Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 30

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 NÚ STENDUR yfir allsherj- aratkvæðagreiðsla í VR um formann, stjórn og trún- aðarráð. Verulegrar vanþekkingar gætir í málflutningi nokk- urra frambjóðenda um félagið, stjórnun þess og starfsemi. Ítrekað hafa komið fram rangfærslur og hrein ósannindi á bloggsíðum þeirra og í viðtölum við þá í fjölmiðlum og sé ég mig knúinn til að leiðrétta það hér. Formannsframbjóðendurnir Kristinn Jóhannesson og Lúðvík Lúðvíksson ásamt talsmanni ann- ars listans sem er í framboði, Ástu Jónasdóttur, halda því t.d. fram að stjórnun VR einkennist af ólýð- ræðislegum vinnubrögðum og að færa þurfi félagið „aftur“ til fólks- ins. Þetta vekur furðu mína. Það rétta er að lýðræði innan VR hef- ur aukist mikið á síðustu árum enda mikil áhersla verið lögð á það. Ég held því fram að fá félög séu lýðræðislegri. Lýðræði innan VR endurspeglast m.a. í: 1. VR hefur auglýst árlega, bæði í almennum fjölmiðlum og í miðlum félagsins, eftir áhugasöm- um félagsmönnum til að bjóða sig fram til stjórnar og trúnaðarráðs sem og til stjórnar lífeyrissjóðsins. Þeir sem hafa sýnt þessu áhuga síðustu ár hafa undantekningalítið fengið brautargengi, þvert á það sem fram kemur í máli frambjóð- enda. Tveir af frambjóðendum til stjórnar sem buðu sig fram á Ný- ársfundi VR voru kosnir í vara- stjórn en höfnuðu því, Ásta Jón- asdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson. 2. Lögð hefur verið áhersla á að trúnaðarráð endurspegli félagið, s.s. hlutfall kynjanna, skiptingu eftir búsetu og fjölbreytileika í störfum og atvinnuvegum fé- lagsmanna. Trúnaðarráð kemur að stefnumótun félagsins, stjórnun þess og ákvarðanatöku. Það er mikilvægt að frambjóðendur til trúnaðarstarfa hjá VR geri sér grein fyrir því hversu gríðarlega mikilvægu hlutverki trúnaðarráð gegnir. 3. VR hefur lagt mikla vinnu í að endurskoða lög VR, og hefur breytt þeim til að auðvelda fram- boð einstaklinga til formanns og stjórnar og að tryggja reglulega endurnýjun í forystu félagsins. Aðgengi að félaginu er mikið. 4. VR hefur haldið reglulega morgunverð- arfundi, sem rúmlega fjögur þúsund fé- lagsmenn hafa setið, þar sem rætt er um stjórnun félagsins, ákvarðanir þess, áherslur, stefnumótun o.s.frv. 5. Trúnaðarmenn á vinnustöðum eru mik- ilvæg tenging milli félags og fé- lagsmanna og mikil áhersla lögð á að fjölga trúnaðarmönnum, upp- fræða þá og virkja þá í stjórnun og stefnumótun félagsins. Trún- aðarmenn taka t.d. þátt í Nýárs- fundum, stefnumótun, umræðu um kjarasamninga og mörgu fleiru. Það hefur því miður stundum ver- ið erfitt að fá félagsmenn til að taka að sér starf trúnaðarmanns, það er erfitt og stundum vanþakk- látt. Núna hefur orðið vakning um mikilvægi þeirra, e.t.v. vegna þess að þörfin hefur sjaldan verið meiri. Annar frambjóðenda til for- manns hefur lýst því yfir að hann hyggist svo gott sem setjast að á vinnustöðum og tryggja þannig hagsmuni starfsmanna. Hafa verð- ur í huga að fulltrúar stéttarfélaga eiga erfitt með að fara inn á vinnustaði í óþökk vinnuveitanda, þá er mikilvægast að gæta að hagsmunum starfsmannanna á hvern þann hátt sem mögulegt er. 6. Gerðar eru reglulegar kann- anir meðal félagsmanna um við- horf þeirra til stærri ákvarðana félagsins, s.s. áherslna í kjara- samningum, viðhorf til ýmissa þátta í rekstrinum o.s.frv. 7. Unnið hefur verið bæði með rýnihópum og málefnahópum fé- lagsmanna vegna tiltekinna verk- efna. Það verður að gæta sann- girni