Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 14

Morgunblaðið - 19.03.2009, Side 14
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Klefarnir Kjörsókn er yfirleitt góð hér á landi sé miðað við grannlöndin. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SENDINEFND Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem var hér á landi fyrr í mánuðinum, mælir með því í skýrslu sinni að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með alþingiskosningunum hér á landi 25. apríl. Í skýrslunni segir að þau mál, sem helst þurfi að gæta að séu kosninga- löggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, þ.e. persónukjör, einnig er fjallað um utankjörstaðaatkvæða- greiðslu, misjafnt vægi atkvæða og fjölmiðla og eignarhald á þeim. Loks er fjallað um aðgang eftir- litsmanna, innlendra sem erlendra, sagt að reglur um hann virðist ekki vera algerlega í samræmi við sam- þykktir ÖSE frá 1990. Sagt er í skýrslunni að rætt hafi verið hvort þingið mætti halda áfram störfum eftir að búið væri að leysa það upp. „Tekið er fram í stjórnar- skránni að umboð þingmanna sé gilt fram að kjördegi. Sumir flokkarnir álíta að með þetta ákvæði í huga eigi þingið að halda áfram að starfa eins lengi og hægt er til þess að taka á efnahagsvandanum.“ Sagt er að talsmenn nýrra fram- boða hafi bent á að stuttur fyrirvari geri þeim erfiðara um vik en stóru flokkunum að skipuleggja sig og heyja baráttu sína. En almenningur virðist almennt treysta því að fram- kvæmd kosninga á Íslandi sé trú- verðug. Lagaumhverfið virðist vera með hætti að það ýti undir lýðræð- islega framkvæmd kosninga. „Umræður fara nú fram um dag- setningu þinglausna og hvort kosn- ingar fyrir tímann muni verða haldn- ar í samræmi við þennan stytta tímaramma,“ segir í skýrslunni. „Minnst þrjú frumvörp um breyting- ar á lögum um Alþingiskosningar eru til umfjöllunar. Eitt þeirra miðar að því að breyta kosningakerfinu til þess að gefa kjósendum aukið frelsi varðandi niðurröðun á framboðslista en ekki eru allir flokkar sammála því að gera skuli slíka breytingu rétt fyrir kosningar. Einnig hefur verið rætt um stjórnarskrárbreytingu sem gerð yrði fyrir kosningar til að auðvelda mönnum að gera umbætur á stjórnarskránni í framtíðinni.“ Eftirlitsmenn fari til Íslands ÖSE vill að hugað verði að áhrifum breyttra kosningalaga á kosningarnar 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ELENA López, lögmaður sjötíu við- skiptavina Landsbankans í Lúxem- borg sem búa á Spáni, gagnrýnir við- skiptasiðferði bankans. Lögmannsstofan MEP&F hefur stefnt bankanum fyrir dómstóla á Spáni og reynir að rifta samningun- um svo viðskiptavinirnir missi ekki húsin sem þeir settu að veði. Gunnar Thoroddsen, fyrrum framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg, undrast ekki að skjól- stæðingar lögmannsstofunnar reyni hvað þeir geti til að kasta rýrð á bankann og starfsaðferðir hans. Þeir berjist fyrir því að bjarga eignum sínum, sem þeir geti, sannist að mis- brestur hafi verið á markaðssetn- ingu lánanna. Takist það ekki geti þeir í það minnsta stöðvað uppboðs- ferli á húsunum í ótiltekinn tíma. „Mér er sagt að þetta séu rökin sem lögfræðingar nota til hópmálsóknar á bankann.