Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
;<= ;<= >
>
;<= ,=
>
>
? @ A B
>
>
C-
?=
>
>
;<= 58
;<= 7"
>
>
Þetta helst ...
● SÍÐASTLIÐNA 12 mánuði hefur fast-
eignaverð lækkað um tæplega 21% að
raunvirði. Raunverð fasteignaverðs hef-
ur einu sinni lækkað meira eða árið
1985 þegar raunverð lækkaði um 21%
samkvæmt greiningu IFS.
„Til þess að fasteignamarkaður nái
aftur jafnvægi er ljóst að veruleg lækk-
un þarf að verða á fasteignamarkaði,“
segir í riti IFS um fasteignamarkaðinn.
bjorgvin@mbl.is
Mesta lækkun frá 1985
● „Það er ekkert
búið að nálgast
okkur í þessu sam-
bandi,“ segir Hrafn
Magnússon fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka líf-
eyrissjóða.
Steingrímur J.
Sigfússon vill at-
huga hvort þeir
sem eigi eignir í útlöndum, eins og líf-
eyrissjóðir, séu tilbúnir að skipta á þeim
og íslenskum krónum í eigu erlendra
fjárfesta. bjorgvin@mbl.is
Órætt við lífeyrissjóði
Hrafn Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIN á Ís-
landi (FME) og í Bretlandi (FSA)
framkvæmdu athugun á því hvort
fjármagn hefði verið flutt með óeðli-
legum hætti frá Kaupþing Sin-
ger&Friedlander og heim til móð-
urbankans í vikunni áður en
hryðjuverkalögum var beitt gegn Ís-
landi, skv. heimildum Morgunblaðs-
ins.
Niðurstaða þeirrar athugunar var
að svo hefði ekki verið. Bresk yf-
irvöld grunuðu Kaupþing um slíka
fjármagnsflutninga en gátu ekki
sýnt fram á að þeir hefðu átt sér stað
umfram það sem leyfilegt var.
Vissi ekkert hvað hann gerði
Morgunblaðið sagði frá því í gær
að Alistair Darling, fjármálaráð-
herra Breta, hefði sagt á þingnefnd-
arfundi hinn 3. nóvember síðastliðinn
að bresk stjórnvöld hefðu beitt Ís-
lendinga hryðjuverkalögum vegna
samtals sem hann hefði átt við Árna
Mathiesen, þáverandi fjármálaráð-
herra, hinn 7. október.
Árni hafnar skýringum Darlings
algjörlega og segir þær vera eftir-
áskýringar. „Þetta er eftiráskýring
hjá honum sem er sett fram eftir að
samtalið kom í ljós. Þá fer hann að
reyna að finna setningar í því sem
hann getur hengt sig á. Ég held að í
meginatriðum séu tvær ástæður fyr-
ir því að þeir gerðu þetta. Bretarnir
töpuðu peningum þegar Lehman
Brothers bankinn féll, en þá voru
fluttir peningar á milli London og
New York, og þeir óttuðust að það
gæti gerst hjá okkur. Síðan held ég
að þetta hafi verið til heimabrúks til
að sýna að þeir styddu við innstæðu-
eigendur í Bretlandi. En þeir hafa
ekkert fyrir sér í því að við ætluðum
ekki að borga. Ég sagði það ekki og
bréfið sem við sendum þeim segir
annað. Ég held að hann sýni með
þessu að hann hafi ekkert vitað hvað
hann var að gera. Ég hafna því þessu
algjörlega sem einhverri efnislegri
skýringu.“
Fjármagn ekki flutt til baka
Darling sagði á sama þingnefnd-
arfundi frá áhyggjum breskra stjórn-
valda af því að það hefðu ekki verið
nægjanlega miklir peningar inni í
Kaupþingi í Bretlandi og að þarlend-
um stjórnvöldum hefði verið talin trú
um að frekara fjármagn yrði flutt til
baka til Bretlands. Það hefði hins
vegar aldrei gerst.
