Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
manna hafi komið landinu á haus-
inn og allir vita hvaða menn er átt
við. Finnurðu fyrir þeirri kröfu að
þessir menn séu samstundis sóttir
til saka?
„Vissulega eru uppi háværar
raddir um að það eigi að fara
skemmri leiðir að þessum mönnum
en öðrum. Reglan er þessi: Menn
skoða gögnin, vega þau og meta og
taka ákvörðun samkvæmt þeim. Við
búum við jafnræði og við eigum ekki
að taka mál og láta menn fá ólíka
meðferð eftir því hver á í hlut, hvort
sem er til bóta fyrir viðkomandi eða
til hins verra. Það eiga allir að fá
sömu meðferð.
Það virðist vera orðið mikið mál
að þessir menn, sem þú vísar til, séu
sóttir og þeir járnaðir burtséð frá
því hvort þess þurfi út frá öryggis-
sjónarmiðum. Í þessari hugsun felst
einhvers konar gapastokkshugmynd
um það að menn sæti opinberri auð-
mýkingu á almannafæri. Það hefur
ekki verið tíðkað hér um mörg
hundruð ára skeið og ég tel enga
ástæðu til að því verði breytt núna.“
Hvað ef engin ákæra kemur
fram, fjölmargir myndu halda því
fram að þið hefðuð brugðist hlut-
verki ykkar?
„Menn verða að standast álag. Og
að sama skapi verða menn að vanda
sig í vinnunni og taka rökstuddar
ákvarðanir sem eru vel und-
irbyggðar. Ef menn kasta ekki til
höndunum þá standast ákvarðanir
þessa embættis skoðun og þær eiga
að gera það. Það er reyndar örygg-
isventill í þessum pakka. Ef sér-
stakur saksóknari ákveður að hætta
rannsókn máls eða fella það niður án
þess að gefa út ákæru, þá er hægt
að kæra þá ákvörðun til rík-
issaksóknara sem getur ákveðið að
málið verði tekið upp aftur, rann-
sakað og gefin út ákæra. Þannig að
ég á yfir höfði mér endurskoðun rík-
issaksóknara á þeim ákvörðunum
sem ég tek. Þetta er þýðingarmikill
öryggisventill sem tryggir að mál fá
vandaða yfirferð og skoðun.“
Er ekki erfitt fyrir þig að starfa
og vita af þrýstingi um að ein-
hverjir verði dæmdir?
„Það fylgir þessu starfi að verða
fyrir þrýstingi. Skemmst er þess að
minnast að mikill atgangur fylgdi
tilteknu Kastljóss-viðtali fyrr í vik-
unni. Það er hluti af siðareglum
ákærenda að þeir mega ekki bregð-
ast við þeim þrýstingi heldur verða
að halda hlutlægninni, starfa eftir
lögunum og þrátt fyrir að ytri að-
stæður séu með einhverjum
ákveðnum hætti þá mega þeir ekki
fara út af sporinu heldur halda réttri
stefnu. Ef ákærendur færu eftir al-
menningsálitinu, umræðunni og
þrýstingnum á hverjum tíma, hvar
værum við þá stödd? Við værum
stödd í hentiákvörðunarríki. Það
gengi ekki því við viljum kenna okk-
ur við réttarríki og mæla okkur við
aðrar evrópskar lýðræðisþjóðir.“
Eruð þið með sakamál í hönd-
unum?
„Við erum með nokkur konkret
mál sem byrjað er að greina og fara
hugsanlega í opinbera rannsókn.
Það hefur ekki verið gríðarlegt
rennsli hingað á málum frá eftirlits-
stofnununum en það er að byrja
núna. Að því leytinu til hefur þessi
mánuður ekki verið nægilega drjúg-
ur að mínu mati. Við hefðum átt að
geta farið fyrr í einstök mál en á
næstunni munu steypast yfir okkur
pappírar sem við þurfum að fara í
gegnum. Ég átti von á því þegar ég
kom til starfa að inn á borð til mín
kæmu strax stærri mál. Það að það
hafi ekki gerst kann að skýrast af
því að skammt er liðið frá því að lok-
ið var við endurskoðunarskýrslur
frá bönkunum. En hér erum við að
verða óþreyjufullir og viljum fara að
vaða inn í mál.“
Mikið áreiti
Er þetta ekki erfitt starf?
„Þetta er erfitt, ég ætla ekki að
segja þér neitt annað. Áreitið er
mikið og allt sem við gerum kemst í
kastljósið. Við megum helst ekki
sjást í útibúum bankanna án þess að
fá yfir okkur hrinu upphringinga og
spurningar um hvort fyrirhuguð sé
húsleit. Mér varð að orði þegar við
félagarnir gengum út af fundi hjá
einni skilanefndinni að við skyldum
ekki hinkra lengi fyrir utan bankann
svo við kæmum ekki óorði á hann.“
Víkur fólk sér að þér á götu til að
gefa þér upplýsingar?
„Ég hef ekki leitast við að vera
mikið í sviðsljósinu. Það hefur fylgt
starfi mínu sem sýslumaður að vera
með mál til umfjöllunar í fjölmiðlum.
Þessi mikla umfjöllun hefur kannski
gert að verkum að andlitið á mér er
eilítið meira í sýn en á hinn bóginn
bý ég ennþá á Akranesi og þar var
ég þekktur fyrir, þannig að það
breytist ekki mikið við þetta.
Fólk víkur sér töluvert að mér á
götu og ræðir málin og hefur miklar
skoðanir á embætti mínu. Mér
finnst ekki óþægilegt að taka þátt í
þeirri umræðu. Ég lít á það sem
hluta af starfi okkar sem hér
vinnum að láta skoðanir fólks sig
varða. Þessi skoðun mín helgast af
því verkefni sem sýslumenn hafa, að
halda utan um sitt fólk og íbúana í
þeim sveitarfélögum sem þeir
þjóna.“
kkum
Morgunblaðið/Kristinn
Beðið eftir pappírsflóði Við hefð-
um átt að geta farið fyrr í einstök
mál en á næstunni munu steypast
yfir okkur pappírar sem við þurfum
að fara í gegnum.
Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt
sem tengist fermingunni og fermingarundirbún-
ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi
fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega
glæsilegt og efnismikið.
Meðal efnis:
• Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar
• Mismunandi fermingar
• Skreytingar í veisluna
• Veisluföng og tertur
• Fermingartíska, stelpur og strákar
• Fermingarförðun og hárgreiðsla
• Fermingarmyndatakan
• Fermingargjafir – hvað er vinsælast?
• Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna?
• Hvað merkir fermingin?
• Viðtöl við fermingarbörn
• Fermingarskeytin
• Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum
Fermingarblaðið verður borið út á hvert
einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu
ásamt nágrannabyggðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt-
unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars.
fermingar
kemur út föstudaginn 6. mars
Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um
– meira fyrir auglýsendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift