Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 23
Fréttir 23ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESKA ríkisstjórnin hefur lent í vandræðum
vegna deilu um starfslokasamning sem gerður var
við sir Fred Goodwin, bankastjóra Royal Bank of
Scotland (RBS) í október þegar stjórnin dældi 20
milljörðum punda í bankann til að bjarga honum.
Samkvæmt samningnum lét Goodwin af störf-
um gegn því að komast þegar í stað á eftirlaun sem
nema 693.000 punda á ári, eða sem svarar 110
milljónum króna. Goodwin er fimmtugur og áætl-
að er að eftirlaunaréttindi hans nemi alls 16 millj-
ónum punda, sem svarar 2,5 milljörðum króna.
Með samningnum tvöfölduðust eftirlaunaréttind-
in.
Starfslokasamningurinn hefur vakið mikla reiði
meðal almennings, enda var
skýrt frá því í fyrradag að RBS
hefði tapað rúmum 24 milljörð-
um punda á síðasta ári, en það
er mesta tap fyrirtækis í sögu
Bretlands. Gert er ráð fyrir því
að ríkið leggi 13 milljarða
punda til viðbótar í RBS og
eignarhlutur ríkisins í bankan-
um aukist úr 70% í allt að 95%.
Gordon Brown forsætisráð-
herra og Alistair Darling fjár-
málaráðherra hvöttu bankastjórann fyrrverandi
til að afsala sér hluta eftirlaunanna. Goodwin neit-
aði því í bréfi, sem birt var í fyrradag, og sagði að
aðstoðarviðskiptaráðherrann Myners lávarður
hefði samþykkt starfslokasamninginn í október og
vitað allt um eftirlaunin. Myners lávarður neitar
þessu og segir að svo „gríðarleg umbun“ sé órétt-
lætanleg í ljósi þess hversu mikið tap bankans var,
að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisút-
varpsins.
Villt um fyrir stjórninni?
BBC hafði eftir Darling að stjórnendur RBS
hefðu villt um fyrir ríkisstjórninni í október og lát-
ið í veðri vaka að starfslokasamningurinn væri
lagalega bindandi. Fjármálaráðherrann kvaðst
hafa komist að því fyrir rúmri viku að hægt hefði
verið að hindra samninginn. Stjórninni hefði ekki
verið sagt frá því að með því að fallast á að Good-
win færi strax á eftirlaun – í stað þess að víkja hon-
um frá eða knýja hann til afsagnar – hefði hún
samþykkt að eftirlaunaréttindi hans tvöfölduðust.
Í HNOTSKURN
» George Osborne, tals-maður breska Íhalds-
flokksins í fjármálum, segir að
stjórnin hafi alltaf vitað um
starfslokasamninginn við sir
Fred Goodwin.
» „Gordon Brown og Alist-air Darling áttu að gæta
peninga skattgreiðenda, gæta
hagsmuna þjóðarinnar, og
þeir sváfu í vinnunni,“ sagði
Osborne.
Vandræðaleg deila um ofureftirlaun
Sir Fred Goodwin
„GANGBRAUT“ nefnist þessi
gjörningur sem dansarar fram-
kvæmdu með mikilli innlifun á
einni fjölförnustu umferðargötu
Jakarta-borgar í Indónesíu í gær.
Gjörninginn samdi indónesíski
listamaðurinn Bobby Ari Setiawan.
Með honum vildi listamaðurinn
hvetja meðborgara sína til aukins
umferðaröryggis og virðingar við
gangandi vegfarendur, sérstaklega
við gangbrautir. jmv@mbl.is
AP
Gjörningur í þágu umferðaröryggis
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BARACK Obama, forseti Banda-
ríkjanna, kynnti í gær áætlun um að
kalla þorra bandarískra hermanna í
Írak heim fyrir 1. september á
næsta ári en halda þó 35.000 til
50.000 hermönnum í landinu til loka
ársins 2011.
