Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 26

Morgunblaðið - 11.03.2009, Page 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009 ÞAÐ VAR sérstakt að lesa grein Guðríðar Arnardóttur í Morg- unblaðinu á föstudag. Þar fór hún yfir þá samstöðu sem var meðal allra flokka við gerð fjárhagsáætlunar í Kópavogi fyrir árið 2009. Það var ánægju- leg samvinna og vonandi vísir að því sem koma skal. Það sorglega við grein Guðríðar er hins vegar hvernig hún ræðst að tveimur starfsmönnum Kópavogsbæjar og gerir lítið úr þeirra mikilvægu störfum. Hún kall- ar það að hugsa út fyrir „boxið“. Á sama tíma og krafan eykst um gagnsæi og auknar upplýsingar frá hinu opinbera vill oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi leggja niður starf þess sem sér um það fyrir Kópavogsbæ. Annað starf sem Guð- ríður vill leggja niður er gæðastjóra- starfið. Á bæjarráðsfundi 19. febr- úar var ítarleg kynning á því sem hann hefur unnið að og gert vel. Það skiptir miklu máli fyrir bæjarrekst- urinn að unnið sé eftir fyrirfram ákveðnum vinnuferlum og hefur ver- ið settur mikill kraftur í það verkefni ásamt því að taka upp nýtt tölvukerfi sem einfaldar m.a. störf okkar bæj- arfulltrúa. Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópa- vogs hefur lagt sig fram um að laga stjórnkerfið að kröfum samtímans í lýðræðislegum anda. Guðríður krefst gamaldags stjórnsýslu og horfir 50 ár aftur í tímann í því sam- bandi. Það er einstaklega ósmekklegt að leggja það til á síðum Morgunblaðs- ins að tveir starfsmenn Kópavogsbæjar verði reknir! Að ég tali nú ekki um á sama tíma og þeir tveir ásamt fleirum í yfirstjórn Kópavog- bæjar taka á sig tölu- vert meiri launalækkun en bæjarfulltrúar. Nær væri að við bæj- arfulltrúar litum í eigin barm og skoðuðum okk- ar stöðu. Eitt af grundvall- aratriðunum í þeirri samstöðu sem flokkarnir mynduðu um fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 2009 var sú stefna að forðast uppsagnir. Við eigum að halda í sem flest störf hjá Kópavogsbæ og sporna gegn at- vinnuleysi. Það eru erfiðir tímar hjá öllum sem starfa hjá opinberum að- ilum ekki síður en þeim sem vinna í einkafyrirtækjum. Framundan má búast við tekjusamdrætti. Við þurf- um samvinnu við að hagræða jafn- hliða því að skerða ekki þjónustu við almenning og uppfylla með sóma þær kröfur sem gerðar eru til op- inbers rekstrar. Það getum við gert með því að fá starfsfólkið með okkur en vanvirða ekki störf þess. Samvinna eða per- sónur og leikendur Ómar Stefánsson er ósáttur við skrif Guðríðar Arn- ardóttur Ómar Stefánsson » Það er einstaklega ósmekklegt að leggja það til á síðum Morgunblaðsins að tveir starfsmenn Kópavogs- bæjar verði reknir. Höfundur er oddviti Framsókn- arflokksins í Kópavogi og formaður bæjarráðs. VEGNA þeirrar umræðu sem nú á sér stað um skaðabótalög- in og vegna þess nið- urskurðar sem stefnt er að hjá hinu opinbera vil ég gjarnan koma eftirfarandi á fram- færi. Samsetning skaðabóta Bætur fyrir alvarlega örorku sem skapast vegna slysa eru samsettar af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af höfuðstóli sem greiddur er af trygg- ingafélagi, í öðru