Morgunblaðið - 11.03.2009, Qupperneq 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2009
mbl.is/moggaklubburinn
Hugtakið „djúsí steik“ öðlast nýja, dýpri og einkar
skemmtilega merkingu á Argentínu steikhúsi. Allir
kjöt- og fiskréttir á Argentínu steikhúsi eru glóðarsteiktir
yfir viðarkolum sem gefur einstakt og ljúffengt bragð.
Fyrirmynd eldamennskunnar kemur frá Argentínu og
hefur notið geysilegra vinsælda hér á Fróni.
Dagana 9., 10. og 11. mars gefstMoggaklúbbfélögum
gullið tækifæri til að kynnast matreiðslunni á Argentínu
steikhúsi af eigin raun því þeim býðst 2 fyrir 1 tilboð
þessa daga.
Pantið tímanlega í síma 551 9555 eftir kl. 14.00
– meira fyrir áskrifendurFáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122
2 fyrir 1
á Argentínu
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
UTANDAG-
SKRÁRUMRÆÐA
var á Alþingi fyrir
nokkrum dögum um
stöðu íslenskar versl-
unar í því efnahagslega
umróti sem nú gengur
yfir. Umræðan var haf-
in að frumkvæði Ástu
Möller alþingismanns í
þeim tilgangi að kalla eftir því hvaða
aðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá
stjórnvöldum til að skapa greininni
viðunandi skilyrði. Ásta vakti athygli
á mikilvægi þess að vernda störf í
verslun, enda fjöldi afleiddra starfa í
flutningum, framleiðslu og ýmissi
þjónustu. Nú þegar hefur fjöldi ein-
staklinga misst vinnuna í þessari at-
vinnugrein. Á hún heiður skilinn fyr-
ir að hafa átt frumkvæði að þessari
umræðu.
Þar sem það gerist ekki oft að sér-
stök umræða er um stöðu verslunar-
innar á hinu háa Alþingi er ástæða
til að fjalla aðeins um það hvernig
þessi umræða fór fram og bera sam-
an við það þegar umræða fer fram
um stöðu annarra atvinnugreina.
Ekki verður sagt að umræðan hafi
einkennst af miklum tillögum að
lausnum á vanda verslunarinnar.
Miklu frekar var umræðan lýsing á
þeim vanda sem við blasir og öllum
eru kunnugir. Í svörum við-
skiptaráðherra örlar ekki á hug-
myndum um hvað geti rétt stöðu
greinarinnar á þessum viðsjárverðu
tímum. Hvergi er minnst á mik-
ilvægi verslunar sem atvinnugrein-
ar. Aðeins sagt að ekki standi til að
grípa til sértækra aðgerða af hálfu
stjórnvalda. Svo því sé haldið til
haga óskar verslunin ekki eftir sér-
tækum aðgerðum sér til handa. Ekki
var minnst einu orði á mikilvægi
þess að vernda störf í
verslun. Greinin veitir
engu að síður 30 þús-
und manns atvinnu.
Verslunin sem atvinnu-
grein og sá stóri hópur
fólks sem á afkomu
sína undir störfum í
verslun á hins vegar
rétt á að fagráðherra
greinarinnar fjalli af
meira innsæi um mik-
ilvægi hennar og þá
stöðu sem hún er í, en
tali ekki niður til at-
vinnugreinarinnar í heild.
Eina tillagan sem ráðherrann
kom fram með var að nýta sér þann
vanda sem mörg verslunarfyrirtæki
eru í, brjóta þau upp með valdboði
og selja í smærri einingum í þágu
óskilgreindra kröfuhafa. Auk þess
þótti fagráðherra verslunarinnar
mikilvægt að koma þeim skilaboðum
á framfæri að mörg verslunarfyr-
irtæki stæðu mjög illa.
Umræðan öll lýsir þó meira við-
horfum til verslunar sem atvinnu-
greinar. Hefði verið utandagskrár-
umræða á Alþingi um stöðu
sjávarútvegs eða landbúnaðar undir
svipuðum formerkjum og hér var,
má fullyrða að viðkomandi fagráð-
herra hefði talað um mikilvægi
greinarinnar sem undirstöðuat-
vinnugreinar og nauðsyn þess að
vernda störf í greininni.
