Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 9

Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Hlíðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is fyrst og fremst ódýr! Heill lambaskro kkur af nýslátruðu sag aður í kassa 898kr.kg Læri 1/1 • Læri sneitt • H ryggur 1/1 Frampartur sag aður • Slög heil SPARAÐU ST ÓRT Í KRÓNUNNI ! Páska- lamb NAME IT SMÁRALIND S: 544 4220 / KRINGLAN S: 568 4344 FALLEGUR PÁSKAFATNAÐU R Í MIKLU ÚRVALI HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is FJÖLMÖRG börn og ungmenni fengu ókeypis tannlæknaþjónustu í húsnæði tannlæknadeildar HÍ á laugardaginn. Alls var gert við tenn- ur þrjátíu og eins barns, en þar að auki fengu systkini sumra þeirra fræðslu og forvarnapakka um gildi góðrar tannhirðu. Að sögn Ingu B. Árnadóttur, deildarforseta tannlæknadeildar, gekk þjónustan mjög vel, en nemar aðstoðuðu tannlæknana sem unnu verkin. Þeir eru allir félagar í tann- læknafélagi Íslands. Tannheilsa barnanna var misgóð, en þau fengu greiningu á henni og fóru flest í rönt- genmyndatöku. Aðeins eitt barn reyndist ekki þurfa neinnar sér- stakrar aðgerðar við. Komin var biðröð áður en opnað var á laugardaginn og var svo nóg að gera þar til klukkan eitt. Aldrei var þó löng bið. Þjónustan verður aftur veitt í húsnæði tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Tanngarði, laugar- dagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí frá klukkan tíu til eitt. onundur@mbl.is Þrjátíu og einn fékk ókeypis tannviðgerð Morgunblaðið/Kristinn Æ! Ingi Gunnlaugsson lagar tönn. RÆKTUN kannabis var upprætt aðfaranótt föstudags þegar lög- reglan á Suðurnesjum réðst inn í íbúðarhús í Sandgerði. Einn handtekinn Vefur Víkurfrétta greinir frá því að um 180 plöntur á ýmsum vaxt- arstigum hafi fundist í húsinu sem stendur við Brekkugötu. Margar þeirra voru fullvaxnar en aðrar voru græðlingar. Lögreglan hefur handtekið einn í sambandi við mál- ið. Plöntunar hafa nú verið skornar og settar í geymslu. Á vef Víkur- frétta segir að ræktunin í Sand- gerði sé fyrsta stóra framleiðslan sem lögreglan á Suðurnesjum gerir upptæka í herferð lögreglunnar gegn kannabisræktun. Ræktun í Sandgerði Morgunblaðið/Júlíus Kannabis Um 180 plöntur voru gerðar upptækar í Sandgerði. ÞAÐ var sannarlega létt yfir fjölda áhorfenda sem sáu frumsýn- ingu Leikdeildar UMF Bisk- upstungna í Aratungu sl. föstu- dagskvöld á gamanfarsanum Sex í sveit. Það eru sex leikarar sem leika í þessu léttgeggjaða verki þar sem efnið byggist á framhjáhaldi og misskilningi. Leikritið er eftir Marc Camoletti, þýðandi er Gísli Rúnar Jónsson og leikstjóri Gunn- ar Björn Guðmundsson. 25 leikrit í Aratungu Leikendur eru flestir sviðsvanir en innan leikdeildarinnar er öflugt fólk sem hefur sett upp leikrit á hverjum vetri undanfarin ár. Frá því að Félagsheimilið Aratunga var byggt árið 1961 hafa verið sett upp 25 leikrit á vegum Ungmenna- félagsins. Leikdeildin er aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Það verður enginn fyrir von- brigðum sem eyðir kvöldstund í Aratungu og horfir á þennan létta gamanleik, en sýningar verða fram eftir aprílmánuði. Framhjáhald og misskilningur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sex í sveit Íris Blandon, Bjarni Kristinsson og Hildur M. Hilmarsdóttir fara mikinn á leiksviðinu. Eftir Sigurð Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.