Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 43
Velvakandi 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VÁ... ÉG HEYRI HLJÓÐIÐ
Í MAGANUM Á MÉR
EF ÉG VÆRI HUNDUR Á
SVONA FALLEGUM DEGI
MYNDI ÉG ELTA KANÍNUR...
ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG MYNDI
GERA EF ÉG VÆRI HUNDUR
AF HVERJU ÆTTI ÉG
AÐ EYÐILEGGJA DAGINN
FYRIR KANÍNUNUM?
FALLEGUR
DAGUR...
PABBI, ÉG BJÓ
LÍKA TIL GRÍMU
HANDA ÞÉR!
ÞÚ HEFUR HANA
AFTAN Á
HNAKKANUM
TIL AÐ VERJA
ÞIG FYRIR
TÍGRISDÝRUM
UM... TAKK FYRIR...
EN ÉG HELD
AÐ ÉG TAKI
ÁHÆTTUNA Í
STAÐ ÞESS AÐ
LÍTA ÚT EINS
OG HÁLFVITI
EF ÞÚ VILT
FREKAR LÍTA
ÚT EINS OG
HAMBORGARI
ÞÁ MÁTTU
ÞAÐ ALVEG!
ELSKAN,
ERU VERKJA-
LYFIN BÚIN?
TÍGRISDÝR REYNA ALLTAF
AÐ KOMA AFTAN AÐ FÓLKI,
EN EF MAÐUR GENGUR MEÐ
SVONA GRÍMU ÞÁ SJÁ ÞAU
EKKI HVERNIG ÞÚ SNÝRÐ OG
GERA ÞESS VEGNA EKKI ÁRÁS.
ÉG LAS ÞETTA Í BÓK
HRÓLFUR, REYNDU
AÐ LÍTA Á BJÖRTU
HLIÐARNAR...
EF ÞÚ VÆRIR
HEIMA Á ÞESSUM
ÁRSTÍMA ÞYRFTIR
ÞÚ AÐ HREINSA
TIL Í GARÐINUM
FYRIR AÐEINS
5.000 kr. FANN
ÞESSI VEFSÍÐA
HANDA MÉR MAKA...
SÚ SEM Á
HANA ER RÍK
EKKJA FRÁ
NÍGERÍU
ÉG HELD AÐ ÉG
ÆTTI AÐ BIÐJA
JÓNU AFSÖKUNAR
EN ÞÚ VISSIR
EKKI AÐ ÞÚ
MYNDIR SÆRA
HANA
ÞAÐ BREYTIR ENGU ÞÓ AÐ
MAÐUR KOMI EKKI ILLA FRAM
VIÐ FÓLK VILJANDI. MAÐUR
VERÐUR ALLTAF AÐ BIÐJAST
AFSÖKUNAR Á ÞVÍ ÞEGAR
MAÐUR SÆRIR AÐRA
Í ALVÖRU? ÚPS!
VIÐ ERUM AÐ TALA UM
MÍN VANDAMÁL NÚNA
BARA EITT SKOT
Í VIÐBÓT...
OG ÞÁ ER
ÚTI UM
KÓNGULÓAR-
MANNINN!
HVERT ERTU AÐ
FARA? BARDAGINN
ER HÉR!
JAMESON
STEIG Í VEG
FYRIR SKOT SEM
VAR ÆTLAÐ MÉR
RÉTT Í ÞESSU...
UNNNNG!
NOKKRAR vinkonur stóðu nýlega fyrir flóamarkaði á Hólmavík þar sem
þær seldu notaðan varning. Þessar framtakssömu Strandastelpur söfnuðu
3.535 kr. og afhentu Rauða krossinum ágóðann. Vinkonurnar á myndinni
heita Kristný Maren Þorvaldsdóttir, Bára Örk Melsted og Sólrún Ósk Páls-
dóttir. Einnig tóku þær Díana Jórunn Pálsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir
þátt í söfnuninni, en þær vantar á myndina.
Duglegar Strandastelpur
Hvað hefur ESB að
bjóða Íslendingum?
