Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 44
44 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Hún virðist vera
nægilega óþekk,
hæfileikarík og sjálfri sér
samkvæm. 47
»
BRESKA dagblaðið Daily Tele-
graph sagði í gær frá sýningunni
Skáklist sem nú stendur yfir í
Listasafni Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum, en þar eru sýnd skákborð
og taflmenn sem heimsþekktir
listamenn hafa skapað.
Yfirskrift greinarinnar er: „Da-
mien Hirst, Rachel Whiteread og
Chapman bræðurnir endurskapa
skáklistina.“
Framlag breska myndlist-
armannsins Damien Hirst vekur
sérstaka athygli blaðsins, og segir
það hann með sínu taflborði fást
við þráhyggju manneskjunnar
gagnvart dauðanum. Skákborð
Hirst er glerflötur á skurð-
aðgerðaborði, en taflmennirnir eru
lyfjaglös, silfruð og glær með
áletruðum merkimiðum. Sýningin
á Kjarvalsstöðum stendur fram í
apríl.
Skáklistin
í nýsköpun
Sýningin á Kjarvals-
stöðum vekur athygli
Mát Taflmenn Hirst eru lyfjaglös.
EITT kunnasta
bókaforlag í
Danmörku, Bor-
gen, hefur boðað
samdrátt í út-
gáfu sinni vegna
efnahagskrepp-
unnar. Borgen
hefur gefið út
mörg af þekkt-
ustu skáldum
Dana, eins og
Benny Andersen, Søren Ulrich
Thomsen, Erling Jepsen, Janinu
Katz og Jens Henrik Jensen.
Ellefu starfsmönnum forlagsins
af tuttugu og tveimur hefur verið
sagt upp störfum, og segir for-
stjórinn, Niels Borgen, í samtali
við Berlingske Tidende, að hruni í
veltu fyrirtækisins sé um að
kenna.
Borgen kveðst þrátt fyrir allt
bjartsýnn á framtíðina og segir að
fyrirtækið hafi góðu og faglegu
starfsfólki á að skipa. Hann kveðst
þess einnig fullviss, að þrátt fyrir
kreppu haldi forlagið áfram að
gefa út bækur af öllum gerðum.
Helmingn-
um sagt upp
Hamingjubók frá
Borgen.
KAMMERKÓR Norðurlands
syngur á tónleikum Listvina-
félags Langholtskirkju á
morgun kl. 17. Kórinn var
stofnaður á haustdögum 1998
og er skipaður starfandi tón-
listarfólki og fólki með mikla
reynslu af tónlistarflutningi af
Norðurlandi, allt frá Kópa-
skeri til Blönduóss. Á efnisskrá
tónleikanna verður íslensk kór-
tónlist, meðal annars eftir
Báru Grímsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson,
Snorra Sigfús Birgisson, Hildigunni Rúnars-
dóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Ríkarð Örn Páls-
son og Guðmund Óla Gunnarsson sem er stjórn-
andi kórsins.
Tónlist
Kammerkór Norð-
urlands í bænum
Guðmundur Óli
Gunnarsson
NÚ um helgina verða börn og
ungt fólk í brennidepli á Rás-
um 1 og 2 í tilefni af Heimsdegi
ungs fólks og barna í fjöl-
miðlum. Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna mælist til þess að
fjölmiðlar helgi 1. mars rödd-
um barna og ungs fólks. Sýn-
ing verður opnuð í útvarpshús-
inu þar sem 6 – 18 ára gamlir
nemendur í Myndlistarskóla
Reykjavíkur sýna verk sín.
Ljóð, tónlist, leikþættir, viðhorf og raddir barna
hljóma á öldum ljósvakans, hugleiðingar um stríð
og frið, kvikmyndir, náttúru, bókmenntir, listir og
menningu líðandi stundar óma, auk þess sem leit-
að verður í dýrmætt segulbandasafn útvarpsins.
Fjölmiðlar
Barnamenning á
öldum ljósvakans
Börn setja svip sinn
á dagskrá RÚV.
KAMMERKÓR Suðurlands
heldur tónleika í Listasafni
ASÍ í dag kl. 16. Tilefnið er
sýning Þuríðar Sigurðar-
dóttur, Á milli laga, en henni
lýkur á morgun. Á sýningu
Þuríðar má líta nokkrar seríur
málverka sem hún hefur unnið
að undanfarin ár, auk þrykk-
verka sem gerð eru með hrá-
pappír, myndbands- og hljóð-
verks. Nafn sýningarinnar
vísar í senn til þeirrar lagskiptingar sem Þuríður
gerir að viðfangsefni í myndlistinni og um leið til
þeirrar ástríðu sem söngurinn hefur verið henni
um langa tíð og hefur sett mark sitt á dagskrá
samhliða sýningunni.
