Morgunblaðið - 11.03.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009
Sjálfstæðisflokkurinn
Kynnið ykkur málin á
www.profkjor.is
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins kynna sig og sín
stefnumál á nýjum vef flokksins, www.profkjor.is.
Hver frambjóðandi hefur sína undirsíðu á vefnum þar sem hann
kynnir sig og sín helstu stefnumál auk þess sem hægt er að horfa á
stutt myndband með hverjum frambjóðenda.
Þar að auki eru á vefnum ýmsar upplýsingar um framkvæmd
prófkjörsins. Við hvetjum alla til að fara á vefinn og kynna sér málin.
MINNST 33 létu lífið og 46 særðust þegar sjálfsmorðs-
árásarmaður ók bíl hlöðnum sprengiefni í hóp fólks sem
sótti friðarráðstefnu í Abu Ghraib vestur af Bagdad í
gær. Meðal hinna látnu eru ættbálkahöfðingjar sem ætl-
uðu að heilsa upp á fólk á nálægum útimarkaði.
Ódæðið er þriðja mannskæða árásin í Írak á síðustu
dögum en á sunnudag biðu 28 manna bana og tugir
særðust í árás á ráðningarstöð fyrir lögregluþjóna í Bag-
dad. Þá létu 10 lífið í árás í Babelhéraði á fimmtudag,
auk þess sem tveir féllu og sex særðust í árás í nágrenni
borgarinnar Kirkuk í gær. Þrátt fyrir að dregið hafi úr
árásum í landinu eru ofbeldisverk nánast daglegt brauð í
Bagdad.
Fórnarlamb árásar
á sunnudag
Blóðbað í Bagdad
HÓPUR vísinda-
manna spáði því í
gær að sjáv-
arborð myndi
hækka miklu
meira en gert
væri ráð fyrir í
skýrslu vísinda-
nefndar Samein-
uðu þjóðanna um
loftslagsbreyt-
ingar (IPCC) árið 2007.
Nefndin áætlaði að sjávarborð
heimshafanna myndi hækka um 18-
59 sentímetra. Vísindamenn á ráð-
stefnu í Kaupmannahöfn sögðu að í
skýrslunni væri ekki gert ráð fyrir
hraðri bráðnun íss á heimskaut-
unum. Einn þeirra, Stefan Rahm-
storf, sagði að samkvæmt nýjum
rannsóknum kynni sjávarborðið að
hækka um 75 til 190 sentímetra fyr-
ir næstu aldamót. Jafnvel þótt
dregið yrði stórlega úr losun gróð-
urhúsalofttegunda kynni sjáv-
arborðið að hækka um metra.
bogi@mbl.is
Spá enn
hærra
sjávarmáli
Telja að sjávarborð
hækki um metra
Stefan Rahmstorf
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Í DAG fer því
nærri að trúnni,
menningunni,
tungumálinu og
þjóðareinkennun-
um, sem kynslóð-
ir af Tíbetum hafa
talið dýrmætari
en eigið líf, hafi
verið útrýmt – í
stuttu máli þá er
litið á Tíbeta sem glæpamenn sem
eiga það skilið að verða líflátnir,“
sagði Dalai Lama, hinn útlægi and-
legi leiðtogi Tíbeta, í ræðu í tilefni
þess að í gær var hálf öld liðin frá
uppreisn Tíbeta sem var kæfð í blóði.
Ber ábyrgð á dauða þúsunda
Leiðtoginn þótti óvenju harðorður
í ræðu sinni þar sem hann sagði
stéttabaráttu, menningarbyltingu
Maós formanns og þjóðernislega
„endurmenntun“ Kínverja hafa
sökkt Tíbetum í slíkt hyldýpi þján-
inga og erfiðleika að þeir byggju við
helvíti á jörðu. Stöðugur ótti væri
hlutskipti Tíbeta og jafnframt væri
tortryggni Kínastjórnar viðvarandi.
Þá sakaði Dalai Lama Kínastjórn
um að bera ábyrgð á dauða hundraða
þúsunda Tíbeta, ásamt því að leggja
þúsundir klaustra í rúst.
Framkvæmdir Kínastjórnar í Tíb-
et sem gerðar hefðu verið undir því
yfirskini að stuðla að framförum
hefðu í raun haft það að markmiði að
auka áhrif hennar.
Leiðtoginn horfði einnig fram á
veginn með þeim orðum að krafa
Tíbeta væri að öðlast sjálfsstjórn
innan kínverska ríkisins.
Tíbetar búa við
„helvíti á jörðu“
Óvenju hörð
gagnrýni Dalai
Lama á Kínastjórn
Í HNOTSKURN
»Á mánudag hvatti HuJintao Kínaforseti til þess
að reistur yrði Kínamúr gegn
aðskilnaðarstefnu Tíbeta.