Seðlabanki Íslands, að höfðu sam-
ráði við Geir H. Haarde, þáverandi
forsætisráðherra, lánaði Kaupþingi
500 milljónir evra daginn áður en að
hryðjuverkalögunum var beitt gegn
Íslandi. Í athugasemd frá Seðlabank-
anum hinn 27. október segir að lánið
hafi verið til nokkurra daga „í þeim
tilgangi að aðstoða þann banka við að
mæta kröfum breska fjármálaeftir-
litsins og annarra þarlendra stjórn-
valda vegna stöðu dótturfyrirtækis
þess banka í Lundúnum.“
Hvorki náðist í Sigurð Einarsson,
fyrrum stjórnarformann Kaupþings,
né Ármann Þorvaldsson, fyrrum for-
stjóra Singer&Friedlander, í gær til
að spyrja hvort fjármunirnir hefðu í
raun verið færðir til Bretlands.
Eftirlitin skoðuðu flutninga
á fjármagni til Kaupþings
RAGNHILDUR Ágústsdóttir, frá-
farandi forstjóri Tals, hefur kært Jó-
hann Óla Guðmundsson til lögreglu
fyrir frelsissviptingu.
Þetta kom fram á fréttavef RÚV í
gær. Í samtali við Morgunblaðið
sagðist Ragnhildur ekki vilja tjá sig
um málið. Í gærkvöldi vildi lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu hvorki játa
því né neita að hún hefði kært.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var Ragnhildi um
stund meinuð útganga af fundi henn-
ar og Jóhanns Óla Guðmundssonar
og Stefáns Geirs Þórissonar, lög-
manns hans, í höfuðstöðvum Tals á
fimmtudaginn sl. þar sem kynna átti
fyrir henni uppsagnarbréf og úr-
skurð um ranga skráningu Tals í fyr-
irtækjaskrá.
Deilur í fyrirtækinu hófust hinn
30. desember er stjórn Tals vék Her-
manni Jónassyni úr starfi forstjóra.
thorbjorn@mbl.is
Dramatíkin
í Tali heldur
áfram
Lögreglan játar
hvorki né neitar
HULDA Dóra Styrmisdóttir hefur
verið valin af Steingrími J. Sigfús-
syni, fjármálaráðherra, til að
gegna stjórnarformennsku í Nýja
Kaupþingi. Stjórn bankans er að-
eins skipuð konum. Auk Huldu
eiga Auður Finnbogadóttir, Erna
Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og
Drífa Sigfúsdóttir sæti í stjórn-
inni.
Hulda Dóra er skrifstofustjóri á
Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Hún var framkvæmdastjóri hjá Ís-
landsbanka á árunum 2001 til
2004. Hún nam hagfræði í Banda-
ríkjunum og hefur MBA gráðu.
Kvennastjórn
í Kaupþingi
Hulda Dóra Styrm-
isdóttir formaður
LÍTIL viðskipti hafa verið á milli-
bankamarkaði með krónur. Nokkra
daga í þessari viku voru engin við-
skipti með krónur.
Þegar leitað er skýringa benda
flestir á það augljósa, að gjaldeyr-
ishöft takmarka fjármagnsflæði til
og frá landinu. Einnig að hluti
gjaldeyrisviðskipta sem eigi sér
stað fari fram utan markaðarins.
Og þeir sem eru með tekjur í er-
lendri mynt séu ekki endilega að
skipta gjaldeyrinum í krónur nema
þess sé þörf.
Markaðurinn með krónuna er
grunnur. Gengisvísitalan hefur ver-
ið að lækka og krónan að styrkjast.
Seðlabankinn hefur stuðlað að því
með sölu á gjaldeyri og kaupum á
krónum. bjorgvin@mbl.is
Lítil velta á krónumarkaði
!!" !#$%"&
*! !
