Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 35

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 ✝ Hreinn Gunn-arsson fæddist á Dallandi í Böðvarsdal 18. október 1934. Hann lést á Lands- spítalanum við Hring- braut 20. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hansína Sigfinnsdóttir frá Seyðisfirði og Gunnar Runólfsson frá Böðv- arsdal. Systkini Hreins voru Sigvaldi (hálfbróðir sam- feðra), Kristbjörg, Sigfinnur, Jóna Guðný, Agot Gunn- hildur (látin) og Pálmi. Hreinn kvæntist Ástu Sigurð- ardóttur 18. janúar 1958 og voru þau gift í 51 ár. Þau byrjuðu búskap að Ásavegi 7 í Vestmannaeyjum, síðar að Bröttugötu 16. Börn Ástu og Hreins eru: 1) Sigríður, hún á tvær dætur, Guðbjörgu og Ástu Hrönn Guðmanns- dætur. 2) Gunnar, börn hans og Sig- urbjargar Magn- úsdóttur eru Sunna Björt, Hreinn og Baldur. 3) Sigurður Ómar, dætur hans og Hrefnu Sigurð- ardóttur eru Ásta, Berglind og Katla. Langafabörnin eru þrjú; Selma Björt Stefánsdóttir, Sara Dröfn Rikharðsdóttir og óskírð Ósk- arsdóttir. Hreinn var alla sína tíð sjómaður af guðs náð. Hann byrjaði á sjó ein- ungis 14 ára gamall. Hann var lengst af á Gullbergi Ve 292 og starfaði þar í ein 27 ár. Útför Hreins fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hann elsku besti afi minn far- inn. Hann var ekki einungis afi minn heldur var hann líka mikill vinur minn. Með árunum þróaðist okkar vinskap- ur og vinaböndin styrktust. Það var alltaf svo gott að koma til hans og fá afaknús og ég mun sárt sakna þess að geta ekki fengið faðmlag og spurt hann hvað er frétta. Hann afi var mik- ill sögumaður og átti auðvelt með að hrífa mann með sér aftur í gamla tíma, það var svo margt spennandi sem hann hafði upplifað og vildi deila með okkur. Ég er svo þakklát fyrir allar sögurnar sem þú sagðir mér, afi. Ég var fyrsta barnabarnið hans og varð ég strax mikil afastelpa. Ég man þegar ég var lítil og var úti að leika með honum. Við fórum út í garðinn hans þar sem hann sá um að dekra við mig, leikirnir voru allir eftir mínu höfði enda skipti það engu hvort sem það var búðarleikur eða drullumall, allt var jafn skemmtilegt. Hann var tilbúinn að gera hvað sem er fyrir mig, hann leit meira að segja undan þegar ég var að laumast í heimaræktuðu jarðaberin hans. Nú þegar ég varð ólétt þá sagði hann eitt sinn við mig að hann myndi biðja fyrir barninu mínu á hverju kvöldi, það þótt mér mjög vænt um. Viku áður en hann dó fæddist dóttir mín og ég var alltaf að bíða eftir að geta sýnt þér hana, afi, því þú varst svo spenntur að fá langafabarnið í heiminn. En hann kom ekki heim aftur og hittust þau því aldrei. Ég veit að hann hefði verið ánægður með litlu prinsessuna sína og hlakka ég til að segja henni sögur af þér, afi minn. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast afa mínum og mun ég ávallt varð- veita minningar um hann í hjarta mínu og óska ég þess að honum líði vel, laus meina sinna. Elsku Hreinn afi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég var og verð alltaf þín afastelpa. Hvíldu í friði, saknaðarkveðja. Þín, Guðbjörg. Hreinn bróðir minn lést að kvöldi 20. febrúar á Landspítalanum í Reykjavík eftir langvarandi veikindi. Hann var einn af sex systkinum mín- um frá Dallandi í Vopnafirði. Ég minnist þess er þú fórst úr föð- urhúsum ungur maður, þá runnu tár niður kinn af söknuði. Strax frá unga aldri leitaði hugur þinn til sjós og fylgdi það þér alla ævi. Þú varst lengst af skipverji á Gullberginu frá Vest- manneyjum og það var ósjaldan að Gullbergið lagðist að bryggju á Vopnafirði. Það var tilhlökkun að fá þig í heimsókn, því alltaf var kært á milli okkar. