Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 52
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Norskur seðlabankastjóri
Norðmaðurinn Svein Harald Øy-
gard var tímabundið settur seðla-
bankastjóri í gær. Hann segir að-
alverkefnið að styrkja gengið. »8
Málin byrja að renna
Rennsli mála frá eftirlitsstofn-
unum til embættis sérstaks sak-
sóknara þótti heldur dræmt fram-
an af mánuðinum. Útlit er fyrir að
streymið sé að aukast. »Forsíða
Fé verði sótt í skattaskjól
Landlæknir telur ástæðu til að
peningar verði sóttir í skattaskjól.
Náist í peningana þurfi minna að
skera niður í heilbrigðiskerfinu.
»2
Augljós vinstrisveifla
Stjórnarflokkarnir mælast nú
samtals með tæplega 56% fylgi og
fengju 37 þingmenn. »6
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Sástu Davíð?
Pistill: Er mönnum treystandi?
Forystugreinar: Vinnufriður? |
Skýrt svar Stoltenbergs
Staksteinar: Jóhönnu-áhrifin
UMRÆÐAN»
Lýðræði í VR
Sjúkrakostnaður vegna slysa
Mikilvægi alþjóðlegrar menntunar
fyrir ungt fólk
Í furðveröld Suðurskautslandsins
Karnivalið malar markaðsvél
Disneys
Of gott til að vera satt
LESBÓK»
4%5#( /"#,
"%
67889:;
(<=:8;>?(@A>6
B9>96967889:;
6C>(B#B:D>9
>7:(B#B:D>9
(E>(B#B:D>9
(3;((>&#F:9>B;
G9@9>(B<#G=>
(6:
=3:9
.=H98?=>?;-3;H(B;@<937?#I:C>?
J!
J
J!
!J!
J
!
!J J
!J
J'
?"$
""$##'&#/ # J'
J !J J !J
!J
. B 2 (
!J!
J'
!J J
!J !!J
Heitast 3° C | Kaldast -5° C
Breytileg átt, 3-8
m/s. Dálitlar skúrir
eða él en bjart með
köflum um norðaust-
anvert landið » 10
Spurt er: Beinast
sjónir manna nú frá
fjöldaframleiðslunni
og aftur að hinum
skapandi ein-
staklingum? » 47
TÓNLIST»
Skapandi
tónlistarfólk
KVIKMYNDIR»
Kvikmyndir Zik Zak eru
á sigurbraut. » 48
Harpa Árnadóttir
myndlistarmaður,
barnabarn Sig-
urbjörns biskups,
sýnir í Hallgríms-
kirkju. » 44
MYNDLIST»
Minnist afa
og ömmu
KVIKMYNDIR»
Börnin fá loksins að
ganga í skóla. » 49
TÓNLIST»
Nú hillir undir fjórðu
plötu Hjálma. » 46
Menning
VEÐUR»
1. Bankastjóri beið á hóteli
2. Arnór Karlsson látinn
3. Davíð í framboð
4. „Sorg á heimilinu“
Íslenska krónan veiktist um 1%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
GUNNLAUGUR Egilsson á ekki
langt að sækja listagenið en hann er
sonur Egils Ólafssonar, hljómlist-
armanns og leikara, og Tinnu Gunn-
laugsdóttur, leikkonu og þjóðleik-
hússtjóra. Gunnlaugur hefur verið
búsettur erlendis í yfir áratug og er
nú æviráðinn við Konunglega
sænska ballettinn í Stokkhólmi.
Gunnlaugur er aðeins 29 ára að
aldri en á kost á eftirlaunum eftir
fimmtán ár.
Gunnlaugur var sautján ára þeg-
ar hann fór utan til náms og hefur
ferill hans verið sem bein lína upp á
við síðan. Gunnlaugur nam í Sví-
þjóð, Kanada og Sviss en atvinnu-
dansaraferillinn hófst árið 2000
þegar hann komst á samning hjá
Les Ballets Jeunes du l’Europe og
tók þátt í uppfærslum flokksins í
Frakklandi.
