Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
✝ Dagur Tryggva-son fæddist á
Laugabóli í Reykjadal
21. júlí 1937. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á Húsavík
18. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Unnur Sig-
urjónsdóttir frá Sandi
í Aðaldal, f. 1896, d.
1993, og Tryggvi Sig-
tryggsson frá Hall-
bjarnarstöðum í
Reykjadal, f. 1894, d.
1986.
Systkini Dags eru Ingi, f. 1921,
Haukur, f. 1922, d. 1940, Eysteinn, f.
1924, Ásgrímur, f. 1926, Kristín, f.
1928, Helga, f. 1930, Hjörtur, f. 1932,
Ingunn, f. 1933, Sveinn, f. 1939, d.
2003, og Haukur, f. 1941.
Harpa Gestsdóttir, börn þeirra Kol-
brún Andrea og María Rut. 5)
Trausti, f. 1980, sambýliskona hans
Lilý Erla Adamsdóttir.
Dagur stofnaði nýbýlið Breiðanes
í landi Laugabóls 1962 og var með
búskap þar ásamt konu sinni til dán-
ardags. Dagur hóf störf hjá Spari-
sjóði Reykdæla, síðar Sparisjóði
Suður-Þingeyinga, árið 1970 og tók
fljótlega við sem sparisjóðsstjóri og
starfaði þar til 1997. Hann var einn-
ig fulltrúi Samvinnutrygginga um
árabil. Dagur var oddviti Reyk-
dælahrepps á árunum 1998 til 2002
og gegndi eftir það nefndastörfum
fyrir Þingeyjarsveit. Hann var fé-
lagi í Skógræktarfélagi Suður-
Þingeyinga um áratugaskeið og
gegndi þar formennsku árin 2002-
2008. Einnig tók hann að sér ýmis
trúnaðarstörf fyrir önnur fé-
lagasamtök.
Útför Dags verður gerð frá Ein-
arsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Eiginkona Dags er
Guðrún Friðriksdóttir
frá Sunnuhvoli í
Blönduhlíð í Skaga-
firði, f. 1943. Þau gift-
ust árið 1965 og eign-
uðust fimm syni, þeir
eru: 1) Hjalti, f. 1965,
kona hans Guðbjörg
Guðmundsdóttir, börn
þeirra Elín, sonur
hennar og Stefáns
Ólafssonar er Daníel
Freyr, Fjóla Berglind
og Dagný Rut. 2) Atli,
f. 1966, kona hans
Margrét Ásgeirsdóttir, börn þeirra
Sindri Már, Ída Guðrún og Dagur. 3)
Finnur, f. 1967, kona hans Sóley
Guðjónsdóttir, börn þeirra Dagrún
Erla, Elfa Dögg og Lena Kristín. 4)
Þórður, f. 1973, kona hans Heiðrún
Þá ertu farinn pabbi minn, eftir
þessi erfiðu veikindi, og varst örugg-
lega feginn að þessu væri lokið. Það
var mér mikils virði að geta verið hjá
þér, mömmu og öllum hinum síðustu
dagana, þetta var erfiður en samt svo
góður tími, þú varst búinn að ganga
frá þínum málum og ég held að þú
hafir farið sáttur frá þínu.
Þú varst alltaf sannur og heill í öllu
sem þú gerðir og fylgdir sannfæringu
þinni í þínum verkum, þú leist alltaf á
þig sem bónda og hugsaðir fyrst og
fremst um það, þó að þú hafir alla
mína tíð verið í öðrum störfum, sem
öll miðuðu að því að gera samfélagið í
sveitinni sterkara til framtíðar.
Veiðiferðirnar okkar voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér, allar ferð-
irnar sem við fórum saman í Laxá
voru frábærar og þú hafðir sérstakt
dálæti á því svæði, einnig veiðin í ánni
heima þar sem fyrsti laxinn minn kom
þegar ég var bara pínulítill, ég fékk
bara eiginlega alltaf að fara með þér,
það var samt þannig að þú veiddir
eiginlega alltaf meira en ég.
