Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 EKKI er útilokað að læknar þurfi að hætta að nota hefðbundnu síðerma sloppana sína. Slopp- arnir og sýkingarhætta af þeim er meðal þess sem sérstök nefnd landlæknisembættisins, sýk- ingavarnadeildar Landspítalans og fleiri hyggj- ast skoða í sambandi við kröfur um fatnað heil- brigðisstarfsfólks. „Umræðan um síðerma sloppa kemur alltaf upp reglulega, meðal annars vegna þess að í Sví- þjóð hafa verið settar reglur um að allir sem sinna sjúklingum eigi að vera í stutterma flíkum. Hendurnar snerta allt og þar með ermarnar á sloppunum líka. Það hefur verið sýnt fram á að á óhreinum sloppum, hvort sem það eru sloppar lækna eða annarra, geta verið örverur,“ segir Ás- dís Elfarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deild- arstjóri sýkingavarnadeildar Landspítalans. Hún getur þess jafnframt að heilbrigðisstarfs- menn eigi heldur ekki að vera með úr, armbönd eða annað á höndum til þess að hægt sé að sótt- hreinsa þær á viðeigandi hátt þegar búið er að sinna sjúklingunum. Dæmi eru um að læknar í Svíþjóð gangi um í síðerma sloppum en fari úr þeim á meðan þeir sinna sjúklingum. Nú vill stjórn Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum spara með því að láta lækna hætta að nota sloppana. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum eru um 8.000 sloppar í um- ferð á Akademíska sjúkrahúsinu og kostnaður- inn vegna þeirra í fyrra var um 1,5 milljónir sænskra króna eða um 20 milljónir íslenskra króna. Að sögn Karólínu Guðmundsdóttur, yfirmanns þvottahúss og dauðhreinsunar á Landspít- alanum, eru um 5.000 síðerma læknasloppar í umferð á spítalanum, gróft áætlað. „Kostnaður vegna þvotta á sloppunum var um 8 milljónir króna í fyrra. Kostnaður vegna endurnýjunar var 1 til 1,5 milljónir en þá bættum við reyndar ekki við jafnmörgum sloppum og áætluð þörf er.“ Karólína bendir á að verði hætt að nota síð- erma sloppa komi á móti kostnaður vegna efnis- meiri skyrtna. „Skyrturnar sem læknarnir eru í undir sloppunum núna eru ekki nógu efnismiklar til að hægt sé að ganga í þeim einum og sér.“ ingibjorg@mbl.is Sýkingarhætta af síðerma sloppum  Sérstök nefnd fjallar um kröfur um fatnað heilbrigðisstarfsfólks  Sænskir læknar eiga að vera í stutterma flíkum þegar þeir sinna sjúklingum  5 þúsund síðerma sloppar á Landspítala Í HNOTSKURN »Þorbjörn Jónsson, for-maður læknaráðs Land- spítalans, kveðst ekki vita til þess að heit umræða sé meðal lækna hér um ágæti sloppa. »Formaður sænska lækna-félagsins, Eva Nilsson Bå- genholm, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að læknar þyrftu að vera í sloppum þeg- ar þeir gengju á milli deilda. Slopparnir og vasarnir á þeim væru vinnutæki en ekki skraut. »Einnig væri kalt álöngum spítalagöngum. Morgunblaðið/Ómar Sýkingarhætta Nefnd fjallar um sloppana. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) þarf að kaupa hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS) á 7,6 milljarða króna, auk þess sem hún þarf að greiða dráttarvexti frá því í apríl 2008 vegna þessa. Þeir eru um 1,8 milljarðar króna í dag. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun. Niðurstöðunni verður áfrýjað til Hæstaréttar en dráttarvextir munu halda áfram að safnast upp á meðan. Málið má rekja aftur til þess þeg- ar íslenska ríkið auglýsti 15,2 pró- sent af hlut sínum í HS til sölu í upp- hafi árs 2007. Geysir Green Energy (GGE) bauð 7,6 milljarða króna í hlutinn og átti langhæsta tilboðið. Í kjölfarið lýstu nokkur þeirra sveit- arfélaga sem áttu í HS því yfir að þau myndu nýta forkaupsrétt sinn á hlutnum og selja hann frekar til OR. Eftir mikla óvissu um framtíð- areignarhald á hitaveitunni náðist loks sátt á hluthafafundi í júli 2007. Í samkomulagi milli stærstu eigenda kom fram að þeir væru sammála um að Reykjanesbær myndi eiga 34,7 prósent, GGE 32 prósent, OR 15,6 prósent og Hafnarfjörður 15,4 pró- sent. Ennfremur skuldbatt OR sig til að kaupa „allt eða hluta hlutafjár Hafnarfjarðarbæjar...hvenær sem er innan 6 mánaða frá undirritun samnings.