Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 28

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Átökum umbreyt-ingar á lögum um Seðla- banka Íslands er nú lokið. Þau hafa tekið of mikinn tíma og orku hjá stjórnmálamönn- unum. Þótt sjálfsagt hafi verið að Alþingi vandaði sig við setningu þeirra hefur umræðan um of farið um víðan völl og snúizt um ann- að en aðalatriði. Önnur brýn hagsmunamál fyrirtækja og almennings hafa ekki ko- mizt á dagskrá á meðan stjórn og stjórnarandstaða hafa þjarkað um Seðlabank- ann. Nú verður almenningur að vona að stjórnmálamenn- irnir geti snúið sér að þeim málum. Tíminn, sem núver- andi ríkisstjórn hefur fram að kosningum, er skammur. Val ríkisstjórnarinnar á seðlabankastjóra til bráða- birgða er snjallt. Svein Har- ald Øygard uppfyllir allar þær kröfur, sem gerðar eru til seðlabankastjóra um menntun og reynslu sam- kvæmt nýju lögunum og raunar gott betur. Sér- staklega vegna þess að hann er settur til skamms tíma er ágætt að enginn þurfi að velta fyrir sér tengslum hans eða fortíð hér innan- lands. Maðurinn getur ein- faldlega gengið beint til verks og óskandi er að hann fái til þess vinnufrið. Stjórnarand- staðan á Alþingi leggst von- andi ekki í fleiri lagakróka til að vefengja að rétt hafi verið að ráðningu hins nýja seðlabankastjóra staðið. Kostirnir við að fá útlending í starfið, að minnsta kosti um skamman tíma, liggja nefnilega í augum uppi. Reynsla Øygards af því að fást við bankakreppuna í Noregi á sínum tíma, kynni hans af hinum alþjóðlega fjármálaheimi og tengsl hans við pólitíska stefnu- mótun í heimalandinu eru allt augljósir kostir. Hann nálgast efnahagsvanda Ís- lands sem fagmaður, frjáls af tengslum við hina oft og tíðum þröngu umræðu hér á landi. Sér til fulltingis hefur hann Arnór Sighvatsson að- stoðarseðlabankastjóra, sem er í hópi virtustu og hæf- ustu hagfræðinga landsins. Líta verður á ábendingu norskra stjórnvalda um Øygard sem enn einn vin- argreiðann úr þeim ranni. Norðmenn hafa ásamt Fær- eyingum staðið þéttast við bakið á okkur Íslendingum í erfiðleikunum að undan- förnu. Kostirnir við að fá útlending í starfið liggja í augum uppi} Vinnufriður? Það er ekkiraunhæft að Íslendingar og Norðmenn taki upp mynt- samstarf,“ sagði Jens Stolten- berg, forsætisráðherra Nor- egs, í viðtali við fréttastofu Sjónvarps á fimmtudags- kvöld. „Norska krónan er bundin við norska þjóð og verður því ekki tekin upp af öðrum. Evran byggir á gjald- eyrissamstarfi margra þjóða og hana er hægt að taka upp gangi þjóðin í Evrópusam- bandið.“ Svo mörg voru þau orð norska forsætisráðherrans og verða vart afdráttarlausari. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið helsti talsmaður þess að skoða möguleikann á samstarfi við Norðmenn. Ástæður Norð- manna fyrir að vilja slíkt sam- starf gætu helgast af því að þeir vildu að Íslendingar stæðu áfram með þeim í EES- samstarfinu og þar með utan Evrópusambandsins. „Ég leyfi mér að fullyrða, og ég hef býsna góð sambönd í norskum stjórn- málum, að ósk af þessu tagi yrði ekki hafnað,“ sagði Steingrímur í viðtali fyrir stjórnarskipti. Það kann að vera hægt að rekja það til einhverra vær- inga í norskum stjórnmálum að vísbendingar Steingríms skuli stangast á við fullyrð- ingar forsætisráðherrans. Nú hafa hins vegar verið tekin af öll tvímæli um mögu- leikann á því að taka upp norsku krónuna á Íslandi. Forsætisráðherra Noregs hefur ekki áhuga á slíku sam- starfi og færir að því einföld og skýr rök. Það væri harla undarlegt að taka upp norsku krónuna í óþökk Norðmanna. Og það sama á reyndar við um aðrar fjallabaksleiðir, sem nefndar eru í gjaldmið- ilsmálum að því er virðist í þeim tilgangi einum að kom- ast hjá þeim kosti, sem blasir við: Inngöngu í