Morgunblaðið - 11.03.2009, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009
Í sektarpásu Vonandi höfðu stöðumælaverðirnir tveir ekki sektarkennd þegar þeir settust að snæðingi á Bæjarins bestu í miðborginni í gær.
Golli
Friðrik Þór Guðmundsson | 10. mars
Blaðamenn fá á sig
þrefaldan brotsjó
Ofan á þá skömm, að
hafa „flotið sofandi að
feigðarósi“ fyrir hrun
efnahagslífsins, sofið við
sitt úthlutaða aðhalds-
hlutverk, hafa blaðamenn
nú fengið þrjár nýjar
blautar tuskur í andlitið. Svo alvarleg eru
þessi áföll að þau kalla á sérstakar að-
gerðir og ályktanir af hálfu Blaðamanna-
félags Íslands, Félags fréttamanna og
Fjölmiðlasambands Íslands.
Af þessum blautu tuskum nefni ég
fyrst uppsagnir 80 til 100 blaðamanna
undanfarið. Blaðamönnum er sagt upp
eins og öðrum í samdrætti, en ólíkt þeim
vinnuveitendum sem láta starfsaldur,
reynslu og orðstír ráða nokkru þá virðast
vinnuveitendur á fjölmiðlasviðinu helst
segja upp „dýrum“ blaðamönnum, þ.e.
reyndum mönnum með uppsafnaða
þekkingu, en halda frekar í ódýra og
reynslulitla. Þetta bætist ofan á þann at-
gervisflótta sem fyrir var.
Næsta blauta tuska er dómurinn í
Viku-málinu, þar sem klámbúllukóng-
urinn Ásgeir Þór Davíðsson hafði það af,
með dyggri hjálp fyrrum blaðamannsins
Sveins Andra Sveinssonar, að nauðga og
misþyrma tjáningarfrelsinu svo enn
bergmálar í sölum réttvísinnar. . . .
Meira: lillo.blog.is
Einar Áskelsson | 10. mars
Færeysk innrás í stað
íslenskrar útrásar? –
Markaðssetning
Sjálfstæðisflokks
Aukin samkeppni á trygg-
ingamarkaði getur verið
af hinu góða ef það lækk-
ar iðgjöld. En Færeyska
tryggingafélagið kemur
ekki inn á þennan markað
af góðmennsku einni
saman. Um það snúast ekki viðskipti.
Sjálfsagt finnst okkur eðlilegt að Fær-
eyingar eigi að bera virðingu fyrir „stóra
bróður“ í norðri. Svipað og Dönum leið
þegar við „réðumst“ þangað. Færeysk
innrás í Ísland eins og íslenska útrásin til
Danmerkur. Við höfum kannski gott af
því. Þá kannski upplifum við vanmátt
okkar og lærum af því betri manna- og
viðskiptasiði.
Í allt annað. Frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokks eru áberandi vel kynntir
fjölmiðlum. Reyndar með langbestu
upplýsingar og aðgengi að frambjóð-
endum á heimasíðu sinni. Nýta tengsl-
anet eins og Facebook vel. Kunna að
tengjast fólki sem skiptir miklu máli. Ég
er stöðugt að fá boð um að mæta á við-
burði hjá frambjóðendum Sjálfstæð-
isflokks. Með þessu áframhaldi endar
það með því að ég kýs Sjálfstæðisflokk-
inn. Ómeðvitað. Eins og þeir vilja. Mættu
aðrir læra af.
En þetta kostar, hver borgar?
Meira: eask.blog.is
Á LAUGARDAG-
INN birti Morg-
unblaðið frétt um töl-
ur sem blaðinu hafði
borist frá ótil-
greindum aðilum úr
trúnaðargögnum frá
Kaupþingi banka. Við
lestur þessarar
fréttar er ekki við
öðru að búast en fólk
fyllist tortryggni og
gremju, enda þeirri mynd brugðið
upp að eigendur Kaupþings hafi
mergsogið fé út úr bankanum. En
ef rýnt er í tölurnar í Morg-
unblaðinu sýna þær hins vegar
svart á hvítu að viðskipti fyr-
irtækja sem tengjast okkur
bræðrum við Kaupþing eru bæði
eðlileg og auðskýranleg.