“ Bankinn starfaði heiðarlega Gunnar segir bankann hafa starf- að heiðarlega. Allar upplýsingar hafi legið fyrir og skilmálarnir verið vel kynntir viðskiptavinum. Bankinn hafi meðal annars farið fram á að þeir sæktu óháða ráðgjöf og við- skiptavinir ekki skrifað undir nema þeir rituðu undir yfirlýsingu um að það hefðu þeir gert og að þeir skrif- uðu undir samninginn af fúsum og frjálsum vilja. Bankinn hafi boðið eignalánin í samkeppni við aðra banka og ekki sé óalgengt að við- skiptavinir hafi kynnt sér kjör keppi- nauta áður en þeir ákváðu að skipta við Landsbankann. Gunnar segir stöðu fólksins baga- lega eftir að bankinn féll. Reiði þess sé gríðarleg og skiljanleg enda bank- inn í gjaldþrotameðferð og fólkið hafi ekki fengið svör frá skiptastjór- um um hvernig staðið verði að mál- um þess síðan í október. „Allt fór á versta veg. Eignaverðið hrapaði, verð eigna sem fjárfest var í lækkaði. Ávöxtunin var neikvæð í einhverjum tilvikum og í þriðja lagi er nú enginn sem getur unnið með viðskiptavin- unum úr stöðunni.“ Fyrir fall bank- ans hafi starfsmenn Landsbankans gert allt til þess að fólk gæti mætt skuldbindingum sínum og greitt af lánunum. López gagnrýnir að fyrir gjald- þrot bankans hafi starfsmenn hans kerfisbundið hringt í þessa við- skiptavini sína til að ráðleggja þeim sem höfðu umboð yfir eigin viðskipt- um að selja skuldabréf í öðrum bönk- um s.s. Merrill Lynch og fjárfesta frekar í skuldabréfum Landsbank- ans. „Þeir ráðlögðu fólkinu eindregið að kaupa skuldabréf í Landsbankan- um. Margir þeirra keyptu bréfin og aðeins viku eða tveimur síðar féll bankinn og virði bréfanna varð að engu.“ Gunnar bendir á að á þessum tíma hafi fjármálaumhverfið verið mjög óstöðugt og fjármálastofnanir hafi miðlað með skuldabréfin sem þóttu álitlegur fjárfestingakostur þar sem þau buðust með góðum afslætti. Margir keyptu því bréf í bönkum. „Við reyndum ekki kerfisbundið að selja skuldabréf í íslensku bönkun- um. Við höfðum enga hagsmuni af því,“ segir hann. Seljandinn hafi ver- ið miðlari skuldabréfanna á eftir- markaði. „Íslensku bankarnir voru því ekki seljendur bréfanna.“ Blekkt til að tapa peningum López segir fólkið hafa verið blekkt til að tapa miklu fé. Bankinn hafi til að mynda hringt í einhverja viðskiptavini og boðið þeim að stofna fyrirtæki á Bahamaeyjum og Pa- nama eða álíka stöðum til skattahag- ræðingar. „Það sýnir óheilindi við- skiptanna,“ segir hún. Gunnar segir þetta alrangt. Hann kannist ekki við slíka viðskiptahætti hjá bankanum. Berjast fyrir sínu  Óheiðarlegur, segir stefnandi Landsbankans í Lúxemborg  Heiðarleg vinnubrögð, segir bankastjóri og skilur reiðina Mótmæli við bankann í Lúxemborg Skiptastjórarnir í bankanum þykja harðir í horn að taka. Þeir neituðu starfsmönnum um laun á uppsagnar- fresti fyrir jól sem mótmæltu. Nú krefja þeir lántakendur um greiðslu. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SEÐLABANKI Íslands tilkynnir í dag nýja ákvörðun um stýrivexti bankans, þá fyrstu eftir að nýr bankastjóri tók við, Norðmaðurinn Svein Harald Øygard, með aðstoð- arbankastjórann Arnór Sighvatsson sér við hlið. Ákvörðun um stýrivexti kemur nú frá svonefndri peninga- stefnunefnd sem skipuð var sam- kvæmt nýjum lögum um Seðlabank- ann. Nefndin, undir forystu seðlabankastjóra, tekur hér eftir ákvarðanir um stýrivexti og önnur stjórntæki bankans í peninga- málum. Flestir reikna með að bankinn lækki stýrivextina um 0,5 til 1 pró- sentustig í dag, eða úr 18% í 17,5 eða 17%. Meðal þeirra er Greining Íslandsbanka, sem spáir lækkun um 50 punkta en útilokar ekki 100 punkta lækkun. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeild- arinnar, telur að Seðlabankinn fari hóflega í vaxtalækkanir. Bankinn vilji kanna hvaða áhrif lækkun hafi á markaðinn og þá sér í lagi gjald- eyrismarkaðinn. „Að mínu mati mun bankinn því taka mörg smá skref í þessu ferli fremur en fá stór,“ segir Ingólfur, sem telur meiri lækkun en um eitt prósentustig ólíklega í þessu skrefi. Hins vegar geti verið stutt í aðra vaxtalækkun. Neikvæð áhrif af stóru stökki Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hafnað beiðni Seðlabankans í