Obama hafði lofað að flytja þorra
herliðsins frá Írak innan 16 mánaða
eftir að hann tæki við forsetaemb-
ættinu, en samkvæmt nýju áætl-
uninni verður brottflutningnum
frestað um þrjá mánuði.
Forystumenn repúblikana á
þinginu hafa lýst yfir stuðningi við
áætlunina en margir demókratar
hafa látið í ljósi óánægju með hana,
einkum áformin um að halda allt að
50.000 hermönnum í Írak til ársloka
2011.
McCain sáttur
„50.000 er nokkru hærri tala en ég
bjóst við,“ sagði Harry Reid, leiðtogi
demókrata í öldungadeild þingsins,
eftir að Obama skýrði forystumönn-
um flokkanna tveggja á þinginu frá
áætluninni. Nancy Pelosi, forseti
fulltrúadeildarinnar, kvaðst ekki
vita hvað réttlætti svo fjölmennt
herlið. „Ég hefði haldið að þriðjung-
urinn, kannski 15.000 eða 20.000,
myndi nægja,“ sagði hún.
Öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain, sem beið ósigur fyrir
Obama í forsetakosningunum í nóv-
ember, kvaðst hins vegar styðja
áætlunina. Þessi nýtilkomni ein-
hugur þeirra í málinu er merkilegur
í ljósi þess að í kosningabaráttunni
fór McCain hörðum orðum um loforð
Obama um að kalla herliðið heim og
sagði þau „barnaleg“.
Þrátt fyrir óánægjuna meðal
demókrata er líklegt að þingið sam-
þykki áætlunina. Aðstoðarmenn
Obama segja að hann hafi farið að
ráði helstu ráðgjafa forsetans í ör-
yggismálum og þeir hafi talið nauð-
synlegt að halda allt að 50.000 her-
mönnum í Írak til ársloka 2011 til að
tryggja að brotthvarf herliðsins
stefndi ekki öryggi landsins í hættu.
George W. Bush, fyrrverandi for-
seti, og stjórn Íraks höfðu undirritað
samning um að allt herliðið yrði kall-
að heim fyrir 1. janúar 2012.
Deilt um Íraksáætlun
Demókratar lítt hrifnir af áætlun Obama um að halda fjöl-
mennu herliði í Írak í tæp þrjú ár en repúblikanar sáttir
„VIÐ eigum erfitt með að skilja hvað fjöllin eru að gera þarna í miðjunni.
Það er sannkölluð ráðgáta,“ segir jarðfræðingurinn dr. Fausto Ferraccioli
sem tók þátt í rannsókn alþjóðlega rannsóknateymisins, í viðtali við vefsíð-
una PlanetEarth.
Fjöllin þykja óvenjuleg þar sem þau eru í miðju Suðurskautslandsins.
Sýnt hefur verið fram á að aðrir fjallgarðar eins og Himalayafjöll eða
Andesfjöll hafi orðið til við jarðhnik. Gamburtsev-fjöllin á Suðurskauts-
landinu liggja hinsvegar ekki á jarðskorpumótum og því á slík útskýring
ekki við. Þá geta fjöll einnig orðið til við eldgos en slíkt á ekki heldur við á
Suðurskautslandinu.
Vísindamennirnir höfðust við á Suðurskautslandinu við erfið skilyrði og
flugu tveimur rannsóknarflugvélum um 120.000 km leið. En það jafngildir
þremur ferðum í kringum hnöttinn og voru rúmlega 20% jökulbreiðunnar
könnuð.
Ferraccioli segir að vísindamenn muni nú vinna úr niðurstöðum mæling-
anna, m.a. til að finna út hvernig jökullinn myndaðist. jmv@mbl.is
1,000 km
Íslausir klettar
Jökulbreiða
Jökulþilja
Austur-Antarktíka
Evrópa
Suður-
heimskaut
Ross jökulþilja
Kyrrahaf
Gamburtsev-fjöll undir jökli
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn kortlagt
fjöllin með aðstoð ratsjár og þyngdarmæla.