lagi af vöxtum sem skapast af höfuðstólnum og í þriðja lagi af bótum sem greiddar eru af Tryggingastofnun ríkisins (TR) til 67 ára aldurs. Fyrir 20 árum slasaðist dóttir mín alvarlega í bílslysi og hlaut m.a. löm- un frá mitti. Með dómi voru henni ákvarðaðar bætur frá trygginga- félagi og nam höfuðstóll bótanna 19,1 milljón króna.Við uppgjör bót- anna kom fram að höfuðstóllinn skyldi ávaxtaður með eigi minna en 4,5% vöxtum á ársgrundvelli. Auk þessa skyldi dóttir mín fá greiddar mánaðarlega fullar bætur frá TR til 67 ára aldurs og væri rétt að öllu staðið ættu ævi- tekjur hennar að verða jafnháar ævitekjum há- skólamenntaðra rík- isstarfsmanna við 67 ára aldur. Við upp- gjörið kom einnig fram að vegna eingreiðslu og skattahagræðis væri höfuðstóllinn ekki hærri en raun bæri vitni vegna þess að ekki stæði til að dóttir mín greiddi skatta af höfuðstólnum né af því fjármagni sem af honum hlytist. En viti menn… Nokkrum árum eftir skaðabóta- uppgjörið setti Alþingi lög um fjár- magnstekjuskatt. Lagður skyldi á allar fjármagnstekjur 10% flatur skattur og engar undanþágur veitt- ar. Ég var afar ósátt við fyr- irkomulagið, skrifaði greinar í Mbl. og gekk á milli viðeigandi stjórn- valda og benti á að sett hefðu verið lög á löglega gerðan lífstíðar kjara- samning dóttur minnar og annarra í sömu sporum. Með því væru for- sendur allra skaðabótauppgjöra fyrr og nú brostnar. Vildi ég að sett yrði reglugerð sem veitti þessum hópi undanþágu frá fjármagnsskatti sem byggðist á forsendum bótauppgjöra eða að viðkomandi bótaþegar skil- uðu inn skaðabótauppgjöri til rík- isskattstjóra sem síðan endur- greiddi. Allt kom fyrir ekki. Eftir nokkur ár gafst ég upp og enn greiðir fólk sem stríðir við mikla fötlun vegna slysa skatt sem það á ekki að greiða samkvæmt kjarasamningi sínum. Að rétta með annarri og taka með hinni Nú sýnist mér stefna í það að allt fólk sem metið hefur verið til örorku og sem á fjármagnstekjur muni í nánustu framtíð sæta skerðingu bóta frá TR. Reynist hugboð mitt rétt vil ég benda á að verði sömu vinnubrögðum beitt við það verk og viðhöfð hafa verið í tengslum við fjármagnstekjuskattinn, þ.e. flatur niðurskurður án tillits til grundvall- aratriða, þá mun ríkið aftur brjóta að þeim hópi fólks sem hér um ræð- ir. Komi til þess þá eru skaðbótalög- in orðin marklaust plagg sem eins gott er að henda. Nú bið ég þá sem eitthvað hafa um þessi mál að segja að hafa orð mín á bak við eyrað sé eitthvað slíkt í skoðun sem hér er fjallað um. Ábending til tryggingamála- ráðherra, Alþingis og TR Auður Guðjóns- dóttir skrifar um hugsanlega skerð- ingu örorkubóta Auður Guðjónsdóttir »Nú sýnist mér stefna í það að allt fólk sem metið hefur verið til ör- orku og sem á fjár- magnstekjur muni í nánustu framtíð sæta skerðingu bóta frá TR. