Morgunblaðið - 11.03.2009, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.03.2009, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is E va Joly ætlaði sér ekki að skipta sér af rannsókn bankahrunsins á Íslandi en nú er ljóst að það mun hún gera. Reynsla hennar sem rannsóknardómari í Frakklandi á sínum tíma er talin geta verið dýrmæt þegar grafist verður fyrir um ástæður þess að banka- kerfið hér á landi fór á hliðina. Hún varð heims- þekkt fyrir að koma stjórnmálamönnum og háttsettum mönnum í risafyrirtækjum eins og Elf Aquitaine, sem nú heitir Total, í steininn. Joly, sem upprunalega hét Gro Eva Farseth, er norsk og fædd 1943 en hefur búið mestan sinn aldur í Frakklandi. Hún starfar nú fyrir hjálparsamtökin Noraid og hefur veitt norsku stjórninni ráðgjöf. „Ég hef búið í Noregi í sjö ár en er að flytja aftur til Frakklands eftir nokkra daga. Ég er með franskan ríkisborgararétt en tók að mér ákveðið starf í Noregi. Nú fer ég aft- ur til Frakklands, þar eru börnin mín og barna- börnin.“ Joly kom hingað í boði þeirra Jóns Þór- issonar arkitekts og Egils Helgasonar sjón- varpsmanns sem vildi fá hana í viðtal. Hún seg- ist ekki hafa ætlað að taka að sér nein störf hérlendis. „Mig langaði til að hitta Björk! En hlutirnir gerðust og ég held að ég geti komið að gagni hér um hríð.“ Eftir að skilgreina ráðgjafarstarfið Hún er spurð um ráðgjafarstarfið sem hún hefur samþykkt að taka að sér fyrir íslensk stjórnvöld en segir að enn sé eftir að ákveða hvernig því verði háttað í smáatriðum. „Ég er í tengslum við ýmsa sérfræðinga, þekki marga dómara persónulega og veit líka hvað svona mál eru erfið,“ segir Joly. „Ég hef séð svo mörg dæmi um sviksemi, kann þetta nánast utan að! Það er ekki hægt að sitja uppi með milljarða reikning, vitandi um öll þessi gervifyrirtæki á Tortola, það er brýnt að rann- saka öll þessi mál mjög vandlega.“ – Þú naust algers sjálfstæðis í Frakklandi, þar getur enginn, ekki einu sinni forsetinn, hróflað við rannsóknardómara. Hversu sjálf- stætt ætti embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins á Íslandi að vera? „Hann ætti að vera algerlega sjálfstæður. Í litlu samfélagi eins ykkar, þar sem allir eru meira eða minna tengdir, valda þessi tengsl þegar vanda en það ættu alls ekki að vera nein inngrip í störf hans. Það er mjög freistandi að reyna að hafa áhrif, beina rannsókninni í aðra átt þegar hún er farin að nálgast einhvern sem er náinn manni sjálfum. En grundvallaratriðið er sjálfstæði embættisins.“ – Nýja embættið heyrir undir embætti rík- issaksóknara. Ef sérstaki saksóknarinn vill höfða mál verður hann fyrst að bera það undir ríkissaksóknara. Er þetta góð tilhögun? „Nei, þetta er ekki gott. Hann ætti að geta ákveðið það sjálfur. Þetta er nýtt embætti og ætti að vera algerlega óháð. En þegar höfðað er mál gegn hátt settu fólki er mikilvægt að undirbúa málið enn betur en venjulega af því að þannig fólk hefur mjög góða lögfræðinga í sinni þjónustu og verst af hörku. Sérstaki saksóknarinn gæti ef til vill notið góðs af reynslu ríkissaksóknara við að byggja upp vandaða málshöfðun, þeir gætu kannski unnið saman. En ef þeir verða ósammála ætti skoðun sérstaka saksóknarans að hafa vinninginn. Þá myndi hann hafa næstum því jafnmikil völd og rannsóknardómari í Frakklandi. Ástandið á sér engin fordæmi. Það er ekki hægt að reka þetta mál eins og önnur, venjuleg mál, þetta er of mikilvægt.“ Þarf minnst 20 manns í rannsóknina – Þú sagðir á fundi í dag að það væri eins og hver annar brandari að hann hefði aðeins fjóra menn sér til aðstoðar. Hvað þarf hann marga? „Ég sagði nú líka að einhvers staðar yrðu menn að byrja, fyrst byrjar maður einn og hrópar síðan upp, vill fleira fólk. En ég held ekki að hægt sé að gera þessa rannsókn með færri en 20 manns. Þetta eru þrír eða fjórir bankar sem þarf að rannsaka. En jafnvel fjórir eða fimm geta gert mikið, við vorum fjögur í upphafi í Elf-málinu en náð- um aldrei heilum tug. Hins vegar var þetta fá- ránlegt vinnuálag.