Tónlist og myndlist
Kammerkór á
sýningu Þuríðar
Þuríður
Sigurðardóttir
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
HARPA Árnadóttir sýnir verk sín í
Hallgrímskirkju og er sýningin í
tengslum við sérstaka dagskrá sem
verður í kirkjunni á morgun, sunnu-
daginn 1. mars, í minningu Sig-
urbjörns Einarssonar biskups. Harpa
er barnabarn Sigurbjörns en faðir
hennar var Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
Ræða verður listaverk
„Ég sýni teikningar og málverk og
auk þess er á sýningunni lítil ljós-
mynd frá 1941 sem var á heimili afa
og ömmu og er af altarinu í Hall-
grímskirkju. Það má vel kalla þetta
innsetningu en öll verkin á sýninguni
eru hugsuð sem heild,“ segir Harpa.
„Þegar mér var boðið að sýna í Hall-
grímskirkju vegna þessarar dagskrár
um afa þá vissi ég strax hvað ég vildi
gera. Ég vildi vinna út frá predikun
afa sem hann hélt á Breiðabólstað á
Skógarströnd árið 1941 en þar var
hann að kveðja söfnuð sinn til að taka
við nýju starfi í Hallgrímskirkju.
Þegar afi minn var nýlátinn fórum
við Magnús Þorkell Bernharðsson,
frændi minn, á heimili afa og Rann-
veig, móðir Magnúsar, sýndi okkur
þessa litlu predikun afa, með fallegri
skrift hans og yndislegu innihaldi, og
sömuleiðis handskrifað handrit
ömmu minnar þar sem hún segir frá
veru þeirra á Breiðabólstað. Skömmu
fyrir dauða sinn hafði afi beðið Rann-
veigu um að finna þessa ræðu fyrir
sig. Og þarna lá þessi gamla ræða á
sófaborðinu og þarna voru allir papp-
írar afa á sínum stað og bækurnar
sem hann hafði verið að lesa. Það var
eins og afi hefði rétt brugðið sér frá.
Þegar ég las ræðuna talaði hún beint
inn í hjarta mitt. Í henni var afi að
fjalla um það þegar Kristur kveður
lærisveinana og upprisuboðskap-
urinn er fyrirferðarmikill í ræðunni.
Ég vissi að það var engin tilviljun að
hann bað Rannveigu að finna ræð-
una. Ég hef myndgert þessa ræðu,
málaði hana og fór ofan í hvern ein-
asta stafkrók. Ég bjó líka til bókverk
úr henni.“
Samofið líf
Á sýningunni eru einnig teikningar
Hörpu af verkum ömmu hennar,
Magneu Þorkelsdóttur. „Amma
saumaði í krosssaum hlífar utan um
ræðumöppur afa. Hún saumaði litla
altarismynd á framhlið og síðan útbjó
hún hulstur fyrir gleraugun og setti
fangamarkið hans þar aftan á og að
innan var pláss fyrir pennann hans.
Þegar þessi fíngerða hlíf slitnaði
saumaði amma aðra. Þetta segir svo
margt um það hvernig líf þeirra var
samofið. Ég teiknaði fyrir þessa sýn-
ingu myndir af þessari handavinnu
hennar. Nokkrum árum áður en
amma dó höfðum við talað um það að
við myndum vinna saman. Það varð
aldrei úr því en þessar teikningar
mínar eru eins konar snerting okkar
á milli.“
Nýr morgunn
Tvö vatnslitamálverk eru á sýning-
unni. „Þegar ég var byrjuð að vinna
þau á vinnustofu minni í haust fannst
mér það sem ég var að mála líkjast
skrift sem væri gufuð upp þegar ég
kom í vinnustofuna næsta dag. Alltaf
urðu samt einhver spor eftir og smám
saman myndaðist vefur af vatns-
litalitbrigðum,“ segir Harpa. „Verkin
eru unnin að morgni. Afi talaði oft um
að morgunn fylgdi kvöldi, ekki að
kvöld fylgdi morgni. Mér finnst svo
fallegt að hugsa um að alltaf kemur
morgunn sem er svo innilega nýr.
