Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 19

Morgunblaðið - 19.03.2009, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 byggjast upp. Komi til þess að uppbygging verði stopp í langan tíma getur heildarmynd hverfanna skaðast og virkað fráhrindandi fyrir kaupendur. Of miklir peningar í umferð En meginatriðið að baki því að koma hjól- unum af stað að nýju er að bæta rekstr- arumhverfi fyrirtækja, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Það þarf bæta rekstrarumhverfið með því að lækka vexti. Það er algjört for- gangsmál. Öðruvísi komast hjól atvinnulífsins ekki af stað,“ segir Jón Steindór. Hann segir ekki hægt að segja annað en að staðan á fast- eignamarkaði sé erfið. „Staðan er erfið og al- varleg. Það er samt þannig að breytt staða í efnahagsmálum breytir líka eftirspurninni á fasteignamarkaði. Það er til að mynda ekki langt í að það verði skortur á minni íbúðum. Ég veit til þess að byggjendur eru farnir að breyta sínum áætlunum á þá leið, að laga bygging- aráformin að breyttri stöðu.“ Jón Steindór segir uppgangstíma á fast- eignamarkaði hafa verið því sem næst „óraun- verulegan“. Auðvelt aðgengi að lánsfé og mikl- ir peningar almennt í þjóðfélaginu hafi gert mönnum erfitt um vik í því að halda heildarsýn yfir horfur á markaði. „Það þurfa allir að læra af þessum tíma. Það var alltof hratt farið á meðan miklir peningar voru í umferð á öllum vígstöðvum. Það má heldur ekki gleyma því, varðandi fasteignamarkaðinn, að hann tók mikla dýfu næstum ári áður en bankarnir hrundu. Niðursveiflan á honum hefur því lengi verið mikið vandamál. Það blöstu því við mikil vandræði í byggingariðnaði nokkru áður en bankarnir hrundu í október. Í umræðunni hafa komið fram misvísandi upplýsingar um hversu margar íbúðir standa tómar, eru í byggingu og þess háttar. Mín tilfinning er sú að það hafi verið ofmetið hversu margar tilbúnar íbúðir standa tómar. Þær eru ekki eins margar og af hefur verið látið. Hins vegar hefur það verið vandamál á markaðnum að halda yfirsýn yfir allar þær framkvæmdir sem eru í gangi,“ segir Jón Steindór. Viðhorf hjá fasteignasölum til þess hvort skynsamlegt sé að kaupa íbúð nú um stundir er misjafnt. „Það er erfitt að ráðleggja fólki að kaupa íbúð í því árferði sem nú er. En hver við- skiptavinur er með sínar þarfir. Stórar eignir, einbýlishús, hafa verið að lækka mikið í við- skiptum og kannski eru kauptækifæri á þeim vettvangi. Hins vegar er óvissan í efnahags- málum þannig að ég tel ekki hægt að ráðleggja fólki að kaupa, hvað sem það kostar, því eigið fé fólks getur brunnið upp ef markaðsvirði fasteigna fellur mikið eins og ýmislegt bendir til. Yngra fólk, sem er að hugsa um hvort það eigi að kaupa íbúð eða leigja, ætti frekar að leigja eins og mál standa nú,“ segir Björn Þorri. Eins og gefur að skilja er ekki góður tími til að selja íbúðir. Samkvæmt spá Seðlabanka Ís- lands á verð á fasteignum enn eftir að lækka um 25 prósent. Líklegt er þó að það verði mis- jafnt eftir staðsetningu hvernig verðlækkunin kemur fram. Á höfuðborgarsvæðinu er líklegt að verðlækkunin komi skarpast fram í út- hverfum en verði minni í miðborginni og á öðr- um þéttbýlum svæðum. Þær nýju aðstæður sem skapast hafa á markaðnum gætu fært mikið líf í leigumarkað þar sem óvissan um atvinnu og efnahag fælir fólk frá því að kaupa, eins og áður sagði. Reynslan erlendis frá hefur víða verið á þá leið að miklar þrengingar leiði til þess að félagsleg íbúðakerfi styrkist. Einnig gæti leigumarkaður orðið líflegri, ekki síst í ljósi þess að töluvert of- framboð er á húsnæði eins og staðan er í dag. Verstar eru horfurnar á markaði fyrir at- vinnuhúsnæði. Þær skýrast öðru fremur af því að umsvif atvinnulífsins hafa minnkað mikið vegna bankahrunsins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnuhúsnæði á undanförnum árum, eins og sést á grafískum myndum neðar á síðunni. Þegar hafa framkvæmdir stöðvast á mörgum stöðum, þar sem unnið er að upp- byggingu atvinnuhúsnæðis. Þetta á öðru frem- ur við um húsnæði í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði. „Þrátt fyrir mikla niðursveiflu nú mun fast- eignamarkaðurinn rétta úr kútnum, það getur gerst hraðar en margan grunar,“ segir Jón Steindór. er ekki dauður Byggir Jakob Ásmundsson smiður vinnur að byggingu húsa í Helgafelli. Hann segir nauðsynlegt að horfa til ástandsins með jákvæðum huga. „MÉR finnst vanta að stjórnvöld svari grund- vallarspurningum. Hvernig eigum við að byggja upp landið? Hvað erum við að fara að gera? Hvert eigum við að fara?“ segir Jakob Ásmundsson húsasmíðameistari sem vinnur nú að byggingu húsa í Helgafelli í landi Mos- fellsbæjar. Þar eru margar hálfbyggðar byggingar eins og víða á höfuðborgarsvæðinu. Jakob segir niðursveifluna sem nú er á markaðnum ekki stoppa sig. Hins vegar sé mikill skortur á því að stjórnvöld hafi forystu um að „leiða þjóð- ina“ áfram úr þeim ógöngum sem hún er í. „Það skortir á að stjórnvöld séu leiðandi í því að finna lausnir. Mér finnst sárt að horfa á eft- ir smiðum úr landinu eins og nú er farið að gerast. Til Kanada og víðar. Ef ekki á að koma til mikils landflótta þá þarf að koma hjólum at- vinnulífsins af stað sem allra fyrst. Til dæmis finnst mér það sérkennilegt, að ekki sé hægt að nýta fólkið, sem búið er að missa vinnuna, betur. Með einhverjum markvissum verk- efnum sem það getur unnið á atvinnuleysisbót- unum. Þjóðin þarf á öllum ráðum að halda, hefði ég haldið,“ segir Jakob. Hann segir stöðuna á fasteignamarkaði ekki eins slæma og margir vilja vera láta. „Staðan er alvarleg en mér finnst líklegt að hún batni tiltölulega fljótt í ljósi þess að fólk þarf þak yfir höfuðið. Fasteignaverð mun lækka eitthvað en þær íbúðir sem nú standa tómar verða ekki endilega svo lengi að seljast. Þörfin eftir nýj- um íbúðum er umtalsverð á hverju ári, hjá þjóð sem stækkar sífellt,“ segir Jakob. Hann segir nauðsynlegt að horfa jákvætt á hlutina þó horfurnar séu slæmar. „Íslendingar kunna að vinna og eru duglegir. Ef fólk leggur hart að sér, þá kemur þetta,“ segir Jakob.Í Helgafelli Húsveggir bíða þess að vera notaðir í húsbyggingar. „Hvernig eigum við að byggja upp landið?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.