Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 33

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 ✝ Pálína Halldórs-dóttir fæddist í Ólafsvík 13. sept- ember 1930. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 20. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldór Jónsson og Matthildur Kristjáns- dóttir og var Pálína ein af tíu systkinum. Pálína giftist Sig- urði Ríkharði Þor- steinssyni, d. 28. sept- ember 1998. Þau eignuðust fimm börn, Sigrúnu, Halldór, Steinar, Ragnar Matthías og Má. Barna- börnin eru fjórtán og barna- barnabörnin fjögur. Heimilið var starfsvettvangur Pálínu en auk þess að sinna upp- eldi barna og heimili vann hún ávallt utan heimilis störf sem tengdust sjávar- útvegi. Söngur var Pálínu mjög hugleik- inn og mest yndi hafði hún af óperu- og kórsöng. Hún byrjaði ung að syngja í Kirkjukór Ólafsvíkur og söng þar í áratugi. Pálina var mikil útivist- arkona og á hún ófá sporin inn að Hvarfi, upp Fossárdalinn, yfir Tæpitung- una, fram Geitnholtið, út Bæj- armýrina, niður Markúsarganginn og heim. Útför Pálínu fer fram frá Ólafs- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Pálína tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim og er lögð upp í langferð til æðri veraldar. Með okkur Pálínu var ætíð hlýtt og gott samband. Þegar ég fór að venja komur mínar á Grundarbrautina í Ólafsvík sem væntanleg tengdadóttir tóku Pálína og Sigurður mér opnum örmum. Notalegt andrúmsloft ein- kenndi heimilisbraginn og var tengdamóðir mín iðulega að dunda sér í eldhúsinu og rólyndisbragur yfir tengdapabba, í sjónvarpsholinu eftir langan vinnudag. Pálína hafði unun af því að elda og baka enda var hún snilldar kokkur. Eldhúsið var vistlegt og stóð tengdamamma iðulega um miðnættið og straujaði því „þá slakaði hún svo vel á.“ Oft sátum við í eldhúsinu og spjölluðum saman enda höfðum við sönginn og útivistina að sameiginlegu áhuga- máli. Pálína söng í áratugi með Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju og gaf það henni mikla lífsfyllingu sem hún minntist með bros á vör. Pálína hafði gaman af að fara í „menn- inguna“ í Reykjavík. Ófáar ferð- irnar fórum við saman í Óperuna. Það voru ógleymanlegar ferðir því Pálína hafði mikið yndi af góðum söng. Pálína sagði mér frá æskuárum sínum í Stakkholtinu en hún ólst upp í stórum systkinahópi á mann- mörgu heimili og var þar mjög gestkvæmt. Pálína byrjaði ung að hjálpa til á heimilinu og lá leið hennar síðan í Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Hugur Pálínu stefndi til frekari mennta en störfin á heim- ilinu gengu fyrir. Það var henni því mikils virði að börnin hennar gengu menntaveginn og studdu þau hjón- in börnin sín með ráðum og dáð. Pálína var mikil fjölskyldukona og var stolt af hópnum sínum. Henni fannst barnabörnin efnileg, hún fylgdist vel með þeim og gladd- ist yfir sigrum þeirra. Hjá henni áttu þau dyggan stuðningsmann. Hún naut þess að hafa þau í kring- um sig og gaukaði iðulega að þeim góðgæti. Það var mikil kátína á heimilinu okkar í Eyjahrauninu þegar von var á tösku frá ömmu með rútunni frá Ólafsvík. En í tösk- unni var skúffukaka, formkökur, hafrakex, brúnterta, eplalengja og sódakaka með súkkulaði, svo eitt- hvað sé nefnt. Þvílík veisla, en tengdamamma minnkaði ekkert baksturinn þó að allir ungarnir væru flognir úr hreiðrinu. Það voru tengdamóður minni erf- ið spor þegar hún fluttist frá Ólafs- vík vegna veikinda en hugurinn var samt alltaf bundinn heimahögunum enda þekkti hún hverja þúfu í kringum bæinn. Pálína var mikill göngugarpur og náttúruunnandi og voru gönguferðirnar oft í marga klukkutíma. Hún veigraði sér ekki við að ganga á fjöll og gekk hún iðulega um hálend svæði í nágrenni Ólafsvíkur. Ég mun geyma minn- ingar um Pálínu tengdamóður mína, minningar sem ég og fjöl- skylda mín munum gleðjast yfir á ókomnum árum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Jóhanna M. Hjartardóttir. Kveðja til ömmu Í Víkinni báran sængina breiðir, blíðlegt er vinarhót. Að Stakkholti lágu margra leiðir, þar lék sér glaðleg snót. Vinnusöm ætíð og vönduð kona, verndari sinna nú. Móðir stúlkubarns og sona, stolt, gjafmild og trú. Í Ólafsvíkur faðmi fjalla, forðum áttir þitt