Þegar opinber umræða fer fram
um stöðu þeirra atvinnugreina, tek-
ur viðkomandi ráðherra, hvar í
flokki sem hann stendur undantekn-
ingarlaust upp hanskann fyrir sitt
fólk. Því er hreint ekki að heilsa þá
sjaldan opinber umræða fer fram
um mikilvægi verslunar sem at-
vinnugreinar. Gildir þar einu hvar í
flokki viðkomandi ráðherra er stað-
settur. Íslensk verslun og þær þús-
undir manna sem vinna í verslun
eiga heimtingu á að hér verði breyt-
ing á. Á óvissutímum er þörf á fram-
sýni, jákvæðni og hvatningu frá ráð-
herrum atvinnuvega í stað
yfirlýsinga, sem skapa ótta og nei-
kvæðni. Verslunin er sú atvinnu-
grein sem einna mest skilar til
landsframleiðslunnar og sú atvinnu-
grein sem hvað flestum veitir at-
vinnu í þessu landi. Íslensk verslun
er nefnilega undirstöðuatvinnu-
grein.
Verslunin er undirstöðuatvinnugrein
Andrés Magnússon
fjallar um umræðu
á Alþingi um stöðu
verslunarinnar
»Ekki verður sagt að
umræðan hafi ein-
kennst af miklum til-
lögum að lausnum á
vanda verslunarinnar.
Andrés Magnúson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka verslunar og þjónustu.
hvali eða þangað til árið 2003, þeg-
ar þeir máttu samkvæmt al-
þjóðalögum veiða hvali í rannsókn-
arskyni. Hófst AHR þá strax
handa við að gagnrýna veiðarnar
og nauðsyn þeirra. Árið 2006 hófu
Íslendingar aftur hvalveiðar í at-
vinnuskyni m.t.t. ákveðinnar
gloppu í alþjóðahvalveiðilögum en
fylgja þó eftir verklagsreglum sem
AHR samdi sjálft. Þessar reglur
sem koma eiga í stað hval-
veiðibannsins voru í raun fullklár-
aðar árið 1994 en hafa enn ekki
hlotið náð fyrir augum þeirra
þjóða sem hlynntar eru friðun
stórhvela. Þannig eru þessar út-
hugsuðu reglur, sem mikil vinna
og tími hefur farið í, strandaðar á
pólitískum vilja friðunarþjóða.
Það er mat höfundar að hvorki
hvalveiðisinnar né andstæðingar
hvalveiða þurfi að kvíða framtíð-
inni hvað varðar Ísland. Hin vís-
indalegu gögn sem liggja fyrir um
stærð hvalastofna og hinar ramm-
gerðu reglur og eftirlitskerfi sem
búin hafa verið til, kalla á að hval-
veiðar verði stundaðar aftur. Yrðu
hvalir með því fyrsta alþjóðlega
dýrategundin sem nýtt verður með
sjálfbærum hætti. Þá má nefna að
hvalafriðunarþjóðir eru í raun að
brjóta alþjóðalög en samkvæmt
stofnsáttmála AHR er hlutverk
þess að vernda og stýra nýtingu
stórhvelastofna. Hvergi er þar
minnst á algera friðun.
Pólitísk afstaða hvalafrið-
unarþjóða mun á endanum færast
í þá átt að viðurkenna sjálfbærar
hvalveiðar enda er rökfærsla
þeirra til annars hægt og bítandi
að verða gjaldþrota. Hinar stóru
hvalfriðunarþjóðir s.s. Bandaríkin,
Þýskaland og Frakkland munu þá,
líkt og Íslendingar, nýta rétt sinn
til hvalveiða og án efa standa vörð
um þann rétt.
Höfundur er meistaranemi í lögfræði
og heimskautarétti (Polar Law) við
Háskólann á Akureyri.