést Viggó Örn Jónsson, hjá Jóns- son og Le’macks, taka á móti verðlaunum fyrir auglýsingaherferð ársins úr hendi Gylfa Þórs Þorsteinssonar, auglýsingastjóra Morgunblaðs- ins. Verðlaunin voru veitt fyrir markaðs- herferðina „Glæpafaraldur“ sem unnin var fyrir Eymundsson og dómnefnd valdi. Almenningur valdi einnig auglýsingaherferð ársins 2008 í samvinnu við mbl.is Fyrir valinu varð herferð sem Fíton vann fyrir Vodafone. Veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum og kepptu fimm auglýsingar í hverjum flokki. Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn 2008, voru afhent í gærkvöldi Glæpafaraldur Eymundsson í efsta sæti Morgunblaðið/Árni Sæberg RÍKISSTJÓRNIN af- greiddi á fundi sínum í gærmorgun sex frum- vörp til laga. Þar á með- al frumvarp um breyt- ingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Verði lögin sam- þykkt á Alþingi eiga þau að torvelda fjármagns- flutninga í skattapara- dísir. Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, að laga- setningin væri löngu tímabær og í raun væri verið að færa löggjöfina til samræmis við löggjöf víðast hvar annars stað- ar. Steingrímur sagði einnig að ef slíkar reglur hefðu verið við lýði und- anfarin ár hefðu komið til miklar tekjur fyrir rík- issjóð. Frumvörpin verða send þingflokkum stjórnarflokkanna til af- greiðslu og þingflokki Framsóknarflokks til kynningar og í framhaldi lögð fyrir Alþingi. Löngu tímabær löggjöf Skattaparadísir MBL.IS | SJÓNVARP ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 45 01 1 02 .2 00 9 flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.