Morgunblaðið - 06.04.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
RÁÐIST verður í endurskoðun og
breytingar á almannatryggingakerf-
inu eftir kosningar ef marka má
stefnuyfirlýsingar og áherslur
stjórnmálaflokkanna í velferð-
armálum. Þannig hljóma að minnsta
kosti loforð flestra flokka, án þess að
þau séu yfirleitt útfærð í þaula.
Eftir bankahrunið hefur áhersla
verið lögð á að verja grunnþjón-
ustuna og bíður stjórnvalda ærið
verkefni í þeim efnum; að tryggja
fjármagn til að halda velferð-
arkerfinu gangandi og verja stöðu
hinna verst stöddu.
Um miklar fjárhæðir er að ræða
en samkvæmt gildandi fjárlögum eru
greiðslur vegna trygginga, bóta og
félagslegrar aðstoðar áætlaðar hið
minnsta um 100 milljarðar króna, eða
um fimmtungur allra fjárlaganna.
Útgjöld til heilbrigðismála eru áætl-
uð um 120 milljarðar króna.
Niðurskurður ekki vinsæll
Tillögur um breytingar á heil-
brigðiskerfinu eru hins vegar ekki
fyrirferðarmiklar en sem kunnugt er
hefur sá málaflokkur verið mikið í
umræðunni í vetur.
Í byrjun árs kynnti Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra um-
fangsmiklar tillögur til að taka á
vandanum en arftaki hans, Ögmund-
ur Jónasson, hefur meira og minna
afturkallað eða breytt þeim áform-
um, um leið og boðuð hefur verið
kjaraskerðing hjá heilbrigðisstarfs-
fólki. Skera þarf niður um sjö millj-
arða á þessu ári og enn meira á því
næsta.
Í þessum stærsta útgjaldalið rík-
isins blasir því við sársaukafullur nið-
urskurður en í fljótu bragði virðist
Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem
nefnir niðurskurð yfirleitt á nafn.
Tekur flokkurinn fram að nið-
urskurðurinn megi ekki bitna á ör-
yrkjum, lífeyrisþegum og hinum
efnaminni og líkt og hjá flestum öðr-
um flokkum er talað um að tryggja
beri jafnan aðgang að heilbrigð-
isþjónustunni og heilsugæslunni í
landinu.
Bæði Vinstri grænir og Samfylk-
ingin nefna aukið samstarf við sveit-
arfélögin og að þau beri að efla í sinni
grunnþjónustu í mennta- og velferð-
armálum.
Borgarahreyfingin nefnir velferð-
armál ekki sérstaklega á nafn í sinni
stefnuyfirlýsingu þó að vafalítið hafi
hreyfingin skoðun á þeim. L-listi full-
veldissinna hefur sem kunnugt er
dregið framboð sitt til baka.
Allir vilja verja velferðina
Endurskoðun almannatryggingakerfisins er fyrirferðarmikil í stefnu flokkanna
Áhersla lögð á að verja grunnþjónustuna en lítið ber á tillögum um niðurskurð
Velferðarkerfið
og heilbrigðismál
Áherslur flokka fyrir þingkosningar 25. apríl 2009
X-B Framsóknarflokkurinn
X-D Sjálfstæðisflokkurinn
X-F Frjálslyndi flokkurinn
X-S Samfylkingin
X-O Borgarahreyfingin
X-V Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Tryggja hag öryrkja, fatlaðra og aldraðra með lægstar tekjur.
Endurskoða almannatryggingakerfið og einfalda, m.a. í samráði við lífeyrissj.
Draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta örorku- og ellilífeyrisþega.
Tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu og efnahag.
Styrkja enn frekar uppbyggingu núverandi hátæknisjúkrahúsa.
Efla heilsugæsluna og ná niður lyfjakostnaði.
Hugsa heilbrigðis- og menntamál upp á nýtt og útvista verkefnum og þjónustu.
Við niðurskurð verði tekið tillit til öryrkja, lífeyrisþega og þeirra efnaminni.
Dregið úr millifærslum til þeirra sem geta séð sér og sínum farborða.
Sveitarfélög hvött til að stuðla að frekari samfellu í skóla- og íþróttastarfi.
Innflytjendur og fatlaðir njóti jafnra tækifæri á við aðra í þjóðfélaginu.
Foreldrajafnrétti verði tryggt með breytingu á barnalögum.
Rík áhersla á að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar.
Verja þarf heilbrigðisþjónustuna með ráðum og dáð.
Stjórnkerfi heilbrigðiskerfisins verði endurskoðað og fjármunir vel nýttir.
Standa ber vörð um hag fjölskyldna.
Atvinnulaust fólk hvatt til að stunda vinnu með samfélagslegu markmiði.
Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land.
Auka hlutverk sveitarfélaga í þjónustu við börn, fatlaða, aldraða og fjölskyldur.
Endurskoða styrkjakerfi barnagreiðslna frá almtryggingum og skattkerfi.
Gera börnum kleift að stunda íþróttir og listnám án tillits til efnahags.
