Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 2
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
MÁLEFNI norðurslóða fengu sinn
sess í lokaályktun leiðtogafundar
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
eftir baráttu Íslendinga og Norð-
manna fyrir því. „Það var tekist
töluvert á um þetta ákvæði í álykt-
uninni. Við vildum að það yrði fastar
að orði kveðið, en einhverjar þjóðir
voru ekki alveg sammála þessu.
Þetta var samt niðurstaðan og þetta
er í fyrsta skipti sem lögð er áhersla
á frumkvæði Íslendinga og mik-
ilvægi norðurslóða með þessum
hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra.
Í lokaályktuninni segir að þróunin
á norðurslóðum hafi dregið að sér
aukna athygli á alþjóðavettvangi. Ís-
lendingar hafi átt frumkvæði að því
að vekja athygli bandalagsþjóðanna
á öryggismálum á norðurslóðum,
ekki síst vegna loftslagsbreytinga.
„Þetta skiptir miklu máli fyrir
okkur því eitt af því sem var sam-
þykkt á þessum fundi var að nú færu
menn að ákveða framtíðarþróun
bandalagsins,“ segir Össur, sem
fjallaði í ræðu sinni um bráðnun
heimskautaíssins, opnun nýrra sigl-
ingaleiða og aðgang að nátt-
úruauðlindum á hafsbotni.
Tengiliður við Hvíta húsið
Össur fundaði í einrúmi með for-
seta Bandaríkjanna, Barack Obama,
á laugardag. Þegar hann hitti for-
setann í fyrsta skipti deginum áður
lýsti Obama strax yfir áhuga á því
Málefni norðurslóða í
lokaályktun NATO
Barack Obama
lýsir yfir áhuga á
Íslandsheimsókn
að koma til Íslands í heimsókn. Á
fundi þeirra vakti Össur svo máls á
jarðhitamálum og kvaðst Obama
þekkja til forystu Íslendinga í þeim
málum. Afréðu þeir að koma upp
formlegum tengilið í Hvíta húsinu
við Ísland, og daginn eftir sagði
Orkumál Össur Skarphéðinsson ræddi meðal annars um orkumál við Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins.
Obama Össuri hvern hann hefði sett
í það starf, ráðgjafa einn sem var í
fylgdarliði hans.
„Þeir vita af okkar þekkingu og
reynslu. Þarna eru ákveðin tæki-
færi. Hann var kappsamur um að
nýta þessa reynslu,“ segir Össur. |15
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
SJÖ voru handteknir úr hópi 20-30
sem mótmæltu fyrir utan heimili
Hauks Guðmundssonar, forstjóra
Útlendingastofnunar, í gær. Að
sögn vitna fóru mótmælin frið-
samlega fram þar til lögregla bað
mótmælendur um að yfirgefa vett-
vang. Sjö létu fyrirmæli lögreglu
sér í léttu rúmi liggja og voru
handteknir í kjölfarið.
Í tilkynningu segir að mótmæla
hafi átt meðferð íslenskra stjórn-
valda á hælisleitendum á Íslandi.
Mótmælendur höfðu einnig átt fund
með Hauki um málið í liðinni viku.
Haukur var ekki heima þegar
mótmælendur bar að garði. „Ég
var búinn að ákveða að láta hvorki
halda mér í gíslingu á heimili mínu
né flæma mig burt af því. Ég var
einfaldlega í fermingarveislu eins
og svo margir aðrir á þessum degi
og ákvað að láta þetta ekki á mig
fá.“
Haukur segir tilganginn ekki
geta helgað meðalið í þessum efn-
um. „Burtséð frá málstaðnum, sem
kann að hafa ýmislegt til síns ágæt-
is, þá getur samfélagið ekki liðið að
fólk safnist saman fyrir utan heimili
einstakra manna sem fást við erfið
mál, hvort sem það eru dómarar,
lögreglumenn eða blaðamenn. Slíkt
getur bara endað með ósköpum.“
Forstjórinn í fermingarveislu
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Handtaka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö manns úr hópi 20-30 sem mótmæltu við heimili forstjóra
Útlendingastofnunar í gær. Ekki kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda.