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskað- astofnunar Íslands. VIÐ ÖLLU venjulegu fólki blasir að stefnan í þjóðmálum síð- ustu tæpa tvo áratugina hefir leitt íslenzka þjóð fram af hengi- flugi í efnahagsmálum. Að stefna Sjálfstæðisflokksins í fjármálum og peningamálum hefir kippt gersamlega grunni undan af- komu fólks og sent það á von- arvöl. Þessi stefna hefir hlotið nafnið nýfrjálshyggja og er óþarft að lýsa henni nánar. Afleiðingar hennar blasa alls staðar við, þótt menn hafi raunar tæplega við að trúa. Enda með ólíkindum að hægt sé að endasteypa þjóðfélagi svo gersamlega, sem raun ber vitni um á Íslandi. Menn skyldu því halda, að þeir sem aðalábyrgð bera á óförunum væru í nauðum staddir nú, þegar nær dregur kosningum. Að vísu hafa Valhallarmenn klifað á því að ekki ynnist tími til þess nú að leita sökudólga og er slíkt hverj- um skiljanlegt, því sök bítur sek- an. Þar til á þessum drottins degi 1. marz að upplok verða á Val- hallarlýðnum og stórsannleikur uppgötvaður: Stefna Sjálfstæð- isflokksins í þjóðmálum var rétt – hárrétt – en það sem bilaði í þjóð- málabaráttunni voru þeir, sem við stjórnvölinn stóðu, „fólkið“ eins og afbrotalýðurinn nú er nefndur. Allt heila helvítis klabb- ið bilaði, en stefnan hún var allan tímann frá 1991 kórrétt – guði sé lof. „Fólkið“ í þessu falli er þá ráð- herralýður Sjálfstæðisflokksins frá þeim tímabilum, alþingismenn og ættingjar og vinir foryst- unnar, sem fljótlega lögðu undir sig embættin sem úrslitum réðu. Ennfremur Kjartan í Valhöll og stærsti ritþjófur Íslandssög- unnar, enda sankaði hann saman kenningum, sem „kúrs“ flokksins var settur eftir. Upphaf afglapa stjórnvalda var fiskveiðistefnan þar sem ráns- hendi var farið um þjóðareign sjávarins og hún afhent örfáum útvöldum að gjöf. Síðan leiddi hvað af öðru: Ríkiseignir afhent- ar vildarvinum að gjöf: Bankar, Síldarverksmiðjur, Landssíminn, Ísl. aðalverktakar. Og glæfra- menn í fjármálum fengu óáreittir að leika listir sínar og settu að lokum íslenzka þjóð á höfuðið. Til þessa leiddi stefna Sjálf- stæðisflokksins í þjóðmálum. Og forysta hans hefir komið sér ásamt um að hún hafi verið rétt. Sú illa þefjandi athugasemd var alloft gerð við Djúp vestra fyrir margt löngu að „það er of seint í rassinn gripið þegar skít- urinn er kominn í buxurnar.“ Svo er einnig í þessu falli. En að sínu leyti er það mjög mikilvægt fyrir kjósendur að tek- in eru af öll tvímæli um hvaða stefnu í þjóðmálum verður fylgt ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda á nýjan leik: Sem sagt þeirri sömu stefnu, sem leitt hefir íslenzka þjóð í ótrúlegar ógöngur, og óséð enn til hvers leiða munu. Þótt langt sé um liðið síðan greinarhöfundur sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn er honum raun að sjá hversu afvega hann hefir verið teymdur. Eftir Sverri Hermannsson Býsn og fádæmi Höfundur er fv. alþingismaður. VIÐ sem lifum og hrærumst í alþjóða- málum í námi, áttum okkur oft ekki á þeim afmarkaða málflutn- ingi sem oft fer fram í fjölmiðlum. Fjöl- miðlar taka oft upp ákveðin sjónarmið og stilla þeim upp hverju gagnvart öðru. Umfjöllun um hval- veiðar Íslendinga hefur m.a. ein- kennst mjög af ofangreindum vinnubrögðum. Vill því undirrit- aður koma nokkru á framfæri um hvalveiðar Íslendinga og storma- söm samskipti þeirra við Alþjóða- hvalveiðiráðið (AHR). Ástæðu þessa stormasama sam- bands má upphaflega rekja til þess að AHR mistókst að koma í veg fyrir ofveiði á hvölum fyrstu áratugina eftir stofnun