Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 13
Kosningastefnuskrá Framsókn-
arflokksins var kynnt í fyrradag.
MEÐAL þess sem framsóknarmenn
setja á oddinn í kosningabaráttunni
er að vextir verði lækkaðir sem
allra fyrst, að höfuðstóll húsnæð-
islána og lána fyrirtækja verði
lækkaður um 20%, með hugsanlegu
hámarki, og afskriftir erlendra
kröfuhafa renni þannig til íslenskra
skuldara.
Þá vilja framsóknarmenn m.a. að
stjórnskipun Íslands verði endur-
skoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi
um stjórnarskrá Íslands og eftir
ástæðum viðeigandi lög um stjórn-
sýslu, dómstóla, löggjafarstarf og
kosningar.
Vextir
lækki
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Kynntu þér úrræði
í greiðsluerfiðleikum
www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Sími: 569 6900, 800 6969, fyrirspurnir@ils.is
Upplýsingar er að finna á vef
Íbúðalánasjóðs, www.ils.is
· Samningar
· Skuldbreyting vanskila
· Greiðslujöfnun
· Frestun afborganna
· Lenging lánstíma
· Greiðslufrestur vegna sölutregðu
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti Húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
verðhrun
mikið úrval af sófum og sófasettum
10-50% afsláttur
af völdum vörum
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
NÝJAR reglugerðir um lögreglu-
stjórasátt og um sektir og önnur við-
urlög við umferðarlagabrotum hafa
tekið gildi. Auk þess hefur ríkissak-
sóknari gefið út nýja skrá um brot
sem heimilt er að ljúka með lög-
reglustjórasátt. Með breytingunum
er m.a. unnt að ljúka máli með sátt ef
ökumaður ekur endurtekið eða veru-
lega undir áhrifum áfengis eða undir
áhrifum ávana- og fíkniefna.
Sektaðir um 140 þúsund
Til dæmis má taka einstakling
sem ákveður að setjast undir stýri
eftir notkun kannabisefna. Aki hann
með 2 ng/ml af THC – sem er virka
efnið í kannabis – í blóði eða meira
verður honum gert að greiða 140
þúsund krónur í sekt og skila inn
ökuleyfi sínu í eitt ár. Sé sami ein-
staklingur með allt að 2 ng/ml af
sama efni þarf hann að greiða 70
þúsund kr. í sekt og er sviptur öku-
leyfi í fjóra mánuði.
Einnig hafa verið ákveðin viðmið
vegna annarra fíkniefna; amfeta-
míns, kókaíns og MDMA. Sömu
sektir liggja við neðri og efri mörk-
um. Greinist ökumenn með ávana-
og fíkniefni í þvagi greiða þeir 70
þúsund kr. í sekt og missa ökurétt-
indi í þrjá mánuði.
Viðurlög vegna ölvunaraksturs
Einnig hefur verið bætt við við-
urlögum vegna ölvunaraksturs. Í
stað þess að skalinn næði aðeins að
1,01 prómilli eða meira hafa viðurlög
verið ákveðin fyrir 2,01 eða meira. Sá
sem stöðvaður var með eitt prómill
fyrir áramót greiddi 160 þúsund kr. í
sekt og var sviptur ökuleyfi í tvö ár.
Hefði hann verið stöðvaður í dag
þyrfti hann að greiða 100 þúsund kr.
og mætti ekki stjórna ökutæki í átta
mánuði.
Fleiri mál kláruð með sátt
Í HNOTSKURN
»Í eldri reglugerð um lög-reglusátt var miðað við að
hægt væri að ljúka málum með
sátt ef viðurlög færu ekki fram
úr sviptingu ökuréttinda allt að
einu ári eða sektin ekki fram úr
100 þúsund kr.
» Í nýju reglugerðinni er bú-ið að hækka viðmiðið í 500
þúsund kr. sekt og að við-
urlögin fari ekki fram úr tíma-
bundinni ökuréttindasviptingu.
Ný reglugerð um lögreglusátt hefur tekið gildi Hægt að ljúka fleiri málum
með skjótari hætti Skýrari sektir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna
Morgunblaðið/ÞÖK
Há sekt Ef blóðsýni leiðir í ljós kannabisneyslu ökumanns er hægt að sekta
viðkomandi um 140 þúsund krónur. Hann missir ökuleyfi í eitt ár.
Mosfellsbær | IMPRA og forsvars-
menn tveggja nýsköpunarsetra í
Mosfellsbæ hafa gert með sér sam-
starfssamning, en vonast er til þess
að verkefnin verði lyftistöng fyrir at-
vinnulífið í Mosfellsbæ og nær-
sveitum.
Um er að ræða tvö aðskilin ný-
sköpunarverkefni, V6 Sprotahús og
Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar
sem rekið verður í samstarfi við
Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Setrin
verða staðsett í nýuppgerðu atvinnu-
húsnæði sem hefur verið innréttað
sérstaklega með tilliti til þeirrar
starfsemi sem þar mun fara fram.
Að sögn Birgis Grímssonar, for-
svarsmanns V6 Sprotahúss, er V6
Sprotahús, að því er hann best veit,
fyrsta sjálfstæða og einkarekna
sprotasetrið á Íslandi með þessu
ákveðna sniði. Innan veggja Sprota-
hússins sé að finna allt sem þarf til
að gera hugmynd að veruleika og að
vel reknu fyrirtæki.
Á Frumkvöðlasetri verður sjónum
einkum beint að úrræðum fyrir at-
vinnulausa og stuðningi við við-
skiptahugmyndir þeirra í samræmi
við markmið frumkvöðlasetra Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands.
Sjá nánar: www.mos.is.
Ætlað að styrkja
atvinnulífið
Samstarf í atvinnumálum í Mosfellsbæ
Ljósmynd/Hilmar
Nýsköpun Aðstandendur verkefnisins undirrituðu samstarfssamning í hús-
næðinu að Völuteig 6 í Mosfellsbæ þar sem setrin tvö verða til húsa.