Þegar þú byrjaðir á skógræktinni
þá var það hún sem þú hafðir mestan
áhuga á, ég man þegar það var að
byrja og ég fór með þér að planta, þá
fannst manni þetta ansi tilgangslaust
í byrjun en þegar skógurinn fór að
stækka þá sá maður hvað þetta gerði
mikið fyrir umhverfið. Þú skilaðir
landinu þínu svo vel frá þér að ekki
var hægt að gera betur og að því eig-
um við eftir að búa alla tíð, þú kostað-
ir kofann sem við byggðum, þó að þú
byggist kannski ekki við að geta not-
að hann mikið sjálfur.
Þau voru ófá skiptin sem við spil-
uðum manna á kvöldin, töluðum sam-
an og fengum okkur aðeins í glas, síð-
ast núna um jólin en þá spilaðir þú við
okkur Heiðrúnu þó að þú værir orð-
inn frekar veikur, það er síðasta
minningin um þig þar sem veikindin
voru ekkert að trufla okkur og við
skemmtum okkur vel.
Ég vil þakka þér kærlega fyrir allt
sem þú gafst okkur öllum.
Þórður Dagsson.
Ég sit í farþegasætinu og bíllinn
keyrir eftir malarveginum milli
Laugabóls og Lauga og ég man ekki
lengur hvaða bíl ég er í. Sennilega
gula Subarunum. Ég er ósköp lítill og
hugsa um tvo. Einn og svo tvo. Ég
kann bara að telja upp í tvo.
Bílinn keyrir pabbi, sennilega er-
um við á leið í Sparisjóðinn og í ljósi
þekkingar hans á tölum spyr ég hvað
komi á eftir tveim? Hann segir
ókunnugt og nýtt orð. Þrír. Framandi
orð. Stór orð. Einn þriðji af gervöllum
talnaskilningi mínum á þessum tíma.
Þegar pabbi kenndi mér að telja
upp í þrjá er ein elsta minning mín.
En fljótlega gleymdi ég orðinu og
lærði það aftur seinna. Og svo leið
tíminn og svo varð ég stærri og loks
stend ég hér í nútímanum. Margt
fleira gagnlegt er ég búinn að læra af
pabba heldur en að telja upp í þrjá.
Margt fleira gott er ég búinn gera
með pabba heldur en að keyra mal-
arveginn milli Laugabóls og Lauga
og margt höfum við talað um og
margt höfum við séð saman.
Í dag er fyrsti dagurinn síðan 1937
sem pabbi andar ekki að sér sama
andrúmslofti og við hin. Fyrsti dag-
urinn minn í þessum heimi án efnis-
legrar tilveru pabba. Þetta er í raun
merkisdagur, ég get ekki lengur beð-
ið hann beint um leiðsögn. Ég á að
vera tilbúinn út í lífið núna. Núna ég á
að geta fótað mig án hans. Búinn að
læra að telja upp í tíu, hundrað, þús-
und og milljón og það ætti að vera
nóg. Maður á að vera orðinn svo stór
núna. En kjarni minn er ennþá litli
strákurinn í farþegasætinu í bílnum
sem keyrði malarveginn og á svo
ósköp margt eftir ólært og saknar
pabba síns.
Ég hugsa um snjóbreiðuna uppi í
heiði, sé Hvítafellið og Skollhólana og
allt suður að Mývatnsheiði. Og ef ég
lygni aftur augunum greini ég tvær
rákir í snjónum, slóð eftir gönguskíði
og göngumaðurinn hefur farið hratt
yfir og rösklega. Hann er kominn
langt því færið er gott og sólin er far-
in að lita himininn bleikan og appels-
ínugulan. Hér sest sólin aldrei al-
mennilega. Þegar himinninn er búinn
að birta ótal málverk rís hún upp á ný
og baðar breiðuna silfursalla. Eftir
langa og hressandi skíðagöngu kem-
ur hann niður dalinn á ný. Tekur af
sér skíðin við Kjarnagerðið, gengur
um skóginn og túnin og brosir stoltur.
Hér mun ég hitta pabba á hverju
sumri og hverjum vetri. Er ég geng
um skóginn hans og túnin, sem hann
ræktaði og hefur fætt okkur bræður,
þá mun hann ganga með mér og ég
mun finna að enn get ég beðið hann
um leiðsögn í lífinu.