ráðsins. Þetta þótti íslenskum ráðamönn- um bagalegt, enda var AHR stofn- að í þeim tilgangi að vernda og stýra nýtingu hvalastofna. Varð þetta getuleysi AHR m.a. til þess að steypireyðum var nær útrýmt. Þegar vísindamenn og hags- munaaðilar stóðu frammi fyrir þeirri staðreynd fundu pólitískir þrýstihópar náttúruverndarsinna sig knúna til að taka til sinna ráða. Í byrjun níunda áratugar síð- ustu aldar urðu þrýstihópar nátt- úruverndarsinna mjög öflugir og í Evrópu tókst þeim að telja rík- isstjórnir sínar á að hafa áhrif í AHR. Svo margir þrýstihópar tóku þátt, að þjóðum sem litla hagsmuni höfðu af hvalveiðum fjölgaði umfram þær þjóðir sem stýra vildu hvalveiðum með nýt- ingu að leiðarljósi. Fór því svo að þess- um þjóðum tókst að mynda „blokk“ til að koma á banni við hvalveiðum í atvinnu- skyni árið 1986. Hval- veiðibannið átti að gilda í þrjú ár en hef- ur ekki verið fellt úr gildi í nær 23 ár. Á banninu eru þó tvær „smug- ur“ sem hvalveiðiþjóðir hafa nýtt sér. Annars vegar hvalveiðar í rannsóknarskyni, sem stundaðar voru af Íslendingum á árunum 1986-89 og aftur 2003-06, og hins vegar formleg mótmæli innan sér- stakra tímamarka sem stærstu hvalveiðiþjóðirnar nýttu sér. Slík mótmæli gerðu það að verkum að þjóðir sem notfærðu sér þau voru ekki bundin af banninu og máttu því veiða án sérstakra takmark- ana. Þrátt fyrir að Ísland færi að alþjóðalögum stóð AHR sífellt fyr- ir því að knýja íslensk yfirvöld til að bæta úr ýmsum þáttum rann- sóknarveiðanna. Leiddi það að lok- um til þess að Íslendingar hættu hvalveiðum í rannsókarskyni árið 1989. Árið 1992 sagði Ísland sig úr AHR til að mótmæla hvalfrið- unarstefnu þess og stofnuðu Norð- ur-Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) í samvinnu við aðrar þjóðir á NA-Atlantshafi. Þrátt fyr- ir hótanir sínar um að hefja veiðar í skjóli slíks samstarfs töldu ís- lensk stjórnvöld ekki réttlætanlegt að styðjast við stofnskrá þess til hvalveiða. Íslensk yfirvöld fóru þannig ekki á svig við 65. gr. Haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem segir að ríki megi aðeins stunda hvalveiðar ef það er virkur þátttakandi í alþjóðlegri stofnun sem hefur með verndun og nýting- arstjórnun stórhvela að gera. NAMMCO hefur hinsvegar verið leiðandi stofnun á svið hvalarann- sókna. Deilur Íslands og AHR náðu há- marki um miðbik síðasta áratugar þegar Ísland óskaði eftir inngöngu með skilyrðum. Sú ósk Íslendinga fékk heldur óblíðar móttökur hjá fulltrúum Bandaríkjanna og Ástr- alíu sem varð til þess að AHR skiptist upp í tvær fylkingar og nær klofnaði. Þessar deilur voru bæði lögfræðilegar og pólitískar, nokkuð sem er mjög algengt í þessu umhverfi. Í sinni þriðju til- raun tókst Íslandi hinsvegar að endurheimta sæti sitt í AHR árið 2002. Í 14 ár veiddu Íslendingar ekki Það sem ekki hefur komið fram um Ísland og hvalveiðar Húni Heiðar Halls- son skrifar um hval- veiðar » Pólitísk afstaða hvalafriðunarþjóða mun á endanum færast í þá átt að viðurkenna sjálfbærar hvalveiðar enda er rökfærsla þeirra til annars hægt og bítandi að verða gjaldþrota. Húni Heiðar Hallsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.