Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 27

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 27
Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Á öskudag þegar góutungl kviknaði í norðri gengu börnin á Blönduósi á milli fyrirtækja og sungu fyrir sætan mola í munn. Á tímum þar sem vopnaburður er litinn hornauga, brugðu blessuð börnin á það ráð að grípa til þeirra vopna sem þóknanleg þykja í dag en það eru mótmælaspjöldin. „Helvítis fokking fokk“ mátti lesa af spjöldum sem og önnur kunn- ugleg orð sem fallið hafa í samfélagi hinna full- orðnu síðustu misserin.    Þó svo hið lævi blandna loft óvissunnar í ver- aldargenginu leiki um landsmenn alla er mis- jafnt hve mikil áhrif það hefur á heilsu sam- félaganna. Hér er talað um vandann en það er eins og hann sé einhverstaðar annarstaðar. Menn halda áfram að byggja sundlaug og stefnan sett á að hún verði tekin í gagnið sum- arið 2010. Í tengslum við þetta er bygging á nýjum líkamsræktarsal sem ljúka á nú í ár. Gaman er líka að geta þess að verið er að grafa grunn fyrir nýju einbýlishúsi þannig að enn er bara talað um vandann en unnið að uppbygg- ingu og vona menn að svo verði áfram.    Almenn ánægja var með það að horfið var frá því að sameina yfirstjórn heilbrigðistofnana á Norðurlandi. Héraðshælið á Blönduósi sem stendur á Blöndubökkum rétt ofan við þjóðveg 1 er stolt okkar A-Húnvetninga og bæjarprýði. Óttuðust margir að störf myndu tapast og þjónusta skerðast yrði af sameiningu en nú anda menn léttar og standa þéttar vörð um þessa stofnun sem skapar mörgum atvinnu.    Fyrir liggur að undirritaður verði samstarfs- samningur við Hólaskóla um háskólasetur í textíl- og hafísfræðum í Kvennaskólanum á Blönduósi. Binda menn vonir við að Kvenna- skólinn gamli öðlist fræðsluhlutverk á ný en þessi virðulega bygging sem hýsti ungar kon- ur í heimilis- og hússtjórnarnámi langt fram eftir síðustu öld var á sínum tíma grundvöllur farsæls menningar- og kynlífs í héraðinu.    Þennan síðasta dag febrúarmánaðar samein- ast félagar í Lionsklúbbum sýslunnar ásamt mökum og gestum á hinu árlega troskvöldi á Skagaströnd þar sem fram verður borið lost- æti úr djúpum hafsins áamt andlegu fóðri ætt- uðu ofan sjávarmáls. Morgunblaðið/Jón SigurðssonFramkvæmt Krani í grunni sundlaugar. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Edmund Lester Pearson (1880 –1937) var bókfræðingur og bókavörður. Hann gaf út almanak sem var uppfullt af alvörulausri kímni, margir tóku það þó hátíð- lega. Sigurður Ingólfsson tók upp á því að þýða „Bölvun til handa bóka- þjófum“ eftir Pearson, en undir kvæðið er ritað: „Af veggspjaldi, að sagt er úr San Pedro klaustrinu, Barcelona (óþekkt tímasetning)“. Gef að sá er stelur stakri bók og stingur héðan, ávallt ragur teljist. Að sérhver blessuð síða er hann tók í sálu hans sem spóluormur dveljist veki þar upp drepsótt, drauga og svín sem draga hann með allri kvöl og pín til fundar við þann orm sem aldrei deyr í iðrum jarðar hvar hann undirseljist til fordæmdra og andi aldrei meir og eilíflega í vítislogum kveljist. Nauðsynlegt er að taka það fram að ekkert klaustur er í San Pedro, en bölvunin stendur fyrir sínu. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af bölvun og bókum MARGIR eiga í erfiðleikum með að bæta mataræði sitt og hefur mat- arrýnir The New York Times, Mark Bittman, nú lagt orð í belg. Aðferð Bittmans er einföld: Allan daginn borðar hann grænmetisfæði en eftir kl. 18 á kvöldin er allt leyfi- legt. Í bókinni Food Matters: A Guide to Conscious Eating With More Than 75 Recipes, skrifar Bitt- man um það hversu heilsueflandi grænmetis- og ávaxtaneysla sé sem og vistvæn. „Frá því ég vakna á morgnana borða ég aðeins ávexti, grænmeti og grófar kornvörur,“ segir Bittman. „En í kvöldmatnum borða ég nánast hvað sem er.“ Bittman gerði þessar breytingar á matarvenjum sínum eftir að hann greindist með of hátt kólesteról og of háan blóðsykur. Þá var hann orð- inn 35 kg of þungur og átti erfitt með svefn. Honum var ráðlagt að hætta að borða kjöt en sem mat- arrýnir gat hann ekki hugsað sér það og ákvað að fara milliveginn. „Ég ákvað að gerast grænmet- isæta til sex á kvöldin,“ segir Bitt- man. Það hafi reynst vel og heilsan batnað. Grænmeti fram að kvöldmat Morgunblaðið/Árni Sæberg Sp ar að u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.