Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 11.03.2009, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 EITT brýnasta mál nýrrar ríkisstjórnar verð- ur að efla atvinnulífið og fjölga störfum til að vinna bug á atvinnuleysi. Til þess þarf að bæta samkeppnisstöðu fyr- irtækjanna. Eftir hrunið býr stór hluti atvinnufyr- irtækja við óviðunandi fjárhagsstöðu og stefna í gjaldþrot ef ekkert verður að gert. Nú er fylgt efnahagsáætlun sem gerð hefur verið í samstarfi við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Hagfræð- ingar hafa bent á að veikasti hluti þeirrar áætlunar sé stefnan í gjald- eyris- og peningamálum. Engin atvinnustarfsemi fær risið undir þeim ofurháu vöxtum sem hér eru. Á sama tíma og nágrannaþjóðir lækka stýrivexti seðlabanka til að halda hjólum atvinnulífs gangandi er hér haldið uppi 18% stýrivöxtum. Vextir innan OECD eru hvergi hærri en hér á landi. Lækkun vaxta er þess vegna forgangsverk- efni. Gjaldeyrishöftin standa atvinnulífinu fyrir þrifum. Þau þarf því að afnema sem allra fyrst. Efnahags- og atvinnulíf landsmanna nær ekki að eflast og dafna nema skipan gjaldeyris- og peningamála verði komið í viðunandi horf sem allra fyrst. Það verður því að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að breyta þessum þáttum efnahagsáætl- unarinnar og skapa viðunandi skil- yrði fyrir heimili og fyrirtæki. Þeim mun fyrr sem það verður gert því fyrr náum við okkur á strik á ný. Endurreisn atvinnulífs Eftir Dögg Pálsdóttur Dögg Pálsdóttir Höfundur er lögmaður, varaþingmað- ur og gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. VIÐ þurfum að horfast í augu við ástandið eins og það er. Staðreynd málsins er sú að yfirvofandi er mikil skuldsetning rík- isins og komandi kyn- slóða. Nauðsynlegt mun vera að skera niður á þeim sviðum sem eru óþægileg til þess að geta hlíft þeim sem eru nauð- synleg. Á Íslandi hefur ávallt verið vinnu að fá, at- vinna fyrir alla á ekki að vera orðin tóm. Í mínum huga er ekki raunveru- leg kreppa nema þegar vinnufúsar hendur fá ekki vinnu. Ríkið þarf einnig að draga saman óhagkvæmar framkvæmdir, og verja því fé sem til er til arðbærari verkefna. Heilbrigð- isþjónusta, samgöngur, iðnaður og löggæsla eru meginstoðir samfélags- ins og í sameiningu ber okkur að standa vörð um þau. Við sjáum þá að víðtækar aðgerðir á skipan þjóðfélagsins geta orkað miklu um það að varðveita menn fyr- ir freistingum, sem voru alls staðar nálægar og nálega ómótstæðilegar, áður en endurbæturnar komu. Það er nú gott, svo langt sem það nær. En hinu má ekki gleyma, að umbæt- ur kunna stundum að losa menn við eitt bölið, til þess eins að baka þeim nýtt böl. Einhverskonar vísvit- andi skipulagning er nauðsynleg. En hvernig á hún að vera og hve mikil? Til þess að geta svarað þessum spurningum verðum við að hafa að leiðarljósi hugsjón okkar. Hvaða ráð sem við athug- um verðum við að spyrja hvort þau mundu stuðla að því að gera það mannfélag, sem þeim er beitt við, réttlátt, heiðarlegt og framgjarnt samfélag. Ef svo er get- um við sagt að ráðin séu góð. Ef svo er ekki verðum við að telja þau vond. Við skulum flýta okkur hægt á komandi kjörtímabili í breytingar. Heiðarlegt og réttlátt fólk er best til þess fallið að meta þær breytingar sem nauðsynlegar eru og hverjar hljóta að teljast vondar. Gera má mikla bragarbót á núverandi kerfi og þannig ná þeim markmiðum sem við stefnum að án þess að kollvarpa sam- félaginu núna á róstusömum tímum. Sígandi lukka er best Eftir Þorvald Hrafn Yngvason Höfundur gefur kost á sér í 8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Þorvaldur Hrafn Yngvason VIÐ Íslendingar höf- um í gegnum tíðina tek- ist á við efnahagslegar sveiflur í takt við breyt- ingar hjá stærstu at- vinnugrein okkar, sjáv- arútveginum. Nú er íslenskt efnahagslíf í rúst eftir fall fjármálageirans. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri sjálfstæðismanna í SV- kjördæmi sem fram fer 14. mars. Ég býð mig fram vegna þess að ég trúi því að margra ára reynsla mín á sviði ráðgjafar í ný- sköpun, tækniyfirfærslu og atvinnu- uppbyggingu sé reynsla sem þarf inn á Alþingi Íslendinga. Það er frábært að verða vitni að þeirri gerjun sem nú á sér stað í samfélaginu. Þá gerjun þurfum við að nýta til að móta sam- eiginleg gildi og framtíðarsýn fyrir ís- lenskt samfélag og atvinnulíf. Fjölbreytileiki tryggir jafnvægi Brýnt er að stuðla að öflugri upp- byggingu á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi og auka við fjöl- breytileika íslensks at- vinnulífs. Aukinn fjöl- breytileiki tryggir jafnvægi og treystir undirstöður í at- vinnulífinu til framtíðar. Við megum ekki til lengri tíma litið hafa öll eggin okkar í einu og sömu körf- unni. Um leið og við nýtum náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti eigum við jafnframt að huga að mikilvægustu auð- lind okkar, mannauðnum. Íslenska þjóðin er seig og hugmyndarík og okkur verður að auðnast að virkja þann kraft sem í henni býr til að endurreisa íslenskt atvinnulíf. Við verðum að tryggja að atvinnuleysi aukist ekki enn frekar og að það atvinnuleysi sem við búum því miður við núna verði skamm- tímavandi en ekki langtímavandamál. Hristum af okkur hefðbundin vinnu- brögð þar sem hver hlutur á heima í tilteknum kassa. Byggjum upp sam- kennd og virkjum mannauðinn. Talsmaður nýsköpunar og fjölbreytileika í atvinnulífinu Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er varaþingmaður og sæk- ist eftir 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í SV-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.