»Ma Zhaoxu, talsmaður kín-verska utanríkisráðuneyt-
isins, var ómyrkur í máli og
sagði ræðu Dalai Lama
byggða á lygum.
»Lýðræðisumbætur Kína-stjórnar í Tíbet væru þær
umfangsmestu í tíbeskri sögu.
Dalai Lama
HANN hafði í nógu að snúast við að raða upp kjörkössunum, þessi opinberi
starfsmaður í Indónesíu í gær. Til stóð að dreifa kjörkössunum um héraðið
Surabaya í tæka tíð fyrir þingkosningarnar 9. apríl næstkomandi. Þremur
mánuðum síðar, hinn 8. júlí, fara svo fram forsetakosningar í landinu.
Framkvæmd kosninga er óvíða umfangsmeiri, enda eru íbúar landsins
hátt í 240 milljónir, meirihlutinn múslímar. baldura@mbl.is
Reuters
Innan um kjörkassana
VALDIS Dombrovskis, verðandi
forsætisráðherra Lettlands, segir
Letta stefna í þjóðargjaldþrot inn-
an þriggja mánaða verði ekki gripið
til róttæks niðurskurðar í ríkis-
rekstrinum. Að öðrum kosti verði
ekki unnt að uppfylla skilyrði
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og
annarra lánveitenda um frekari að-
stoð í formi lána til ríkisins.
Stendur til að lækka laun op-
inberra starfsmanna um a.m.k. 10
prósent og að hækka skatta til að
stoppa upp í gatið á ríkisfjárlögum.
Lettar fengu 7,5 milljarða Banda-
ríkjadala, eða sem svarar um 840
milljörðum króna, í lán frá AGS,
Evrópusambandinu og öðrum lán-
veitendum í desember og fylgdi lán-
inu það skilyrði að halli af rekstri
ríkisins færi ekki yfir 5 prósent af
vergri þjóðarframleiðslu.
Hundraða milljarða halli
Til að verða við þessum kröfum
samþykkti þingið að grípa til nið-
urskurðar og skattahækkana til að
brúa bil um 200 milljarða króna
halla á fjárhagsárinu 2009. Þær að-
gerðir duga hins vegar skammt,
enda er nú búist við að samdrátt-
urinn í hagkerfinu verði í kringum
12 prósent í ár, eða mun meiri en
áður var talið.
Dombrovskis, sem verður form-
lega settur í embætti á fimmtudag,
hefur bent lán-
veitendum á
þessa þróun og
fer fram á að
þeir samþykki
hallarekstur sem
svarar til 8 pró-
senta af vergri
þjóðarfram-
leiðslu.
„Þetta er ör-
væntingarfullt
ákall til sjóðsins um að skilyrði
lánsins séu ekki raunhæf,“ sagði
Lars Christensen, sérfræðingur hjá
Danske Bank, um aðvörunarorð
Dombrovskis.
Mesta ofhitnunin
Morten Hansen, kennari hjá
útibúi Stockholm School of Econo-
mics í Riga, höfuðborg Lettlands,
tók undir að ástandið væri slæmt,
enda hefði ofhitnunin og þenslan í
lettneska hagkerfinu verið meiri en
í Litháen og Eistlandi.
Fyrir fjármálahrunið í haust var
gjarnan vísað til Eistlands, Lett-
lands og Litháens sem Eystrasalts-
tígranna, í óbeinni vísun til Asíu-
tígranna fjögurra, útflutnings-
ríkjanna Hong Kong, Singapúr,
Taívans og Suður-Kóreu. Sú um-
ræða hefur nú hljóðnað með öllu og
áhyggjur af framtíð þessara ríkja
tekið við. baldura@mbl.is
Lettar á barmi
þjóðargjaldþrots
Laun verða lækkuð og skattar hækkaðir
Valdis
Dombrovskis
GENGI hlutabréfa hækkaði veru-
lega í Bandaríkjunum og Evrópu í
gær eftir að einn af stærstu bönk-
unum vestanhafs, Citigroup, skýrði
frá því að hann hefði verið rekinn
með hagnaði tvo fyrstu mánuði árs-
ins.
Gengi hlutabréfa í Citigroup
hækkaði um 38% og bréf í öðrum
stórum bönkum snarhækkuðu einn-
ig í verði, til að mynda Bank of Am-
erica um 27,7% og JP Morgan
Chase um 22,6%.
Hlutabréfavísitalan Dow Jones í
New York hækkaði um 5,8%, Nas-
daq-vísitalan um 7% og Standard &
Poor um tæp 6,4%.
Fyrr um daginn hækkuðu hluta-
bréfavísitölur í kauphöllunum í
London, Frankfurt og París um 4,8-
5,7%. bogi@mbl.is
Hlutabréf
hækka í verði