Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 31
Umræðan 31KOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
ÞANN 25. apríl verður
kostið til Alþingis. Þetta
verða einhverjar mik-
ilvægustu kosningar sem
farið hafa fram hér á
landi í kjölfar banka-
hrunsins í október. Í
þessum kosningum verð-
ur kosið um hvernig sam-
félag við viljum búa í
næstu fjögur ár og þá framtíð sem
við viljum búa börnum okkar og
ungu fólki.
Unga fólkið sem erfa á þetta land
þarf að horfa til þess hvernig þjóð-
félagið verður uppbyggt
næstu árin því að því
verður að vera gert kleift
að búa sér heimili fyrir
sig og börn sín. Skulda-
klafinn sem er nú á herð-
um allra Íslendinga og
atvinnuleysið gerir það
ekki freistandi fyrir ungt
og vel menntað fólk að
setjast að í sínum byggð-
arlögum heldur leita sér
lífsafkomu á erlendri
grund.
Hið efnahagslega hrun sem land
og þjóð hefur ekki farið varhluta af
hefur gjörbreytt gildismati okkar
og áherslum. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú gengið í gegnum hug-
myndafræðilegt gjaldþrot með ný-
frjálshyggju sinni og kominn er tími
til að gildi jafnaðarstefnunnar um
samkennd, réttlæti, samábyrgð og
félagshyggju fari að heyrast skýrar
en áður. Samfylkingin þarf að end-
uróma kröfur samfélagsins um end-
urnýjun, ábyrgð og auðmýkt.
Samfylkingin hefur sýnt í gegn-
um frábært starf Ungra jafn-
aðarmanna að hún er flokkur unga
fólksins. Ungir jafnaðarmenn hafa
barist fyrir málefnum ungs fólks og
haft mikil áhrif á málefni þeirra í
gegnum lýðræðislega umræðu í
flokknum. En til að svo verði áfram
er nauðsynlegt að ungt fólk í Sam-
fylkingunni, sem og annað ungt
fólk, láti í sér heyra og verði þrýsti-
afl á að Samfylkingin haldi áfram að
vera vettvangur fyrir ungt fólk til
að láta ljós sitt skína.
Samfylkingin og Ungir jafn-
aðarmenn þurfa á stuðningi ungs
fólks að halda til að koma sínum
góðu málefnum á framfæri. Þinn
stuðningur er okkur mikils virði.
Vertu með okkur á þessum mik-
ilvægu tímum. Okkar tími er kom-
inn
Mikilvægi kosninganna fyrir ungt fólk
Eftir Ólaf Inga
Guðmundsson
Höfundur er frambjóðandi til 5.- 6.
sætis á lista Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi.
Á MÁNUDAG settum við fram-
sóknarmenn fram metnaðarfullar
efnahagstillögur sem sjá má á vef-
síðu Framsóknar. Meðal annars
leggjum við
til flatan nið-
urskurð á
húsnæð-
islánum og
lánum til fyr-
irtækja upp
á 20%.
Forsenda
fyrir þessu
er sú að er-
lendir kröfu-
hafar gömlu
bankanna
hafa afskrifað lánin að miklu leyti
og gera má ráð fyrir að lánasöfnin
verði afskrifuð um allt að 50%
þegar þau eru færð yfir í nýju
bankana. Þar með hafa aðilar sæst
á að ástandið sé svo slæmt hér á
landi að einungis megi vonast til
þess að 50% lánanna fáist greidd!
Miðað við þær forsendur, þá má
efast um réttmæti þess að krefja
alla um 100% borgun lánanna og
spyrja má hvort einhver tapi á því
að gefa 20% afslátt á lánunum til
neytenda, ekki síst með áð-
urnefndan 50% afslátt til nýju
bankanna í huga. Það gefur auga
leið að það myndi létta róðurinn
fyrir fólk að minnka skuldbind-
ingar, auka líkurnar á því að fleiri
nái að forðast greiðsluþrot og
þannig draga úr efnahagslægðinni.
