Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 19

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 ’’ Lokaspurning þeirra varð síðan sú, hvaðgerist ef íslensku bankarnir komast ekki, eðaekki svo neinu nemi, á markaðina næstu tólfmánuði eða svo? […] En þessi spurning, svo ónotaleg sem hún virtist, varð seðlabankamönn- um skiljanlegri þegar leið á þessa fundaferð. - Úr skýrslu Seðlabankans sem kynnt var nokkrum ráðherrum og embættismönnum í febrúar 2008, um fundaferð fulltrúa bankans til Lundúna, þar sem þeim var brugðið vegna viðhorfa stærstu bankanna þar til íslensks efnahagslífs. ’’ Niðurstaðan er þessi: Það er ljóst, að ís-lensku bankarnir [] hafa stefnt sér og þaðsem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu,og jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opn- ist óvænt og allur vandi verði þá úr sögunni. - Úr sömu skýrslu Seðlabankans frá því í febrúar 2008. ’’ Þessir bankar eru svo traustir að ekkert því-umlíkt er líklegt til að gerast nokkurn tím-ann. Ef eitthvað slíkt gerðist værir þú heldur aldr-ei að tala um alla fjárhæðina, því það er aldrei þannig. En þrátt fyrir þetta er íslenskur efna- hagur … með ríkið skuldlaust … þá væri það ekki of stór biti fyrir ríkið til að kyngja, ef það kærði sig um að kyngja honum. - Davíð Oddsson í viðtali við Channel 4 News í Bret- landi í byrjun mars 2008 um áhættuna í íslenskum bönkum fyrir breska sparifjáreigendur. ’’… en þrátt fyrir and-streymi sem víða sést, ekkisíst í tengslum við hina al-þjóðlegu fjármálamarkaði og þau miklu áhrif sem það kann að hafa á svipaða starfsemi hér, þá er ekki endilega líklegt að ís- lenska þjóðin sé að sigla inn í kreppu. Miklu líklegra er að nú hægi nokkuð á og í versta falli tökum við nokkra dýfu sem ætti þó ekki að þurfa að standa lengi. Það höfum við gert fyrr og hrist fljótt af okkur áhrifin af því, enda hefur íslenskt þjóðfélag jafn- an sýnt mikla aðlögunarhæfni. - Davíð Oddsson á ársfundi Seðlabanka Íslands í mars 2008. ’’ … og ég held að það sé nú afskaplega vara-samt að tala um bankana þannig að þaðþurfi að bjarga þeim innan skamms tíma. Það erekkert sem bendir til þess. Bankarnir sjálfir hafa gefið lýsingu á því hvernig þeir eru óháðir því að ganga á erlenda markaði, miðað við þá lausa- fjárstöðu sem þeir hafa. Það er ekkert sem bendir til annars en að lausafjárstaða íslenskra banka sé svipuð eða jafnvel betri en lausafjárstaða sam- bærilegra banka annars staðar. - Davíð Oddsson seðlabankastjóri í viðtali við Ríkisútvarpið 10. apríl 2008. ’’Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankansenn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðumtraust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur semgerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjár- málaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert. Lokaorð inngangskafla árlegs rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika, frá 8. maí 2008. ’’ Ásakanir þessar eru al-varlegar þar sem þær bein-ast einnig að íslenskum eftirlits-aðilum, sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum. Ít- arleg greining þessara tveggja lykilstofnana gefa ekkert annað til kynna en að íslenska banka- kerfið sé mjög stöndugt. - Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í blogg- færslu 5. ágúst 2008, um fullyrðingar Markku Po- hojla hjá Nordea-bankanum finnska, þess efnis að íslensku bankarnir gætu fljótlega lent í miklum vandræðum. Í færslunni mærði hann íslensku bankana, en hún var tekin út af síðunni fljótlega eftir hrun þeirra. ’’ Auðvitað voru þess háttar varnaðarorð ogupplýsingar iðulega settar fram annars stað-ar heldur en opinberlega, bæði á fundum íbankaráði, með forráðamönnum Fjármálaeft- irlits og forráðamönnum bankanna og stjórn- völdum í landinu. Var þá hægt að kveða enn fast- ar að orði en gert var opinberlega. Bankastjórnin átti þannig allmarga fundi með ráðherrum og embættismönnum til að lýsa þungum áhyggjum sínum. - Davíð Oddsson seðlabankastjóri í ræðu hjá Viðskiptaráði 18. nóvember 2008. ’’ Annars vegar að banka-kerfið væri orðið alltof stórtfyrir íslenska efnahagskerfiðmiðað við að við erum með sjálf- stæðan seðlabanka og sjálfstæða mynt en það hefur verið að þróast á undanförnum árum, meðal annars í tíð Davíðs sem forsætisráðherra. Hitt sem við vorum að ræða var mikilvægi þess að byggja upp varnir fyrir bankakerfið okkar. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, við fréttamenn eftir þingflokksfund 18. nóvember 2008, að lýsa efni þeirra sex funda sem hún og Geir H. Haarde áttu með seðlabankastjóra fyrr á því ári. ’’ Ég man samt ekki eftirþví að [Seðlabankinn]hafi lagt eitthvað til sem viðurðum ekki við. En við rædd- um hins vegar í kjölfar slíkra funda yfirleitt við bankastjór- ana og fórum yfir þessi mál ít- arlega með þeim og á grund- velli þeirra upplýsinga fengu menn þá mynd að staðan væri betri en hún var. - Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Mbl. sjónvarp 18. nóvember, þar sem hann staðfesti að Seðlabankinn hefði margoft lýst yfir áhyggjum af bönkunum á fundum með ráðherrum ríkisstjórn- arinnar. ’’ Hvað fór fram á einhverjum óskilgreindumfundum með seðlabankastjóra og einhverjumráðherrum hef ég ekki hugmynd um.- Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á Alþingi 4. desember. Hann upplýsti þá að hann og Davíð Oddsson hefðu ekki hist í tæpt ár, frá nóvember 2007 til september 2008. ’’ Formenn stjórnarflokkanna áttu engan fundmeð seðlabankastjóra í júnímánuði síðast-liðnum. Slíkur fundur var hins vegar haldinn þann8. júlí. Þar féllu ýmis orð af hálfu seðlabankastjóra en hann sagði hins vegar ekki að 0% líkur væru á að bankarnir myndu lifa af erfiðleikana á fjár- málamörkuðunum. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í yfirlýsingu 4. desem- ber, vegna frétta um ummæli Davíðs Oddssonar. Hann bætti því síðar við í Kastljósinu að hann hefði sagt núll prósent líkur á að þeir lifðu af „hjálp- arlaust“. ’’ Hann mun vera að vitna í símtal við migsem ég man nú ekki sjálfur eftir. […] Það semsagt er í svona símtali er náttúrlega ekki opinberafstaða bankans. - Geir H. Haarde forsætisráðherra í frétt Morg- unblaðsins 5. desember, þar sem hann sagði mestu skipta að Seðlabankinn hefði allt síðasta ár haft miklar áhyggjur af stöðu viðskiptabankanna, þótt e.t.v. hefði mátt lesa annað út úr stöðugleikaskýrslu bankans frá því í maí. ’’ Ég varð aldrei var við aðseðlabankastjóri reyndi aðhafa samband við mig eða aðraráðherra til þess að vara við yf- irvofandi hruni bankanna. Hann kom á ríkisstjórnarfund sem var haldinn sérstaklega vegna þess að bankarnir voru að hrynja, deginum eftir að hrunið byrjaði, það er að segja deginum eftir Glitni, og sagði þá að allt væri að fara í kaldakol. Hann hafði aldrei komið með neinar slíkar viðvaranir áður. - Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í hádeg- isfréttum Ríkisútvarpsins, 25. febrúar 2009, um við- varanir Seðlabankans vegna yfirvofandi bankahruns. ’’Bæði fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrver-andi utanríkisráðherra hafa staðfest að sexsamráðsfundir hafi verið haldnir með þeim ogbankastjórn Seðlabankans. Össur Skarphéðinsson verður sjálfur að meta hvers vegna hann hafi ekki verið hafður með á slíkum fundum og hvers vegna forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherrar kynntu honum ekki þær upplýsingar sem þar komu fram. - Bankastjórn Seðlabankans gerir í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins 25. febrúar 2009 athugasemdir við ofangreind orð Össurar Skarphéðinssonar. ’’Ef það er rétt, þá barst hún ekki til mín.- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Morgunblaðinu 26.febrúar 2009, um skýrslu „eins færasta fjár-málastöðugleikasérfræðings Evrópu“ sem DavíðOddsson kveðst hafa afhent ríkisstjórninni 30. sept- ember. ’’Það voru mest fundir um gjaldeyrisvarasjóð-inn.- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Morgunblaðinu 26.febrúar 2009, um þá fundi sem hún sat með seðla- bankamönnum í aðdraganda bankahrunsins. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Í UNDANFARA efnahagshrunsins tjáðu stjórnendur Seðlabanka Ís- lands sig oft um ástand bankanna, bæði innan stjórnkerfisins og út á við. Þar var talinn reginmunur á því sem mætti segja á bak við luktar dyr, við áhrifafólk, og því sem yrði sagt opinberlega. Svo mikill var munurinn að eftir á er varla hægt að sjá að þar tali fulltrúar sömu stofn- unar, frá einni tilvitnun til annarrar. Deilt hefur verið um það hverjir fengu viðvaranir og hverjir ekki. Hverjir höfðust ekki að sem skyldi, miðað við upplýsingarnar sem þeir höfðu? Hverjir bera á endanum póli- tíska ábyrgð? Krísudeildin í ríkisstjórninni Ráðherrar í ríkisstjórn banka- hrunsins sinntu hver sínu mál- efnasviði og báru ábyrgð á því. Mál- efnasviðin tengdust efnahagsmálum mismikið en fyrst ber að nefna for- sætisráðuneyti Geirs Haarde, sem fór með efnahagsmál. Þá fjár- málaráðuneyti Árna Mathiesen, sem fór með ríkisfjármál og viðskipta- ráðuneyti Björgvins G. Sigurðs- sonar, sem fór með málefni banka. Þar sem stjórnarflokkar bera póli- tíska ábyrgð á verkum ríkisstjórnar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar, í hópi krísuráðherranna. Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra fyllti það skarð í veikindaleyfi hennar og sýndi áhrifamátt sinn innan Samfylking- arinnar þannig. Efnahagsmálin stóðu öðrum ráðherrum fjær, nema ef til vill Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra, varaformanni Sjálfstæðisflokksins og staðgengli Geirs, sem þurfti þó lítið að láta til sín taka vegna banka- hrunsins sjálfs. Að minnsta kosti fimm ráðherrar gætu sem sagt talist til efnahagsdeildarinnar í rík- isstjórn, eða krísudeildarinnar. Björgvin utangátta Það liggur fyrir að banka- málaráðherrann Björgvin var ekki hafður með í ráðum þegar erfið staða banka var rædd og svartar skýrslur kynntar. Hann hitti for- mann bankastjórnar Seðlabankans ekki í heilt ár fyrir hrunið. Davíð tók þó fram, í ræðu hjá Viðskiptaráði í nóvember, að forsvarsmenn Fjár- málaeftirlitsins, undirmenn Björg- vins, hefðu verið hafðir með í ráðum. Hann hefur því verið ansi utangátta ef hin raunverulega staða fór fram hjá honum, eins og bloggfærsla hans frá því í ágúst gaf til kynna. Þar mærði hann bankana og styrk þeirra. Ráðherrann hefur þó axlað sína ábyrgð og sagt af sér. Össur út undan Össur var heldur ekki hafður með, eins og fram kom í tilkynningu frá bankastjórn Seðlabankans í vikunni. Hann var þar sagður þurfa að meta sjálfur hvers vegna Geir, Ingibjörg og Árni hefðu ekki kynnt honum efni krísufundanna fyrir hrunið, sem voru sex talsins. Þau þrjú sátu því þessa fundi en ekki aðrir ráðherrar. Þeir Geir og Árni hafa tilkynnt að þeir bjóði sig ekki fram til Alþingis nú í vor. Kraf- an um afsögn þeirra hefur verið há- vær í vetur, en þeir hafa sagt að rannsóknarnefnd Alþingis muni leiða ábyrgð þeirra í ljós. Árni hefur nú svarað kallinu um breytingar með því að bjóða sig ekki fram til þings, en Geir hefur látið af stjórn- málaþátttöku vegna veikinda. Úr hópi þremenninganna er að- eins óvissa um framhaldið hjá Ingi- björgu Sólrúnu. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Hverjir voru með í ráðum?  Þrír ráðherrar voru í innsta hring fyrir hrun og höfðu allar fyrirliggjandi upplýsingar um hættuna  Tveir þeirra munu ekki bjóða sig fram til þings en einn hefur ekki gefið upp hvort hann fer fram á ný Morgunblaðið/Brynjar Gauti Síðari ríkisstjórn Geirs Haarde Einstök ráðherraembætti hafa auðvitað mismikið með efnahagsmálin að gera, en þrjú þeirra voru höfð með í ráðum öðrum fremur í aðdraganda bankahrunsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.