“ – Ætti að frysta eignir þeirra sem grunaðir eru um græsku? „Ef talin er ástæða til þess. Fá þarf endur- skoðendur til að rannsaka bakgrunninn, slá því föstu hvað gerðist, finna vísbendingar og skjöl. Sé rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi brotið af sér og hagnast á því er rétt að frysta eignir. Við vitum að um allan heim hneigjast menn til að meðhöndla fjármálasvindl á annan hátt en aðra glæpi. Starf mitt í Frakklandi tókst vel vegna þess að ég tók á brotamönnunum á sama hátt og gert er við bankaræningja, notaði allar heimildir sem refsilöggjöfin veitti mér. Og þeir lentu í fangelsi en fengu að vísu fljótlega frelsi af heilsufarsástæðum, voru síðan merkilega fljótir að ná sér.“ – Er oft tilhneiging í réttarkerfum til að gera ekki meira en bráðnauðsynlegt er? „Svo sannarlega. Ég segir frá því í bókinni minni, Justice under Siege, hvað gerist þegar maður tekur að sér starf rannsóknardómara og fer að reyna að klófesta hákarlana. Líf manns fer úr skorðum. Launin hækka ekki, umbunin er lítil að ofan og lífið verður mjög erfitt. En þegar maður er byrjaður hefst ferli sem rekur mann samt áfram, forvitnin vaknar og líka þrjóskan. Maður vill vita sjálfur hvað gerðist.“ – Þú fékkst líflátshótanir. Hve langt gætu menn gengið hér á landi ef þeim verður ógnað? „Býsna langt og þess vegna er tíminn svo mikilvægur, menn mega ekki bíða of lengi með rannsóknina á hruninu. Það er ekki orðið of seint hér en kominn er tími til að byrja. En jafnvel þótt þetta dragist er lengi hægt að finna ummerki, stundum er maður furðu lostinn yfir því sem hægt er að finna. Ég rakst á mik- ilvægar vísbendingar fimm árum eftir að brotin voru framin. Margir reiðubúnir að tala núna Samfélagið hér er lítið og þurfti sinn tíma til að koma á laggirnar því sem til þurfti, finna fólk til að gegna embættunum. Tíminn hefur liðið en þetta er enn alveg í lagi og hægt að gera hlutina. En við verðum að trúa því sjálf að það sé þess virði og við getum þetta. Svo þarf líka að gæta þess að mál fyrnist ekki og líði of lang- ur tími getur farið svo að vitni verði búið að gleyma mikilvægum atriðum. Og nota þarf tækifærið, hugarástandið, ég held að margir séu reiðubúnir að tala núna. Mikilvægt er líka að almenningur treysti rannsóknaraðilum svo að hann vilji segja frá.“ – Eigum við eftir að heyra marga segja að best sé að láta þetta liggja, vont sé að lítið sam- félagið fari á hvolf vegna málaferla? „Sennilega munu margir segja það, leggja til að sett verði á laggirnar sannleiks- og sátta- nefnd og látið þar við sitja, öllum verði fyr- irgefið. Ég held að lýðræðið ykkar sé traust, það elsta í heimi. Við getum ekki kennt ykkur neitt í þeim efnum. En ég held að það sé mik- ilvægt fyrir réttlætiskenndina að finna þá sem brutu af sér og rétta í málum þeirra. Önnur niðurstaða yrði mjög slæm fyrir sam- félagið, það yrði slæmt ef fólk kæmist upp með að halda illa fengnu fé. Síðan myndu einhverjir erfa þessa peninga, þetta yrði eins og opið sár í samfélaginu í margar kynslóðir. Þess vegna verðum við að afhjúpa þessi mál eins vel og við getum. Kannski finnum við ekki allt og svo get- ur líka verið að allt sé í himnalagi! Rannsaka þarf þessi mál vandlega og sér- staklega það sem hefur verið gert í öðrum lönd- um. Ég sé eiginlega bara eina ástæðu til þess að menn noti skattaskjól í Karíbahafinu, þeir eru að fela eignarhald. Stundum er þó um að ræða að menn vilja komast hjá því að borga nokkra skatta og fela um leið eignarhaldið. Peningar eru fluttir frá t.d. Íslandi til annars lands og þaðan yfir í skattaskjól þar sem eignarhaldið er falið. Síðan er hægt að láta leppfyrirtækið fjár- festa hér, nota innherja með aðstoð flókinna krosseignatengsla til að græða mikið, senda arðinn enn úr landi og hringrásin heldur áfram. Ég veit ekki hvernig menn hafa hagað sér í bönkunum hér. En ég hef tekið eftir því að þeg- ar menn hætta að spila eftir reglunum verða þeir mjög ósvífnir þegar þeir sjá að endirinn er í nánd, hrun er innan seilingar. Þá er mjög freistandi að notfæra sér valdið og tryggja eig- in framtíð.