Nútímadans er staðnaður
Gunnlaugur er nú í þriggja ára
leyfi frá sænska ballettinum. Hyggst
hann nýta þann tíma til að einbeita
sér að því að semja dansa og þróa
listdansformið í nýjar, framsæknar
áttir þar sem ólíkum listmiðlum er
slegið saman. Listiðkun Gunnlaugs í
gegnum tíðina hefur enda verið með
afar fjölbreyttu sniði og hefur hann
búið til myndbönd, stuttmyndir, óp-
eru og dansverk auk þess sem hann
semur og spilar tónlist og hannar
leiktjöld. Í ítarlegu viðtali í Lesbók
tjáir Gunnlaugur sig vítt og breitt
um ferilinn og reifar jafnframt hug-
myndir sínar um ástand listdansins
og hverjir möguleikar hans séu í
framtíðinni.
„Að vissu leyti er hann staðn-
aður,“ segir Gunnlaugur m.a. „Hann
er í raun kominn á sama stað og
klassíski ballettinn er á. Það hefur
myndast ákveðin tækni, ákveðið
sjónarspil, ákveðin fagurfræði.
Lausnin er m.a. að fá önnur form
inn.“ | Lesbók
Stjarna Gunnlaugs Egilssonar skín skært
Undraverður
árangur í heimi
listdansins
Friðrik Örn Hjaltested
Hæstu hæðir Gunnlaugur Egilsson á að baki tilkomumikinn feril í listdans-
inum og vegurinn framundan er bæði beinn og breiður.
Æviráðinn við Konunglega sænska
ballettinn í Stokkhólmi
Förðunarvörur hafa
löngum vegið þungt í út-
gjöldum kvenna, jafnvel
þótt þær farði sig allajafna
mjög í hófi. Maskari er lyk-
ilatriði í andlitsförðuninni;
tryllitæki augnanna eins og
skrifað var í dálk um snyrtingu og förðun
í Morgunblaðið um árið.
Aurateljari dagsins hefur í vetur verið
afar varkár í öllum innkaupum, sem hon-
um áður þótti sjálfsögð. Hann getur þó
ekki án maskara verið, sökum meðfædds
svipleysis og að nokkru leyti aldurs. Pjatt
kemur að vísu svolítið við sögu. Miðað við
að hann noti sex Lancome
Hypnose Black 01 maskara á
ári, sem telst engin ofgnótt,
kostar útgerðin rúmlega 20
þúsund sé maskarinn keypt-
ur í apóteki eða snyrtivöru-
búð hérlendis, en tæpar
16.700 í Fríhöfninni. Tiltekinn maskari er
alls ekki sá dýrasti á boðstólum.
Samanburðurinn er að vísu ekki sann-
gjarn þar sem annars vegar er um að
ræða vöru án tolls, en leiðir þó hugann að
því að á ársgrundvelli er býsna dýru
verði keypt að halda andlitinu. Enda þarf
oftast meira til en maskara. vjon@mbl.is
Auratal
„Hrósa verður Gunnlaugi Egils-
syni sérstaklega fyrir hárná-
kvæmar tímasetningar.“
-Dance Europe
„Gunnlaugur er að þroska
með sér mjög svo áhugaverðan,
og persónulegan stíl.“
Gunilla Jensen,
Svenska Dagbladet
„Gunnlaugur er drifinn áfram
af innri sköpunargleði og hugur
hans er frjór og rannsakandi.“
-Örjan Abrahamsson,
Dagens Nyheter
Umsagnir í blöðum
„ÁTTA leikir og fimm sigrar. Maður getur ekki
kvartað yfir því og ég er á undan áætlun því ég
setti mér það markmið að ná í eitt og hálft stig í
leik,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri
enska 2. deildar liðsins Crewe, þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær. Undir stjórn
Guðjóns hefur lið Crewe lyft sér upp úr neðsta
sæti deildarinnar en betur má ef duga skal.
Crewe leikur níu leiki á næstu fjórum vikum og
segir Guðjón að mikið muni mæða á leikmönnum á þeim tíma. Þeir
leikir muni e.t.v. skera úr um það hvort liðið bjargar sér frá falli eða
ekki. Til þess að styrkja liðið fékk Guðjón hinn unga knattspyrnu-
mann, Gylfa Sigurðsson, að láni frá Reading í gær. Gylfi verður í
leikmannahópi Crewe í dag þegar liðið sækir Brighton heim. „Mér
líst vel á að fara til Crewe og ekki síst þar sem Guðjón er stjóri liðs-
ins,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið.
Guðjón á undan áætlun