“ Sölugengið á hverjum hlut var ákveðið 7,0. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað síðan að nýta sér þennan sölurétt í desember 2007 og selja 95 prósent af eignarhlut sínum til OR á 7,6 milljarða króna. Á vormánuðum 2008 úrskurðuðu samkeppnisyf- irvöld hins vegar að OR mætti ekki eiga meira en tíu prósent í HS og forsvarsmenn fyrirtækisins litu þá svo á að sá úrskurður hefði ógilt kaupsamninginn við Hafnfirðinga. Því voru Hafnfirðingar ósammála og stefndu OR því til að standa við gerðan samning. Héraðsdómur féllst á málflutning bæjarins í gær- morgun. Þarf að borga 9,4 milljarða  Orkuveita Reykjavíkur var í gær dæmd til að greiða Hafnarfirði 9,4 milljarða króna fyrir hlut hans í Hitaveitu Suðurnesja  Niðurstöðunni verður áfrýjað UNNUR Brá Konráðsdóttir, sveit- arstjóri Rangárþings ytra, fer í launalaust leyfi fram yfir kosningar vegna þingframboðs. Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, reiknar með að taka taka sér frí frá störfum síðustu vikurnar fyrir kosningar, ef hann verður á lista. Unnur Brá varð í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún óskaði eftir því að hætta sem bæjarstjóri og samþykkti sveitarstjórn í gær að veita henni launalaust leyfi fram að kosningum. Elvar Eyvindsson mun leysa hana af hólmi. Lúðvík Geirsson varð í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann sóttist eftir fyrsta sætinu og sagði sam- starfsfólki sínu þá frá því að hann myndi gegna embætti sínu fram yf- ir kosningar. Farið verður yfir mál- ið í ljósi úrslitanna. Lúðvík hefur ekki svarað boði kjörnefndar um þriðja sætið. helgi@mbl.is Unnur Brá í frí fram yfir kosningar Unnur Brá Konráðsdóttir Lúðvík Geirsson FRAMSÝN – stéttarfélag Þing- eyinga telur að samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta sam- komulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins um frestun á launa- hækkunum. Í ályktun segir að fréttir af arð- greiðslum til eigenda HB Granda beri með sér að séu til fyrirtæki sem hafi fulla burði til að standa við kjarasamninga. „Á þetta hefur Framsýn margsinnis bent og lagð- ist því gegn frestun launahækkana. Hins vegar var góður meirihluti að- ildarfélaga ASÍ með frestun. Í ljósi ákvörðunar HB Granda verður því seint trúað að verkalýðshreyfingin ætli að sitja hjá og viðurkenna þennan gjörning sem er siðlaus með öllu.“ Framsýn skorar á stjórn- endur HB Granda að falla frá arð- greiðslum til hluthafa og hækka þess í stað laun starfsfólks. Vilja rifta samningum SIGRÍÐUR Gunnarsdóttir og Sigrún Jónsdóttir stóðu vaktina á bás eldri borgara í Fjarðaport- inu á Reyðarfirði síðastliðinn sunnudag þar sem ýmiss konar hannyrðir voru m.a. til sölu. Fjarða- portið er rekið í anda Kolaportsins í Reykjavík en samhliða því er einnig rekinn nytjamarkaður og umboðssala. Þetta var þriðji sunnudagurinn sem opið var og hafa viðtökurnar verið frábærar að sögn forsprakkans, Sigurðar Jenssonar. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Lífleg sala á litríkum vörum Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir að niðurstaðan komi sér veru- lega á óvart. „Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála höfðu komist að þeirri nið- urstöðu að við mættum ekki eiga nema tíu prósent í félaginu. Við átt- um fyrir um sextán prósent og því var erfitt fyrir okkur að bæta við okkur tæpum fimmtán prósentum. Við töldum að lög landsins stæðu gegn því. Dómarinn kemst hins vegar að annarri niðurstöðu.“ Hann telur OR þó ekki eiga eftir að lenda í erfiðleikum með að fjár- magna kaupin ef Hæstiréttur stað- festir niðurstöður héraðsdóms. „Ég tel að við getum gert það. Þetta er góð eign. En það verður að koma í ljós og það gefst töluverður tími til þess að velta þeim hlutum fyrir sér ef málið fer líka fyrir Hæstarétt. Ég held líka að bankar og lánastofnanir séu nú að fara að taka við sér um allan heim. Það hafa aðilar sýnt þessari eign áhuga, bæði vestan og austan hafs.“ Áhugi á hlutnum bæði vestan hafs og austan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.