í kosningabaráttu sem þessari. Það hefur því miður ekki verið gert. Nú er meiri þörf en nokkru sinni fyrr á þekkingu og fagmennsku bæði starfsmanna og forystusveita stéttarfélaga. VR býr að áralangri kunnáttu og reynslu. Fórnum því ekki. Lýðræði í VR Gunnar Páll Páls- son fjallar um stjórnun og starf- semi VR Gunnar Páll Pálsson » Það verður að gæta sanngirni í kosn- ingabaráttu sem þess- ari. Það hefur því miður ekki verið gert. Höfundur er formaður VR. AFS-skiptinema- samtökin á Íslandi eru alþjóðleg fræðslu- samtök sem hafa sent íslensk ungmenni utan til skiptinemadvalar sl. 52 ár. Íslendingarnir sem hafa farið utan með samtökunum skipta orðið þúsundum og löndin sem þeir hafa dvalið í má telja í tugum. AFS á Íslandi eru þannig orðin rótgróin samtök sem byggja á reynslu og þekkingu. Sam- tökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru óháð trúfélögum, stjórn- málaflokkum og öðrum hagsmuna- samtökum. AFS-samtökin eru starf- rækt í yfir 50 löndum víðsvegar um heiminn og bjóða upp á skiptinema- dvöl í hálft ár eða heilt ár, sjálfboða- liðadvalir auk styttri sumardvala þar sem ýmislegt er í boði, eins og fornleifauppgröftur, tungumálanám, fótboltanámskeið o.s.frv. Vinsælasta dvölin sem AFS býður upp á er árs- dvöl þar sem skiptineminn dvelur í ákveðnu landi, hjá þarlendri fjöl- skyldu og gengur í skóla. Fyrir nokkru bárust AFS á Ís- landi þau skemmtilegu tíðindi að Menntaskólinn í Kópavogi hygðist ætla að meta árs skiptinemadvöl ungmenna sem fara á vegum AFS til 12 eininga. AFS-skiptinema- samtökin fagna þessari víðsýni skól- ans og viðurkenningu hans á því óformlega námi sem skiptinemadvöl veitir ungu fólki. Skiptinemadvöl er skóladvöl og skuldbindur þátttak- andinn sig til að stunda skólann vel, læra tungumálið og aðlagast menn- ingu landsins. Þegar þetta þrennt gengur upp hjá nemanum hlýtur sá sami að launum ómetanlega mennt- un, bæði formlega og óformlega. Vissulega lærir skiptineminn mikið og einnig í skólanum þar sem hann stundar hefðbundið nám. Neminn lærir nýtt tungumál og fræðist um landafræði og sögu dvalarlandsins. Það er hins vegar sú óform- lega menntun sem við- komandi hlýtur sem er það dýrmætasta sem dvölin gefur, að und- anskildu því að eignast nýja fjölskyldu og mik- ið af vinum sem auðga lífið til framtíðar. Hin óformlega menntun hlýst fyrst og fremst af því hugrekki sem 16-18 ára ungmenni sýna þegar þau taka þá stóru ákvörðun að leggja land undir fót, kveðja fjöl- skyldu og vini og fara til dvalar í ókunnugu landi hjá ókunnugri fjöl- skyldu. Að taka slíka ákvörðun eflir sjálfstraust viðkomandi og gerir hann færari í samskiptum á milli ólíkra menningarheima og gerir hann öruggari gagnvart hinu óþekkta. Rannsóknir sem hafa verið gerðar sýna einmitt fram á að skipti- nemar læra mikið á skiptinemaárinu sínu og breytast með ýmsum hætti. Rannsókn sem var gerð á þriggja ára tímabili og lauk árið 2005 sýndi meðal annars að fyrrverandi skipti- nemar á vegum AFS áttu mun auð- veldara en félagar þeirra sem ekki höfðu farið sem skiptinemar með að eignast vini frá öðrum menning- arsvæðum/löndum, áttu auðveldara með að skilja ólíka menningu, töluðu frekar erlend tungumál reiprenn- andi og voru öruggari með sig á ferðalögum erlendis. Auk þess sem skiptinemarnir hættu að skilgreina önnur menningarfélög út frá stöðl- uðum ímyndum. Eldri rannsóknir gerðar á AFS-skiptinemum höfðu einmitt sýnt fram á fyrrgreinda þætti en einnig að fyrrverandi AFS- skiptinemar eiga auðveldara með að aðlaga sig