“ Matreiða þarf fjársvikamál – Eru íslenskir dómarar yfirleitt vel færir um að dæma í flóknum fjársvikamálum að þínu mati? „Þetta er afar mikilvægt atriði. Saksóknarar geta fengið sérfræðiaðstoð hjá t.d. endurskoð- endum og öðrum, lært að takast á við þessi mál, fengið aðstoð. Þá geta þeir matreitt málin og þurfa að gera það mjög vandlega. Í Elf-málinu voru bara bankaskjölin um 10.000. Ef ég hefði sýnt dómara þennan bunka og sagt: Ég hef kynnt mér þetta og dreg þá ályktun … hefðu honum fallist hendur. Nauðsynlegt er að draga fram aðalatriðin, gera þetta skýrt og augljóst, ímynda sé að mað- ur geti útskýrt málið fyrir ungum syni sínum eða dóttur. Dómarar eru ekki sérfræðingar i þessum málum. Þeim hefur auk þess verið kennt að verja réttindi fólks sem er prýðilegt mál. En þeir hafa í sér innbyggðan mótþróa gagnvart þeim sem ber fram sakargiftir, þessi mótþrói virkar fyrst og fremst þegar ríkt, klárt, vel klætt og fallegt fólk er fyrir rétti, ekki endi- lega þegar litlu sílin eru dæmd,“ segir Eva Joly. Traustið skiptir mestu máli  Eva Joly segir brýnt að embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins hafi fullt sjálfstæði  Ofureðlilegt sé að tekið hafi tíma að koma rannsókninni af stað en nú verði að fara að hefjast handa Morgunblaðið/Ómar Eitt sinn sagðist Joly stundum halda að rannsóknardómarar notuðu boga og örvar gegn fólki sem vopnað væri stýriflaugum, svo ójafn væri leikurinn gegn stórfyr- irtækjum. – Þú þekkir málið gegn Baugsmönnum. Var gangur þess kunnuglegur? „Það var hann, það sem saksóknarinn lenti í var nákvæmlega það sama og ég varð fyrir. Þetta er barátta. Reynt er að gera lítið úr manni, reynt að sýna að saksóknarinn sé veikburða. Því var komið inn hjá fólki að mér væri illa við allt ríkt fólk, að ég skildi ekki við- skiptalífið. Ég væri ekki frönsk, ég væri „illa þefjandi fiskur“ eins og einn sagði. Þessu er núna lokið í Frakklandi, almenningur er búinn að skilja hvernig lá í þessu öllu. Frakkar eru ekki asnar. Um Baugsmálið held ég að það sé núna augljóst að saksóknarinn hafði rétt fyrir sér og þriggja mánaða skilorðsbundinn fangels- isdómur hafi verið nokkuð vægur dómur. En þetta er að hluta barátta um hug og hjarta almennings. Ég held að mjög fáir fréttamenn setji sig inn í þessi mál, gefi sér nægan tíma til þess. Það er miklu auðveldara að gera þetta að persónulegri baráttu. Ég á alltaf erfitt með að skilja af hverju fjármálarefir sem brjóta lögin njóta oft svona mikillar samúðar en venjulegir þjófar og ræn- ingjar miklu minni samúðar. En margir svíkja undan skatti, margir hafa eitthvað að fela og finna því til samkenndar með spilltum og ósvífnum fjármálamönnum. En það er ekki mikið sameiginlegt með þeim sem fela þús- undkall og þeim sem fela milljarð.“ Dómurinn í Baugsmálinu nokkuð vægur » Önnur niðurstaða yrðimjög slæm fyrir sam- félagið, það yrði slæmt ef fólk kæmist upp með að halda illa fengnu fé. Síðan myndu ein- hverjir erfa þessa peninga, þetta yrði eins og opið sár í samfélaginu í margar kyn- slóðir. Þess vegna verðum við að afhjúpa þessi mál eins vel og við getum. Eva Joly „Starf mitt í Frakklandi tókst vel vegna þess að ég tók á brotamönnunum á sama hátt og gert er við bankaræningja, notaði allar heimildir sem refsilöggjöfin veitti mér.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.