Evrópusam- bandið og upptöku evru í framhaldinu. Einhliða upp- taka erlends gjaldmiðils getur ekki verið lausn til frambúðar. Norska krónan er fyrir Norðmenn}Skýrt svar Stoltenbergs N ú er ég eldri en tvævetur í starfi mínu sem blaðamaður, en þó ekki miklu eldri en það. Fjöl- miðlalandslagið á Íslandi hefur á þeim tíma sem ég hef starfað á Morgunblaðinu nánast umturnast og reynd- ustu blaðamenn hafa upplifað breytingar á starfsumhverfi sínu sem líkja mætti við bylt- ingu. Þrátt fyrir að ákveðinni óvissu hafi verið eytt hvað eignarhald á Morgunblaðinu varðar, þora fæstir að varpa öndinni léttar án þess að svolítill fyrirvari sé á þeim útblæstri. Nýju eigendurnir eiga enn eftir að sanna fyrir starfsmönnum Morgunblaðsins en ekki síður fyrir þjóðinni að þeir séu ábyrgðarfullir eig- endur fjölmiðils í landi sem á í miklum vanda. Ég vil trúa því að svo sé. Að undanförnu hefur sú krafa heyrst að fjölmiðlar ættu að biðjast afsökunar á því að hafa ekki staðið sína plikt í góðærinu. Gagnrýnin er sú að þeir hafi flutt fólki gagnrýnislausar fréttir af viðskiptalífinu og jafnvel upphafið útrásina. Vel má vera að íslenskir fjöl- miðlar hefðu getað gert betur í þeim fréttaflutningi en hins vegar má ekki gleyma því aðhaldi sem fjölmiðlarnir þó veittu viðskiptalífinu. Hér í Morgunblaðinu var ekki skortur á gagnrýni í garð ofþenslunnar í fjármálakerf- inu, hvort sem var á almennum fréttasíðum blaðsins eða í forystugreinum þess. Ég man vel eftir því að í þau skipti sem Morgunblaðið tók ekki undir með greining- ardeildum bankanna eða öðrum klappliðum útrásarvík- inganna, var blaðið harðlega gagnrýnt fyrir skemmdarverkastarfsemi, öfundsýki, sér- hagsmuni og að fréttaflutningurinn hlyti að ráðast af einhverju öðru en þeirri skyldu blaðsins að miðla fréttum til lesenda sinna. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að fréttaflutningur blaðsins hafi verið óskeikull en ónýtur var hann ekki. Langt því frá. Með hvaða hætti fjölmiðlar ættu að biðjast afsökunar er mér heldur ekki ljóst. Þeir sem hafa farið fram á slíkt bera greinilega ekki mikla virðingu fyrir fjölmiðlastéttinni og hafa ábyggilega aldrei gert. Þvert á trú þeirra er það hins vegar ekki svo að blaðamenn séu beðnir – og hvað þá skyldaðir til – að skrifa gegn betri vitund eða samvisku. Blaðamenn bera persónulega ábyrgð á skrifum sínum og það er ekki síður ritstjóranum mikilvægt að slík vinnubrögð séu bæði virt og viðhöfð á hverjum degi og við vinnslu hverrar fréttar. Ef ekki væri fyrir þennan óskrifaða sáttmála nyti blað eins og Morgunblaðið ekki mikils trausts. Eða samræmist það kannski hugmyndum þeirra sem kalla á syndajátningu fjölmiðlanna, að sér- hver blaðamaður stígi fram og biðji þjóðina afsökunar? Það sjá allir að það gengi ekki upp. Sú stétt sem ég til- heyri er vönd að virðingu sinni og þetta skyldu allir þeir sem hafa áhuga á að reka fjölmiðil vita. Þá virðingu er ekki hægt að hafa af okkur blaðamönnum án þess að um leið sé gerð gróf aðför að frelsi þjóðarinnar. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill Er mönnum treystandi? FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is T VEIMUR málum var vís- að frá Hæstarétti um miðja viku vegna ann- marka á kæru til rétt- arins. Það kom lög- mönnum nokkuð í opna skjöldu enda sömu vinnubrögð viðhöfð við kæru úrskurðar héraðsdóms og venjulega. Hjá Hæstarétti fengust þau svör að verið væri að skerpa á í samræmi við ný sakamálalög sem tóku gildi um áramót. Í báðum tilvikum var um að ræða gæsluvarðhaldsúrskurði og við upp- kvaðningu í héraði var bókað eftir sakborningum að þeir kærðu úr- skurðinn til Hæstaréttar. Ekki var hins vegar bókað í hvaða skyni kært var og var því ekki komist hjá frávís- un, skv. dómum Hæstaréttar. „Púritanískur