Exista ekki fjármagnað
af Kaupþingi
Öll eign okkar bræðra í Kaup-
þingi hefur verið í gegnum eign-
arhlut okkar í skráðu almennings-
hlutafélagi, Exista. Mikilvægt er
að gera skýran greinarmun á milli
fjármögnunar Exista annars vegar
og fjármála okkar bræðra hins
vegar. Exista var langstærsti eig-
andi Kaupþings með um 25% hlut
og annað stærsta almennings-
hlutafélag landsins mælt í eigin fé,
stærra en bæði Glitnir og Lands-
bankinn. Félagið var að litlu leyti
fjármagnað af Kaupþingi heldur
fyrst og fremst á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
Samkvæmt tölunum sem birtar
voru í Morgunblaðinu námu úti-
standandi lán Kaupþings til Exista
(skammtímalán og langtímalán)
um 94 milljörðum króna hinn 30.
júní 2008. Þessi fjárhæð sam-
svarar um 16% af heildarskuldum
Exista og einungis um 11% af
heildareignum félagsins í lok júní.
Stærstu lánin voru vegna yfirtöku
Exista á skuldbindingum Lýsingar
sem voru fyrir í bankanum þegar
Exista tók fyrirtækið og fjár-
mögnun þess yfir árið 2006. Útlán
Kaupþings til viðskiptamanna
námu samtals 4.169 milljörðum
króna hinn 30. júní 2008 svo lán til
Exista voru einungis brot af útlán-
um bankans og innan allra eðli-
legra viðmiða. Í fyrrgreindum töl-
um eru ekki dregin frá veð og
eignir á móti þessum lánum, svo
sem inneignir hjá bankanum. Þess
má geta að innlán Exista og
tengdra fyrirtækja hjá Kaupþingi
námu um 50 milljörðum króna við
fall bankans í október.
Því má svo bæta við að frá
miðju ári 2008 til falls íslenska
bankakerfisins í október endur-
greiddi Exista um 20 milljarða
króna nettó til Kaupþings. Lækk-
uðu því skuldir félagsins við bank-
ann sem því nemur eftir dagsetn-
ingu talnanna sem birtar voru í
Morgunblaðinu. Exista vinnur um
þessar mundir að því að semja um
endurgreiðslur lána hér á landi og
erlendis, m.a. við um 40 alþjóðlega
banka, í kjölfar þess að fjórðungs-
hlutur Exista í Kaupþingi hvarf
svo að segja á einni nóttu í októ-
ber síðastliðnum.
Komið í veg fyrir
krosseignarhald
Í grein Morgunblaðsins kemur
jafnframt fram að bankinn hafi
veitt félagi í persónulegri eigu
okkar bræðra, Bakkabræður
Holding, lánafyrirgreiðslu sem
nemur liðlega 30 milljörðum
króna. Krosseignarhald hefur
töluvert verið til umræðu hér á
landi og erlendis og hefur áhersla
verið lögð á að hindra að kross-
eignartengsl mynduðust á milli
Kaupþings og Exista, m.a. þegar
Skipti var tekið af hlutabréfa-
markaði á fyrri hluta árs 2008.
Ljóst var að Kaupþing, sem átti
um 27% í Skiptum, fengi greitt
fyrir með hlutabréfum í Exista og
hefðu þá myndast gagnkvæm
eignartengsl á milli Kaupþings og
Exista sem ekki voru til staðar.
Til þess að koma í veg fyrir að
þessi eignartengsl mynduðust,
tókum við bræður það á okkur að
taka yfir hlutabréf Kaupþings í
Exista og veðsettum á móti eignir
okkar. Þannig sýndum við í verki
trú okkar á framtíð Exista og
leystum jafnframt óæskilega stöðu
fyrir Kaupþing. Við fall Kaup-
þings misstum við þessar eignir
okkar til bankans.
Í tölunum sem birtar eru í
Morgunblaðinu er blandað saman
persónulegum félögum okkar
bræðra, almenningshlutafélaginu
Exista, dótturfélögum Exista og
öðrum tengdum fyrirtækjum.
Hnoðað er saman lánveitingum,
ónotuðum lánalínum, afleiðusamn-
ingum, hlutabréfum og skulda-
bréfum, væntanlega til þess að
blása tölur upp eins og hægt er.