annars konar menningu, þeir þróa með sér dýpri meðvitund gagnvart ólíkum gildum og hefðum sem geta stýrt hegðun fólks og leggja þar af leiðandi aukinn skiln- ing í fjölbreytileika mannfólks. Þá sýna rannsóknir fram á aukningu á gagnrýninni hugsun hjá fyrrverandi AFS-skiptinemum. Að lokum er at- hyglisvert að skoða rannsóknir sem einnig hafa sýnt fram á það að fyrr- verandi AFS-skiptinemar stunda frekar háskólanám erlendis, tala frekar mörg tungumál og hafa frek- ar doktorsgráðu en aðrir sem ekki höfðu farið sem skiptinemar. Við hjá AFS höfum lagt mikla áherslu á það að pakka skiptinemadvölinni inn í stærri fræðslupakka. Öflug und- irbúningsnámskeið eru haldin fyrir brottför og eru þau sífellt í end- urnýjun og þróun. Með góðum und- irbúningi verða skiptinemarnir bet- ur í stakk búnir til að takast á við dvölina og geta þar af leiðandi nýtt sér menntunargildi hennar betur. Þá bjóðum við upp á heimkom- unámskeið eftir að dvöl lýkur þar sem skiptinemanum er kennt að pakka ekki reynslunni ofan í skó- kassa heldur nýta sér hana sem grunn að frekari reynslu og lær- dómi. Til dæmis með því að halda áfram að viðhalda tungumálinu og halda tengslunum við skiptinema- landið sitt. Þeim skiptinemum sem ná að tileinka sér menntun dval- arinnar, bæði hina formlegu og óformlegu, eru allir vegir færir og með réttu mætti kalla slíka menntun leiðtogaþjálfun. Enda hafa margir fyrrverandi skiptinemar öðlast „frama“, bæði persónulega sem starfslega. AFS á Íslandi fagnar þar af leiðandi að Menntaskólinn í Kópa- vogi skuli stíga þetta stóra skref og við vonum að aðrir skólar feti í fót- spor MK og viðurkenni hina óform- legu menntun AFS enda höfum við ávallt átt gott samstarf bæði við framhalds- sem og grunnskóla landsins. Mikilvægi alþjóðlegrar menntunar fyrir ungt fólk Eyrún Eyþórsdóttir skrifar um starf- semi AFS á Íslandi og víðar »Menntaskólinn í Kópavogi metur nú ársdvöl íslenskra skipti- nema sem fara á vegum AFS til 12 eininga. Eyrún Eyþórsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. ENDURHÆFING hjá læknum, sjúkra- þjálfurum og öðru heilbrigðisstarfsfólki er mikilvæg og nauð- synleg öllum sem lenda í slysum. Mark- miðið er að sjálfsögðu að draga sem mest úr afleiðingum slyssins. Fram- kvæmdin hefur því verið sú að þeim sem ber skaðabótaábyrgð á slysinu, sem venjulega eru vá- tryggingarfélög, er skylt að greiða einnig sjúkrakostnað, þ.m.t. kostn- að vegna sjúkraþjálfunar og lyfja- kaupa. Þann 5. febrúar síðastliðinn féll athyglisverður dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í máli nr. E-4703/2008. Undirritaður gætti hagsmuna konu sem neyddist til að höfða mál gegn vátrygging- arfélagi til að fá sjúkrakostnað sinn vegna umferðarslyss greidd- an. Aðalatriði þessa máls var að konan, sem lenti í umferðarslysi árið 2005, þurfti á sjúkraþjálfun að halda í kjölfarið. Vátrygging- arfélagið sem var greiðsluskylt vegna umferðarslyssins neitaði hins vegar að greiða sjúkraþjálf- unar- og lyfjakostnað sem féll til eftir svokallaðan stöðugleika- tímapunkt (batahvörf), sem í þessu tilviki var talinn hafa verið þremur mánuðum eft- ir slysið. Upphaflega var konunni vísað til sjúkraþjálfara af heimilislækni, sem skrifaði einnig upp á lyfseðil fyrir hana. Þá lá fyrir læknisvottorð sérfræðings í bækl- unarlækningum sem taldi hana hafa haft mikið gagn af sjúkra- þjálfun, og síðast en ekki síst lágu fyrir greinargerðir tveggja sjúkraþjálf- ara þar sem meðferð hennar í kjölfar slyssins var lýst með ít- arlegum