Að lokum er hér fyrsta og síðasta
erindið úr gömlu kvæði sem ég held
mikið upp á. Þegar ég leyfði pabba að
heyra það á diski, kom í ljós að hann
kannaðist við það síðan hann var lítill
og hélt líka upp á það.
Ég er að horfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn,
sem líður fram hjá bænum.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum,
langar mig í síðsta sinn
að sofná á bökkum þínum.
Ég er svo ósköp þakklátur, pabbi
minn.
Trausti Dagsson.
Tengdapabbi minn hann Dagur í
Breiðanesi er látinn, í hugann koma
minningar.
Ég er telpukorn og sit í fangi föður
míns í Sparisjóðnum sem þá var á
Kárhóli og Dagur í Breiðanesi skrifar
í litla bók „innlagt 5000 kr.“ og af-
hendir mér bókina yfir skrifborðið,
mér finnst Dagur merkilegur maður
og skoða þessa bók aftur og aftur.
Finnst við eiga eitthvað sameiginlegt
þarna, ég á bókina en hann skrifar í
hana, ýmist „innlagt“ eða „úttekið“ og
passar peningana mína. Ég minnist
Dags þegar hann kemur í heimsókn í
Hólabrekku og mamma lagar te,
Dagur drekkur ekki kaffi og það
finnst mér líka mjög merkilegt, lík-
lega hefði mér þótt enn merkilegra ef
ég hefði vitað á þeim tíma að þessi
maður ætti eftir að spila enn stærra
hlutverk í lífi mínu en passa pen-
ingana mína og drekka te í Hóla-
brekku, heldur ætti hann eftir að
verða tengdapabbi minn, afi
barnanna minna og góður félagi.
Sumarið 1990 vann ég hjá honum í
sparisjóðnum, það var ánægjulegt
samstarf sem ég minnist með þakk-
læti, þar var ekki verið að óskapast
yfir hlutunum. Mér dettur oft í hug
þegar ég er eitthvað ósátt og tuða,
þegar tengdapabbi minn sagði við
mig eitt sinn „það þýðir svo lítið að
óskapast“, ég ætla að reyna að hafa
það hugfast.
Í minningunni er sumarið 1990 sól-
ríkt þar sem fjölskyldan kom saman
Dagur Tryggvason
Elsku afi minn, það var
ánægjulegt að fá að vera
barnabarnið þitt.
Og mér fannst alltaf gott að
vera hjá þér og ömmu í sveit-
inni.
Þú hefur alltaf verið besti afi
minn og mér þótti mjög vænt
um þig.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Hafðu það gott hjá Guði.
María Rut Þórðardóttir.
Elsku afi minn, það er skrít-
ið að hugsa að ég eigi aldrei
eftir að sjá þig eða tala við þig
aftur, að þú sért bara alveg
farinn frá okkur. Ég á margar
góðar minningar um þig og þá
sérstaklega þegar ég var yngri
og kom öll sumur í sveitina til
þín og ömmu og var alltaf með
þér í fjárhúsunum og þegar þú
fórst með mér að finna gæsa-
egg og svo biðum við eftir að
unginn kæmi út. Það verður
skrítið að koma í sveitina og þú
verður ekki þar, enginn afi
sitjandi við eldhúsborðið að
leggja kapal. Ég mun aldrei
gleyma þér, afi minn. Guð
blessi þig.
Kolbrún Andrea
Þórðardóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝ Skúli Sigurðssonfæddist í Meira-
Garði í Dýrafirði 8.
sept. 1932. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði miðvikudaginn
18. febrúar síðast-
liðinn. Móðir hans
var Oktavía Jóhann-
esdóttir, f. 2. okt.
1909, d. 1. nóv.
1983, dóttir Jóhann-
esar Oddssonar
steinsmiðs á Seyð-
isfirði og konu hans
Oddnýjar Sigríðar Bjarnadóttur.