EF kemur til þess að
við sækjum um aðild
að Evrópusambandinu
munu þeir án efa bjóða
okkur ýmis hlunnindi
og undanþágur. En
engin þeirra sem ekki
verða uppsegjanleg
svona innan þriggja
ára, því allir skulu jú
vera jafnir innan ESB
á endanum. Það er jú
svo að bændur í Aust-
ur-Evrópu eiga fullt af
grænmeti og kjöti sem
þeir þurfa jú að losna við og bjóða
það því á ótrúlega góðu verði og þar
að auki tollfrítt. Eflaust verður
samið við okkur um takmarkaðan
aðgang veiðiflota ESB að landhelgi
Íslands en til takmarkaðs tíma að
sjálfsögðu og með „fyrirvara um
breytingar“. Í millitíðinni munu
auðhringar í Evrópu dunda við að
kaupa íslensk skip og fisk-
vinnslustöðvar í landi. Það mætti
því segja mér nágrannar okkar,
Bretar, yrðu kátir þegar hryðju-
verkaskríllinn á Íslandi yrði þá end-
anlega yfirbugaður. Verkafólkið
yrði sótt til Austur- og Suður-
Evrópu en þar er jú fullt af fólki
sem vill vinna fyrir hálf laun. Margt
bendir nú til að í uppsiglingu sé við-
skiptastríð á milli risanna, Evrópu
og Bandaríkjanna sem hæglega
gæti endað með gagnkvæmu við-
skiptabanni. Mikil væri okkar ham-
ingja ef við værum þá sjálfstæðir og
engum bundnir og gætum stundað
okkar viðskipti við báða þessa
markaði óáreittir. Hvað myntmál
varðar, þá væri afar spennandi til-
hugsun að taka upp myntbandalag
við frændur okkar og vini Norð-
menn. Það myndi örugglega ekki
kosta okkur frelsið og sjálfstæðið.
Karl Jónatansson.
Lesbókargrein
ÉG vil vekja athygli á grein sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins 21.
febrúar síðastliðinn. Greinin heitir
Andrúmsloft morðsins og er eftir
Guðna Elísson. Mér finnst hún
mjög athyglisverð.
Anna.
Öryrki með afsláttarkort
ÖRYRKI sem kominn er með af-
sláttarkort frá Tryggingastofnun
mun þurfa að greiða sjálfur fyrir
aðgerð á fæti þar sem bækl-
unarlæknar hafa ekki
samning við Trygg-
ingastofnun og mun
þetta ástand hafa stað-
ið yfir í langan tíma.
Það tekur í að þurfa að
greiða um 40.000 krón-
ur fyrir eina heimsókn
til læknis fyrir utan
lyfjakostnað og kostn-
að við umbúðir eftir að
heim er komið. Vænt-
anlega er líka end-
urkoma eða einhver
eftirfylgni eftir svona
aðgerðir og þá þarf
venjulega að greiða
sérstaklega. Er þetta
eins og þjóðin vill hafa það? Ég segi
nei og væntanlega mæli ég fyrir
hönd allrar þjóðarinnar þegar ég
segi aftur nei.
Dagrún Sigurðardóttir.
Hvalveiðar Íslendinga
ANSI er ég orðinn þreyttur á rifr-
ildi um hvalveiðar og því hvort við
Íslendingar eigum sjálf að leyfa
okkur að stjórna því hvað við viljum
grisja mikið í hvalastofninum um-
hverfis eyjuna okkar. Vernd-
unarsjónarmið eru virðingarverð út
af fyrir sig en verndunarsinnar
verða þó að gæta stillingar og minn-
ast þess að einn stórhvalur étur á
ári meiri fisk en átta þúsund manns,
þó mennirnir myndu éta fisk í hvert
mál og nú þegar sjávarútvegur er
aftur orðinn mikilvægasti atvinnu-
vegur þjóðarinnar verðum við að
snúa saman bökum um að hámarka
arð okkar af þessari auðlind okkar
og leggja prinsipmál til hliðar. Til
að gæta meðalhófs og ganga ekki of
hart fram, datt mér í hug hvort ekki
mætti einfaldlega íhuga þann kost
að friða hvali alfarið fyrir Norður-
landi á milli Horns og Langaness en
gefa út hæfilegan kvóta á öðrum
hafsvæðum umhverfis landið.
Karl Jónatansson.
Sífelldar endursýningar
í ríkissjónvarpinu
MÉR finnst allt of mikið af end-
ursýningum í ríkissjónvarpinu og vil
því leggja til að þeir taki sig á í
þeim efnum. Einnig vil ég stinga
upp á því að tónlistarfólk taki sig
saman og safni fyrir því að klára að
byggja Tónlistarhúsið.
Jessý.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda sýnir Hress-
ingarheimilið „Líf í tuskunum“, í Iðnó
sunnudaginn 1. mars kl. 14, leikstjóri
Bjarni Ingvarsson. Síðasta sýning,
miðapantanir í Iðnó, sími 562-9700.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergi | Dagskrá
alla daga kl. 9-16.30. Þriðjudaga og
föstudaga kl. 10.30 er stafaganga
(frítt), stafir á staðnum, leikfimi kl.
10.30 á miðvikudag (frítt), umsj. Sig-
urður R. Guðmundsson. Mánudaginn
9. mars veitir Skattstofan framtals-
aðstoð. Skráning hafin í síma 575-
7720.
Hraunsel | Sparidagar á Hótel Örk 8.-
13. mars. Skráning og nánari uppl. í
síma 555-0142. Sjá febh.is
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla við Víðigrund kl. 9.30.
Uppl. í síma 564-1490 og 554-2780.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Fundur á morgun,
sunnudag kl. 10, á Grettisgötu 89.