Á þriðja tug manna mótmælti fyrir utan heimili forstjóra Útlendingastofnunar
Segir ekki geta liðist að fólk safnist saman við heimili einstakra manna
AÐFARANÓTT
sunnudags var
ráðist á mann á
þrítugsaldri við
strætóskýlið til
móts við Stjórn-
arráðið í Lækj-
argötu í Reykja-
vík.
Maðurinn ligg-
ur þungt haldinn á gjörgæsludeild
Landspítala en er kominn úr önd-
unarvél.
Karlmaður var handtekinn í gær
vegna gruns um stórfellda líkams-
árás og játaði hann aðild sína að
henni. Vitni gaf sig fram við lög-
reglu og leiddi vitnisburður þess til
handtöku mannsins.
Liggur þungt hald-
inn á gjörgæslu
„Þetta var ekki neinn formlegur fundur. Ég og breski for-
sætisráðherrann höfum nú ekki verið að hlaupa upp um
hálsinn hvor á öðrum,“ segir Össur, sem hitti Gordon
Brown stuttlega á leiðtogafundi NATO. Ekki gafst færi á
að ræða við Brown um skýrslu fjárlaganefndar breska
þingsins um hrun íslensku bankanna.
„Hann var í hópi með Nicolas Sarkozy og Steve Harper
frá Kanada þegar við hittumst. Við gengum í flasið hvor á
öðrum svo ekki var annað hægt en að heilsast. Ég ætlaði mér að ná tali af
þeim betur, honum og David Miliband utanríkisráðherra, en þessi fundur
tafðist mikið vegna stimpinga að tjaldabaki í tengslum við kjörið á nýjum
framkvæmdastjóra bandalagsins. Þessir menn voru meira og minna á
fundum til að leysa það mál. Dagskránni seinkaði allri svo ekki gafst tóm
til að ræða við ýmsa sem við vorum búnir að setja upp fundi með.“
Ekki gafst færi á Gordon Brown
Gordon Brown
ELDUR kviknaði í gaskút í Aspar-
felli laust fyrir níu í gærkvöld. Hús-
ráðandi, Magnea Norðquist Magneu-
dóttir, var að grilla en hafði brugðið
sér inn. ,,Skyndilega hrópaði eldri
sonur minn að það væri kviknað í
grillkútnum!“ segir Magnea. Hún
hraðaði sér út á svalir og sá þá að kút-
urinn stóð í ljósum logum. ,,Ég reyndi
að kæfa eldinn með mottum sem voru
á svölunum en það var þýðingarlaust.
Ég bað þá strákana mína tvo og bróð-
urdóttur að taka símann og koma sér
út. Við hringdum svo í 112,“ segir hún.
Síðan barði hún á dyrnar hjá ná-
grönnunum og bað þá að fara niður í
anddyri því hún óttaðist að kúturinn
gæti sprungið. ,,Ég var skelfingu lost-
in því eldurinn var mikill.“ Magnea
segir að slökkvilið hafi verið snöggt á
vettvang. ,,Það gekk vel að slökkva í
og ekkert skemmdist nema motturn-
ar tvær.“ Kúturinn sprakk ekki og
stendur enn á svölunum. Ég ætla að
losa mig við hann við fyrsta tækifæri
og ætla ekki að grilla í bráð. Að
minnsta kosti ekki með gasi!“ segir
Magnea. sigrunerna@mbl.is
Gaskúturinn í
ljósum logum
Kviknaði í meðan húsráðandi var að
grilla Grillar ekki með gasi í bráð
Morgunblaðið/Kristinn
Bruni Húsráðandi reyndi að kæfa
eldinn með mottum, án árangurs.
ÞRJÁR pakkningar fíkniefna hafa
skilað sér frá belgískum karlmanni
sem situr í gæsluvarðhaldi vegna
tilraunar til innflutnings á fíkniefn-
um. Pakkningarnar eru nú hjá
tæknideild lögreglunnar sem sér
um að vigta og efnagreina. Áfram
verður fylgst vel með manninum.
Maðurinn kom til landsins á
fimmtudag. Hann var stöðvaður og
handtekinn í Leifsstöð en slapp úr
haldi lögreglu á leið í gegnumlýs-
ingu. Maðurinn fannst á nýjan leik
á föstudagsmorgun.
Maðurinn var með efni innvortis,
bæði sem hann hafði gleypt og
geymt í endaþarmi.
Fíkniefnin eru á
hægri niðurleið