síð- asta mánuði um lækkun stýrivaxta um þrjú prósentustig, eða niður í 15%. Forstjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi. Tek- ið var undir rök bankastjórnar fyrir vaxtalækkun að öðru leyti. Lækkun stýrivaxta í 15% hefði sannarlega haft áhrif á skuldastöðu fyrirtækja og heimila í landinu. Erf- itt er þó að segja nákvæmlega hver áhrifin hefðu verið þar sem taka þarf tillit til margra þátta. Ingólfur Bender segir að svo mik- il lækkun hefði komið sér best fyrir þá innlendu aðila sem væru með óverðtryggðar skammtímaskuldir. Lækkunin hefði hins vegar veikt krónuna og það væri ekki í anda þeirrar stefnu stjórnvalda að reyna að styrkja gengið. „Vaxtabyrði þessara aðila er þung um þessar mundir sökum hárra stýrivaxta og þegar lítill sem enginn verðbólgu- þrýstingur er til staðar og verðbólg- an framundan lítil er alveg svigrúm fyrir verulega lækkun stýrivaxta. Þetta mikil lækkun stýrivaxta gæti samt veikt krónuna þrátt fyrir gjaldeyrishöftin og væri það nei- kvætt fyrir bæði fyrirtæki og heim- ili í landinu, sem eru með skuldir sínar gengisbundnar og verð- tryggðar,“ segir Ingólfur og telur að fara þurfi í lækkun stýrivaxta með það í huga að ætlunin sé að afnema gjaldeyrishöftin í náinni framtíð. Stöðugleika raskað Með svo stóru stökki í stýrivöxt- um, sem fyrrverandi seðla- bankastjórar hugðu, væri hætta á verulegum og neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar. Það hefði jafn- framt raskað þeim stöðugleika á markaði sem markmiðið var að ná samkvæmt aðgerðaáætlun stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vaxtaákvörðunardagur hjá nýrri peningastefnunefnd Seðlabankans í dag Fyrsta skref stigið af mörgum smáum Morgunblaðið/Kristinn Stýrivextir Ný bankastjórn Seðla- bankans kynnir ákvörðun í dag. Í HNOTSKURN »Auk Sveins Haralds Øy-gards og Arnórs Sighvats- sonar er Þórarinn G. Pét- ursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í peninga- stefnunefnd fyrir hönd bank- ans. »Til viðbótar skipaði Jó-hanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hagfræðipró- fessorana Anne Sibert, Birbeck College í London, og Gylfa Zoëga, Háskóla Íslands, í nefndina. »Meirihluti þarf að vera ínefndinni fyrir ákvörð- unum hennar. Viðskiptavinir Landsbankans sem stefna nú bankanum annars vegar á Spáni og hins vegar stjórn bank- ans í Lúxemborg tóku eignalán sem voru veitt vel stæðum ein- staklingum á suðurströndum Spánar og Frakklands. Lánin voru veitt með veði í fast- eign þeirra, fjórðungur greiddur út, en afgangurinn lá í bankanum sem fjárfesti í hluta- og skulda- bréfasjóðum og öðrum verð- bréfum, samkvæmt samningnum. Hugmyndin var að ávöxtun þess hluta greiddi upp lánið en það gekk ekki eftir þar sem verð fast- eigna og verðbréfa um allan heim lækkaði. Viðskiptavinirnir töpuðu því háum fjárhæðum og hafa nú verið krafðir um að greiða upp lán- in af skiptastjórum bankans sem annars ætla að ganga að veðunum. Eignalánin fyrir vel stæða Evrópubúa ÞÁVERANDI framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins upplýsti stjórn sjóðsins í janúar sl. um að komið hefði í ljós að sjóðurinn hefði verið fyrir utan fjárfestingarheim- ildir vegna mistaka sem áttu sér stað fyrst í mars á síðasta ári. Þetta kem- ur fram í yfirlýsingu frá stjórn Ís- lenska lífeyrissjóðsins í kjölfar þess að fjármálaráðuneytið skipaði um- sjónaraðila yfir stjórn sjóðsins í fyrradag. „Það félag sem þetta á að- allega við er Kaupþing banki og einnig koma fram óveruleg frávik á takmörkuðum tímabilum hjá Sam- son eignarhaldsfélagi, Baugi og Atorku.“ Hægt er að lesa tilkynn- inguna í heild á mbl.is Utan heimilda fyrir mistök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.