Sýningin mín snýst um snertingu
við sýnilega og ósýnilega þræði á milli
handverks og hugar. Hún er snerting
verka minna við verk afa og ömmu.“
Snerting verka og hugar
Harpa Árnadóttir sýnir í Hallgrímskirkju Verkin eru gerð í minningu afa
hennar og ömmu, Sigurbjörns Einarssonar biskups og Magneu Þorkelsdóttur
Morgunblaðið/Heiddi
Harpa „Sýningin mín snýst um snertingu við sýnilega og ósýnilega þræði á milli
handverks og hugar. Hún er snerting verka minna við verk afa og ömmu.“
SÉRSTAKIR tónleikar verða haldnir í minningu
Sigurbjörns biskups í Hallgrímskirkju á sunnu-
dag og hefjast klukkan 14.00. Þorgerður Ingólfs-
dóttir setti saman efnisskrána.
„Þau verk sem flutt verða tengjast öll Sig-
urbirni beint eða óbeint,“ segir Þorgerður. „Flutt
verða verk eftir Þorkel son hans og Misti, barna-
barn hans. Tónleikarnir hefjast á Passacagliu í
c-moll eftir Bach sem var uppáhaldsverk Sig-
urbjörns, eitt magnaðasta tónverk sem hefur ver-
ið samið. Guðný Einarsdóttir flytur en hún er
barnabarn Sigurbjörns og organisti í fremstu röð.
Hún ákvað sjálf að hún myndi flytja þetta verk
einhvern tímann í minningu hans.
Síðan flytur Hamrahlíðarkórinn sálm sem Sig-
urbjörn íslenskaði og Þorkell sonur hans gerði
raddsetninguna fyrir um tíu dögum. Þetta er í
fyrsta sinn sem það verk heyrist og raddsetningin
er einstaklega falleg, snilldarleg í einfaldleika sín-
um, og sálmurinn einkar vel þýddur.
Við flytjum líka Missa Brevis eftir Þorkel og
annað verk sem samið er á liðnu ári sem er 150.
Davíðssálmur. Ég veit af persónulegum samtölum
við Sigurbjörn sem vin að sá sálmur skipti hann
miklu máli og honum þótti vænt um hann.
Við flytjum loks tvö verk sem eru byggð á stefj-
um eða orðum úr Þorlákstíðum. Annað er kallað
Magnificat og er eftir Misti og er tileinkað afa
hennar og ömmu, Sigurbirni og Magneu. Loka-
verkið er Útganga og lokaversið er úr Þorláks-
tíðum sem Þorkell notar og þar segir: „Guði ein-
um dýrðin.“ Við viljum draga þessi orð fram og
þessa hugsun sem ómaði í hjarta Sigurbjörns allt
lífið. Við munum syngja í minningu hans.“
Guði einum dýrðin
Morgunblaðið/Þorkell
Þorgerður Ingólfsdóttir Þau verk sem flutt
verða tengjast öll Sigurbirni beint eða óbeint.
Tónleikar í minningu Sigurbjörns biskups
Meðal viðburða sem eru á dagskrá
í minningu Sigurbjörns Ein-
arssonar í Hallgrímskirkju á
sunnudag er flutningur á leikgerð
eftir barnabók eftir Sigurbjörn. Sá
flutningur hefst klukkan 15.30.
Eftir að Sigurbjörn lét af bisk-
upsstarfi skrifaði hann bókina Af
hverju, afi? Jón Hjartarson, leikari
og rithöfundur, hefur gert leikgerð
úr bókinni og á sunnudag verða
fluttir kaflar þar sem rætt er um
fæðinguna, dauðann, vonsku dýra
og manna og um Jesú. Jón Hjart-
arson flytur ásamt barnaleik-
urunum Agnesi Andrésdóttur,
Önnu R. Benediktsdóttur, Sig-
urbergi Hákonarsyni, Benedikt
Inga Ingólfssyni, Ísari Kristjáns-
syni og Drengjakór Hallgrímskirkju
undir stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar.
Af hverju afi?
UPPNÁM er í dönsku tónlistarlífi
eftir að kunnasti sérfræðingur
Dana í hljómburðarfræðum, Jan
Juhlen sagði í viðtölum við Politi-
ken að hljómburður nýja tónlistar-
húss Danska útvarpsins, sem vígt
var fyrir skömmu, sé fjarri því að
vera jafngóður og sagt er. Félagar
í hljómsveit Danska útvarpsins
hafa andmælt og segja hljóminn
góðan. Juhlen segir hljóm salarins
flatan og vanti nauðsynlegan eft-
irhljóm. Gagnrýnendur og almenn-
ingur hafa lofað góðan hljómburð
salarins.
Góður
eða ekki?