% D *+ %
*! ! ""#
'"
# ()( !)(!*
9""
8""
7""
6""
""
5""
"
"
58
5"
"8
""
5#8
5#"
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
STJÓRNENDUR Baugs Group
gengu á fimmtudaginn sl. frá samn-
ingi um samstarf við dótturfélag
Baugs í Bretlandi, BG Holding, sem
nú er stýrt af Pricewaterhouse-
Coopers (PwC) að sögn Stefáns H.
Hilmarssonar, fjármálastjóra Baugs.
PwC hefur stýrt BG Holding frá því
að beiðni Landsbankans um greiðslu-
stöðvun BG Holding var samþykkt
fyrir breskum dómstólum.
Samningurinn felur í sér að Baugur
mun á næstu vikum afhenda PwC að-
gang að öllum bókhaldsgögnum og
vinna með PwC að rekstri eigna BG
Holding í Bretlandi. „Skilanefnd
Landsbankans hefur sagt að til greina
komi að halda eignum Baugs í allt að
fimm ár. Stóra spurningin er hvernig
uppgjöri Landsbankans við Baug
verður háttað,“ segir Stefán. Skila-
nefnd Landsbankans hefur því í
reynd framtíð félagsins í hendi sér.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri
Baugs Group, segir að félagið hafi átt
óformleg samskipti við starfsmenn
skilanefndar Landsbankans. Skila-
nefndin hefur hafnað því að draga til
baka greiðslustöðvun BG Holding, að
sögn Gunnars og vísar hann í ósk
smærri kröfuhafa Baugs í þá veru.
Hinn 4. mars næstkomandi verður
tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
beiðni Baugs um áframhaldandi
greiðslustöðvun í þrjá mánuði. Lík-
lega fær Baugur áframhaldandi
greiðslustöðvun að sögn þeirra lög-
fræðinga sem Morgunblaðið ræddi
við og eru ótengdir Baugi.
Binda ekki hendur dómara
Ef kröfuhafar Baugs mótmæla
greiðslustöðvuninni bindur það ekki
hendur dómara heldur er það eitt af
því sem dómari þarf að líta til við mat
á hvort félaginu verði veitt áframhald-
andi greiðslustöðvun. Aðallega þarf
hann að huga að því hvort hugmyndir
félagsins séu raunhæfar. Dómari get-
ur aldrei veitt frest lengur en í sex
mánuði frá því að upprunaleg heimild
til greiðslustöðvunar var veitt, sam-
kvæmt lögum um gjaldþrotaskipti.
Fundur með kröfuhöfum Baugs Group var á Hilton í gær
Með framtíð
Baugs í hendi sér
Morgunblaðið/Heiddi
Fundur Stefán Hilmarsson, fjár-
málstjóri Baugs á Hilton í gær.
● TEKJUR ríkissjóðs á árinu 2008
námu 445 milljörðum króna og útgjöld
644 milljörðum en 452 milljörðum ef
horft er framhjá greiðslu vegna veðlána
Seðlabanka Íslands.
Halli á reglulegum rekstri ríkissjóðs
nam því um sjö milljörðum króna á
árinu 2008 en 200 milljörðum króna ef
tekið er tillit til útgjalda vegna banka-
hrunsins samkvæmt hagvísum sem
Seðlabanki Íslands birti í gær.
gummi@mbl.is
200 milljarða útgjöld
vegna bankahruns
Erum kaupendur að hausuðum heilfrystum
fiski svo sem: ýsu og lýsu, blálöngu og ufsa.
Flúðafiskur ehf. Sími 486 6783 eða 896 6098
netfang: borgaras@simnet.is
Vesturröst | Laugaveg 178 | S: 551 6770 | www.vesturrost.is
TILBOÐ
Remington 700 SPS með 3-9x50 Bushnell sjónauka, leupold stálfestingum
og Harris tvífótur. Til í cal 243, 270 win, 300 win, 7mm rem mag.
Verð kr. 139.900.-