Faðir Skúla var Sigurður Krist-
jánsson sjómaður frá Hnífsdal,
sonur Kristjáns Sigurðssonar frá
Meira-Bakka í Skálavík og konu
hans Jónínu Guðnadóttur. Skúli
átti sex hálfsystkini, þar af eina
eldri hálfsystur, Ellen Emils-
dóttur. Skúli fluttist að Gemlu-
falli þar sem hann var tekinn í
alsteini Einarssyni, skilin. Börn
þeirra eru Einar Haukur, Jón
og Skúli. 2) Jón, kvæntur Elsu
Maríu Thompson, dætur þeirra
eru Hafdís Katla og Heiðdís
Birta, dætur Elsu Maríu og fóst-
urdætur Jóns eru Ástey Gyða
og Margrét Ástrós. 3) Guðný
Ágústa. Sonur hennar og Ólafs
Gunnarssonar er Gunnar Ólafs-
son, sambýliskona Brynja Björk
Vilhjálmsdóttir, börn þeirra eru
Vilhjálmur Blær og Dagbjört
Lilja. 4) Ólafur Kristján, kvænt-
ur Ragnheiði Höllu Ingadóttur,
börn þeirra eru Guðmundur og
Ragnhildur Anna, sonur Ragn-
heiðar og fóstursonur Ólafs er
Kristinn Már.
Skúli tók ungur við búi á
Gemlufalli og bjó þar alla sína
tíð. Skúli annaðist póst-, síma
og ferjuþjónustu yfir Dýrafjörð
um áratugaskeið og sá um að
flytja lækna í vitjanir í lækn-
ishéruðum Þingeyrar og Flat-
eyrar um árabil.
Útför Skúla fer fram frá Mýr-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
fóstur 9 mánaða
gamall og ólst upp
hjá hjónunum
Ágústu Guðmunds-
dóttur frá Brekku í
Dýrafirði, f. 3. okt.
1890, d. 1973 og
Jóni Guðmundi
Ólafssyni frá Hólum
í Dýrafirði, f. 29.
mars 1891 og, d.
1963. Þau áttu fyrir
fimm börn sem
komust á legg, og
ólu upp syst-
urdóttur Jóns.
Eiginkona Skúla er Ragnhild-
ur Jóna Jónsdóttir frá Holti í
Önundarfirði, f. 25. okt. 1937,
dóttir Jóns Ólafssonar prófasts,
f. 22. maí 1902, d. 29. maí 1995
og Elísabetar Einarsdóttur, f.
22. nóv. 1906, d. 8. mars 1985.
Þau giftust 3. ágúst 1957 og
eignuðust saman fjögur börn,
þau eru: 1) Elísabet, giftist Að-
Elsku pabbi. Þá er þrautagöngu
þinni lokið. Það eru margar góðar
minningar um þig sem streyma um
huga minn á þessari stundu. Alltaf
var gott að leita til þín þegar ég
þurfti á því að halda. Þá varstu stoð
mín og stytta.
Þú varst líka alltaf tilbúinn að
hjálpa öðrum enda leituðu margir til
þín. Þú varst alltaf stoltur af fjöl-
skyldu þinni og fylgdist vel með því
sem við vorum að takast á við í námi
og starfi. Þú samgladdist okkur alltaf
innilega þegar okkur gekk vel og
studdir þegar við þurftum á því að
halda.
Þá reyndist þú Gunnari mínum vel
og gekkst honum að mörgu leyti í
föður stað. Fyrir það verð ég þér æv-
inlega þakklát.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
(Davíð Stefánsson.)
Það er með sorg í hjarta að ég kveð
þig. Guð blessi þig, elsku pabbi minn.
Þín
Guðný.
Afi á Gemlufalli.
Ég man þegar ég kom fyrst á
Gemlufall, þá aðeins fjögurra ára, þá
tók Skúli afi mér strax vel. Hann hef-
ur alltaf litið á mig sem eitt af sínum
eigin barnabörnum og ég hef líka
alltaf kallað hann afa minn. Mér þótti
alveg rosalega vænt um hann. Þegar
ég var yngri var ég alltaf á hlaupum á
eftir þeim pabba. Ég fór með þeim í
fjós og þeir kenndu mér að mjólka og
ég sótti oft kýrnar fyrir þá á sumrin.