Hvers vegna eiga lántakendur að
borga 100 kr., þegar lánasöfnin
hafa verið afskrifuð niður í 50 kr.?
Væri ekki sanngjarnara að miða
við 80 kr.?
Ummæli forsætisráðherra að
þessi ráðstöfun muni ríða íbúða-
lánasjóði að fullu er útúrsnún-
ingur. Það mun hins vegar ganga
frá sjóðnum ef hann nær ekki að
innheimta meira en 50% krafna
sinna eins og hinir erlendu kröfu-
hafar virðast gera ráð fyrir. Sú
ráðstöfun að frysta lán mun ein-
ungis fresta og magna upp vand-
ann og einstaklingsbundin aðstoð
mun fara á sveig við jafnræð-
isreglur auk þess sem hún mun
ganga alltof hægt.
Þetta eru óvenjulegir tímar á
Íslandi og óvenjulegir tímar kalla
á óvenjulegar lausnir. Þetta er
ekki kosningaloforð okkar fram-
sóknarmanna, við viljum aðgerðir
strax og viljum framkvæma þetta
fyrir kosningar.
20%
niðurfell-
ing lána
Eftir Einar Skúlason
Höfundur er skrifstofustjóri þing-
flokks framsóknarmanna.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
23.-26.
apríl
30. apr
íl - 3. m
aí
frá 38.490 kr.Þú sparar allt að26.500 kr.á mann- allt að 53.000 kr. m.v. aðtveir ferðist saman *
Búdapest
Tvær frábærar ferðahelgar
– sumardagurinn fyrsti og 1. maí
Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
frá allt að allt að
Flugsæti báðar leiðir með sköttum 38.490 64.990 26.500
Hotel Ibis Váci út *** 57.900 79.990 22.090
Hotel Mercure Duna *** 59.900 86.100 26.200
Hotel Mercure Metropol **** 66.200 87.100 20.900
Hotel Mercure Museum **** 66.700 91.700 25.000
Hotel Mercure Korona **** 69.700 92.700 23.000
Hotel Radisson SAS Beke ****+ 73.990 92.700 18.710
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Ath. í brottförinni
30. apríl kostar gisting á eftirfarandi hótelum kr. 3.600 aukalega: Mercure Duna, Mercure Metropol,
Mercure Museum og Mercure Korona.
Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar, en þær kosta kr. 2.400 báðar leiðir. Verð er netverð á mann.
Þú mætir með miðann sem fylgir Morgunblaðinu í dag til Heimsferða,
Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði.
Verð getur hækkað án fyrirvara.
Ótrúlega hagstætt verðlag í Búdapest!
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður
áskrifendum sínum frábært tilboð í tvær þriggja
nátta helgarferðir í beinu flugi til Búdapest 23.
og 30. apríl. Þetta er frábær tími í Búdapest,
vorið allsráðandi og borgin öll í blóma og skartar
sínu fegursta. Frábærir gistivalkostir í boði.
Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu
enda er hér að finna hið gamla menningarhjarta
Evrópu sem státaði af því besta í menningu,
listum og húsagerðarlist. Borgin er staðsett á
einstökum stað við Dóná sem rennur í gegnum
borgina miðja og skiptir henni í tvo hluta; Búda
sem er byggð í hlíð vestan megin við ána og er
eldri hluti borgarinnar og hinsvegar Pest. Í boði
eru spennandi kynnisferðir um borgina með
fararstjórum Heimsferða. Verðlag í Búdapest er
ótrúlega hagstætt. Forintan gjaldmiðill þeirra
Ungverja hefur mátt þola skakkaföll undanfarið
og því er ótrúlega ódýrt að gera vel við sig í mat
og drykk á meðan þú nýtur lífsins í Búdapest.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
70
3
2
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Móttaka að-
sendra greina