Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 76. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is SKRIFSTOFUBLAÐIÐ fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «KLIKKHAUSAR AÐ VESTAN TROÐA UPP Á ROKK- HÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR «90 METNAÐARFULLIR NEMENDUR ÞAÐ ER AÐ KOMA Í HLÍÐASKÓLA STJÓRN Lögmannafélagsins legg- ur til að gjaldþrotalögum verði breytt þannig að hægt verði að fá skipun skiptastjóra endurskoðaða, t.d. af Hæstarétti. VIÐSKIPTI Skipun fáist endurskoðuð ERLENDIR kröfuhafar eru reiðu- búnir að höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum og bönkunum vegna neyðarlaganna. Dómsmál gæti gert nýju bönkunum erfitt fyrir. Tilbúnir að stefna ríki og bönkum Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is LANDHELGISGÆSLAN mun nota þyrlur og flugmenn Norðurflugs í ákveð- in verkefni samkvæmt samningi sem verður undirritaður á allra næstu dögum. Forstjóri Land- helgisgæslunnar segir um sparnað- araðgerð að ræða. Samninga- viðræður eru á lokastigi að sögn Georgs Lár- ussonar forstjóra. „Þeir eru með þrjár þyrlur og það gæti hugs- anlega verið hagkvæmara að leigja af þeim þyrlur þegar ekki þarf á sérhæfð- um leitar- og björgunarþyrlum að halda, frekar en að nota okkar.“ Hann segir þyrlur Norðurflugs ekki nýtast nema að takmörkuðu leyti. „Þær eru ekki með spili, afísingarbúnaði, leit- arljósum eða infrarauðum myndavélum og geta ekki farið út á sjó nema mjög stutt. Þær gætu þó hentað í flug sem er mjög nálægt strönd, t.d. leitar- eða eft- irlitsflug eða flug fyrir lögreglu.“ Hann bætir því við að Landhelgisgæslan eigi bara eina vél og borgi leigugjald fyrir hvern tíma sem aðrar vélar eru notaðar. Því gæti í einhverjum tilfellum verið hag- kvæmara að nota vél frá Norðurflugi. Georg neitar því að þarna sé einkafyr- irtæki að taka að sér löggæsluverkefni. Fulltrúi frá Landhelgisgæslunni verði alltaf um borð. „Þeir munu þá flytja okk- ar löggæslumenn eða okkar flugmenn fljúga þeirra vélum. Í raun skiptir engu máli hver flýgur vélinni heldur hverjir stýra aðgerðum.“ Hann segir um hagræðingaraðgerð að ræða þótt ekki sé ljóst hversu miklum sparnaði hún skili. Norðurflug verði ekki með sérstaka vakt fyrir Landhelgisgæsl- una, heldur muni notkunin á þeirra vél- um ráðast af aðstæðum hverju sinni . Norðurflug flýgur fyrir Landhelgis- gæsluna Gert vegna sparnað- ar hjá Gæslunni Verkefni Norðurflug flýgur fyrir Gæsluna.  „FRAMMISTAÐA allra leik- manna var frábær, þeir eiga heiður skilinn fyrir frábæran leik við afar erfiðar aðstæður,“ sagði Guð- mundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sigur Íslands, 29:26, á Make- dóníumönnum í undankeppni Evr- ópumeistaramótsins. Leikið var fyrir framan 8.000 áhorfendur í Skopje og er þetta í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vinnur heima- menn þar í borg. »Íþróttir Frábær frammistaða  ÓVÍST er hvort meint brot í starfsemi fimm lífeyrissjóða, sem sérstakur sak- sóknari fjallar nú um, eru refsi- verð. Ástæðan er breyting á lögum um starfsemi líf- eyrissjóða sem gerð var fyrir jól til að taka á afleiðingum bankahruns- ins. Hafi fjártjón orðið gilda þó reglur um skaðabótaábyrgð. »24 Engin refsing vegna fjár- festinga lífeyrissjóðanna?  FRAMLEIÐSLA smærri páskaeggja verður aukin í ár. Sæl- gætisgerðin Freyja ætlar að leggja áherslu á egg í stærð fjögur en í fyrra var mest framleitt af eggjum í stærð níu og tíu. Vegna hækkunar á hráefnisverði verða eggin 20% dýrari en í fyrra en framleiðendur lofa að minnka ekki innihaldið. »4 Áhersla verður lögð á smærri páskaegg í ár Eftir Jón Pétur Jónsson og Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu réðst í gærkvöld til inngöngu í iðnaðarhúsnæði á Esjumelum á Kjalarnesi þar sem gríðarlega umfangsmikil kannabisræktun hefur verið starfrækt. Þar lagði hún hald á nokkur hundruð kannabis- plöntur á ýmsum stigum ræktunar. Lögregla segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við umfang ræktunarinnar. Tveir karlmenn voru á staðnum og voru þeir hand- teknir en um 10 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. „Það er enginn vafi á því að þetta er það stærsta sem við höfum nokkurn tíma tekið,“ segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar- innar. Hann telur líklegt að kannabisplöntur hafi verið ræktaðar í húsnæðinu í nokkur ár. Á síðustu vikum og mánuðum hefur lögreglan lokað um 20 stöðum, þar sem kannabisplöntur hafa verið ræktaðar, að sögn Karls Steinars. Hefur hún nú lagt hald á rúmlega 3.000 plöntur sem er mun meira en hún gerði árin 2007 og 2008 samanlagt. Morgunblaðið/Kristinn Gróðurhúsið Greinilegt er á aðstæðum að menn kunnu vel til verka við ræktunina, sem var afar umfangsmikil. Ein stærsta kanna- bisræktun sögunnar Sennilega verið starfandi í nokkur ár að mati lögreglu Tilbúið Gengið var frá þurrkuðum plöntum í poka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.