Eru svipuð að stærð og svipar nokkuð
til evrópsku Alpanna.
Voru uppgötvuð af rússneskum
vísindamönnum fyrir 50 árum síðan.
Ronne
jökulþilja
Atlantshaf
Yfirborð
Jökulbreiða
Gamburtsev-
fjöll
Þversnið af jökulbreiðunni
8 km
4 km
Þrívíddarmynd af fjöllunum
Tindótt Gamburtsev-fjöllin sem liggja undir ísbreiðu Suðurskauts-
landins og eru á stærð við Alpana hafa nú verið kortlögð af
vísindamönnum í fyrsta sinn. Niðurstöður vísindamannanna
sýna m.a. að efstu tindarnir leynast innan við 500 m undir ísnum.
Heimildir: International Polar Year, British Antarctica Society
FJÖLLIN Á SUÐURSKAUTSLANDINU
Vísindamenn kortleggja
dularfullan fjallgarð
ÍTALSKI forsætisráðherrann, Silv-
io Berlusconi, hefur oft vakið athygli
og hneykslan fyrir ummæli sín á op-
inberum vettvangi. Nú hafa tveir
ítalskir þingmenn sagst munu höfða
mál gegn honum fyrir Mannrétt-
indadómstóli Evrópu vegna meið-
andi orða hans í garð kvenna.
„Við munum höfða mál gegn Silvio
Berlusconi fyrir að brjóta í bága við
Mannréttindasáttmála Evrópu
vegna endurtekinna yfirlýsinga hans
sem hafa sært konur,“ sagði í yfirlýs-
ingu þingmannanna.
Þær Anna Paola Concia og Donata
Gottardi vísa m.a. til orða sem Ber-
lusconi á að hafa látið falla á fundi
sínum með Nicolas Sarkozy, Frakk-
landsforseta. „Ég gaf þér konuna
þína,“ á Berlusconi að hafa sagt við
Sarkozy og þar
með vísað til
ítalsks uppruna
Cörlu Bruni-Sar-
kozy, frönsku for-
setafrúarinnar.
Þá vöktu orð Ber-
lusconis í janúar
athygli er hann
ræddi herta ör-
yggisgæslu vegna
nauðgana í Róm.
„Við þurfum jafn marga hermenn og
fjöldi fallegra ítalskra kvenna segir
til um, nokkuð sem okkur mun aldrei
takast,“ sagði Berlusconi sem sagði
gagnrýnendum að hann hefði aðeins
viljað slá ítölskum konum gullhamra.
Þingmennirnir hyggjast leggja fram
ákæruna á mánudag. jmv@mbl.is
Berlusconi í súpunni
fyrir karlrembu
Silvio Berlusconi
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ, sem Bar-
ack Obama kynnti í fyrrakvöld, er
tilraun til að binda enda á þriggja
áratuga efnahagsstefnu sem ein-
kennist fyrst og fremst af hug-
myndum Ronalds Reagans og
stuðningsmanna hans, að sögn
Davids Leonhardts, fréttaskýr-
anda The New York Times.
Leonhardt lýsir fjárlaga-
frumvarpinu sem „djörfu frá-
hvarfi“ frá stefnu sem leitt hafi til
stóraukins ójafnaðar í Bandaríkj-
unum síðustu 30 árin. Markmiðið
sé að snúa þessari þróun við með
því að hækka fyrst skatta á auð-
uga Bandaríkjamenn og lækka
skatta annarra. Í fjárlaga-
frumvarpinu sé einnig lagður
grunnur að viðamiklum umbótum,
m.a. í heilbrigðis- og mennta-
málum, sem verði til þess að
ójöfnuðurinn minnki og ráðstöf-
unartekjur láglauna- og millistétt-
arfólks aukist.
Obama stefnir m.a. að því að
hækka skatta auðugra Bandaríkja-
manna um 100 milljarða dollara á
ári og lækka skatta annarra um 50
milljarða.
„Djarft fráhvarf“ frá hugmyndum Reagans