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig að morgni þess dags er þú kvaddir þennan heim og sjá bros þitt sem þú varst svo óspar á. Hreinn minn, minning þín er ljós í lífi mínu. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. (Sigurður Jónsson.) Ásta mín, ég bið góðan guð að vera með þér, börnum þínum og fjölskyld- um. Þín systir, Kristbjörg. Það kom mér ekki á óvart að frétta lát Hreins Gunnarssonar. Hann hefur átt við mikla vanheilsu að stríða mörg undanfarin ár. Ég held það sé rétt munað hjá mér að Hreinn hafi verið fyrsti maðurinn sem ráðinn var á Gullbergið þegar við hófum útgerð þess á haustdögum 1970. Ég vissi að það var honum þung- bært að þurfa að hætta á sjónum, en hann fylgdist alltaf vel með strákun- um sínum á Gullberginu. Það var ekki skrítið þó hann væri orðinn lúinn eftir það erfiða starf sem sjómennskan er og hafandi verið á sjó frá 15 ára aldri var hann sannarlega búinn að skila sínu og vel það. Hreinn var einstaklega húsbóndahollur og eru slíkir menn hverri útgerð ómetanlegir. Hreinn var svo heppinn að eiga hana Ástu sína sem hefur staðið vel með honum, fyrst sem sjómannskona sem bíður heima og nú seinni árin í öll- um hans veikindum. Ég vil fyrir hönd okkar hjá útgerð- inni þakka áralanga tryggð og vináttu um leið og við sendum Ástu og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um Hrein mun lifa með okkur sem þótti vænt um hann. Elínborg Jónsdóttir. Hreinn Gunnarsson ✝ Ingunn Sveins-dóttir fæddist á Grjótá í Fljótshlíð 7. maí 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 23. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilborg Jónsdóttir, f. 28. mars 1888, d. 31. mars 1966 og Sveinn Teitsson, f. 23. ágúst 1879, d. 28. sept- ember 1955. Ingunn var elst 5 systkina, systkini hennar eru Þórunn, f. 1913, d. 1914, Teitur, f. 24. janúar 1917, Valgerður, f. 18. apríl 1921, d. 4. október 2005 og Helga, f. 8. októ- ber 1925, d. 30. októ- ber 1992. Ingunn giftist Kjartani Guðjónssyni úr Landeyjunum, f. 31. mars 1913, d. 27. september 2000. Ingunn, eða Inga einsog hún var oftast kölluð, ólst upp á Grjótá í Fljótshlíð. Þau Kjartan hófu sinn búskap á Grjótá og bjuggu þar, þar til þau fluttust í Sand- prýði á Eyrarbakka árið 1959. Ingunn verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin kl. 11. Mín elskulega móðursystir Ing- unn Sveinsdóttir hefur kvatt okkur. Elsku Inga frænka, þú hefur um- vafið mig og systkini mín með mikilli ást og hlýju frá því við litum dagsins ljós og eins börnin okkar þegar við eiguðumst þau og seinna barnabörn. Ég mun minnast þeirra tíma með þakklæti þegar við Sveinn bróðir dvöldum oft um lengri eða skemmri tíma á Grjótá hjá þér, Kjartani, ömmu, afa og Teiti frænda. Það lýsir því kannski best hvað okkur leið vel hjá ykkur að í minningunni finnst mér að alltaf hafi verið sól og blíða í Fljótshlíðinni sem þú elskaðir svo heitt. Farðu í friði, kæra frænka, á fund ástvina sem þú varst aldrei í vafa um að þú myndir hitta aftur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín frænka, Svanhildur (Svana.) Elsku Inga mín, þín verður sárt saknað af okkur öllum í fjölskyld- unni. Ég mun seint gleyma því hvað það var alltaf gott að koma til ykkar Kjartans í Sandprýði. Alltaf tókuð þið svo vel á móti mér og mikið þótti mér alltaf gott að geta farið í fallega garðinn ykkar og náð mér í smá rifsber. Ég verð þér alltaf þakklát fyrir alla vettlinga og sokka sem þú hef- ur gert á mig í gegnum tíðina en fermingarhanskarnir sem þú hekl- aðir á mig standa alveg upp úr, því- líkt fallegir, og ég geymi þá inn- rammaða svo þeir geymist sem best. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir verið sú frænka sem allir vilja eiga og lang- ar mig til þess að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höf- um átt saman í gegnum tíðina vegna þess að alltaf gátum við haft gaman þegar við vorum saman. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér þarna uppi og einnig veit ég að þú munt fylgjast vel með okkur öllum. Þín litla frænka, Svanhildur (Svana.) Ingunn Sveinsdóttir Ég mun sakna þín, elsku Inga frænka, þótt þú hafir verið 90 árum eldri en ég og þú vorum við alltaf svo góðir vinir. Við gátum alltaf talað mikið saman og þú sagðir mér svo mikið frá því þegar þú varst lítil. Þú og ég vorum alltaf að tala um garn og finna skemmtilega liti og svo varstu alltaf að prjóna handa mér úr þeim litum sem ég valdi. Takk fyrir allt, elsku Inga mín. Þinn, Davíð. HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. Mér þótti svo rosa- lega vænt um þig og ég man síðast þegar ég sá þig uppi á spítala, þá varstu að taka gervitenn- urnar út úr þér til að láta skola þær og ég man hvað þú viss- ir að mér þótti skrítið að sjá þig svona tannlausan og þú brostir til mín og hlóst. Þú varst með svo vingjarnlegt bros og ég vildi að ég gæti séð þig brosa einu sinni enn. Það var gott að geta sýnt þér að ég væri farin að standa mig svona vel og ég veit að þér þótti vænt um það. Það verður frekar skrítið að fara heim til ömmu nú þegar það vantar þig, það verður eitthvað svo öðruvísi. Það verður bara sárt að sjá þig ekki lengur sitja í sætinu þínu sem þú varst vanur að sitja í inni í stofu. Ég veit að þér líður betur á staðn- um sem þú ert á núna og þú ert Reynir Hjartarson ✝ Reynir Hjart-arson fæddist á Vaðli á Barðaströnd í V-Barð. 30. júlí 1926. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju 16. janúar. hraustur og getur hlaupið eins og vindur- inn. Þú varst svo góður og ég veit að þú ert ennþá hjá mér því að ég get fundið fyrir þér því þegar ég er hrædd en fer svo að hugsa um þig og þá er eins og þú sért nálægt mér og ég finn fyrir vel- líðan. Elsku afi minn, mér þótti alveg rosalega vænt um þig og þú verður alltaf afi minn og hér er lítið ljóð handa þér frá mér. Afi minn ég sakna þín svo sárt. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu, elsku afi minn. Við munum hittast á ný eftir lang- an tíma en við munum þó hittast. Allir sakna þín svo heitt og ég veit að þú ert í hjarta þeirra líka eins og mínu. Svo þegar við hittumst á ný þá verður þú hraustur og við munum geta kynnst betur. Elsku afi minn, ég sakna þín svo sárt og mér þykir endalaust vænt um þig. Hittumst brosandi í næsta lífi, elsku afi minn. Ég elska þig. Kveðja, Tinna Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrr- þey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGA EINARS VILHJÁLMSSONAR. Erla Sigurðardóttir, María Gröndal, Guðlaug Helga Ingadóttir, Þór Sveinsson, Sigurður Ingi Einarsson, Maritza Sepulveda, Kort Þórsson, Magdalena Þórsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Sóltúni 2, Reykjavík. Alúðarþakkir færum við öllu starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns, en þó sérstaklega þeim sem starfa á deild 3B fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Kristján S. Baldursson, Elsa Baldursdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðjón Baldursson, Bryndís Guðjónsdóttir, Birgir Bragi Baldursson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.