Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 1
M Á N U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 94. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF NÝBÚINN ER HIÐ MESTA HNOSSGÆTI Haukar mæta Fram og Valur leikur við HK í undanúrslitunum um Ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik karla. Stjarnan þarf að fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR Haukarnir lenda á móti Frömurum Sautján ára ítalskur strákur var hetja Manchester United í gær þeg- ar hann skoraði sigurmarkið á síð- ustu stundu í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Ítalskur táningur bjargaði Man. Utd. Þrír Íslendingar eru komnir í fjög- urra liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, hver með sínu liði og því ljóst að minnst einn þeirra leikur til úrslita. Íslendingur í úrslitaleiknum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SEÐLABANKI Íslands óttaðist að áhlaup yrði gert á Nýja Kaupþing sem bankinn myndi ekki ráða við ef MP banki fengi að kaupa útibúanet SPRON. Heimildir Morgunblaðsins herma að Seðlabankinn hafi talið mögulegt að fyrrum viðskiptavinir SPRON, sem hafa verið fluttir til Nýja Kaupþings, myndu flykkjast aftur yfir í sín gömlu útibú með þeim afleiðingum að Kaupþing hefði ekki bolmagn til að greiða út allar innstæð- ur þeirra. Vegna þessa hefur Seðlabankinn beitt sér fyrir því að Fjármálaeftirlit- ið (FME) tefji kaup MP banka á úti- búanetinu og Netbankanum, nb.is, en kaupin eru háð samþykki FME. Deilur komu í veg fyrir opnun Til stóð að útibú SPRON myndu verða opnuð í dag en deilur helgarinn- ar komu í veg fyrir það. Allir máls- aðilar unnu að lausn þess í gær og leit- að var leiða til að sætta sjónarmið. Líkur eru á því að endanleg niður- staða liggi fyrir síðar í dag. Stjórnendur Nýja Kaupþings hót- uðu skilanefnd SPRON lögsókn vegna sölu á eignunum í síðustu viku, en nefndin hafði þá samþykkt að selja MP banka þær á 800 milljónir króna. Sú ráðstöfun olli Kaupþingsmönnum áhyggjum þar sem þeir töldu að eign- ir SPRON hefðu átt að vera til trygg- ingar þeim innlánum sem færð voru yfir í bankann. Því hefði getað komið upp sú staða að útvega þyrfti fjár- magn með mjög skömmum fyrirvara, annaðhvort með fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum eða með brunaútsölu á eignum SPRON, til að standast áhlaup fyrrum viðskiptavina SPRON. Óttast áhlaup á Kaupþing  Flótti viðskiptavina SPRON yfir í MP banka gæti valdið vanda við útgreiðslu Í HNOTSKURN »Þegar innlán SPRON voruflutt yfir í Nýja Kaupþing var greitt fyrir með skulda- bréfi sem tryggt var með öll- um eignum SPRON. »Er skilanefnd SPRONseldi hluta af eigum sjóðs- ins taldi Kaupþing að verið væri að selja eignir sem væru veðsettar Kaupþingi. »Samkomulag MP banka ogskilanefndar er háð sam- þykki FME.  Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi til að ræða hvernig bregðast ætti við því að Norður-Kóreumenn skutu á loft eldflaug. Stjórnvöld í Bandaríkj- unum og Japan sögðu að eldflaug- arskotið væri brot á ályktun örygg- isráðsins og kröfðust þess að Norður-Kóreumönnum yrði refsað. Talið var líklegt að Kínverjar og Rússar, sem eru með neitunarvald í ráðinu, kæmu í veg fyrir að sam- þykktar yrðu refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Talið er að skotið hafi verið eldflaug af gerðinni Taepodong-2, sem hægt væri að skjóta frá N-Kóreu til Alaska. » 15 Deilt um eldflaugarskot á fundi öryggisráðsins Spenna Eldflaugarskoti mótmælt í Seoul.  Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir helmingslíkur á þinglokum fyrir páska. Þingflokks- formaður Samfylkingarinnar segir meiri líkur en minni á áframhald- andi fundum eftir páska. Bjarni Benediktsson vill ekki segja fyrir um þinglok, en segir hægt að ljúka þingstörfum á tveimur dögum ef menn nái sátt í stjórnskipunarmál- inu. Ekki horfir til sáttar. » 6 Líklega verður þrefað um þingmálin fram yfir páska  Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum í lok september, eru að mestu töpuð. Bréfin voru á sínum tíma keypt fyrir 11,9 milljarða króna. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, segir að nauða- samningar sem lagðir hafi verið fram þýði í raun að fimm prósent af kröfunum fáist til baka. » 14 Stoðabréf sem keypt voru úr Sjóði 9 að mestu töpuð ÍSLANDSMÓTIÐ innanhúss í tennis stóð yfir í Tennishöllinni um helgina og lýkur reyndar með úrslitaleikjum í meistaraflokkum karla og kvenna á miðvikudaginn. Keppt var í öllum aldursflokkum og voru þátttakendur tæplega 80 talsins á aldrinum 6 til 62 ára. Þessi unga stúlka sýndi fín tilþrif og á örugglega eftir að gera það gott á fleiri tennismótum í framtíð- inni. Íþróttir Tennis með tilþrifum Morgunblaðið/Kristinn BLÚS OG FLEIRA FYRIR TÓNELSKA «FLUGAN FER VÍÐA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.