hætti. Sjúkraþjálfunarkostnaður kon- unnar var bæði eðlilegur og nauð- synlegur. Hún fór til sjúkraþjálf- ara að læknisráði og meðferðin var henni mikilvæg í því skyni að lágmarka tjón hennar, svo sem henni er skylt að gera samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar. Héraðsdómur taldi sannað að hin slasaða hefði haft verki vegna meiðsla sem hún hlaut í umferð- arslysinu og að nauðsynlegt hefði verið að leita bóta á þeim með sjúkraþjálfun og lyfjum. Dóm- urinn komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að matsmenn teldu síð- ar í matsgerð að heilsufar hennar hefði verið orðið stöðugt töluvert fyrir þann tíma sem hún var í sjúkraþjálfuninni og neytti lyfjanna. Vátryggingarfélagið var því dæmt til að greiða allan sjúkra- kostnaðinn vegna umferðarslyss- ins auk dráttarvaxta og máls- kostnaðar. Dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur frá 5. febrúar 2009 er skýrt fordæmi, en staðfestir í raun þá framkvæmd sem þótt hefur eðlileg og sanngjörn fram að þessu. Með dóminum er staðfest að þeir sem lenda í umferðarslysum, og eftir atvikum öðrum slysum, eiga rétt á því að fá sjúkrakostnað sinn bætt- an. Þessi réttur er hvorki bundinn sérstökum tímamörkum né fjölda skipta sem leita þarf aðstoðar sér- fræðilækna, sjúkraþjálfara eða annarra fagmanna, svo lengi sem það er í tengslum við afleiðingar slyssins. Verklags- eða innanhúss- reglur einstakra vátrygging- arfélaga geta ekki svipt tjónþola þessum lögbundna rétti sínum. Það er öllum í hag að þeir sem lenda í slysum eigi þess kost að stunda nauðsynlega endurhæfingu án þess að verða fyrir fjártjóni af þeim sökum. Það hefur Héraðs- dómur Reykjavíkur nú staðfest. Sjúkrakostnaður vegna slysa Tómas Hrafn Sveinsson skrifar um greiðslur bóta vegna sjúkraþjálf- unar eftir slys » Vátryggingarfélagið var því dæmt til að greiða allan sjúkra- kostnaðinn vegna um- ferðarslyssins auk dráttarvaxta og máls- kostnaðar. Tómas Hrafn Sveinsson Höfundur er lögmaður hjá Lands- lögum - lögfræðistofu. 576 2039 3820 4674 5176 5991 10928 12651 14662 15032 15632 15778 16619 17153 18005 20624 20922 21479 21511 22187 22255 23053 23210 23596 23954 25133 25282 25323 25503 25920 26139 26226 26378 26383 26642 27061 27262 27419 29472 29516 29987 31216 32366 33527 33994 35470 35824 38575 38672 40495 46781 47518 47781 48106 50440 50841 50973 52276 52492 55094 55403 55620 55912 56527 57367 57384 58007 58776 59763 59867 60983 64470 65280 66958 67963 68304 68338 69156 69270 70590 73263 74305 76567 76772 77429 79088 79828 80048 80347 81052 81054 81176 81345 81580 81937 82701 85317 85463 85887 86912 87317 87455 88215 91716 94215 94729 101153 101616 102776 105132 105226 105472 106388 106622 106876 107356 108241 108624 108815 109185 110042 110148 110616 113309 116063 116118 116566 117438 117931 119511 120620 122766 124021 124909 Happdrætti húsnæðisfélagsins SEM útdráttur 2009 210 3654 4825 4957 5527 12147 12779 14037 14530 14951 15964 18304 20528 21287 22686 23894 26986 28029 28406 29094 31840 32022 35009 41348 44804 44873 47414 47880 50640 50748 51915 52137 53139 56021 56631 61353 63668 72080 79603 83376 83413 83497 85723 90181 92845 93617 95388 97329 98220 103953 104691 105452 106649 110946 115912 117432 117993 121260 122735 124313 Ferðavinningur frá Heimsferðum, verðmæti 200.000 kr. Vinninga ber að vitja innan árs birt án ábyrgðar. Þökkum stuðninginn. Einnig er vinningaskrá á sem.is Ferðavinningar frá Heimsferðum, verðmæti 100.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.