Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 13

Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 13
Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri kjara og fá betri yfirsýn yfir tekjur með einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti. Með Borgun tekur þú við öllum kortum. AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 „VIÐ höfum lengi stefnt að því að efla þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós og að á þau sé hlustað,“ segir Hólmfríður Anna Baldursdótt- ir, sem hefur umsjón með fréttaritaraþjálfun Unicef fyrir ungt fólk á aldrinum 13-16 ára. Þjálfunin fer fram í samstarfi við Morgun- blaðið og Ríkisútvarpið og hefst hinn 12. mars á Ísafirði. Í kjölfarið verða ungmenni þjálfuð í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Þjálfunin tekur þrjá daga og verður hafist handa á fimmtudögum eftir skóla og haldið áfram fram á laugardag. Unnið verður frétta- efni fyrir RÚV og Morgunblaðið á meðan á þjálfuninni stendur og því verður svo útvarpað eða það birt. Þjálfað í öllum landshlutum „Okkur þótti mikilvægt að fara í alla lands- hluta til þess að gefa öllum jöfn tækifæri á að láta til sín taka. Það eru örugglega önnur mál sem hvíla á ungu fólki á landsbyggðinni en þeim sem búa í Reykjavík og við vonumst til að fá þátttakendur sem víðast að,“ segir Hólm- fríður. Hún segir að umsóknum fjölgi stöðugt en hvetur jafnframt fólk til að sækja um því enn séu laus pláss. Hægt er að sækja um og nálgast upplýsingar á vefsíðunni unicef.is. Hólmfríður segir að með tilkomu efnahags- kreppunnar hafi nauðsyn þess að raddir ungs fólks heyrist aukist til muna og að þess vegna hafi verkefninu verið hrundið í framkvæmd. Þær samfélagslegu breytingar sem standi fyr- ir dyrum snerti framtíð ungs fólks og með verkefninu sé vonast til þess að raddir þeirra og viðhorf heyrist í auknum mæli. Verkefninu var ýtt úr vör hinn 1. mars síð- astliðinn á Heimsdegi barna í fjölmiðlum en þann dag leggur Unicef um allan heim áherslu á þátttöku barna og ungmenna í fjölmiðlum. jmv@mbl.is Unicef þjálfar unga fréttaritara um allt land  Morgunblaðið og RÚV taka þátt í að efla raddir ungs fólks með þjálfun þeirra í fréttavinnslu  Þjálfunin fer fram víða um land og eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára hvött til þátttöku í verkefninu Reuters Þjálfun Unicef ýtir undir aukna þátttöku ung- menna í samfélaginu með fréttaritaraþjálfun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.