formalismi“ „Þetta hefur ekki komið upp áður í tengslum við gæsluvarðhald. Það hefur verið venjan, í tíð eldri laga, að bókað var eftir sakborningi að hann kærði úrskurðinn. Síðan sendi mað- ur inn nánari rökstuðning, eins og ég gerði,“ segir Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður í öðru málinu. Sveinn tekur fram að þótt áhrifin hafi ekki verið mikil í málinu – gæsluvarðhaldið rann út í gær – sé makalaust að sakborningur sé látinn dúsa í gæsluvarðhaldi á þeim grund- velli að kröfugerð hans sé ekki ná- kvæmlega bókuð. „Við erum ekki að ræða víxilmál, heldur frelsissvipt- ingu. Það er ekki hægt að afgreiða slík mál með púritanískum formal- isma.“ Þessi nákvæmni Hæstaréttar komst fyrst í hámæli 19. janúar sl. Þá vísaði Hæstiréttur frá dómi máli ákæruvaldsins á hendur athafna- manninum Jóni Ólafssyni vegna meintra skattalagabrota. Í því tilviki var ekki litið til nýju laganna, heldur þeirra eldri. Voru sömu rök færð fyrir frávísun eða að tiltaka bæri „í yfirlýsingu um kæru í hvaða skyni kært væri og hvaða kröfur væru gerðar“. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, var ósáttur við þessa lyktan mála, enda hafði hann fyrir réttinum vísað til dæma í dómaframkvæmd þar sem slík bók- un var látin átölulaus. Segir þá í dómi Hæstaréttar: „Tilvik, sem [Helgi Magnús] hefur vísað til í þessu sambandi, eiga það sammerkt að úrskurður eða ákvörðun hefur verið bundin við eitt efnisatriði og aðeins snúið að lögreglustjóra eða ákæranda sem eina gagnaðila sak- bornings sem kærði, en þegar svo er ástatt getur enginn vafi verið um í hvaða skyni kært sé.“ Umræddir gæsluvarðhalds- úrskurðir bera það einmitt með sér að aðeins er um eitt efnisatriði að ræða. Taka ber þó fram að sakborn- ingur getur einnig farið fram á styttra gæsluvarðhald, en ekki að- eins að fella úrskurðinn úr gildi. Rætt meðal héraðsdómara Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir dómana benda til að breytingar hafi orðið hjá Hæstarétti. „Í tíð eldri laganna voru samsvarandi ákvæði um að menn skyldu taka fram í hvaða skyni kært væri, en það var sjaldnast gert. Þannig að Hæstiréttur er kannski að leggja strangari línur hvað þetta varðar undir það síðasta.“ Hann seg- ir að menn verði að laga sig að breyt- ingunum og þær verði án efa ræddar meðal héraðsdómara. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, bendir á að um áramót hafi tekið gildi ný lög um meðferð sakamála. Hann segist ekki hafa borið saman ákvæðin í nýju lög- unum og þeim gömlu en „það er skerpt á þessu í nýju lögunum og við fylgjum því“. Hæstiréttur fer fram á meiri nákvæmni Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Íslands Farið er fram á meiri nákvæmni við kæru úrskurða. 144. gr. laga um meðferð opinberra mála […] 2. Kærandi skal lýsa kæru sinni innan þriggja sólarhringa frá því hann fékk vitneskju um þá úrlausn sem hann vill kæra. 3. Kæru skal lýst bréflega til dómara eða með bókun í þing- bók og skal koma fram í henni í hvaða skyni kært er og hvaða kröfur séu gerðar, svo og aðrar athugasemdir og skýringar sem kæranda þykir ástæða til. 193. gr. laga um meðferð sakamála […] Nú vill maður kæra úrskurð og skal hann þá lýsa því yfir innan þriggja sólarhringa frá því að hann fékk vitneskju um úr- skurðinn. Sé kæru lýst yfir á dómþingi má kærandi láta við það sitja að bókað verði um hana í þing- bók, þar á meðal í hvaða skyni kært er. Að öðrum kosti skal hann afhenda héraðsdómara skriflega kæru þar sem greint skal frá því hvaða úrskurður sé kærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæra er reist á. Skriflegri kæru skulu fylgja ný gögn sem kærandi hyggst bera fyrir sig. Ákvæði gömlu og nýju laganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.