Hraða endurskoðun almannatryggingakerfisins og einfalda það.
Endurskoða örorkumat, einnig með tilliti til möguleika og getu fólks.
Tryggja aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.
Minnka greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu, s.s. vegna lyfja.
Verja störf í heilbrigðis- og velferðarkerfinu.
Efla sveitarfélög og styrkja grunnþjónustu í mennta- og velferðarmálum.
Tryggja að kreppan bitni ekki á börnum og ungmennum.
Taka upp gjaldfrjálsar og hollar skólamáltíðir í grunnskólum landsins.
Hækka atvinnuleysisbætur fjölskyldu- og barnafólks.
Standa vörð um grunnheilsugæslu og tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Í HNOTSKURN
»„Standa vörð um“ er al-gengt orðalag í stefnu-
skrám flokkanna um velferð-
armálin. Ef þeim orðum er
slegið upp í Google-leitarvél-
inni koma þau upp 52 þúsund
sinnum, oftar en „það er alveg
ljóst“.
»Hér til hliðar er aðeinstæpt á helstu áherslum en
flestir flokkar hafa mun fleiri
tillögur fram að færa.
»Á morgun verður fjallaðum ESB og myntmálin.
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300
Næsta námskeið byrjar 15. apríl 2009
SKÍÐAMAÐURINN sem sóttur var
af þyrlu Landhelgisgæslunnar á
laugardag er á batavegi og er
ástand hans gott, samkvæmt upp-
lýsingum frá Landspítalanum.
Sóttur af þyrlu
Maðurinn var staddur ásamt
gönguskíðahópi við Dúfunefsfell,
sem er um 6 kílómetra norðaustur
af Hveravöllum. Hafði hann fengið
aðsvif og sjóntruflanir og var kallað
eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar
því ekki þótti ráðlegt að bíða með
læknisaðstoð. Sótti þyrla Landhelg-
isgæslunnar, TF-EIR, þá manninn
og lenti hún við Landspítalann – há-
skólasjúkrahús í Fossvogi um
klukkan átta á laugardagskvöldið.
Var þetta annað útkall gæsl-
unnar þann daginn, en áður hafði
hún sinnt útkalli vegna Krist-
bjargar HF-177 sem var vélarvana
við Krísuvíkurbjarg.
Skíðamaðurinn
á batavegi
Sóttur Þyrla Landhelgisgæslunnar
sótti skíðamann.
GÖNGUHÓPURINN Göngum,
göngum gekk yfir Fjarðarheiði á
laugardag. Gengið var frá Seyð-
isfirði og tók ferðin fjóra og hálfa
klukkustund, en leiðin er 27 km.
Tuttugu og þrír gengu að þessu
sinni. Hópurinn áði við sæluhús og
fékk sér nesti í blíðskaparveðri.
Björgunarsveitin Ísólfur fylgdi
hópnum eftir.
Ákveðinn tilgangur
Gönguhópurinn ætlar að ganga
ársfjórðungslega yfir heiðina og
var þetta fyrsta ganga ársins. Hóp-
urinn, sem var stofnaður síðastliðið
haust, segir tilganginn vera að
vekja athygli á þessum hættulega
fjallvegi og þörfinni fyrir verulegar
samgöngubætur, sem felist í jarð-
göngum til nærliggjandi þétt-
býlisstaða. sigrunerna@mbl.is
Gengið yfir
Fjarðarheiði
Dugnaður Hópurinn gekk 27 km.
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
TRYGGVI Þór Herbertsson, hagfræð-
ingur, segir að ríflega 1.000 manns hafi
sótt um greiðsluerfiðleikaaðstoð frá
Íbúðalánasjóði á fyrstu þremur mán-
uðum ársins. „Þetta er víst algjör
sprengja,“ segir Tryggvi Þór.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki
nákvæma tölu þeirra, sem sótt hafa um
aðstoð að undanförnu, á takteinum.
Hann taldi þó töluna sem Tryggvi
nefndi ekki fjarri lagi. „Fólk sækir um
þessi hefðbundnu úrræði sem Íbúða-
lánasjóður hefur boðið upp á alla tíð;
frystingu lána, skuldbreytingu van-
skila og svo framvegis,“ sagði Guð-
mundur.
Þann 30. mars síðastliðinn voru sam-
þykkt ný lög um greiðsluaðlögun og í
greinargerð sem þeim fylgir er gert
ráð fyrir að um 100-200 manns muni
sækja um og þurfa greiðsluaðlögun.
Lánin þiðna
Tryggvi segir þessa tölu vera frá-
leita og að þúsundir muni þurfa slíka
aðlögun. „Það má ekki gleymast að nú
eru lánin að þiðna, sem fryst voru í 4-6
mánuði strax eftir bankahrunið. Núna
munu þau dynja aftur af fullum þunga
á fólki og afleiðingarnar geta orðið al-
varlegar.“
Margir óska eftir aðstoð
vegna greiðsluerfiðleika
Guðmundur
Bjarnason
Tryggvi Þór
Herbertsson