Ekkert er vikið að tryggingum og
inneignum á móti þessum skuld-
bindingum eins og eðlilegt væri,
eða hvort um var að ræða veltu-
bókarviðskipti eða lánafyr-
irgreiðslur. Það er ekkert laun-
ungarmál að við bræður höfum
snúið okkar persónulegu við-
skiptum fyrst og fremst til Kaup-
þings, enda er vart hægt að telja
það óeðlilegt. Þau viðskipti hafa
öll farið fram í samræmi við regl-
ur bankans og þar höfum við
mætt sömu kröfum um tryggingar
og kjör eins og aðrir við-
skiptavinir. Í þessu sambandi má
benda á það að í tölunum sem
birtar voru í Morgunblaðinu er
hvergi að sjá nafn þess fyrirtækis
sem við bræður erum jafnan
kenndir við, Bakkavör. Ástæða
þess er einföld: Bakkavör er nán-
ast ekkert fjármagnað af Kaup-
þingi og hefur svo verið um árabil.
Viðskiptaferill okkar bræðra
spannar yfir 20 ár og samstarf
fyrirtækja okkar við Kaupþing á
sér 12 ára sögu. Það samstarf hef-
ur byggst á gagnkvæmum hags-
munum þar sem bankinn hefur
notið mikilla tekna, ekki síst í
formi ráðgjafarþóknana.
Undirróður gegn
Kaupþingi
Um þessar mundir fer fram
skipulagður undirróður þar sem
gögnum um Kaupþing er mark-
visst „lekið“ til fjölmiðla. Augljóst
er að lög hafa verið brotin með því
að koma villandi upplýsingum úr
trúnaðargögnum til fjölmiðla og
verður það mál án efa rannsakað
sérstaklega. Þessi „smjörklípuað-
ferð“ hefur þrifist í skjóli þess að
rannsóknarskýrslur um bankana
hafa enn ekki verið birtar op-
inberlega og skapað kjörinn jarð-
veg fyrir tortryggni og söguburð.
Fáir myndu fagna meira birt-
ingu rannsóknarskýrslu um að-
draganda að falli bankanna en við
bræður, enda höfum við tapað gíf-
urlegum fjármunum á ákvörð-
unum í aðdraganda og í kjölfar
bankahrunsins. Eignir okkar eru
að mestu tapaðar, þótt við berum
það ekki saman við vanda þeirra
sem standa frammi fyrir atvinnu-
missi eða gjaldþroti. Sem stjórn-
endur og forsvarsmenn stórra fyr-
irtækja tökum við ábyrgð á okkar
þætti í þessari atburðarás. Sú
ábyrgð verður hins vegar ekki
leidd í ljós af þeim öflum sem nú
beita óvönduðum meðulum til þess
að hylja eigin mistök og freista
þess að gera einstaklinga sem
tengjast Kaupþingi að sakamönn-
um í augum almennings. Það sem
við öll þurfum mest á að halda er
heiðarlegt uppgjör sem byggist á
raunverulegum rannsókn-
argögnum. Á þeim vettvangi mun
ekki standa á okkur bræðrum að
svara til þeirrar ábyrgðar sem að
okkur snýr.
Eftir Lýð og Ágúst
Guðmundssyni » Lánin til Exista sam-
svara einungis um
11% af heildareignum
félagsins í lok júní
Ágúst Guðmundsson
Eðlileg viðskipti við Kaupþing
Höfundar eru Bakkavararbræður.
Lýður Guðmundsson
BLOG.IS
Einar Sveinbjörnsson | 10. mars
Svifrykstoppur
í morgunsárið
Klassískt „svifryksveður“
á höfuðborgarsvæðinu
hugsaði ég með mér þeg-
ar ég kom út snemma í
morgun um leið og ég
andaði að mér svölu loft-
inu. Hægur vindur og
hitahvarf við jörð eru þeir þættir sem
ráða mestu um uppsöfnun svifryks í lofti
ásamt vitanlega sjálfum umferðarþung-
anum á höfuðborgarsvæðinu. Við eigum
væntanlega eftir að sjá mæld gildi við
Grensásveginn á milli 50 til 100 míkróg-
römm á bilinu um kl. 10 til 11. Í hægum
A-andvaranum er verður dálítil tregða,
hæstu gildin á mælistöðinni verða yf-
irleitt lítið eitt síðar en mesti umferð-
arþunginn. Í raun er ótrúlega auðvelt að
sjá fyrir uppsöfnun svifryks á höfuðborg-
arsvæðinu. ... Uppsöfnunin á sér nær
eingöngu stað þegar vindur í 10 metra
hæð er mjög hægur ( 2 m/s eða minni)
og það kalt að hitahvarf er við jörðu,
a.m.k. að morgni. Um leið og vindur yf-
irstígur þröskuld 2-3 m/s fer af stað lóð-
rétt blöndun loftlaganna og þéttni svif-
ryks minnkar strax í kjölfarið. ...
Meira: esv.blog.is