bú. Æskustöðvarnar ætíð kalla, elskan mín, komdu nú. Er ástvinir þjást í okkar heimi, erfið er leiðin þeim. Ég bið, þig fagra drauma dreymi, í dag, ertu komin heim. Með ástarkveðju og þökkum fyr- ir allt og allt. Þín nafna, Pálína. Elsku amma, það er okkur þung- bært að kveðja þig í hinsta sinn þó að við vitum að hvíldin hafi verið þér kærkomin. Barátta þín síðustu árin var farin að taka sinn toll og eins og sagði í málshættinum þín- um síðustu páska þá hefur allt sinn tíma og þinn var kominn. Síðustu daga höfum við rifjað upp þær minningar sem við eigum um þig. Okkur fannst alltaf jafn gott að koma til Ólafsvíkur, þið afi tókuð svo vel á móti okkur og Grundabrautin var eini staðurinn á landinu þar sem við máttum fá kökur í morgunmat. Við geymum í hjörtum okkar þær stundir sem við áttum með þér eftir að við fluttum til Reykjavíkur og þú fórst að venja komur þínar til okkar í Hlað- hamrana. Þú komst alltaf færandi hendi með fulla tösku af kökum. Enginn bakaði jafn góðar form- kökur og við dýrkuðum nýbakaða fladdarana með osti og gúrku. Okkur fannst alltaf jafn notalegt að hafa þig heima þegar við komum úr skólanum. Oftar en ekki sastu með kaffi og mola í eldhúsinu eða varst að ljúka við að setja upp and- litið og tryggja hárgreiðsluna með góðum skammti af hárlakki áður en þú skelltir þér í bæjarleiðangur. Það sást mjög vel síðustu dagana hve heitt þú varst elskuð og dáð af fjölskyldunni þinni og við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana. Þín verður sárt saknað en minningin um einstaka manneskju mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Farðu nú í heimsreisuna með þeim sem bíða þín hinum megin og hvíl í friði. Ástarkveðja, Sigurður R. og Þórey. Pálína Halldórsdóttir ✝ Fanney Á. Greene(Runólfsdóttir) fæddist í Reykjavík 26. mars 1924. Hún lést á sjúkrahúsi í Georgíufylki í Banda- ríkjunum hinn 8. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elka Jónsdóttir, f. 10.4. 1888, d. 14.11. 1982, og Runólfur Jónsson, , f. 6.1. 1870, d. 11.10. 1932. Systk- ini Fanneyjar eru Geir Runólfsson, f. 2.10. 1926, og Guðrún Rebekka Runólfsdóttir, f. 27.2. 1917, d. 15.8. 1985. Fanney kvæntist Dr. Mark R. Greene 1946 og fluttist til Banda- ríkjanna þar sem hún bjó alla ævi. Börn þeirra eru: 1) Irving Greene, f. 1948. Kona hans er Gisela og börn Bjorn og Fiona. 2) Robert Greene, f. 1953. Kona hans er Nadia og börn Grainger, Maxwell og Laura. 3) Erik Greene, f. 1955. Kona hans er Jenifer og dóttir Virginia. Fanney og Mark bjuggu lengst af í Eu- gene, Oregon. Þau fluttu til Athens, Georgíu 1971 þar sem Mark fékk prófess- orsstöðu við Univers- ity of Georgia í áhættustýringu og tryggingafræðum. Þegar þau fóru á eft- irlaun fluttu þau til Bradenton í Flórída. Fanney spilaði mikið tenn- is og tilheyrði ýmsum klúbbum og tennissamtökum. Hún hafði einnig gaman af að spila bridge og mála landslagsmyndir. Í mörg ár, var Fanney sjálfboðaliði við St.Mary’s spítalann í Athens. Minningarathöfn um Fanneyju fer fram í dag í Athens í Georgíu. Hinn 8. febrúar lést Fanney Greene móðursystir mín í Bandaríkj- unum eftir stutta sjúkdómslegu. Fanney hafði fyrir ári síðan flust ásamt manni sínum aftur til Athens í Georgíu eftir að hafa búið síðustu 20 árin í Flórída. Fanney ólst upp í Reykjavík en á stríðsárunum kynntist hún eftirlif- andi manni sínum Dr. Mark R. Greene sem gegndi herþjónustu hér á landi. Fanney og Mark trúlofuðust og fluttust í stríðslok til Bandaríkjanna. Þau gengu í hjónaband á gamlársdag 1946 og settust að í Eugene í Oregon. Mark hélt áfram námi við háskólann í Oregon og lauk þaðan námi í við- skiptafræðum. Síðar varð hann pró- fessor við sama skóla. Samhliða kennslunni hélt Mark áfram námi og vísindaiðkunum og hlaut doktors- gráðu í fræðigreinum sínum. Mark hefur skrifað margar kennslubækur í trygginga-og viðskiptafræðum sem náð hafa miklum vinsældum og haldið fyrirlestra víða. Á árunum í Oregon eignuðust Mark og Fanney þrjá syni, Irving, Róbert og Erik. Árið 1971 fluttist fjöl- skyldan til Athens í Georgíu þar sem Mark varð prófessor við University of Georgia. Mark og Fanney ferðuðust mikið í sambandi við fyrirlestrana bæði innan Bandaríkjanna og utan. Ásdís systir mín og Pétur, maður- inn hennar, hafa búið í Flórída um árabil og þegar Mark og Fanney bjuggu í Bradenton var stutt að fara og heimsóknir tíðar. Þeim fannst gott að hafa Ásdísi og Pétur svona nálægt sér og var alltaf kært á milli þeirra. Alltaf þegar við fjölskyldan vorum á ferð í Bandaríkjunum gerðum við okkur far um að koma við hjá Fann- eyju og Mark. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur enda Fanney meistara- kokkur sem hafði gaman af að taka á móti gestum. Sérstaklega er okkur hjónum minnisstætt þegar við vorum við nám í eitt ár í Flórída. Þá hittumst við oft og eitt sinn fórum við í viðburðaríka siglingu með skemmtiferðaskipi til Bahamaeyja. Í þeirri ferð reyndi svo sannarlega á þolrifin í stórfjölskyld- unni þar sem bíllinn bilaði og lá við að við misstum af skipinu. En sem betur fer beið skipið eftir okkur enda vorum við 12 saman og vorum síðustu far- þegararnir um borð. Síðast þegar við heimsóttum þau var það í sumarbú- stað þeirra uppi í fjöllum Georgíu. Það var sumarið 2006. Mark og Fann- ey voru samrýmd hjón. Þau spiluðu brids og tennis og Fanney var frí- stundamálari um árabil. Einnig tók hún þátt í sjálfboðaliðastörfum við sjúkrahús. Ég vil senda Mark og fjöl- skyldunni mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Kristín Ármannsdóttir. Elsku Fanney frænka. Ekki átti ég von á því að þú færir svona snöggt án þess að ég fengi færi á því að kveðja þig, en lífið spyr víst ekki að því hvort maður sé tilbúinn eða ekki. Mér fannst ósköp erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki kvatt þig áður en þú fórst. Ég var að skoða möguleikann á því að koma og kveðja þig en þá kom fréttin um að þú værir farin. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá mér, glöð, glæsileg og alltaf fjör í kringum þig. Ég man þegar ég var yngri, þeg- ar þú komst til Íslands, þá var eins og jólin væru komin hjá mér. Ég var sem föst við ykkur Mark, ég elskaði að vera nálægt þér. Það var greinilegt að það var gott hjónabandið þitt, mikill húmor í ykkur. Og þau skipti sem ég kom í heim- sókn til þín til Ameríku, fyrst til Georgíu og síðar til Flórída fyrir nokkrum árum með pabba, Sigrúnu, Kristínu og Fanney yngri, það voru mjög skemmtilegar ferðir sem ég gleymi aldrei. Mamma mín talaði alltaf svo vel um þig, henni fannst þú svo skemmtileg, enda hlóguð þið mjög mikið saman. Henni fannst líka eins og mér Fanney vera fallegasta nafn í heimi, enda ekki skrítið að ég skildi skíra í höfuðið á þér, elsku frænka mín. Vona að dóttir mín, Fanney yngri, verði eins glað- lynd og þú varst, elsku Fanney. Kveðja Ingibjörg frænka. Elsku Fanney frænka Ég trúi ekki að þú sért farin, það er svo stutt síðan ég kom að heimsækja þig til Flórída. Það var mjög skemmtileg og alveg ógleymanleg ferð. Ég er búin að vera að suða í mömmu síðan þá um að fara aftur að heimsækja þig. Ég er mjög ánægð með það að hafa fengið að kynnast þér og er stolt að bera nafnið þitt. Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? – Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? (Stefán frá Hvítadal.) Kveðja Fanney. Fanney Á. Greene (Runólfsdóttir)         ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug í veikindum, við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EINARSSONAR frá Hvalnesi í Lóni, Ásvallagötu 17, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðný Egilsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU SIGFÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Víðihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir góða umönnun og hlýhug. Sigfús Jónasson, Jantee Sopab, Guðrún Jónasdóttir, Björgvin Jónasson, Sigríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, amma og langamma, JÓNÍNA ÓSK JÓNSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 25. febrúar. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Guðjón Rögnvaldsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Kristín Bj. Óskarsdóttir, Jóhann Gísli Hermannsson, Dagbjört Ósk Óskarsdóttir, Rögnvaldur Jónsson, Arnar Þór Óskarsson, Hólmfríður L. Stefánsdóttir, Helena Rós Hafsteinsdóttir, Þorleifur Reynisson, ömmubörn og langömmubarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.