Pabbi skammaði mig stundum fyrir
að sitja á kúnum í bakaleiðinni en afi
hafði alltaf gaman af því. Hann sagði
að þær vissu varla af mér. Hann stóð
við bakið á mér í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og var alltaf nánast
ákveðnari en ég um að ég myndi
klára það með sóma. Hann var vanur
að segja að ég gæti allt sem ég ætlaði
mér, þó ég ætlaði mér í gegnum
steinvegg. Afi var vanur að standa í
stofuglugganum og veifa okkur
systrum þegar við komum heim með
skólabílnum og oft bauð hann okkur
að koma uppeftir og fá okkur mjólk-
urglas og oftar en ekki fylgdi eitt-
hvert góðgæti með því. Hann var
alltaf í góðu skapi og ef hann sá að við
vorum eitthvað pirraðar þá sagði
hann alltaf: Hvaða fýla er af þér? og
það eitt kom okkur í gott skap aftur.
Afi ljómaði alltaf eins og sólin þegar
hann hitti okkur. Hann hefur alltaf
verið mér og öðrum góður og þau
amma hugsuðu vel um okkur systur
alveg frá því að ég man eftir mér. Ég
held að afi hafi verið sáttur og ham-
ingjusamur maður og verið ánægður
með það sem hann hafði afrekað um
ævina. Hann átti stóra fjölskyldu
sem elskaði hann og það er mikil-
vægast af öllu.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín afastelpa,
Ástey.
Það er komin tími til að kveðja,
góðan og kæran vin. Mig tekur það
sárt.
Tengdapabbi minn var mér afar
dýrmætur. Þegar ég kom fyrst að
Gemlufalli með dætur mínar, Ástey
og Möggu Rós, var okkur frá upphafi
tekið opnum örmum. Við Skúli náð-
um strax mjög góðri tengingu, höfð-
um svipaðan húmor og göntuðumst
mikið saman. Hann var góður maður
sem sýndi væntumþykju í minn garð
og fjölskyldunnar allrar á margan
hátt.
Við Jón byggðum okkur hús og
bjuggum á æskuheimili hans þar
sem þeir unnu báðir að búinu. Ég
vann samt áfram á Þingeyri. Þegar
svo tvíburarnir, Heiðdís og Hafdís
fæddust þá var það eins og með þær
hinar, þær áttu allar saman sitt ann-
að heimili hjá Ragnhildi ömmu og afa
Skúla. Alltaf voru ferðir þeirra með
skólabílnum vaktaðar með því að
standa í glugganum og annað hvort
var veifað eða þær boðnar uppeftir.
Ef vont var veður og vitað var að
ég var á ferðinni, þá hringdi Skúli,
alltaf að gá að mér, kanna hvar ég
væri stödd, bað mig að fara varlega
og gæta vel að þeim dýrmæta farmi
sem ég var með í bílnum, ef stelp-
urnar voru með.
Við unnum mikið saman, sérstak-
lega í heyskapnum. Hann veifaði mér
í hverri ferð eða hnykkti til höfðinu
og brosti til mín. Undir það síðasta
þá tók hann þátt í búskapnum með
því að fylgjast með úr fjarlægð og
spyrja, síðan veitti hann góð ráð úr
sínum mikla viskubrunni. Hann var
hreinn og beinn og það var oft gaman
hjá okkur í eldhúsinu uppfrá. Þú
munt alltaf eiga stað í mínu hjarta,
Guð geymi þig vinur minn.
Kveðja vinir, vegir skilja,
visna blóm á kaldri braut.
Ei neitt er hægt fyrir dauða dylja,
dvín þar líf og hverfur þraut.
Upp til ranna sólar svífur
sálin þreytt í himingeim,
lífsins hinsta löður klýfur,
líður burt og kveður heim.
Okkar leið er allra að skilja,
enginn sér þar kaupir frí
ei er spurt um vinarvilja
eða vitað nokkrum manni í.
Þreyta bæði og sárar sorgir
syrgjendanna hjörtu sker,
upp til himins háar borgir
minn hugur fer og mætir þér.
(Sigurunn Konráðsdóttir.)
Þín tengdadóttir,
Elsa María.
Elsku afi.
Yndislegar minningar koma upp í
huga minn þegar ég hugsa til þín afi
Skúli Sigurðsson